Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 14
HATIÐ I BÆ SMÁSAGA EFTIR INGÓLF STEINSSON HVAÐ er klukkan, Siggi? - Vertu ekki að hugsa um klukkuna núna. Reyndu heldur að setja út svo við verðum einhvem tíma búnir með bertuna. Þeir sátu á Garði eitt laugardagskvöld í nóv- ember og spiluðu þriggja manna bridds. - Djöfuls feill hjá þér, maður, tautaði Siggi. Þú áttir að koma út í laufinu meðan þú gast, þá þrælstendur þetta. Sko, þú svínar einu sinni, fleygir hjartanu í spaðann og þá stendur rest- in. En þú verður að koma út í laufinu. - Hvernig átti ég að vita það, maður. Eg kann ekkert að spila bridds, hvað þarf ég að segja þér það oft? Hólmar sendi honum óblítt auga. - Svona, gefðu mér aftur í glasið og vertu ekki með þetta píp. Siggi hellti íslensku brennivíni í glasið hans. Það stirndi á flöskuna beint úr frystinum. Hann setti hana á borðið og lagði handlegginn yfir herðarnar á Hólmari. - Veistu, ef þú værir ekki svona djöfulli góð- ur strákur, Hólmi, þá mundi ég sko ekki nenna að tala við þig. En þú ert bara svo... þú ert bara algjör perla, kallinn minn. En þú kannt ekkert að spila, nei, nei. Heyrðu, kanntu kannske ól- sen, ólsen? Þeir hlógu báðir. Sigurður var orðinn alldrukkinn en hinir minna. Jón, sem hafði setið þögull, tók nú til máls. - Eigum við ekki að fara að koma okkur af stað áður en kvöldið gengur okkur alveg úr greipum? - Kvöldið gengur hvað - aftur? Ha, ha, þú með þitt skáldamál, Nonni nix. Kvöldið er ungt, klárum úr flöskunni fyrst, það er ódýrara. Siggi lyfti glasinu og þeir skáluðu hlæjandi. - Svo fórum við í bæinn og málum yfir þessa Reykvíkinga sem þykjast allt eiga og allt geta og lifa svo á því sem við á landsbyggðinni drög- um úr sjó. Siggi var orðinn andstuttur af æsingi. - Heyr! kallaði Jón, nú er vit í þér, gamli bitter. Það er alveg merkilegt með þig, Siggi, þú vaknar bara ekki til lífsins fyrren á 5. glasi. - Við stöndum saman dreifbýlismenn gegn Reykjavíkur auðvaldinu, sagði Siggi með /** hitaglampa í augum. Þetta eru ekkert nema^ prangarar og sægreifar. Allir að okra á öllum í einhverjurn steypuportum og glerhöllum sem við borgum fyrir úti á landi. Ohhhr, ég gæti drepið einhvem þegar ég hugsa til þess hvern- ig Reykjavíkurpakkið hefur farið með þessa þjóð. Siggi var farinn að skjálfa af geðshræringu. Hann rétti fram tómt glasið. - Svona, slappaðu af maður. Hólmar hellti smá dreitli í glasið. - Við ætlum ekki að fara að æsa okkur í kvöld. í kvöld ætlum við á kvennafar. Ertu bú- inn að gleyma því? Hvað er eiginlega langt síð- an þú hefur komist á ærlegt kvennafar? - Skiptu þér ekki af mínu kvennafari, gamli kúarektor, urraði Siggi og starði þungbúinn framfyrir sig með tómt glasið í hendinni. - Förum að drífa’ okkur. Uti var hryssingur. Það ýrði úr lofti og suð- vestan áttin sá um hárgreiðsluna. Hiti þrjú stig. - Hér er alltaf sama skítaveðrið, það er ekki að spurja að því. Siggi vafði að sér úlpunni. Hann var örlítið reikull í spori. - Til ills fórum vér um góð héruð að vér skulum byggja útnes þetta, sagði Jón og reyndi að halda alvörusvipnum. Þeir Hólmar skelltu báðir uppúr. - Kemur hann enn með tilvitnanir. Hver sagði þetta eiginlega? Siggi Sigurjóns? - Þannig