Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 20
FAGAÐUR DON GIOVANNI OG BLÓÐHEIT AIDA Don Giovanni og Aida eru ólíkar óperur og sama á vió uppsetningu þeirra á Konunglega í Kaupmannahöfn eins og SIGRUN DAVIÐSDOTTIR komst að. DÖNSKU leikhúsin eru óð- fluga að opna þessar vik- umar og þá líka Konung- lega leikhúsið, sjálft flaggskipið. Af óperum eru Don Giovanni og Aida á dagskrá. Tómas Tómas- son syngur Masetto í sér- lega glæsilegri og vel heppnaðri uppsetningu á Don Giovanni. Þessar tvær sýningar eru firna ólíkar: í Don Giovanni virðist allt ganga upp í æðra samhengi. Aida er öldungis ekki jafn vel heppnuð, en sjálfurtónlistarflutning- urinn ekkert minna en hrífandi. Síónraen gleói eg harmóniskur flutningur Fyrsta sýnin í Don Giovanni, sviðið þar sem Donna Anna kemur hlaupandi á eftir flagaranum, sem hefur dregið hana á tálar, gefur strax fyrirheit um það sem koma skal: Stílhreint svið, fallegir litir og áhugaverð form. Húshlið með ávölu sniði, í laginu eins og braggagafl, þó það hljómi ekki vel, skor- in gangi og stiga, sem standa út. Síðar kem- ur í Ijós að gangurinn liggur aftur úr hús- hliðinni, sem er á sviði er snýst og hreyfanleikinn er ríkulega notaður. Litirnir, grátt, gult og hvítt eru góður bakgrunnur fyrir búningana, sem eru í bláu,' svarbláu, hvítu og rauðu og saman mynda þessir litir einkar þægilega og áhugaverða heild. Búningamir voru með barokk- sniði, en öldungis engir ná- kvæmir tímabilsbúningar. Upp- færslan leysir af hólmi eldri uppfærslu frá síðasta áratug, sem var mjög með hefðbundn- um brag og ekki sérlega áhuga- verð á neinn hátt. Nú kveður við nýjan tón. Don Giovanni var í svörtum fötum með spænskum blæ, undirstrikað af myndarlegu tagli söngvarans. Leporello var í röndóttum buxum með axlabönd og í ermalausum bol, sem var ögn í trúðsstíl, en ekki þó meira en hugmynd í þá átt. Búningar Donnanna Önnu og Elviru og Don Ottavios voru með skýmm barokklínum, en Zerlina var eins og á barokkundirkjól, sem virtist kannski eiga að undirstrika dulitla léttúð í fari henn- ar og það er umdeilanlegt. Vissulega er hún eins og bráðið vax í höndum flagarans, en það eru þær nú hinar líka - og ekki má gleyma að óperan ber með sér andblæ þess tíma þegar húsbóndavaldið var ærið áþreif- anlegt, ekki síst fyrir konur í aðstöðu Zer- línu. Það má deila um hvort gamaldags svið með raunsæjum blæ gerir söngvurum auð- veldara fyrir í leik sínum eða styður þá á einhvern hátt, en fyrir áhorfendur ýtir það vísast undir tilfinningu á hvar sögunni vindi fram og hveijar aðstæður séu. Einfalt og stílfært svið styður ekki blekkinguna á sama hátt og ef yfirbragðið á ekki að vera dauft og óáhugavert þá þurfa söngvararnir að sýna töluverð tilþrif - og það voru þeir sann- arlega færir um. Síðasti Don Giovanni sem ég sá var upp- færsla í Deutsche Oper í Berlín um pásk- ana. Þeir eru greinilega ekki haldnir neinni nýjungagirni þar, því sú upp uppfærsla var orðin yfir tuttugu ára gömul og helst áhuga- verð fyrir að geyma í sér hugmyndir átt- unda áratugarins, sem ekki hafa staðist tímans tönn. Þar var nefnilega hið félags- lega raunsæi í hávegum haft. Don Giovanni var ekki sleginn fordæmingu eða refsingu að handan fyrir ósiðlegt athæfi sitt og kald- hæðnislegt framferði við kvenfólk jafnt sem karla, heldur fékk