Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 11
Ljósmynd/BÁ ÞRÁTT fyrir drjúga alvöru var húmorinn líka á staðnum, sem marka má af þessu límpappírs- verki af Súsönnu í baðinu eftir César Chassepot, 1998. Ljósmynd/BÁ BRÆÐURNIR, eða feðgarnir, Henrik og Willy Omme, sem reka listhúsið De Moderne í Silki- borg gerðu góða ferð með Cobra-málarana og margir rauðir miðar í þeirra bás, m.a. við þessa mynd eftir Asger Jorn, er kostaði sem svarar 10 milljónum íslenzkra króna. jskipta athygli ásamt öðru eftir listamanninn. til að skilja og meta verðgildi hugverka. I ljósi þess, að þetta var sú 25. í röðinni, getur áherslunum hafa verið hnikað eitthvað, meira um yfirlit en hið allra nýjasta, sem þó einnig var með, en um það veit ég minna. Málverkið var í yfirgnæf- andi meirihluta og yfirbragð framkvæmdarinnai' afar franskt, um leið alþjóðlegt, sem mér fannst styrkur hennar. Breiddin mjög mikil og ekki geng- MIKILVÆGUSTU LISTA KAUPSTEFNURNAR 1999 Brussel Antíkmarkaður Belgíu 5-14.2 Bolonga Arte Fiera 28.1-1.2 New York National Black Fine Art Show 29.-31.1 Zurich KAM 8.-14.2 Madrid ARCO 11.-16.2 Hasselt Antík kaupstefna 20.-28.2 Strassburg START 5.-8.3 Dusseldorf Art Antique 6.-14.3 Stokkhólmur Art Fair 11.-14.3 Lúxembúrg Antík- og listsvning 11.-14.3 Maastricht TEFAF 13.-21-3 París SAGA 19.-24.3 Brussel EURANTICA 20.-28.3 New York Asíulist-Int.Asian Art Fair 25.-30.3 Hamborg Listmarkaður:Fine Art Hamburg 10.-184 Dusseldorf Listmakaður: Kunstmarkt 14.-18.4 Frankfurt Listsýning: ART 22.-26.4 Brussel Listsýning: Art Brussels 23.-27.4 Köln Vesturþýzka listkaupstefnan 24.4-2.5 New York International Fine Art Fair 7.-12.5 New York SOFA 20.-23.5 Dresden Listmarkaður - Kunstmarkt 27.-30.5 Amsterdam Listsýning: Kunst RAl 1.-6.6 Basel Listsýning: Art ‘30/99 16.-21.6 Knokke List-og antíkkaupstefna 7.-16.8 Libramont Listsýning: Lib’Art 25.8-3.9 París Listkaupstefnan FIAC 15.-20.9 Amsterdam Listsýning: PAN 25.9-3.10 Berlín Listsýning: Art Foi-um 30.9-3.10 New York List/Antík: Int.Fine Art and Antique Dealers Show 15.-21.10 Vínarborg Listsýning: Kunst Wien ‘99 23.-26.10 Munehen List-og antíkkaupstefna 23.10-1.11 Brugge List-og antíkkaupstefna 30.10-7.11 Zurich Listsýning: Kunst ‘99 í enda okt. Chicago Listsýning: SOFA 4.-7.11 Basel TEFAF-AIþjóðl.list- og antík 6.-14.11 Namur Antíkkaupstefna 6.-14.11 Köln Listsýning: Art Cologne 7.-14.11 París Ljósmyndasýning: Photo 25.-28.11 Gent Listsýning: Lineart 2.12-7.12 ið út frá neinu ákveðnu meginþema, viðhorfið til hugtaksins samtímalist nokkuð annað en menn eiga að venjast á norðurslóðum, og enn- þá hafa bógar aldarinnar ekki hlotið viðurnefn- ið gömlu meistararnir, vel að merkja. En með samanburði og hliðsjón af 10 ára gamalli sýn- ingarskrá sem Kolbrá dóttir mín, sem var þá á vettvangi, sendi mér, sé ég að hugtakið samtíð- arlist er nokkuð fastskorðað í Frans. Er inn var komið voru nokkrir litlir básar til beggja handa, þai’ sem fram fóru kynningar á helstu listtímaritum heimsins og önnuðust þær falleg- ar og brosandi stúlkru’, sem kom gestunum strax í gott skap, í öllu falli mér. Og enn léttist brúnin er ég uppgötvaði hve fordómalaust var staðið að verki og málverkinu haldið fram, allt aftur til tíma Braque, Matisse, Picasso, Duchamp og Picabia, sem var ríkulega kynnt- ur, þannig að enginn velktist í vafa um hve fjári góður málari hann var. Picabia, sem var af spönskum og kúbönskum ættum en fæddur í París, var þó einmitt skotspónn fordóma strangfræðinga meginhluta ferils síns fyrir þá sök hve íjölþætt listtúlkun hans var, gott ef hann var ekki kallaður mella, eða allt til tíma nýja málverksins svonefnda, og síðan hækkai- frægðarsól hans jafnt og þétt. Athyglisvert hve núlistamenn síðari tíma hafa sótt mikið til hug- mynda dada- og súrrealistanna, tekið eitthvað afmarkað úr þeirra mal, eignað sér og endur- tekið í síbylju en þó í mun stærra formi og mætti nefna hér mörg nöfn. Menn eru