mælti Karli, þræll Ingólfs er hann sá tilvonandi bæjarstæði húsbónda síns. - Já, karli rataðist satt á munn, svo mikið er víst. Ekki skal ég byggja útnes þetta og rokrass. Eg ætla að djöflast gegnum lögfræð- ina og svo er ég farinn austur aftur. Hér þrífst ég aldrei. Var ekki eftir í flöskunni, Hólmi? Hólmar rétti vini sínum flöskuna og hann saup á. Það gutlaði ennþá í henni. Þeir gengu niður Tjarnargötu. Það fór að rigna. - Má ég nú heldur biðja um almennilegan vetur með frost og snjó, sagði Hólmar. - Og frostrósum, bætti Jón við í fagurfræði- legum tóni. - Já, hélt Hólmar áfram, við erum fómar- lömb hinnar eilífu slyddu. Þeir komu inná Austurvöll. - Hvert erum við að fara? spurði Jón. - Er það ekki kaffi Ingólfs gamla? sagði Hólmar hressilega. Siggi hafði þagað um stund en nú var einsog hann hrykki upp af draumi. - Já, strákar, komum hérna í skjól við Dóm- kirkjuna og klárum úr flöskunni. Við förum ekki inn með hana. Hann dró þá með sér uppað kirkjuveggnum. Það var farið að hellirigna. Þeir supu dreggjar brennivínsins. Siggi vildi skilja líkið eftir á tröppunum, sagði að lík ættu heima í kirkjum. En Hólmar tók það ekki í mál. Hann stakk lík- inu á sig. - Hvað er þetta maður, ertu orðinn alveg heilagur? Hvernig verðurðu eftir fjögur ár? Ha, ha, ha! Siggi fór í keng og staulaðist áfram í hlátur- skasti. Súptu á aftur, séra minn, hæ, hæ, hafðu það dræ, það er hátíð í bæ. Allt í einu sló klukkan yfir höfðum þeirra. Þeir hrukku við. - Hvað er helv. klukkan eiginlega? Sigurður reigði sig og reyndi að sjá á klukkuna í turnin- um. - Hún er 12 á miðnætti, sagði Jón ábúðarfull- ur. Ef við drífum okkur, þá náum við kannske í Öskubusku á tröppunum. Afram drengir! Þeir þrömmuðu yfir Austurvöll og hurfu fyr- ir homið á Reykjavíkur Apóteki. Þremur tímum síðar var fólk að streyma útúr Ingólfskaffi. Það hafði stytt upp og kólnað heldur. Göturnar voru þó ennþá blautar og Ijósin spegluðust í þeim. Neðan úr bæ barst mikil háreysti. Þar var fjöldi fólks saman kominn, einsog stórhátíð væri í uppsiglingu, 17. júní eða 18. ágúst. Fólk- ið stóð í stórum breiðum um Lækjargötu, torg- ið og Austurstræti. Sumir börðu sér, flöskur voru á ferð milli manna, aðallega bjór, plast og pappaglös. Brothljóð heyrðist, öskur, menn á hlaupum, skrækjandi stelpur, flestir þó rólegir þrátt fyrir mikla ölvun. Vinirnir af Garði komu niður Hverfisgötu. Þeir voru keikir nema Sigurður sem slagaði og pataði út höndunum. - Þetta Reykjavíkurkvenfólk er svo merki- legt með sig. Það rignir uppí nefið á þessu. Þær mega fara til fjandans fyrir mér, ég hef ekki áhuga á svona montpíkum! Sigurði var heitt í hamsi, hann var rauður í framan og sveittur með úlpuna fráhneppta. Hann var með stórt pappaglas í hendi og svelgdi. - Blessaður, Siggi minn, slappaðu nú af. Þú ferð alltof gassalega í dömurnar. Þetta eru ágætar stelpur. Ég hitti ineira að segja stelpur að austan þarna. - Nú, já? Og hvar eru þær núna? Gastu ekki bent mér á þær, kúalallinn þinn? Ég hefði heldur viljað tala við þær en þetta borgarpakk. Það er sami rassinn undir því öllu. Og hvemig stendur á því að þú ert ekki með neina dömu úrþví þú kannt svona vel að nálgast þær, ha, geturðu sagt mér