Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 8
ITÆLANDI er lögð áhersla á aga og góða hegðun nemenda í skólum lands- ins með þeim árangri að tilfínninga- leg og félagsleg vandamál eru vart sýnileg. Þar er lagt kapp á að virkja nemendur í íþróttum, list-, dans- og verkgreinum svo og til almenns bók- náms. í tælenskum sögum er hug- myndaauðgi, sterk trú og goðsagnir áber- andi en mest allur hinn forni tælenski bók- menntarfur glataðist árið 1767, þegar Bur- mamenn eyddu höfuðborg Tælands. I landinu eru töluð fjögur tungumál og gefin út um tuttugu dagblöð á þremur mál- um: tælensku, kínversku og ensku. Hið opinbera mál er Bangkok-mál og heyrist það í hljóðvarpi og sjónvarpi, en Tæland er fyrsta landið í Suðaustur-Asíu sem hóf sjónvarpsútsendingar. Talsvert fréttafrelsi er í landinu (einkum ef miðað er við Austurlönd) en aftur á móti er bannað að gagnrýna konungsfjölskylduna. Svipað er að segja um Búddatrúna því að hana má ekki gagnrýna. Skólar og menntun Fyrr á öldum fór kennsla og nám fram í búddískum klaustrum í Tælandi en um miðja 18. öld opnaðist landið fyrir innflytjendum frá Vesturlöndum. Almenn skólaganga hófst árið 1921. Það er einkum til sveita og í þorp- um sem börnin Ijúka aðeins skyldunámi því að þau fara fremur að vinna t.d. á hrísökrum en að stunda framhaldsnám. Börn eru skólaskyld í sjö ár (frá 7 til 14 ára) en undanfarin ár hafa skólamálaum- ræður snúist um að lengja verulega skóla- gönguna. Eftir skyldunám geta ungmenni farið að eigin vali í aðra skóla sem bjóða upp á ýmsa valmöguleika í námi. Stefnt er að því að lögleiða lengri skólaskyldu. Framhalds- skólanám að henni lokinni tekur sex ár á öll- um námsbrautum. Það eru 14 háskólar í Ljósm.: Greinarhöfundur. LÆSI er meðal þess hæsta sem gerist í Asíu. BÖRN í TÆLENSK EFTIR ÁGÚSTÍNU JÓNSDÓTTUR Ekki fer milli mála að í tælenskum skólum ríkir mikill agi og aðhald með námi hvort heldur það á sér stað í skólanum eða heima við. Mikil áhersla er lögð á sam- vinnu heimilis og skóla og foreldrarnir eru gerðir ábyrgir fyrir því að börnin læri heima. landinu og helmingur þeirra er í Bangkok. Kennsludagar skólaskyldra barna eru samtals 180 á ári. Kennsla fer fram á tveimur misserum. Það fyrra er frá fyrstu viku júnímánaðar til fyrstu viku október- mánaðar og seinna misserið er frá fyrstu viku nóvembermánaðar til fyrstu viku marsmánaðar. Að jafnaði hefst kennsla klukkan átta að morgni og stendur yfír til klukkan þrjú. Skólar eru einsetnir og hefst hver skóladagur með fánahyllingu. Nem- endur standa stilltir og prúðir í röðum á meðan fáni er dreginn að hún og fara síðan með morgunbænir. Skólabyggingar eru stórar og skólarnir fjölmennir. I Chula- longkorn-skólanum í Bangkok eru nem- endur um 1.600 og dugir ekki minna en að hafa þar fímm aðstoðarskólastjóra. Um- sækjendur eru um tvö þúsund en aðeins eitt hundrað einstaklingar komast að ár- lega. Það er algengt að nemendur séu þrjá- tíu til fjörutíu í einum bekk. Nemenda- fjöldinn kemur m.a. í veg fyrir að kennsla geti orðið persónuleg. Ytri aðbúnaður stóru ríkisskólanna er í heildina góður. Áhersla er lögð á að hafa skólagarða stóra og snyrtilega og er nem- endum bæði kennt að hlúa að gróðri og leggja rækt við umhverfi sitt. Innri aðbúnaður, s.s. stofur og húsgögn, er almennt ekki mjög fullkominn. Það eru t.d. flestir stólar og borð í sömu hæð þó að börnin séu misjafnlega stór. Oft á tíðum fer kennsla fram undir berum himni en nemendur læra ekki alltaf við borð þó að þeir séu inni í kennslustofu. Þeir sitja gjarnan á gólfinu við að teikna, skrifa, reikna eða lesa. í litlum þorpsskólum er mikill skortur á aðbúnaði og kennslugögn- um og þar þurfa foreldrar eða forráðamenn bama að útvega þeim bækur og skriffæri. Hjá skólastjóra sem var að kynna áherslur í skólastarfi kom fram að hann segði oft við nemanda eitthvað á þessa leið: „Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur gerðu þitt besta.