Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 13
GUÐRÚN Á GRÆNHÓLI EFTIR EIRÍK JÓNSSON Texti Haildórs Laxness og kvæði Magnúsar Hj. Magnús- sonar til Elísabetar fela í sér hliðstæður. Olafur Kárason slcynjar Guðrúnu á Grænhóli sem nokkurskonar Ijós- brigði í óveruleika landslagi en Magnús leiki þeirra Elísabetar í landi Efrabóls sem „töfrahilling Ijóss með lit". FRUMMYND Ólafs Kárasonai' Ljósvík- ings, Magnús Hj. Magnússon skáld (1873-1916), ritaði dagbækur sem varð- veittar eru í handritadeild Landsbóka- safns-Háskólabókasafns, en eins og kunnugt er nýtti Halldór Laxness sér þær við samn- ingu skáldverksins Heimsljóss. Ritið Kraftbirtingarhljómur guðdómsins, sem dr. Sigurður Gylfi Magnússon tók saman, geymir hluta dagbóka Magnúsar Hj. Magnús- sonar. Dagbók fyrri hluta ársins 1909 er felld niður en einmitt hluti þess efnis varð Halldóri Laxness kveikja að hinni heillandi frásögn í Ljósi heimsins um kynni þeirra Ólafs Kára- sonar og Guðrúnar á Grænhóli. I ritinu segir dr. Sigurður Gylfi meðal ann- ars: Peter Hallberg nefnir dæmi um það í bók sinni Hús skáldsins hvemig Halldór nýtti sér dagbók Magnúsar og hvar hann víkur frá henni; hvemig skáldverkið varð til. (83.) I bók dr. Peter Hallberg, Hús skáldsins, em því miður engar upplýsingar um hvernig efnið um Guðrúnu á Grænhóli var unnið úr dagbók Magnúsar Hj. Magnússonar. Og þar sem dr. Sigurður Gylfi felldi niður þann þátt dagbókarinnar verður hér reynt að skýra í fáum dráttum tilurð þessa hluta skáldverks- ins með því að birta það efni úr dagbókinni sem Halldór Laxness notaði ásamt úrvinnslu hans. Magnús Hj. Magnússon var tökubarn; fyrst að Efrihúsum í Önundarfirði en síðar, 1884, að Hesti undir Hesti í -sömu sveit. Á ná- grannabænum Efstabóþ var þá jafnaldra hans, Elísabet Guðmunðsdóttir, og áttu þau bamleika saman. Elísabet er greiniiega fmm- mynd Guðrúnar á Grænhóli. Um viðmót Elísabetar Guðmundsdóttur farast Magnúsi Hj. Magnússyni svo orð: „... Hún ... var mér hlýleg mjög svo sem börnum flestum er títt.“ (Dagbók 3. mars 1909.) Guðrún á Grænhóli rétti tökubarninu Ólafi Kárasyni á Fæti undir Fótarfæti hjálparhönd. Um viðmót hennar segir svo: „Eftir alt saman, þá em til mann- eskjur í heiminum sem vilja ljá öðmm liðsinni alveg án orsaka, aðeins vegna þess að þær em góðar í sér.“ (Ljós heimsins 1937, 37.) Sam- vistarsælan varð skammvinn. „Frá Efstabóli fluttist Elísabet með Gabriel fóstra sínum vestur í Dýrafjörð.“ (Dagbók 3. mars 1909.) „Guðrún á Grænhóli var flutt með foreldram sínum úr þessum hreppi í annan hrepp lángt um betri, og hann vissi að hann mundi aldrei sjá hana framar." (Ljós heimsins 1937,170.) Árið 1909 orti Magnús Hj. Magnússon kvæði, alls átta erindi, tO Elísabetar sem þá var búsett í Bolungarvík. I kvæðinu lýsir Magnús leikjum þeirra í bernsku og um- hverfi. Þetta kvæði virðist hafa vísað Halldóri Laxness að nokkm leið í túlkun hans á þeim skynjunum og kenndum Ólafs Kárasonar sem hann lætur Guðrúnu á Grænhóli vekja með honum. Hér á eftir fara sex fyrstu erindi kvæðis Magnúsar: Viðris haukar vaka, vísur he(ja meir, langa leið til baka líka horfa þeir. Þegar æsku eigló skein, og mér blíðlát brosti við bjarthærð silkirein. Manstu Beta blíða, bamaleiki smá, er við áttum víða Efstabóli hjá? Gestur lítill glaður var; töfrahilling ljóss með lit, lífið oss þá bar. Framan fremst í dölum flughröð Korpa rann, út með sævarsölum, sveit því baga vann; örvaði þá unga sál; talaði hún og talar enn - tímans huldumál. Brunaði Bjartilækur brjóstum hlíðar frá, fagur, furðu sprækur, fjólulundum hjá, með sitt gamla mærðarraus; fram í Korpu faðminn sér fleygði endalaus. Hesturinn of hlíðum, hnarreistur að sjá, ■ hátt við himni fríðum horfði klettabrá, farartálma vindum vann; undravera afskapleg okkur sýndist hann. Við