Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLJNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 34. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Þess er minnst að 70 ár eru liðin frá stofn- fundi Bandalags íslenskra listamanna, sem fram fór á Hótel Heklu 6. september 1928. Hávar Sigui'jónsson ræðir við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld um hlutverk BIL í nú- tíð og framtíð, en Hjálmar hefur verið for- seti bandalagsins undanfarin sjö ár. Ingunn Þóra Magnúsdóttir skrifar um aðdragand- ann og upphafíð sem hún telur að megi rekja til þess að íslenskir listamenn og þýzk- ir Islandsvinir hittust að staðaldri á krá einni í Berlín á árunum 1924-25. Þar var eldhuginn Jón Leifs og telur greinarhöfund- ur að hann sé sá brautryðjandi sem lang- mest kvað að. Aðrir máttarstólpar við myndun bandalagsins voru Gunnar Gunn- arsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Frá samtíS til framtíðar er heiti á þriðju og síðustu grein Bjarna Reynarssonar um skipulag borga við aldar- lok. Hann rekur „ameríska drauminn" um hús og bíl í úthverfi, sem rikjandi varð, og útþensluna sem því fylgdi. Gallinn var sá að samkennd fylgdi ekki með, heldur gífurleg einangrun og kostnaður. Rannsókn hefur leitt í Ijós að borgin Toronto mundi spara 1 milljarð dala á næstu 25 árum með þéttingu byggðar í stað áframhaldandi útþenslu, en í Reykjavík heldur þessi útþensla áfram á fullu. Með eldi og sverði Berglind Gunnarsdóttir skrifar greinaflokk um landvinninga Spánverja í Mið- og Suður- Ameríku og áhrifin á þá menningu sem þar var fyrir. Með fyrstu greininni birtir Berg- lind ljóð sem hún hefur þýtt eftir Pablo Neruda úr Canto General. Sigrid Undset hefur verið nefnd Nóbelsverðlaunaliafinn sorgmæddi segir greinarhöfundurinn, Gerð- ur Steinþórsdóttir. Sigrid var undrabarn, talandi níu mánaða gömul og vel lesin í Njálu tíu ára. Hún var líka óvenjulega ung þegar hún fékk bókmenntaverðlaun Nóbels, aðeins 46 ára. Sigrid Undset telst eitt af höf- uðskáldum Norðurlanda, en aðstæður henn- ar voru erfiðar og hún beið mörg skipbrot í lífinu, en kaþólska kirkjan varð athvarf hennar og skjól. Turandot ópera Puccinis verður frumsýnd í Forboðnu borginni í Peking í kvöld og fer Kristján Jó- hannsson með aðalkarlhlutverkið. Þórarinn Ingvarsson var í Peking í vikunni, fór á æf- ingu og segist enn fá gæsahúð bara við það að heyra nafnið Turandot, svo stórkostlegt var að fylgjast með æfingu á þessari sýn- ingu, sem nefnd hefur verið óperusýning aldarinnar. FORSÍÐUMYNDIN: Nóbelsverðlaunaskáldið Sigrid Undset í Róm 1910. Portret eftir Anders Svarstad. Um Sigrid Undset er fjallað í blaðinu. RAÚL HERRERO „CLAUDIO" SKÁLD (BUXUM DALLA JÓHANNSDÓTTIR ÞÝDDI Skáldið á götunni lætur eins og fiíl Nunnumar benda á hann og skellihiæja. Embættismennirnir ræna hann totunum, skiija hann eftir allsberan, á mesta annatíma á miðri breiðgötu. Hundarnir stökkva á hann og bíta hann í hálsinn. Allir vita hvernig komið er fyrir honum. Þess vegna er hann hvattur til að fara út. Samsærismennirnir ákveða að fylla hann ogskilja hann síðan eftir úti í sundlaug. Skáldið greiðir sér með stæl, klæðir sig fullt bjartsýni, gðmar nokki-ar flugur, lagar á sér skóna, fer út á götu og allir skjóta á hann. Hann hleypur fyrir hom til að forðast kúlumar og örvamar. Jafnvel þótt hann breyti sér í bjöllu þekkja börnin hann aftur. Prestarnir hrækja framan í hann oglúæja þangað til þeirstanda á öndinni. Þegar