það? - Siggi minn, þú veist alveg að ég er hrifinn af þessari stelpu í deildinni og hún var ekki þama. Ég er ekki að reyna við stelpur sem ég er ekkert hrifinn af eða hvað, er eitthvert vit í því? - Vit og ekki vit, bit og ekki bit, jæja, skál félagar. Við skulum sjá hvort við finnum ekki þær stelpur sem við erum að leita að, t.d. þess- ar að austan. Þær hljóta að vera hérna ein- hvers staðar á þessari útihátíð. Þá getum við boðið þeim heim í svarta dauða. Er ekki veðrið alveg týpískt? Siggi óð úr einu í annað þarsem hann slagaði yfir gatnamótin inná Lækjartorg. - Vertu rólegur, Siggi minn, höldum hópinn, kallaði Hólmar og sneri sér að Jóni. - Mér líst ekkert á hvað hann er orðinn full- ur. Við verðum að reyna að fá hann heim með okkur. Annars fer hann sér að voða. Jón kinkaði kolli áhyggjufullur á svip um leið og þeir smugu inní mannþröngina á torginu. Sigurður var nokkrum metram á undan þeim. Allt í einu var einsog bylgjuhreyfing færi um mannfjöldann. Þeir námu staðar, komust ekki áfram. - Siggi, kallaði Hólmar, bíddu eftir okkur. Þeir renndu að sér úlpunum og settu upp hetturnar enda komin mígandi rigning. Þeir náðu Sigga augnabliki síðar. Hann stóð þarna í þvögunni, brennivínslegur og var að rífast við einhvern náunga. Hólmar stansaði rétt hjá honum. Allt í einu sló maðurinn Sigurð í andlitið og aftur og aftur! Sigurður gerði máttleysislega tilraun til að bera hönd fyrir höfuð sér en það var árangurs- laust. Hann mátti sín einskis gegn þessum andstæðingi sem stóð þarna, fullur af einhverj- um djöfulmóði og augun skutu gneistum. - Helvítis háskólapakk! hreytti hann útúr sér milli samanbitinna tanna. Tveir félagar hans stóðu þétt við hlið hans og horfðu hatursaugum á Sigurð sem var að missa fótanna. Rétt áður en hann datt fékk hann högg á vinstri kinnina svo höfuðið sveifl- aðist í hálfhring og blasti við þeim Hólmari og Jóni sem störðu á vin sinn. Hann var alblóðug- ur í framan. Úr augunum stafaði undarlegu skilningsleysi einsog hann vildi segja: - Hvað gengur á? Hvað hef ég gert þessum mönnum? En það kom ekkert fram á varirnar nema blóð sem slettist á handlegg Hólmars um leið og hann greip vin sinn í fallinu. - Helvítis Reykvíkingar, muldraði Sigurður. Jón hljóp til og tók undir handlegg hans. Allt gerðist þetta á augabragði. Fólkið hafði fjarlægst og myndaði nú hring í kringum þá. Það var einsog þeir væra inní dimmu, malbik- uðu rjóðri. Siggi var hálf meðvitundarlaus í örmum félaga sinna. Andspænis þeim stóðu þrír menn, leðurklæddir frá hvirfli til ilja. Þeir virtust ekki gamlir en yfir þeim var einhver óhugnanlegur lífsreynslublær. - Hvað eruð þið að abbast uppá okkur, hel- vítis háskóladrasl? Það var sá fremsti sem hafði orðið, sá sem harðast gekk fram í því að berja vin þeirra. Hólmar rétti úr sér og ætlaði að svara. Hann ætlaði að segja: - Við vorum ekki að abbast uppá ykkur, við sáum ykkur ekki einu sinni. En var nauðsyn- legt að berja manninn svona? Sáuði ekki að hann er dauðadrukkinn? Hann ætlaði að tala um fyrir þessum malbik- sprinsum, sonum götunnar. En það kom ekk- ert orð fram á varir hans. Hins vegar fékk hann hnefa í andlitið svo honum sortnaði fyrir augum og hann riðaði við. Hvað er