Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 12
LEIKGERÐ NJÁLU Á SNÆLDUM í ÞÝSKALANDI Leikgeró Njálssögu hefur nú verió gefin útí hljóð- bókarformi í Þýskalandi. ÞÓRARINN STEFÁNS- SONAR var í kynningarhófinu í Bonn. TGEFANDI leikgerðarinnar er Der HörVerlag, en hefur notið sam- vinnu við vestur-þýska útvarpið WDR undir forystu leikstjórans og íslandsvinarins Wolfgangs Schiffers, hafði frumkvæði að leikgerð verksins og hélt utan um framleiðsluna. Höfundur er David Wade og leikstjóri Klaus Mahrlánder. Verkið tekur rúma fimm tíma í flutningi og er því komið fyrir á fjórum hljóðsnældum. Titill leikgerðar- innar er „Ófriðartréð - íslenska sagan af Njáli hinum spaka“ (Der Baum des Haders - Die islándiscche „Saga vom weisen Njál“). Njálssaga er hér sögð í nýjum búningi þar sem einungis stuttum köflum upprunalegu sögunnar er fylgt frá orði til orðs þó að sögu- þráðurinn haldist. Áhersla hefur verið lögð á að segja söguna í formi samtala sem öll hafa sprottið úr penna höfundar en eru skrif- uð í anda Njálu. Þannig er sagan stytt og löguð að eiginleikum útvarps. í bæklingnum sem fylgir kassettunum segir m.a. að „íslend- ingasögurnar hafí enn í dag andleg áhrif á íslendinga, þær eru einskonar orkubú lands- manna óháð tíma og rúmi. Þangað sækir þjóðin styrk sinn og von. Rithöfundar nútím- ans á íslandi leggja áherslu á gildi sagnanna í nútímaþjóðfélagi og segja þær upphaf skáld- sagnaforms nútímans." i eldhúsið og bilinn Hljóðbækur hafa rutt sér mjög til rúms víða um Evrópu á undanförnum árum og í Bandaríkjunum eru þær orðnar sjálfsagður hlutur í bókaverslunum. Stærsti hluti þeirra hljóðbóka sem eru á markaðnum í Þýskalandi eru leikverk unnin í samvinnu við útvarps- stöðvar. í könnun sem gerð var fyrir um hálfu ári kom í ljós að stærsti notendahópur hljóð- bókanna eru vel menntaðar konur á miðjum aldri, húsmæður eða útivinnandi. Þær nota bækumar aðallega við heimilisstörfin. Síðustu ár hefur þó myndast nýr hópur notenda, en það eru karlmenn á milli þrítugs og fertugs sem, af ýmsum ástæðum, eyða miklum tíma í bílnum. Ellilífeyrisþegar og sjónskertir eru einnig stór hópur notenda. Það má því ganga út frá því að hljóðbókin sé samkeppni við út- Morgunblaóió/Þórarinn Stefónsson. Leikgerð Njálu kynnt í íslenzka sendiráðinu í Bonn. Á myndinni eru Wolfgang Schiffer frá Vestur - þýzka útvarpinu, Sibylie von Harz starfsmaður PR Agentúrnum, sem ann- ast markaðssetningu, Claudia Baumhöfer frá útgefandanum Hör Verlag, sendiherrahón- in Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir, og Klaus Mehrlander, sem leikstýrði leikgerðinni á Njálssögu. varpsstöðvar og að bókaútgáfur hafí þar með skapað sér nýjan markhóp. Utgáfufyrirtækið „HörVerlag“ sem gefur út leikgerð Njálu, var stofnað árið 1993 í þeim tilgangi að gefa út hljóðbækur. Níu stórar og virtar bókaútgáfur standa að baki „HörVerlag" m.a. Kiepenheuter & Witsch í Köln, Suhrkamp í Frankfurt og Schott Musik International í Mainz. Það má því vera ljóst að í engu mun skorta varðandi markaðssetn- ingu hljóðbókarinnar. Útgáfur sem þessar hljóta æ meiri athygli í Þýskalandi og er þeim iðulega stillt upp á áberandi stöðum. Þjóóleg menningarveizla Þann 17. apríl tóku sendiherrahjónin í Bonn á móti tæplega eitthundrað gestum í tilefni útgáfunnar þar sem hljóðbókin var kynnt blaðamönnum og öðrum áhugamönn- um um íslensk málefni. Boðið var til þjóðlegr- ar menningarveisju með íslenskum smárétt- um, fróðleik um íslendingasögumar og tón- list. Hlín Pétursdóttir óperusöngkona flutti íslensk sönglög og Claudio Puntin lék af fíngrum fram á klarinettumar sínar þar sem hann lagði út af íslenskum þjóðlögum. Claudio er eiginmaður Gerðar Gunnarsdóttur fíðluleikara í Köln. Jónas_ Kristjánsson, fyrrverandi forstöðu- maður Ámastofnunar, hélt fræðandi ræðu um íslendingasögurnar með áherslu á Njáls- sögu og lofaði leikgerðina sem nú er komin út. Jónas sagði það góða hugmynd að færa söguna í þetta form og lagði áherslu á að hyggja þyrfti að útgáfu íslendingasagnanna í fjölbreyttara formi en nú er. Hann nefndi í ræðu sinni að nokkrar kvikmyndir hefðu