hann fer í búðir er hann sakaður um svindl og síðan fleygt á dyr. I háskólanum hræðast mikilvægir menn hann, en nálgast hann samt varlega; vopnaðir kjálkabcinum slá þeir til hans dulbúnir sem skáld. Honum er aðeins hleypt inn í bíó með því að borga tvöfalt miðaverð. Hann gengur um meðal fólksins og sveigir hjá jarðsprengjunum sem það leggui' í gangxæginn. Ef hann væri ekki svona þrjóskur og hætti að klæðast eins og við ftTstu altaiisgöngu gengi honum betur í lífínu. Raúl Herrero „Claudio" (I. 1973) býr í fæðingarborg sinni Zara- goza á Spáni þar sem hann er ritstjóri bókmenntatímarits, úlgáfu- stjóri og menningarfrömuSur. Eftir hann hafa komið út sex Ijóða- bækur og ritgerðir um skáldlist auk fleiri bóka. Ljóðið Skóld í bux- um er úr nýjustu Ijóðabók hans, La voz de su amo (1998). RABB VOPNIÐ SEM SNERIST í HÖNDUM BISKUPS VIÐ SEM lifum á öld fjar- skipta og fjölmiðlunar upplifum heiminn sem stöðugt ferli áróðurs og innrætingar. Fyrir þá sem þurfa að koma málstað sínum á framfæri er grundvallaratriði að hafa aðgang að tjöimiðlum. Þar er sannleikurinn mótaður líkt og myndverk þar sem hver og einn getur valið sér það sjónarhorn sem hann vill. Prentverkið breytti heiminum. Auðug stofnun, eins og katólska kirkjan, var fljót að nýta sér þá möguleika sem fólust í hinni nýju tækni. Jón Arason Hólabiskup lét flytja hingað bæði prentverk og prentara snemma á 16. öld og var prentun á íslandi næstu aldir einokuð af kirkjunni og fyrst og fremst nýtt til prentunar trúarlegra rita. Eftir siðaskiptin þurfti að ganga skipu- lega til verks við að útrýma hinum katólska hugsunarhætti, sem Jón Halldórsson prest- ur í Hítardal kallar í Biskupasögum sínum: „Hið gamla súrdeig pápískrar villu“. Til þess var prentverkið ómetanlegt hjálpar- tæki. Hinir fyrstu biskupar siðaskiptanna á Islandi litu reyndar á katólikka sem hverja aðra villutrúarmenn og lögðu að jöfnu við áhangendur Múhameðs. Þeim hefði aldrei komið til hugar að minnast innleiðingar kat- ólskrar trúar á Islandi með hátíðarhöldum. Guðbrandur Þorláksson, sem varð biskup á Hólum árið 1571, lagði gífurlegan metnað í útgáfustarfsemi og hann átti stærstan þátt í því að festa lútherskar trúarhugmyndir í sessi meðal almennings. Guðbrandsbiblía þykir gimsteinn bæði hvað varðar frágang og málfar. Þorlákur Skúlason, dóttursonur Guðbrands, sem tók við biskupsdómi að honum látnum, taldi af einhverri ástæðu þörf á nýrri þýðingu biblíunnar og þýddi sjálfur. Þessi þýðing þótti langtum lakari en Guðbrands enda kemst Jón Halldórsson svo að orði: „Og svo sem flestum mun ei falla svo létt, án sérlegs athuga, að út- fleygja úr dönsku á íslenzku, svo engan keim dragi af dönskum vegna skyldsemi þessara tungumála, svo fram koma og í þessari biblíuútleggingu nokkrir danismi eða dönsk orð, Veraldleg staða kirkjunnar gjörbreyttist við siðaskiptin. I katólskri tíð voru biskup- arnir nánast kóngar í ríki sínu og gátu ráðið því sem þeir vildu. Eftir siðaskiptin áttu þeir aftur á móti mjög undir högg að sækja lenti þeim saman við veraldlega höfðingja, sem nú áttu bakhjarl í öflugra konungs- valdi. Jón Sigmundsson, móðurafi Guðbrands, varð eitt af fórnarlömbum ofurvalds hinnar katólsku kirkju og tapaði til hennar nánast öllum sínum miklu eignum. Jón var mjög áberandi maður á sinni tíð, sýslumaður um tíma og lögmaður norðan og vestan 1509- 1518. Hann lenti í hatrömmum deiium við Gottskálk Nikulásson Hólabiskup, sem lét dæma hjónaband hans og Bjargar, konu