Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 17
LEIKMYND Feuersteins fyrir Edward II árið 1922 var söguiega mikilvæg fyrir þróun tékk- neskrar leikmyndahönnunar. EINN af búningum Byong Bok Lee sem hlaut gullverðlaun fyrir búningahönnun. ACHIM Freyer virðir fyrir sér uppsetningu á myndbandasýningu sem var hluti af glæsilegri sýningu á lífsstarfi hans í leikhúsinu. manns. Margir muna sjálfsagt eftir umdeildri sýningu á Lé konungi í Þjóðleikhúsinu 1978 en Koltai hannaði einmitt leikmyndina við hana. Guðfaðir tékkneskrar leikmyndahönnunar, Josef Svoboda, var til hlés að þessu sinni en tók þó þátt í umræðufundi ásamt Koltai og andi hans vakir sífellt yfir vötnum og nafn hans ber sífellt á góma þegar rætt er um tékk- neskt leikhús. Ásamt Koltai er Svoboda óum- deilanlega einn þekktasti leikmyndahönnuður samtímans og verk hans eru stöðugt til sýnis í Magica Laterna, leikhúsinu sem hann stofnaði í kjölfar Tvíæringsins í Sao Paulo 1957. Að þessu sinni heiðra Tékkar minningu annars brautryðjanda síns í leikmyndahönnun, Bedrich Feuerstein (1892-1936), sem hafði mikil áhrif á þróun tékkneskrar leikmynda- hönnunar. Feuerstein var arkitekt og braut blað með þrívíðri óhlutbundinni leikmynda- hönnun sinni á þriðja áratugnum. Verðlaunaveitingar Á Fjóræringnum er talsvert lagt upp úr verðlaunaveitingum og medalíuúthlutunum og eru veitt þrenn eða fleiri verðlaun í öllum fjór- um sýningarhlutunum. Verður einungis getið þeirra helstu hér. Gullmedalíu í arkitektúr fékk Glyndebourne Óperuleikhúsið í Englandi. Á þessu fræga leikhúsi hafa verið gerðar viða- miklar breytingar og stækkanir og þykja þær sérstaklega vel heppnaðar. Gullmedalían í búningahönnun rann til Joan Guillen frá Spáni og Jana Prekova frá Tékklandi. Gullmedalían í leikmyndahönnun féll að þessu sinni í skaut ONDREJ Cerný, forstöðumaður Tékknesku leiklistarstofnunarinnar. RALPH Koltai. Glæsileg syning á iifsstarfi hans í tengslum við Fjóræringinn. LEIKMYND Koltais fyrir sýningu á óperunni Carmen eftir George Bizet. Jaume Plensa og félögum hans í leikhópnum La Fura dels Baus. Þá voru einnig veittar við- urkenningar í nafni UNESCO til ungra lista- manna sem taka þátt í sýningunni svo og skólasýninganna. Silfurmedalía fyrir fram- setningu á ævistarfí féll í skaut Suður-Kóreu fyrir sýningu á búningum Byung-Bok Lee. Æðstu viðurkenningar Gullmedalíuna í þematísku deildinni hlutu Þjóðverjar fyrir sýningu á verkum Achim Freyers. Achim Freyer er fæddur 1934 og er einn þekktasti leikmyndahönnuður Þjóðverja. Hann er í hópi virtustu myndlistarmanna Þjóðverja og hefur einnig um nokkurt skeið starfrækt sinn eigin leikhóp og þannig haft óskorað frelsi til útfærslu hugmynda sinna um leikhús og myndlist. Hann hefur getið sér orðstír sem framúrskarandi túlkandi klass- ískra leikrita en jafnframt hafa leikmyndir hans og sviðsetningar á nútímaóperum vakið mikla athygli. Ein þekktasta sýning hans er án efa Einstein á ströndinni sem frumsýnd var 1988 og hefur verið sýnd víða um heim. Stíl hans hefur verið þannig lýst að leikmyndir hans séu „sögumenn hinnar leikrænu fram- vindu“, virkir þátttakendur í því sjónarspili sem leiksýning er; „hann skapar farartæki fyrir leiksýninguna sem gerir innihald textans - sjónrænt og áþreifanlegt.“ Tékkar hlutu æðstu viðurkenningu dóm- nefndarinnar fyrir frumlega og upplýsandi sýningu sína á verkum átta starfandi leik- myndahönnuða, þar sem grunnhugmynd sýn- ingarinnar byggist á því að sýna hvernig hönn- unarverk þróast í leikhúsinu; frá hugmynd að fullunnu listaverki. Sýningin er mjög hugvit- samlega unnin og gefst tækifæri til að bera saman ólíkar vinnuaðferðir einstaklinganna átta, sjá hvar þeir fara sínar eigin leiðir og hvar leiðir þeirra liggja saman. Sýningin verð- ur því ekki einungis upplýsandi um einkenni hvers listamanns fyrir sig heldur kemur líka mjög greinilega fram hversu fjölbreyttui-t sköpunarferillinn getur verið innan sömu list- greinar. Tékkar eru því vel að viðurkenning- unni komnir en þetta er í fyrsta sinn sem hún fellur þeim í skaut. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.