að þessum drengjum? Þessari spurningu laust niður í huga hans og um leið fékk hann högg í magann svo hann kipptist saman. Hann fylltist allt í einu of'salegri bræði. einu vetfangi rétti hann úr sér, sló "'VVk manninn bylmingshögg í magann |1 og tók hann svo hálstaki. \jL Hólmar var stór og vel sterkur 'þótt hann stundaði ekki slagsmál á ’ strætum. Hann var alinn upp við erfíðis- vinnu í sveitinni heima og vanur að glíma við strákana í góðu. En hann hafði aldrei kynnst svona löguðu, mönnum sem ráðast á ókunnuga að tilefnislausu. Var þetta ekki firringin sjálf lifandi komin? Hann hafði gott hálstak á kauða og var bú- inn að snúa hann niður á hnén. Árásarmaðurinn másaði í klemmunni, átti greinilega erfitt með að draga andann. Það er best að láta hann svitna aðeins, hugs- aði Hólmar. Upphátt sagði hann: - Hvað höfum við eiginlega gert ykkur? Þá blikaði skyndilega á eitthvað í hendi ann- ars félagans. Hólmar áttaði sig ekki nógu snemma. Hann reyndi að víkja sér undan en fann þá nístandi sársauka í síðunni vinstra megin. Hann sleppti takinu á andstæðingi sín- um sem stökk frá honum. Á augabragði vora þeir þrír horfnir einsog malbikið hefði gleypt þá. Hólmar var kominn niður á hnén. Jón hafði lagt Sigurð til og stumraði nú yfir Hólmari. - Hvað gerðist eiginlega, stungu þeir þig? Hólmar réttir fram höndina sem hann hefur haldið um sig miðjan. Hún er full af blóði. Hann starir í kringum sig, andlitið eitt spum- ingarmerki. Hvað er þetta eiginlega, hvaða fólk er þetta? Æ, hvað þetta er vont, ég verð að leggjast útaf. Af hverju er mér svona heitt í framan? Er það sólin? Þetta er einsog heima. Hvergi er sólin jafn heit og þar. Er ég í lautinni minni? Þá sér hann ljósið. Einsog göng opnist fyrir ofan hann og gegnum þau skín svo bjart ljós að hann hefur aldrei séð neitt þvílíkt á ævinni. Allt í einu sér hann mann liggjandi á mal- biki. Annar krýpur við höfuð hans og heldur því uppúr bleytunni. Þetta er falleg sjón, hugsar hann. Vinur i raun. Er þetta ekki annars hann Nonni? Hann finnur ekkert fyrir líkamanum. Einsog hann sé allur í huganum. Hvað er þetta, hugarburður? Er mig að dreyma? Vorum við ekki á balli? Bara ef Sigrún hefði verið þar, þá hefði ég talað við hana. Ég get ekki beðið, verð að hitta hana. Af hverju líður mér svona vel? Hvar er ég? Jón kraup við hlið vinar síns. Skammt frá lá Sigurður í roti, einsog hrúga á malbikinu. Jón leit upp. Hann sá fólkið í móðu. - Vill ekld einhver hringja á sjúkrabíl, það er stórslasaður maður hérna, kallaði hann með sambland af heift og örvæntingu í röddinni. Honum fannst hann vera einn í heiminum með líf vinar síns í hendi sér. Gat þó ekki séð neitt lífsmark með Hólmari. Hann leit aftur upp. Hann var undarlega dofinn allur. Skyndilega kraup maður við hlið hans og tók um úlnlið Hólmars. - Ég er læknir, sagði hann; ákveðnum rómi. - Guði sé lof, snökti Jón. Ég hélt að enginn ætlaði að hjálpa okkur. Það var farið að snjóa. Hvítum, þungum flygs- um kyngdi niður í logninu sem var dottið á. I fjarska heyrðist sírenuvæl. Það færðist nær. Höfundur er ritstjóri í Reykjavík 1 4 LESBÓK MCM5UJNBIÍAÐSIN5A ~ MENNING/USTIR m APRÍIi 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.