Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 9
EFTIRMYND af bænum á Strönd á hinu forna og nú sandfyllta og uppgróna bæjarstæði höfuðbólsins að Strönd. í baksýn sést Hlfðarfjall með Hlíðarskarði, Hvalhnúk vestri og eystri við ystu sjónarrönd. GRUNNUR Fornagarðs, sem getið er um í elsta máldaga Strandar árið 1275. Garðurinn liggur frá Vogsósum við Hlíðarvatn og girðir af heimaland Strandar en austan við Strandartún beygir hann til austurs og liggur ofan túna, þéttbæja við sjávarkamb og niður að sjó þar sem Selvogsviti stendur nú. Garðurinn var tvíhlaðinn, gripheldur og læst hlið var að hverju lögbýli. Hann varnaði sauðfé án eftirlits að komast til fjörubeitar á hættulegum flæðiskerjum. Ljóst er að Ingimundur Grímsson ber hag Strandarkirkju fyrir bijósti, svo sem með klukkugjöf 1646 og þegar hann ásamt séra Jóni Daðasyni kveður Selvogsmenn til fund- ar í Strandarkirkju 10. janúar 1669 til þess að fá fram vafalausan vitnisburð þeirra um rétt kirkjunnar til stórreka fyrir Herdísar- víkurlandi, allt frá Seljanefi vestast og aust- ur að Breiðabás. Þar rituðu 16 Selvogsmenn undir vitnisburð úr munnlegri geymd, allt aftur um 40 ár, en aðrir samþykktu með lófataki. Það hefur æ síðan verið undrunar- efni fræðimanna hve margir Selvogsingar voru skrifandi á 17. öld. Ekki er að efa að Ingimundur hefur vel notið hlunnindajarðarinnar Strandar á þrem fyrstu áratugum búskapar síns. En ætla má að hann hafi verið mikill fjárbóndi, þó ekki hafí hann nálgast langalangafa sinn, Erlend lögmann á Strönd, sem átti 600 hundruð fjár. Ingimundur var sagður manna fráastur á fæti og hafa hlaupið uppi tófur. Ingimundur Grímsson varð lögréttumaður í Árnesþingi 1654 og hans getið á Alþingi til ársins 1669. Þeim Ingimundi og Þórelfu varð margra barna auðið og eru uppkomnir synir þeirra nefndir: Jón bóndi í Herdísarvík, dáinn fyrir 1703, líklega elstur, fæddur um 1639 (eða þriðji fæddur um 1642); Magnús bóndi í Stakkavík fæddur 1640; Grímur prestur að Strönd fæddur um 1643 og Vig- fús síðasti bóndi að Strönd fæddur nálægt 1655. Hinar nafnkunnu dætur Strandar- hjóna eru eftirtaldar: Sólveig fædd 1657, gift Jóni bónda að Leiðólfsstöðum á Stokks- eyri, Magnússonar; Ingveldur fædd 1658, gift Eyjólfi bónda á Þorkötlustöðum í Grinda- vík, Jónssonar; Ingibjörg eldri fædd 1661, gift Bjarna bónda að Lunansholti á Landi, Jónssonar; Ingibjörg yngri fædd 1668, gift Gunnari bónda í Bolholti á Rangárvöllum, Filippussonar. Þær voru allar giftar stór- bændum og eru miklar ættir frá þeim komn- ar. Þrír niðjar þeirra urðu góðbændur í Sel- vogi á núöld, tveir frá Sólveigu: Þórður í Torfabæ og Páll í Nesi en Bjarni bóndi í Þorkelsgerði frá Ingveldi. Ekki er bókfesta fyrir dánarári Ingimund- ar Grímssonar, en dr. Jón Þorkelsson telur hann hafa dáið skömmu eftir 1670. Ætla má að Ingimundur hafi látist á árinu 1672, því á fyrrihluta ársins 1673, þegar Grímur sonur hans sækir um prestsembætti að Strönd, er honum talið það til styrktar, að hann sé fjárhaldsmaður kirkjunnar og eig- andi að mestum hluta Strandar. Það er því ljóst að faðir hans er þá látinn, en réttara mun vera, að hann sé þá í forsvari fyrir föðurerfð. Grímur Ingimundarson var vígður til prests í Strandarsóknum í júní það ár. Grímur missti heilsu sína 1676 og varð að fá aðstoðarprest, sem varð séra Eiríkur Magnússon og fékk hann embættið 1677 og sat að Vogsósum, sem aðrir prestar að Strönd eftir siðaskipti. Séra Grímur lést úr tæringu á árinu 1678, ókvæntur og barn- laus, síðastur presta með búsetu að Strönd. Þegar Ingimundur Grímsson lést við 1672, er yngsta barn hans, Ingibjörg yngri, á fimmta ári. Þá er enn fremur