hans, ógilt vegna fjórmenningsmeinbuga en fólki, sem skylt var í fjórða lið, leyfðist ekki að ganga í hjónaband á þeim tíma. Einhver vafi lék á um þennan skyldleika og Jón neitaði að yfirgefa konu og börn. Um 1590 hóf Guðbrandur tilraun til þess að endurheimta jarðir afa síns, sem á þeim langa tíma sem liðinn var, höfðu sumar gengið kaupum og sölum. Hvort hér var á ferðinni ágirnd eða sterk réttlætiskennd Guðbrands skal ekki dæmt um en Guð- brandur þótti duglegur við að ásælast jarðaeignir bæði kirkjunnar vegna og sjálfs sín: „Hans þrálegu jarðaklaganir og laga- þrætur öfluðu honum óvildar og ámælis hjá mörgum," segir Jón Halldórsson. Málaferli þessi stóðu með löngum hléum í yfir þrjátíu ár og urðu biskupi andstæð. Til þess að kynna málstað sinn greip Guð- brandur til þeirrar nútímalegu aðferðar að beita prenttækninni í því skyni að koma persónulegum málstað sínum á framfæri. Þetta eru hinir svokölluðu Morðbréfabæk- lingar, sem urðu alls þrír og komu út með nokkurra ára millibili. I þessum bæklingum reifar biskup sína hlið málsins og kveður fast að orði um andstæðinga sína, sem höfðu komið fram með vægast sagt ótrúleg- ar ásakanir á hendur Jóni Sigmundssyni. M.a. átti hann að hafa drekkt sínu eigin barni í soðkatli, drepið bróður sinn og drekkt stjúpbarni sínu í Gljúfurá. Af bæk- lingunum má ráða að Guðbrandur hefur lagt í mikla rannsóknai-vinnu til að sýna fram á að skjöl þau sem andstæðingarnir lögðu fram væru fölsuð, en skjalafals var al- geng iðja á miðöldum. I þessu skyni skoðaði hann um 500 bréf Hólastóls frá biskupstíð Gottskálks og gat sýnt fram á ýmsa form- galla á þeim skjölum sem lögð höfðu verið fram í dómum m.a. að dagsetningar með mánaðardögum hafi ekki verið komnar til sögunnar í tíð Gottskálks, heldur alltaf mið- að við messudaga, hátíðir o.s.frv. Yar þá nefndur dagur fyrir og eftir. Einnig bendir Guðbrandur á að í hinum meintu falsbréf- um sé talað um salinn á Hólum, en sá salur hafi ekki verið byggður fyrr en í tíð Jóns Arasonar: „nema þeir meini náðhúsið niður hjá stóru baðstofu - slíkt herbergi þykir mér vel hæfa slíku bréfi og þeim, sem það logið hafa“. Einnig hafi bæði Jón Sig- mundsson og Gottskálk biskup verið dauðir þegar sum bréfanna eni dagsett. Sum skjölin beri það með sér að hafa verið með- höndluð og skafin upp að hluta og skrifað ofan í með nýju bleki, önnur hengd upp í reyk til að sýnast gömul. Guðbrandur er ómyrkur í máli bæði um andstæðinga sína og Gottskálk biskup: „- hann hélt sína bisk- upsreglu eptir lögum heilagrar kirkju í þann tíma með saurlífi og þremur opinber- um barneignum. Hvar út af opinbert er, að hann sjálfur var í stærsta pávans banni fyr- ir sitt hórerí -“ Þótt konungur hafi tekið Jón Sigmundsson í sitt beskennelsi og veitt honum konunglegt verndarbréf segir Guð- brandur það í engu hafa heft Gottskálk biskup, sem líkt og margir biskupar í katól- skri tíð, lét sem kóngurinn kæmi honum ekki við. Eftir siðaskiptin höfðu valdapól- arnir víxlast svo rækilega hinum veraldlegu yfirvöldum í hag að Guðbrandur hafði ekki annað upp úr bæklingum sínum en máls- sókn fyrir meiðyrði og öll þessi málaferði urðu honum einungis til mæðu og enduðu með ósigri biskups. Þannig lauk fyrstu til- raun til þess að beita prentlistinni til að móta almenningsálitið á Islandi á hinu ver- aldlega sviði. Eftir stendur ómetanleg heimild um hugmyndir og hugarheim horfinnar kynslóðar. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.