hann bara hjartaslag. Þegar styttan talar til hans fyrst í kirkju- garðssenunni fær hann fyrstu aðkenninguna og eins og grípur sér um hjartastað með sársaukagrettu. Þegar draugurinn sækir hann sér maður auðvitað ekki drauginn, heldur bara sígur Don Giovanni saman eins og með hjartaslag. Þeir sem halda upp á þau augnablik óperunnar, þegar draugurinn manar flagarann til að rétta sér höndina máttu þola að sjá flagarann bara engjast í sársauka, þar til hjartað brast. En uppsetning Konunglega leikhússins er í núinu og ekki í fortíðinni, allt raunsæi löngu lagt að baki og Don Giovanni þarf heillum horfinn að horfast í augu við draug- inn og fordæmingu sína, sem hann kemst ekki undan, þó Leporello reyni að koma honum til hjálpar með því að segja að hús- bóndinn hafí ekki tíma. En einmitt. .. Tími flagarans er útrunninn, hefndin er yfír hon- um. Þessi átök og hryssingsleg og tilfinn- ingasnauð fangbrögðin við kvenfólkið áður túlkaði hinn danski Per Hoyer sterklega. Hann er ekki yfirþyrmandi „macho“-mann- gerð, en lúmskur og slægur. Andstæðan við Johan Reuter sem Leporello, herra og þjónn, skilaði sér vel, en hefði kannski alveg mátt vera skarpari. Það er þó ekki útilokað að sá sem fyrst sá þá tvo í holdtekningu Kristins Sigmundssonar og Bergþórs Pálssonar sé svo mót- aður af góðum samleik þeirra að erfítt sé að losna við þann samanburð, þar sem einmitt þetta herra og þjónssamband var svo meistaralega útfært. Stephen Milling fer með hlut- verk föður Önnu og þó hann geti ekki leynt því að hann er sjálfur ungur að aldri í hlut- verki gamals manns þá er rödd- in glæsileg. Framkomuna vant- ar kannski ögn hinn valdsmannlega blæ, en hann nær þunga í tortímingarsenunni í lokin. Donnurnar tvær voru sungnar af sænsku söngkonunni Iréne Theorin sem Donnu Önnu og Elsebeth Lund sem Elviru og það var eftirminnileg frammistaða. Það ýtir alltaf undir snúna kaldhæðni óperunnar ef Don Ottavio er nægilega heybrókarlegur til að áhorfandinn skilji kvöl Önnu, sem hefur upplifað flagarann og vill nú aukaár í sorg til að jafna sig eftir föðurinn - en kannski líka í von um að einhver burðugri karlmað- ur en Don Ottavio birtist. Michael Kristens- en virtist nokkuð áræðinn og þegar kom að aríunni „II mio tesoro intanto“ var áhorfand- inn tilbúinn að njóta hennar, því hann kom fírna vel fyrir. En þegar hann var meira en hálfnaður sló hann allt í einu yfir í gríðar- legt píanissimo og hallaði sér upp að grind- verki, eins og hann vildi helst fela sig þar á bak við. í hléinu kom skýringin: Hann var orðinn lasinn og annar stökk inn. Sá söng vel, en leikur hans var meira eins og hann væri að skemmta sér á sviðinu og kannski ekki von að hann næði að komast inn í annars mjög yfirvegaðan hreyfi- og leikstíl óperunnar. Bændaliðinu var glæsilega stýrt af Tóm- asi Tómassyni, sem sannarlega var ekki til- búinn að láta undan fyrir flagaranum, þó herramaður væri. Tómas var aðsópsmikill á sviðinu og söngurinn er honum öldungis í blóð borinn, svo unun var á að hlýða. Elisa- bet Halling sem Zerlina var létt og leikandi. Stjórnandinn Dietfried Bernet hélt uppi hröðu tempói, sem féll vel að heildarbrag sýningarinnar. Bernet hefur stundum verið Tómas Tómasson ÚR Aidu. DON Giovanni gagmýndur hér fyrir að þjösnast svolítið áfram með hljómsveitina, en hvort