ljóst, að sam- kvæmt „Sveitabrag" Jóns í Nesi er Vigfús Ingimundarson bústjóri hjá móður sinni að Strönd. En í manntali 1681, er Þórelfur búandi ekkja að Strönd og enn 1683, en virðist dáin 1687, því 2. október á því ári þakkar Þórður biskup í Skálholti þeim „sæmdarsveini" Vigfúsi Ingimundarsyni fyr- ir skil á reikningi fyrir Strandarkirkju. Það er því fullvíst að Vigfús er síðasti ábúandi á sjálfu höfuðbólinu Strönd, sem fór í eyði á árinu 1696, samkvæmt vitnisburði í Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns Jónssonar 14. 8. 1706. í Jarðabókinni segja þeir félagar að Strönd sé kirkjustaður fyrir heila sveit, en hafi ver- ið til forna kölluð bændaeign og að nú sé fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf (1696). Þar segir að hið forna afbýli frá Strönd, Sigurðarhús, hafí verið gert að lög- býli og í byggð ásamt Lambhúsi, sem þó er ekki talið með hjáleigum Strandar, sem voru 4. En svo virðist sem Lambhús hafi verið aðgreind búseta á aðaljörðinni, ef til vill þar sem Gísli bróðir Þórelfar bjó, því svo er að sjá að frá því hafi erfingjar selt hluta. Einn hluta þess kaupir Hálfdan Jónsson lögréttu- maður að Reykjum í Ölfusi 1702 'af Bjarna Jónssyni í Lunansholti á Landi, en hann var kvæntur Ingibjörgu eldri dóttur Ingimundar á Strönd. Annan hlut hefur Þorlákur Bergs- son hreppstjóri að Stórahrauni á Eyrarbakka keypt og þriðji hlutf er enn í eigu Eyjólfs Jónssonar hreppstjóra að Þorkötlustöðum í Grindavík er var kvæntur Ingveldi Ingimund- ardóttur frá Strönd. Hinar fornu hjáleigur frá Strönd voru samkvæmt Jarðabók: „Sigurðarhús (nú stærsti hluti jarðar), Móhús, eytt fyrir manna minni, Bakrangur, eytt fyrir 10 árum, Krók- ur eytt fyrir tuttugu árum.“ Þá segir að afgjaldið af býlum þessum hafí lagst af vegna sandágangs, nema Sigurðarhúss, sem þó standi í voða. Bæjarbúð hefur verið vermannabúð hér meðan lendingin var enn ógölluð; hún kom fyrst í tíð Brynjólfs biskups, hvort sem var gjöf eða keypt. Svo segir í Jarðabók: „Séra Torfi frændi biskups erfði hana eftir hann og notaði hana, og lét ganga hér teinæring á vertíð og höfðu menn soðningu að kaupi; nú eru 15 ár síðan skipastaðan var brúkuð, en 9 ár síðan búðin var rofin.“ í allsheijarmanntalinu 1703 býr að Strönd eða Sigurðarhúsi á nimum 14 jarðhundruð- um Guðmundur Þórarinsson 37 ára og kona hans Oddný Svartsdóttir 31 ára. Þá var hjá þeim Símon Helgason vinnumaður 24 ára og Ellisíf Ingimundardóttir vinnukona 40 ára. Hún er væntanlega frænka Ingimundar á Strönd eða jafnvel ógift dóttir hans og hefur því átt aðild að búsetu Guðmundar þar. Guðmundur missti brátt fyrri konu sína og kvænist þá seinni konu sinni Gunnhildi Magnúsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Þorvarð og Ragnhildi. Guðmundur var fædd- ur 1666 og bjó þar til ársins 1735. Að Lambhúsi 1703, bjó ekkjan María Egils- dóttir 38 ára, ásamt börnum sínum Agli Árna- syni 13 ára og Sigríði Árnadóttur 7 ára. Vindás var suðaustastur bæja í Strandar- hverfí og var í eigu Strandar. Þar entist búseta til ársins 1767, en framlengdist i Vindáshjáleigu (Sléttu) með búsetu Ingiríðar Jónsdóttur frá Vindási til ársins 1772. Þar með voru allir bæir á Strandarlandi í eyði komnir, enda allt heimalandið sandauðn frá sjávarkampi upp að vallarbrún austan Vogs- ósa. Stóð þá Strandarkirkja ein eftir við sandfylltar bæjartóftir höfuðbólsins. Við 1730 eru fyrirsvarsmenn kirkjunnar utan- sveitar, þeirra á meðal Grímur og Egill Ey- jólfssynir frá Þorkötlustöðum í Grindavík, synir Ingveldar Ingimundardóttur frá Strönd. Árið 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurum að byggja kirkjuna upp. Hann