Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 10
LYSTAR BÆK- UR. FORNT MYNDMÁL OG NÝTT EFTIR SVERRI TÓMASSON Fimmtudaginn 19. júní veróa Stofnun Arna Magnússongr á Islandi afhent síóustu handrit úr Konungsbókhlöóu og safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn sem varóveita á hér landi sam- kvæmt samningi landanna tveggja um lausn hand- ritamálsins. I tilefni af þessum viðburói hafa Stofn- ----7—-----------------------7---------------- un Arna Magnússonar, Listasafn Islands og Nor- ræna húsió efnt til sýninga á myndlist í handritum, mióaldabókum og hvernig listamenn lífs og liónir hafa unnið myndefni úr fornri frásagnarlist. Sam- heiti þessara sýninga, sem veróa opnaóar í _____dag7 er Sögn í sjón. Hér á eftir er geró_ _____grein fyrir samkennum og sérkennum í_____ myndlýsingum við fornsögur. VÍ hefur stundum verið fleygt fram að fyrri alda menn hafi löngum lifað í myrkri og kulda, upplýsing hugar og handa hafí ekki fundið sér vísan stað hér á landi fyrr en síðar, einkum þó á 19. og 20. öld. En þegar nánar er að gætt eru þetta heldur grófgerðar ýkjur. Veröldin á miðöld- um var jafn vel lýst sem nú á dögum, en sú lýsing bjó aðallega í hugskotinu, hugurinn var sá sem nam og bar hlutina augum, enda segir í fomri bók að sá sem lesi hana skuli hafa „smásmugul og hvöss og skyggn hugs- unaraugun." Þessi orð skulu menn gjarnan hafa í huga, þegar þeir lesa fornar frásagn- ir, sjálft ímyndaraflið átti að kalla fram myndir, önnur myndskreyting virðist hafa verið talin munaður, sem aðeins var lagt í bæjcur handa ólæsum eða auðmönnum. íslensk handrit frá miðöldum eru yfirleitt ekki myndskreytt eins fagurlega eins og erlendar skinnbækur frá sama tíma. En þó eru enn til í söfnum handrit sem mjög vel eru skreytt eða lýst en sú sögn er að jafn- aði höfð um handverk myndlistarmanna á miðöldum. Eigindir lýsinganna eru þó með nokkuð öðrum hætti en í myndskreytingum nú á dögum. Sumpart má skýra þennan mun með sjálfum frásagnarhætti sagnanna, sum- part má líta á myndlýsingar bæði í bókum, kirkjum og á húsmunum sem hluta af tákn- heimi sem venjulegum nútíðarmanni er að miklu leyti hulinn. I handritunum eru mynd- lýsingamar oftast nær girtar inn í háa og mis'oreiða upphafsstafi sem stundum hafa verið kallaðir sögustafir. í þeim myndum er þá gjarnan dregið fram eitt atriði og það stækkað svo að allt raunsæi er á bak og burt; baksvið frásagnarinnar skiptir þá ekki máli. Ég tek hér sem dæmi kunna mynd við frásögn úr Nikulás sögu erkibiskups frá 14. öld eftir Berg Sokkason, ábóta á Munka- þverá. Myndlistarmaðurinn er óþekktur. Myndin sýnir ungan mann sem stendur við kirkjudyr og heldur á bikar. Hann er jafnhár kirkjunni sem hann stendur við og bikarinn nemur næstum við efstu brún kirkjuturnsins (sjá Lesbókarforsíðu). í sögu heilags Nikulás í Helgastaðabók er sagan af piltinum sögð í löngu máli og heitir þar: „Sonur burgeiss fellur utanborðs í miðju hafi“. Sagan segir frá kaupmanni nokkrum sem skirrist við að afhenda heilög- um Nikulás gullið ker sem hann hafði áður heitið honum. Burgeisinn storkar hinum sæla manni með því að biðja soninn að sækja sér vín í gullkerið: „Son minn“, segir hann, „nú er glaður byr, tak upp ker okkart hið góða og ber mér með víni.“ Ungi maður hyggur að gera sem honum er boðið. En þann tíma sem hann hefir kerið upp tekið af sinni hreinustu hirslu, þar sem hvergi mátti duft á falla, sýnist honum sem renna þurfi innan áður hann skenki upp, og ber undarlega skjótt út af saxinu til sjóvarins meður þeirri ætlan að hreinsa kerið. En þegar í stað sem kerið nálægist sjónum, er því líkast sem ein bára rísi upp í opið kerið svo hart að þegar verður unga manni laust með með svo miklum felmt að þar steypist hann útbyrðis sjálfur eft- ir. (Helgastaðabók 1982:141) Sagan segir síðan rækilega frá því hvem- ig hann bjargast fyrir árnað heilags Nikulás og þar við kaflaskil er mynd piltsins með kerið dregin í upphafstaf. Þar er komið fyr- ir því sem helgisagnaritarinn telur vera kjama jarteinarinnar: Fyrir tilstilli hins heil- aga manns er pilturinn á lífi, hann er jafn- hárr kirkjunni, stendur við dyr hennar og heldur á bikar heilags Nikulás. Þannig eru stækkuð upp tákn langrar frásagnar: líf piltsins, bikar hins sæla