verið gerðar um þetta efni en að hans mati hefur engin þeirra tekist sem skyldi. Jónas sagði einnig að mikilvægt væri að þýða sög- urnar á þjálla máli en er á þeim bókum sem nú eru fáanlegar í Þýskalandi og nefndi í því sambandi nýjar útgáfur Diederichs útgáf- unnar í Munchen sem hann bindur vonir við. Á BLINDRABÓKASAFNI íslands. r Morgunblaóið/ S GROSKA OG TIMAMOT I UTGAFU HLJOÐBOKA Með tilkomu Hljóóbókoklúbbsins eru hljóðbækur orðnar fastur lióur í bókaútgáfu hér á landi. KJARTAN ARNASON kannaði útgáfu klúbbsins á undanförnum misserum og hugleiðir fyrirkomu- lag hljóðbókaútgáfu í náinni framtíð. SÚ VIÐBÓT í bókaútgáfu sem varð með tilkomu Hljóðbókaklúbbsins var tímabær, jafnvel kærkomin ef marka má ágætar viðtökur við þessu fram- taki. Auk mánaðarbóka fyrir félaga, stendur klúbburinn fyrir viðamikilli útgáfu á íslend- ingasögunum ásamt bamaefni, hvorttveggja fyrir almennan markað. Mánaðarbækurnar eru orðnar 11, þegar þetta er skrifað, þaraf 6 íslenskar, flestar nýlegar, Islenskur aðall og Bandamanna saga eru öldungar í þeim hópi, hin síðarnefnda sú eina íslensku bókanna sem ekki er lesin af höfundi - af augljósum ástæðum. Tvær af bókunum komu út samtímis prentuðu bók- inni, aðrar eru frá síðustu árum. Þýddu bækurnar eru lesnar af leikurum, og er lestur á bókum klúbbsins í heildina eitt traustasta gæðamerki útgáfunnar, auk þess menningarsögulega starfs sem í því felst að varðveita upplestur höfunda á eigin verk- um, starf sem Ríkisútvarpið hefur verið nær einrátt um til þessa. Timamót Nú eru breyttir tímar í útgáfu hljóðbóka hér á landi, því Blindrabókasafn íslands til- kynnti á degi bókarinnar, að nú verði almenn- ingi boðið að kaupa úrval af hljóðbókum þess. Gefist það vel er stefnt að því að auka umsvifin í hljóðbókasölunni. Þetta eru nokkur tíðindi fyrir unnendur bóka og upplesturs, því efni safnsins hefur fram að þessu svo til eingöngu verið ætlað blindum og sjónskert- um, og ekki komið fyrir almenningseyru. Á safninu eru þegar nálægt fimm þúsund titlum innlendra og erlendra bóka, úrval nýrra bóka hefur aukist ár frá ári, og síðustu árin hafa nýjustu jólabækurnar verið innlesnar og fáan- legar til láns nokkru fyrir jól. En jafnframt þessum ágætu fregnum vaknar spuming um stöðu annarra sem að hljóðbókagerð vinna, sem mér vitanlega eru aðeins tveir aðilar auk safnsins, Hljóðbóka- klúbburinn og Hljóðsetning ehf., sem gaf út talmálsdiska með bókmenntaefni á síðasta ári. Hver verður staða þessara fyrirtækja gagnvart Blindrabókasafni með ríkið að fjár- hagslegum bakhjarli? Hverju breytir þetta um framtíðarhorfur fjölbreyttrar hljóðbóka- útgáfu í landinu? Samvinna Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einn aðili yfirtæki þann ofursmáa hljóðbókamark- að sem í þessu landi er: sá semrer fjárhags- lega öflugastur. En myndi það horfa til heilla fyrir hljóðbókaútgáfuna í heild? Sjá má nokk- uð ákveðnar línur í þessari útgáfu þegar á þessu stigi málsins, og með því að skerpa þá drætti sem fyrir eru og efna til samvinnu í stað samkeppni, má vinna hljóðbókinni hið mesta gagn og stuðla að fjölbreytni í útgáfu. Einsog málin standa skarast útgáfa nefndra aðila nokkuð, jafnvel verið að gefa út sömu bækur í mismunandi lestri á svipuð- um tíma. Þetta helgast auðvitað af því að bækur Blindrabókasafns hafa ekki farið á opinn markað. En með því að efla þá sérhæf- ingu sem blasir við, væri unnt að skapa þess- um aðilum ágæta afkomu. Verkaskipting um almenna útgáfu gæti til að mynda verið þessi: Hljóðbókalúbburinn héldi áfram með íslendingasögurnar og sér- hæfðari útgáfu, td. fræðibækur, Blindrabóka- safnið sæi um ný skáldverk, ævisögur o.þ.h., en Hljóðsetning með sitt einvala lið leikara, hefði lesið barnaefni á sinni könnu. Með þessu móti þyrfti útgefíð efni ekki að skarast, og ólík fagþekking og dýrmæt reynsla myndi varðveitast. Góð samvinna á þessu sviði getur ótvírætt stuðlað að öflugri og fjölbreyttari hljóðbóka- útgáfu. Sem auðvitað er draumur okkar allra. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍLl 997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.