“ Annar skólastjóri sagðist leggja mikið upp úr því að nemandi gerði ekki kröfur til sjálfs sín um að hann yrði „stjarna" heldur væri höfuðmálið fyrir nemanda að vita hvað hann vildi og stefna síðan að því að nálgast það. Tandurhreinir nemendur Nemendur í ríkisreknum skólum klæðast daglega skólabúningum og taka heimilin þátt í kostnaðinum sem því fylgir. Algengt er að foreldrar, sem kjósa einkarekna skóla, byrji alveg frá fæðingu bams að spara fyrir skólagjöldum. Slíkt á einnig við um þá for- eldra sem vilja að barnið fari í framhalds- nám eftir að skólaskyldu lýkur. Meðan á skyldunámi stendur em engin skólagjöld. Reglulegt eftirlit er haft með heilsu hvers einstaks bams og t.d. skoðuð sjón og mæld heym en læknar og hjúkrunarfólk starfa í beinum tengslum við skólamálayfirvöld. Það vekur athygli hversu tandurhreinir og snyrtilegir nemendur em í sínum vel straujuðu skólabúningum og hvað nánasta umhverfi skólanna er vel hirt. Ekki sést til nokkurs barns (né fullorðinna) að henda msli á götu eða í garða. Innan skólanna er lögð rækt við mannleg tengsl og hversdags- legar athafnir og er ungum nemendunum t.d. kennt á síma, að fara á pósthús, kaupa sér miða í strætó og fleira sem lýtur að dag- legum samskiptum í þjóðfélaginu. í ríkisreknum skólum era starfrækt mötuneyti sem sjá skólabörnum fyrir mat en þar sem þau em ekki til staðar eiga börn- in að koma með nesti að heiman. Þau snæða í borðsölum þar sem þeir era en annars borða þau í kennslustofum og sitja þá gjarn- an í hring á gólfinu. í þorpsskólum er al- gengt að mæting sé best þá þrjá daga í viku sem boðið er upp á mat í skólanum. í einstaka þorpsskólum er lögð áhersla á að rækta hrísgrjón, ávexti og grænmeti og styrkja með því sjálfsbjargarviðleitni bama svo og kenna þeim að rækta og njóta afurð- anna. í fátækum sveita- eða þorpsskólum skipta bömin ætíð með sér nestisbitum sem þau koma með að heiman. I þeirri athöfn má m.a. sjá gildi búddhatrúar í raun, þ.e.a.s. að örlætið sé undir hverjum og einum komið og allt í heiminum sé forgengilegt og háð breyt- ingum. Börnum er innrætt að auðsýna öllum góðvild og meðaumkun og mæta öllu í tilver- unni með gleði og jafnaðargeði. Hegðun og aðhald Það fer ekki á milli mála að í tælenskum skólum ríkir mikill agi og mikið aðhald með námi hvort heldur það á sér stað í skólanum eða heima við. Mikil áhersla er lögð á sam- vinnu heimilis og skóla og foreldrar eru gerðir ábyrgir fyrir því að börnin læri heima. Kennarar hafa umsjón með stórum bekkjardeildum og sjá t.d. um að virkja for- eldra til samstarfs. Enginn kennari virðist þurfa að beita sér sérstaklega til þess að fá nemanda til að hlýða. Nýráðnir kennarar skrifa upp á samning í þeim skóla sem þeir starfa við þar sem þeir samþykkja ríkjandi skólastefnu. Börnum er innrætt að bera virðingu fyrir sér eldra fólki og á það rætur að rekja til trúar og siðfræði sem ríkir í landinu. Kennurum er sýnd ótrúleg virðing en þó ekki jafn mikil og kóngum og drottn- ingum sem era nánast dýrkuð sem lifandi guðir eða líkneski. íþróttir og dans I yfir hundrað ár hafa Tælendingar tjáð og túlkað dansa. Danshefðin í landinu er mögnuð og af henni sést m.a. hve agað og þjálfað fólkið er. Það er kenndur dans frá fyrsta ári í skóla og í kennaraháskólanum í Bangkok þurfa allir að læra dans. Frá upp- hafi voru það hinir eldri sem kenndu þeim yngri að dansa og á það einnig við um fólk- ið í fjallaþorpunum. Margir dansar eru af trúarlegum toga og fela í sér þakklæti, virðingu og vinsemd en sumir eru táknræn- ir fyrir frjósemi og náttúruauð. Þetta eru bæði hópdansar og einstaklingsdansar og hefur hver dans sín sérkenni. Tælendingar dansa t.d. fingurnagladansa, kertadansa og fleira og tjá hugsun með hreyfingum og lát- bragði. í áætlun skóla er gert ráð fyrir föstum tímum í morgunleikfimi og leik- rænni tjáningu. Auk dansa eru hnefaleikar og t.d. boltaleikurinn „takraw“ hefðbundn- ar íþróttir. „Net-takraw“ er vinsæll bolta- leikur þar sem nemendur eiga að nota allan líkamann nema hendurnar til þess að koma bolta yfir net á íþróttavelli. „Hring- Takraw“ er einnig til og felst sá leikur í að spila saman í 6-8 manna hópi án þess að notast við net. íþróttir á borð við spjótkast og sverðdansa eru einnig iðkaðar en í sverðdansi er iðulega notast við sverð úr tré. Dansar og íþróttir eiga það sameiginlegt að þjálfa bæði fín- og grófhreyfingar hjá börnum og stuðlar kennslan þannig beint að því að börnin verði fim og næm fyrir hrynjandi í tónlist. Þau læra snemma að hlusta af íhygli á músík og meta ólík hljóð- færi. Tónlistar- og hljóðfærakennsla er tal- in skipta miklu máli og í mörgum skólum má sjá úrval af ásláttarhljóðfærum úr tré 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.