manns og heilög kirkja. Lýsingin í sögustafnum leggur sög- una raunar út: ekki skaltu bregða áheitum til árnaðarmanna guðs, þau komast fyrr eða síðar til skila; hinn helgi maður refsar og hjálpar. ALLMARGAR myndlýsingar í íslensk- um handritum eru af þessu tagi: táknin vísa til veruleika utan frá- sagnar, þau túlka söguna í örfáum dráttum; raunsæjar myndir, þar sem dregið er upp sögusvið, manneskjan teiknuð eins og sagt er frá henni, þekkjast naumast. Algeng eru EGILL Skallagrímsson. úr AM 426 fol. Stofnun Árna Magnússonar. Ljósm. Jóhanna Ólafsdóttir. þó mannsandlit í upphafsstöfum Jónsbókar frá Skarði (14. öld) en því miður vitum við ekki hver dró þau upp og hvort dráttlistar- maðurinn hefur leikið sér að því að sýna þar lagamenn sinnar tíðar. í Flateyjarbók eru einstaka mannsandlit á kynjadýrum innan í upphafsstöfum. Hugsanlegt er að drættirnir komi að einhveiju leyti heim við húnvetnska og skagfirska svipi á 14. öld, en líklegt er að teiknari bókarinnar, Magnús Þórhallsson, hafi alið manninn í Skagafírði eða Húna- vatnsþingi. Hann er reyndar fyrsti íslenski nafngreindi myndlistarmaðurinn. Um landslag og húsaskipan er því aðeins fjallað í íslendinga sögum að hvorttveggja hafi eitthvert gildi fyrir framvindu frá- sagnarinnar; maðurinn og athafnir hans skipta hins vegar öllu máli. Fyrir kemur og að klæðaburði sé lýst en þá lýtur hann sömu lögmálum, sé ekki um einhvers konar tísku- sýningu að ræða eins og þegar Kjartan Olafs- son ríður til Lauga úr Hjarðarholti eftir að hann kom út hið fyrsta sinni af konungs- fundi: og tekur hann nú upp skarlatsklæði sín, þau er Ólafur konungur gaf honum að skilnaði, og bjó sig við skart; hann gyrði sig með sverðinu konungsnaut; hann hafði á höfði hjálm gullroðinn og skjöld á hlið rauðan, og dreginn á með gulli krossinn helgi; hann hafði hendi spjót, og gullrekinn falurinn á. Allir menn hans voru í litklæðum. (Laxdæla saga 1973:127) Lýsingin gegnir hér einnig táknrænu hlut- verki, það er ekki að ástæðulausu að nefnd- ur er skjöldurinn með krossinum helga. Kjartan hafði látið skírast í Niðarósi og sund- þraut hans við Ólaf Tryggvason í ánni Nið var í rauninni ekkert annað en prímsigning. Á fund Laugamanna ríða menn Kjartans í litklæðum. Klæðalitir þjóna einnig öðrum tilgangi en að vekja öfund í mannfagnaði. Hrafnkell Freysgoði ríður í bláum klæðum til sels, þegar hann vegur Einar smalamann: „Öxi hafði hann í hendi en ekki fleira vopna“, segir sagan. (íslendinga sögur II 1987:1400) Að þessu leyti verður frásagan eiginlega expressjónísk: athyglinni er aðeins beint að fáeinum flötum í senn, rétt eins og í kvik- myndum nútímans. Ekkert af þessum mynd- efnum freistaði þó íslenskra dráttlistar- manna á miðöldum en í erlendum skinnbók- um má víða sjá kappa í litklæðum, berandi marglita skildi og gullrekin spjót. Litir þeir sem þar eru notaðir hafa mjög oft táknræna merkingu. Frásagnir Islendinga sagna eru umfram allt atburðalýsingar, baksvið þeirra kemur eiginlega ekki sögunni við. Náttúru- og veð- urfarslýsingar eru því sjaldgæfar, en koma þó fyrir og mætti halda að sumar þeirra væru ákjósanlegt myndefni eins og t.d. þess- ar kunnu málsgreinar úr Fóstbræðra sögu: Fjúk og frost gekk alla nóttina. Gó elris hundur alla þá nótt óþrotnum kjöftum og tögg allar jarðir með grimmum kulda- tönnum. (íslendinga sögur II 1987: 783) Myndlíking af þessu tagi er auðskilin þeim áheyranda sem elst upp við drótt- kvæði, og þar nær reyndar myndvísin einna hæst í fornum bókum, en hún er bundin sértakri málvitund og íþrótt við að ráða kenn- ingar EGAR sleppir einstaka myndlýsingum af orrustum í uppstöfum handrita, er list hinna drátthögu að mestu bundin við tákngerðar myndir heilagra manna og konunga. Það er ekki fyrr en á síðari öldum að menn taka að teikna eftir mannlýsingum f íslendinga sögum. í handritinu ÁM 426 fol. frá síðari hluta 17. aldar eru þrjár vel þekktar myndir af fornköppum. Ein er af Gretti, önnur af Guðmundi ríka og hin þriðja af Agli Skallagrímssyni og er hún frægust. Það er greinilegt að myndlistarmaðurinn hefur kunnað sína Eglu, því að hann hefur í huga lýsingu sögunnar á honum í höllu Aðalsteins konungs þegar hann teiknar upp andlit hans: 1 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.