Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 3
1.1SHÓK \10ll(,l\BI\l)SI\S ~ MENNIMGIISIIIÍ 23. tölublað - 72. árgangur EFNI Níels P. Dungal prófessor var forstöðumaður Rannsókna- stofu Háskólans í fjóra áratugi en hann lést 1965. Þess er nú minnst að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans og 100 ár frá því að vísir að rannsóknastofu á vegum Háskólans tók til starfa. Fyrir 37 árum átti Matthías Johannessen samtal við Níels Dungal, þar sem þeir ræddu m.a. ólíka heima mannsins, um blekkingu og þekk- ingu, trú og vissu, líf og dauða, krufningar og skáldlegan innblástur. Mál og menning verður sextíu ára á þjóðhátíðardaginn , 17. júní. Þröstur Helgason ræddi við Halldór Guðmundsson útgáfustjóra af þessu tilefni. Framan af tengdist saga Máls og menningar nokkuð pólitískum hræringum í íslensku menningarlifi en að sögn Halldórs hefur lítið farið fyrir þeim hin seinni ár og fyrirsögn viðtalsins er: Erum ekki erfingjar kalda stríðsins. Leiklistarhátíó í Stokkhólmi var tilefni Svíþjóðarferðar Brynju Benediktsdóttur fyrir skömmu. En ferðin fór í fleira en leiklistina og í dag- bókarþönkum fyrir Lesbókina rifjar Brynja upp fyrri ferðir til Stokkhólms, sem hún fór sem flugfreyja og leikkona, og tíundar það sem á dagana dreif í þessari ferð. Minnisstæð stund með dóttur- syni Jóns ritsljóra nefnist þriðja og siðasta grein Ein- ars Laxness um Jón Guðmundsson rit- stjóra og Krabbe- fjölskylduna. Þar segir hann m.a. af fundi þeirra Jóns Krabbe, sem minnt- ist æskuheimilisins og foreldra sinna, þar sem móðirin talaði við hann íslenzku og faðirinn dönsku. Kristnitaka er yfirskrift sýningar í umhverfi Skál- holtskirkju. A sýningunni, sem Orri Páll Ormarsson skoðaði, og er samstarfsverk- efni Skálholtsstaðar, Skálholtsskóla og Myndhöggvarafélags íslands, eru sautján verk eftir jafnmarga listamenn unnin út frá þemanu „kristnitaka“ en tilefnið er nálægðin við þúsund ára afmæli kristni- töku á íslandi. Myndlistarkonan Ása Ólafsdóttir er komin heim frá Gauta- borg til að halda sýningu í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni. Ása var í fjóra mánuði gestur norrænnar vinnustofu á Listafárinu í Gautaborg. Hún kvaddi þar með forsýn- ingu í vinnustofunni og þátttöku í samsýn- ingu á vegum Listafársins svonefnda. Það nafn er dregið af sögu húsanna á hæð fyrir ofan Linnétorgið, þar sem reis far- sóttarhæli árið 1886, en einni öld síðar fengu listamenn augastað á yfirgefnum húsunum og sáu til að þau yrðu endurnýj- uð. Forsíðumyndina tók Þorkell af verki Svövu B|örnsdóttur ó sýningunni Kristnitako sem opnuð verður f Skól- holti! dag. Verkið er ón titils. BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON ÓLAFUR TRYGGVASON Steingrímur Thorsteinsson þýddi Norður um sjó fer sigling glæst, sést við dagsbrún í lyfting hæst Erlingur Skjálgsson frá Sóla. Skimar yfir djúp að Danmörk: Kemur ekki Olafur Tryggvason? Drekar fimtíu fella voð, fólkið sólbrent af hverri gnoð horfir að Danmörk, þá drynur: Hvað dvelur Orminn langa? Kemur ekki Ólafur Tryggvason? Annan morgun, er eins það brást, ekkert mastur við hafsbrún sást, gall sem stórviðrisstormur: Hvað dvelur Orminn langa? Kemur ekki Ólafur Tryggvason? Stein-hljótt varð alt í sama svip, súgur hafs því að bar um skip eins og andvarp úr djúpi: Unninn er Ormurinn langi, fallinn er Ólafur Tryggvason. Síðan hefir í hundrað ár, helst við tunglskin um unnir blár, fylgt með Norðmanna fleyjum: Unninn er Ormurinn langi, fallinn er Ólafur