vísiterar þar ári síðar 1736 og lýsir nýbyggðu kirkjunni, sem er 6 stafgólf meðal annars svo, að hún sé að mestum parti gerð af nýjum sterkum viðum, sé að veggjum væn og vel standandi. Tveim árum síðar, 1738, kaupir Jón biskup Árnason Strönd. Þá var sagt að mikið harðæri hafi verið í Selvogi. Jón biskup lést 5 árum síðar 1743. Fjórum árum síðar gaf Guðrún Einarsdóttft ekkja hans jörðina Strönd með erfðabréfi 18. sept- ember 1747 „að ævinlegu benefico" til styrktar Selvogsprestum. Jörðin er þá, þó í eyði sé, metin á 20 hundruð vegna víðáttu haglendis til heiðar og hlunninda við sjó. Erfðanýting þessi tók gildi við lát Guðrúnar 20. október 1752. Ólafur Gíslason tók við biskupsembætti eftir Jón Ámason. Hann vísiterar Strönd 8. júní 1751 og segir kirkjuna stæðilega en fúi sé komin í tréverk, en bætir því við, að hús- ið standi á eyðisandi og bágt sé að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðmm. Þess vegna nauðsynlegt að kirkjan sé flutt á annan hentugri stað. Þá var nýkominn ungur prestur að Vogsósum og greip orð biskups feginshendi. Hann ritar á Alþingi samsumars bréf amtmanni og biskupi, átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkju- staðnum, ásamt tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum. Hann fékk einnig stuðningsáskrift prófastsins í Árnesþingi á bréf sitt. Biskup gefur svar með úrskurði sínum 3. nóvember 1751 og skipar svo fyrir að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum og skuli bygging hennar þar fram- kvæmd og fullgerð á næstu tveim ámm. Hér er í öllu um lögformlega framkvæmdaáætlun valdahafa að ræða og á blöðum varðveitt. Þar með em endalok kirkjunnar á Strönd í sjónmáli. Tilurð hennar er tengd dulrænum ákallsmætti, en nú stendur hún af sér lög- formlega aðför, sem skilgreind verður örlaga- þróun og er eftirfarandi: Unga prestinum að Vogsósum varð ekki lengur vært í Selvogi og flosnaði þar upp frá prestskap 1753, bisk- upinn andaðist nóttina milli 2-3. janúar 1753. Prófasturinn lést einnig sama ár og amtmað- urinn missti embætti sitt sökum vanskila árið 1752. Allir þeir er stóðu að kirkjuflutningn- um, biðu því annaðhvort hel eða hremmingu áður en frestur til flutnings var liðinn. En Strandarkirkja stóð eftir sem áður óhögguð á sandorpnu landi. Eftir hinn uppflosnaða prest kom að Vogs- ósum séra Jón Magnússon, bróðursonur Árna Magnússonar prófessors. Hann var sagður athugull og hygginn. Hann varð Selvogs- mönnum hliðhollur um kirkjuna á sínum stað. Finnur .Jónsson hinn gáfaði var kvaddur til biskups í Skálholti 1754. Finnur ítrekaði úrskurð forvera síns á árinu 1756, en séra Jón og Selvogsmenn sýna engin viðbrögð til hlýðni. Niðurstaðan varð sú, að biskup og prófastur sáu þau ráð vænst 1757, að fyrir- skipa viðgerð og viðhald á kirkjunni. Gekk svo þar til Selvogsprestur lét árið 1848 byggja altimburkirkju með bikuðu þaki. Hafði þá kirkjan frá 1735 staðið í 113 ár. Árið 1887-8 var reist vegleg kirkja að Strönd fyrir hennar eigið reiðufé. Hún bar byggingarsmið sínum góðan vitnisburð. Eft- ir að kirkjan hefur staðið með reisn í 40 ár í örfoka landi við sandfylltar höfuðbólstóftir fagnarTiún velferðartímamótum 1928: Hei- maland Strandar sandgræðslugirt, sjó- varnargarður hlaðinn og sandorpin fyrrver- andi túnstæði uppvakin með gróðri á ný. Höfundurinn er fræðimaður fró Þorkelsgerði i Selvogi. Hann vill koma ó framfæri þökkum til góðro drengja ó Landsbókasafni, Ogmundar, Eiríks og Kóra, fyrir aó hafa gert sér kleift aó koma réttri merkingu orða séra Eiríks ó Vogsós- um til skila í grein sinni hér i lesbók fyrr ó þessu óri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.