sem það var honum að þakka eða leikstjóranum þá var sýningin alveg laus við að virðast svolít- ið langdregin eins og Don Giovanni hættir stundum til. Hér small einfaldlega allt sam- an, tónlist, söngur, leikur og hið sjónræna. Þessi sýning þolir alveg að vera á takteinum hússins næstu árin. Aida meó aukahljóóum Arið 1869 var Súezskurðurinn opnaður og sendi egypska strauma um Evrópu. Það var svo 1871 að ópera Verdis um ástir, af- brýðissemi og hefndir á forn-egypska vísu var frumsýnd í Kairó. í Aidu á Konunglega er óperan látin gerast á tímum frumflutn- ingsins, svo egypska prinsessan Amneris er eins og bresk hefðardama búsett í Egypta- landi og senan þar sem hún er í dyngju sinni með ambáttum er eins og salon hefðarfrú- ar, þar sem egypskar dansmeyjar koma í heimsókn. Þessi heildarhugmynd gengur þó ekki sérlega vel upp, þar sem prestar í forn- legum klæðum ganga um og Radames í herforingjabúning frá síðustu öld er af her- dómstól dæmdur til að deyja lokaður inni í dýflissu hofsins. Að flestu leyti er þetta ótta- lega mislukkað, því það koma stöðugt upp andstæður í þessum síðtímaramma og svo sjálfu efni og texta óperunnar. Þeir sem hafa velt fyrir sér hvað hafi mest áhrif: sviðsetning og búningar eða söngurinn og flutningur, geta með þessari dönsku Aidu komist að raun um að góður flutningur sigrar allar hindranir. í upphafi tilkynnti rödd í hátalara að Katja Lytting, í hlutverki Amneris, væri ekki vel fyrirköll- uð, en ætlaði samt að syngja. Þegar leið á óperuna hvíslaði sessunautur minn að ef hún væri svona, þegar hún væri illa fyrirkölluð, þá vildi hann gjarnan vita hvernig hún væri þegar hún væri vel fyrirkölluð. Hún var ein- faldlega hrífandi, bæði glæsileg á senu, lék af hlýju og innlifun og átti ekki í erfiðleikum með sönginn. Angist hennar þegar yfirvof- andi dómurinn yfir Radames er henni ljós var hjartaskerandi. Það var ekki alveg auðvelt fyrir sjálfa Aidu, Audrey Stottler, að koma inn á sviðið eftir að hin glæsilega Amneris hafði sungið um ást sína á Radamesi og þann keppi- naut, sem Aida væri henni. Stottler er frem- ur lágvaxin og afar umfangsmikil og það getur enginn búningur hulið, en hún er slík söngkona og svo öflugur túlkandi að allt víkur fyrir túlkunarhæfileikum hennar. í lokin skvetti hún úr klaufunum, þegar hún tók við öflugu lófaklappi og virtist ekki síð- ur hrifin af áhorfendum en þeir af henni. í sameiningu sköpuðu þessar söngkonur og svo Sidwill Hartmann, sem Radames, Christ- ian Christiansen sem Ramfis, Stephen Milling sem Egyptakonungur og Sergei Leiferkus sem Amonasro áhrifamikinn hóp öflugra flytjenda, sem gerðu að engu mis- lukkað útlit uppfærslunnar. í gryíjunni stýrði Christian Badea sam- stilltri hljómsveitinni. Þarna á fyrsta bekk að baki Badea þyrluðust svitadroparnir yfir hljómsveit og næstu áhorfendur, sem einnig fengu að heyra átakastunur og dimmt söngl hans í átökunum við Aidu. Þegar Stottler fetaði sig yfir sviðið brakaði í þiljunum og ófáir áhorfendur voru þjakaðir af hóstaköst- um, sem greinilega eru ekki síður algengur kvilli í þijátíu stiga hita en fimbulfrosti. En allt þetta, mínus kannski hóstinn, gerði ekki annað en að auka áhrif ákafa og hita, sem stöfuðu af mögnuðum flutningi samstilltra listamanna. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.