Tryggvason. Björnstjerne Björnson, 1832-1910, var norskt skóld, rithöfundur, blaðomaður og leikhússtjóri og einn óhrifamesti menningarfrömuður Norðmanna ó 19. öld. Ritferil sinn hóf hann með sögulegum leikritum, en sum fró seinni órum urðu mjög þekkt og oft leikin hér ó landi fyrr ó öldinni, t.d. Gjaldþrotið og Landa- fræði og óst. Bókmenntaverðlaun Nóbels hlaut hann 1903. RABB AÐ TÚLKA SANNLEIKANN ÝSKI heimspekingurinn Friedrich Nietzsche taldi að það væri enginn sann- leikurtil, aðeins mismun- andi túlkanir. Þó Nietzsche væri 19. aldar maður, höfða hugmyndir hans sterkt til nútímans og þeg- ar fjölmiðlar verða stöðugt áhrifameiri tæki til að móta skoðanir fólks eiga þessi orð vel við. Almannatengsl eru orðin um- fangsmikil atvinnugrein og stöðugt fleiri hafa atvinnu sína af því að móta almenn- ingsálitið. Nútímafjölmiðlar eru valdatæki sem beita má í hagsmunabaráttu þjóðfé- lagshópa og einstaklinga. Með réttum áherslum og með því að sniðganga óþægi- legar staðreyndir má fá fram þá hlið sann- leikans sem hentar hveiju sinni. Með tilkomu prentverks var í fyrsta sinn hægt að hefja skipulagða hugmyndafræði- lega innrætingu almennings. Siðaskiptin hefðu aldrei náð fram að ganga án prent- aðs máls. Á íslandi, þar sem hinum nýja sið var komið á með valdboði, var það hin metnað- arfulla bókaútgáfa Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem endanlega tryggði framgang hinna nýju hugmynda. „Hið gamla súrdeig pápískunnar villu“, eins og Jón Halldórsson kemst að orði í Biskupa- sögum sínum, lét þá fyrst undan síga þeg- ar prestastéttinni hafði verið séð fyrir við- eigandi menntun og ritum til að ryðja réttri skoðun braut. Hugmyndafræðileg miðstýr- ing lúthersku kirkjunnar á íslandi var reyndar slík að engin frávik frá kenning- unni voru leyfð. íslenskir prestar lásu préd- ikanir sínar upp úr bókum fram á 19. öld. Einstaklingar, sem höfðu sýnt öðrum trú- arstefnum áhuga, voru álitnir hættulegir samfélaginu. í hugvekju síra Sveins Sím- onarsonar í Holti, frá því í byijun 17. ald- ar, eru kalvínistar lagðir að jöfnu við Tyrki og aðra heiðingja: „AfstýrTyrkjans grimmdarsverði, Antakristsins oki, Calvin- istanna svikum." Jón Guðmundsson, sem var kandídat í biskupskjöri árið 1588, hafði eftir nám við Kaupmannahafnarhá- skóla, numið í þijú ár í Bremen. Þeir í Bremen höfðu fallið frá Augsborgarjátn- ingunni árið 1561 yfir til kalvínstrúar og því fór það orð af Jóni að hann „ei mundi mótsnúinn Calvinistum í sumum grein- um“. Þar með voru möguleikar hans úr sögunni. Á sama tíma og Evrópa var suð- upottur nýrra trúfélaga og trúarkenninga var ísland gjörsamlega ósnortið af slíku. Það var ekki fyrr en kom fram á 19. öld, að vakning í tímarita og bókaútgáfu olli því að áhugi almennings beindist inn á nýjar brautir. En hinir nýju fjölmiðlar létu sig fleira varða en trúmál. Þeir sáu hinni þjóðernislegu vakningu 19. aldarinnar fyr- ir andlegu fóðri. Nú var hafist handa við að leita allra vísbendinga í sögu þjóðarinn- ar sem stutt gætu hugmyndir um eindreg- inn sjálfstæðisvilja hennar allt frá landn- ámstíð og helst lengra aftur. Með réttum áherslum og vali heimilda og með því að ganga út frá því að 19. aldar hugmyndir um þjóðrækni og frelsi hefðu alltaf verið til, þá komust menn að þeirri niðurstöðu sem stefnt var að. Sagnfræðin hafði það megin markmið að draga fram illar afleið- ingar stjórnar Dana á Islandi. Hugtökum var ruglað saman vegna þess að menn höfðu takmarkaðan skilning á eða vildu ekki skilja hugarheim