sko ekki eingetnir í útlandinu. Eg kom fljótlega auga á nokkur verk eftir Eitó í gangi sem ég var þó ekki par hrifínn af, ekki minn Erró, en seinna kom ég í bás þar sem hann var kynntur ásamt fleiri bógum og þar var hann öllu meira sannfærandi og fín verk innan um. Leit nokkrum sinnum þar inn, enda básinn í næsta nágrenni við veitingasal- inn, en þangað áttu margir eðlilega erindi til að bæta upp vökvatapið í þrengslunum og hvíla lúna fætur. Tók þá sérstaklega eftir því hve duglegar dömurnar á staðnum voru að auglýsa sína menn og þar var alltaf líf í tuskunum, skipt reglulega um myndir á veggjunum talað við gesti og í síma, var auðséð að hér kunnu menn sitt fag til hlítar og væri lag að senda ís- lenzka safnstjóra í læri á slík þing. Hér var um að ræða Galerie 1900/2000, sem er til húsa á rue Bonaparti 8, rekið af bræðrunum Marchel og David Fleiss. Var landi okkar í góðum fé- lagsskap; listhúsið auglýsir sig með verkum eftir James Brown - Poul Bury - George Condo - Marchel Duchamp - Max Ernst - Erró - Ian Hamilton Finlay - Wilhelm Freddie - Keith Haring - Marchel Jean - Je- an-Jacques Lebel - Roy Liechtenstein - Dora Maar - Henri Michaux - Claes Oldenburg - Blinky Palermo - Bernard Rancillac - Man Ray - Robert Rauschenberg - Julien Schnabel - Yves Tanguy og Andy Warhol. Þá voru verk eftir Sigurð Ái-na Sigurðsson í bás Alinu Vidal, sem rekur listhús i sömu götu nr. 70, en miðbik hennar gengur þvert um framstefni kirkjunnar Germain des Prés og samnefnda breiðgötu. Við enda hennar við Signubakka er listaháskólinn en hinn endann San Sulpice kirkjan og er að sjálfsögðu í Latínuhverfínu. Listhús Vidal stát- ar ekki af eins breiðum hópi heimskunnra lista- manna, virðist einbeita sér að yngri kynslóð- inni, sem er auðvitað gott mál. Nefna ber að bás Galerie Moderne í Silki- borg, sem þeir Henrik og Willy Omme eru skráðir fyrir, kynnti Cobi’a-listamenn, enda 50 ára afmæli listhópsins. Tímamótanna var einnig minnst í danska húsinu á Champs Elysées, nefndist framtakið 8 danskir Cobraistar, og þar var „Daninn“ Svavar Guðnason í fullu gildi. Vekur til umhugsunar hvort við eigum ekki að gerast þátttakendur í slíkum kaupstefnum, en sannfæring mín er sú að þangað eigum við brýnt erindi. íslenzk sam- tímalist er satt að segja næsta óþekkt fyrir- bæri og við erum nær allstaðar undh’ annarra hatti þar sem við komumst á blað, til að mynda erum við ekki til í bókum um verðgildi sam- tímalistar á uppboðum, ekki frekar en Falklandseyjar eða Hottintóaland, nema að verkin hafi komið fram á erlendum uppboðum, einkum þeim í Kaupmannahöfn, en hér er Guð- mundur Erró undanskilinn, sem listamaður Parísai’skólans af íslenzkum uppruna. Meta ber framtak Eddu Jónsdóttur í Listhúsinu Ingólfsstræti 8 á kaupstefnunni i Frankfurt, vonandi vindur það upp á sig og hér erum við á upphafsreit, en framlagið sjálft einungis ein hlið á teningnum. Sú hlið hans birtist einnig á kaupstefnunni en í litlum mæli. Andstæða þessarar kaupstefnu var önnur framkvæmd og til muna stærri á sýningar- svæðinu í nágrenni Bastillutorgs, milli breið- gatnanna Boui’don og de la Bastille, en hana uppgötvaði ég af tilviljun á einni af gönguferð- um mínum mánuði seinna. Þetta var meira hreint markaðstorg, eins konai’ Kolaport list- arinnar þai- sem listamennirnir sjálfir kynntu sig í mörg hundruð deildum og básum. Bara hollt að sjá að þessi hlið listaiinnar þrífst og dafnai’ einnig í heimsborginni og vissulega hefði verið hægt að gera þar góð kaup eins og í öðrum kolaportum heimsins. Aðra kaupstefnu sá ég einnig á staðnum sem var risavaxinn antíkmarkaður, er bar nafnið með sóma og sann. Allt úr fortíð, ekta sem óekta, dýrt sem ódýrt var þar á boðstólunum, allt frá fáfengi- legu ski-ani upp í rokdýra klassík. Afar fróðlegt að reika þar um og af hvorugri uppákomunni hefði ég viljað missa, er óaðskiljanlegur hluti mannlífsins. : -C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.