kyrrstöðuþjóðfélags miðalda. íhaldssemi, sem var eðlileg var- kárni þeirra sem óttuðust breytingar, var snúið upp í þjóðrækni, sem postular þjóð- ernishyggjunnar töldu öllum góðum mönn- um meðfædda. Meginmarkmiðið var að draga fram hið glæsilega í sögu þjóðarinn- ar. Þess vegna var áhersla lögð á persónu- sögu. Sagan átti að fylla menn eldmóði og vera þeim andlegt vopnabúr. Sjálfsagt þótti að sýna öðrum kynþáttum fyrirlitn- ingu og Jónas frá Hriflu talar á einum stað um kenningar „gyðingsins“ Karls Marx um persónuleysi sögunnar. Fyrir Jónas hafði sagan pólitísk markmið líkt og hjá Marx, aðeins með öðrum formerkj- um. Jónas og skoðanabræður hans töldu persónusögu eina skipta máli. Sagnfræð- ingar áttu ekki annarra kosta völ en að fylgjatíðarandanum. Framan af þessari öld lifðu hinir helstu í þeirra hópi á styrkj- um frá Alþingi og hefðu snarlega verið sviptir lifibrauði sínu ef þeir hefðu vikið af hinni opinberu línu. Svo mikill var áhugi almennings á málinu að sagnfræðingar gátu auglýst fyrirlestra í samkomuhúsum og selt aðgang. Þangað kom fólk til að styrkja fyrirfram mótaðar skoðanir sinar. Sagnfræðingar voru gíslar tíðarandans. Þeir framleiddu andlegt fóður. Það er ekki að tilefnislausu að sagt hefur verið að í styijöldum sé sannleikur- inn fyrsta fórnarlambið. Sá aðili sem vinn- ur áróðursstríðið tryggir sér ekki einungis stuðning og samúð umheimsins heldur einnig betri dóm sögunnar. Það getur ver- ið óvinnandi vegur að hrekja fordóma og ranghugmyndir um liðna tíð. Innrás Hitl- ers í Sovétríkin árið 1941 gjörbreytti á einni nóttu afstöðu umheimsins til Stalíns og næstu fjögur árin fengu Sovétmenn jákvæða umfjöllun í fréttum á Vesturlönd- um. Svona víkja hugsjónir fyrir hagsmun- um þegar á hólminn er komið. Þetta voru snögg umskipti eftir hina eindæma nei- kvæðu umfjöllun sem Sovétmenn fengu í stríðinu við Finna 1939-40. Innrás Sovét- manna í Finnland vakti svo skörp viðbrögð að málefnaleg umræða um málið hefur fram á síðustu ár verið svo til vonlaus. I Vietnamstyijöldinni varð Bandaríkjastjórn undir í áróðursstríðinu heimafyrir. Banda- rískir herforingjar hafa alla tíð síðan verið á varðbergi gagnvart fjölmiðlum, sérstak- lega sjónvarpi. I Persaflóastríðinu var þess vandlega gætt að halda fréttamönnum burtu frá fremstu víglínu. Tilkoma sjónvarpsins hefur valdið því að almenningsálitið mótast og breytist hraðar en áður. Sjónvarpið er aftur á móti varhugaverður miðill að því leyti að áhrif þess á áhorfandann eru afar sterk en um leið er eðli sjónvarpsfrétta þannig, að enginn tími er til að greina á milli flók- inna atriða eða grafast fyrir um orsakir. Sjónvarpið sýnir okkur aðeins yfirborðið, sjónvarpstíminn er of dýrtil þess að eyða honum til útskýringa á smáatriðum. Marg- ir heimssögulegir atburðir eru of flóknir til þess að sjónvarp geti gert þeim viðhlít- andi skil. Stríðið í fyrrum ríkjum Júgó- slavíu er dæmi um atburðrás sem var of flókin fyrir sjónvarpið. Þess vegna botnuðu hvorki almenningur né stjórnmálamenn upp né niður í þessu stríði. í yfírborðs- legri fréttaumfjöllun er tilhneiging til ein- földunar eðlileg. Túlkunin verður einhæf og færri hliðar sannleikans koma til skoð- unar. Þar með er auðveldara að móta skoð- anir fólks og vald þeirra sem eiga og stjórna þessum fjölmiðlum verður geig- vænlegt. Þeir sem synda á móti straumn- um einangrast og eiga æ erfiðara með að finna vettvang til að koma skoðunum sín- um á framfæri. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.