með æsku yndi áttum „sauði“ og „naut“, friður lék í lyndi, lítt því kendum þraut; saklaus gleði oss var allt; þekktum ei sem eptir kom: ama-hreggið kalt. í dagbók Magnúsar fylgir eftirfarandi skýring kvæðinu: „Korpa“ er á er rennur heim Korpudal, skamt fyrir neðan Efstaból. „BjartOækur" er i Efrabólsengjum, eigi allskamt fyrir framan Efstaból. „Hesturinn" er alkunnugt fjall, innst í Önundarfirði, beint á móti Efstabóli. (Dagbók 3. mars 1909.) Kvæðið sýnir hvað Magnúsí var hugstæð- ast þegar hann 1909, tuttugu og fimm ámm eftir bamleika þeirra Elísabetar, yrkir kvæð- ið: Hin bjarthærða Elísabet á Efstabóli, renn- andi vatn Bjartalækjar og Korpu með sævar- sali Önundarfjarðar á aðra hönd; og hið him- inháa fjall Hestur. Halldór Laxness nýtir þetta kvæði tO að draga upp andstæðu kaldrana veruleikans sem umlykur tökubamið Ólaf Kárason. Ná- vist Guðrúnar á Grænhóli er skýjarof: Hann horfði á eftir henni hvar hún gekk, há og björt, berhöfðuð og rjóð, ömgg í spori eins og fidlorðin stúlka. Hún leit ekki við tO hans. Þær geingu leingra og leingra upp með ánni. í hug hans stóð hún altaf í sambandi við renn- andi vatn upp frá því, og hann kastaði sér niður á árbakkann og ákaOaði guð. Guð guð guð, sagði hann. Um lángt skeið hugsaði hann aldrei um aðra manneskju. ... Hann fann í hvert skifti sem hún hreyfði sig, þótt hann sneri í hana hnakkanum. Hann sá hana stikla yfir lítinn læk um miðjan dag. Hún; og hið tæra rennandi vatn vorsins snemma í gróand- anum; sólskin. Öðra sinni léku þau sér á ár- bakka, öll bömin, himinhá fjöllin yfir sveitinni, íjörðurinn á aðra hönd; kvöld. Hún var heit og rjóð og eins og fullorðin stúlka, og hafði hnept frá sér hnappi, og áin rann fram hjá breið og lygn, ljósar fléttm- hennar höfðu kastast fram yfir brjóstið og önnur var hálfrakin upp, augu hennar tindraðu. Það var kaOað til bamanna írá einhverjum bænum að fara að hætta. Hann gekk einn heim og ákaOaði guð ... guð hafði op- inberað honum mikið. Einginn hafði skynjað voldugri skynjanir en hann. Guðrún á Græn- hóO. (Ljós heimsins 1937,38-39.) Síðar komu aðrir dagar með „ama-hreggið kalt“. Á þessum döpm haustdögum, þegar ekkert blasti við krossberanum nema æfilaung sveitin, þá var honum fróun í því að minnast Guðrúnar á Grænhóli í grænu skrúði vorsins, við breiða lygna á, undir sólsetur, eins og fyrirburð, með fráhneptan efsta hnappinn á treyunni sinni, og hann var ákveðinn að yrkja um hana kvæði tíl þess að óbomar kynslóðir skyldu ekki gleyma henni. (Ljós heimsins 1937, 64.) Halldór Laxness lætur Ólaf Kárason hugsa sér að yrkja kvæði um Guðrúnu á GrænhóO þegar Magnús Hj. Magnússon yrkir kvæði til Elísabetar frá Efstabóli. Þegar Ólafur var lagstur í rúmið fyrir fuOt og fast á Fæti undir Fótarfæti, - þá birtist honum dulsýn: Alt í einu rennur minning Guðrúnar á Græn- hóO eins og sól yfir hug hans. Það streymir fram hjá henni tært vatn snemma á vori. Hún er rjóð af gaungu. Honum finst þetta gerast árla morguns, eða öOu heldur um nótt í miðjum sólmánuði, þagar ekkert er veralegt, þegar holt og hæðir leysast upp í blábjartan óvem- leik, efnið sjálft er eins og gagnlýst í þessu dul- ræna sýni, sem er hvorki nótt né dagur; sú vit- und sem horfir móti þessari upphöfnu and- vöku, er heldur ekki svefn né vaka; og mitt i þessu landslagi birtist stúlkan eins og nokkurs- konar Ijósbrigði; það skín af hári hennar; hann sér varir hennar bærast; hann heyrir rödd hennar hljóma. Hann tekur viðbragð og rís upp spyrjandi í rúmi sínu: Var það mögulegt að nokkuð þessu líkt gæti átt sér stað? Var hún tO? (Ljós heimsins 1937, 83.) Þessi texti HaOdórs Laxness og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar tO Elísabetar fela í sér hliðstæður. Ólafur Kárason skynjar Guðrúnu á Grænhóli sem nokkurskonar Ijós- brigði í óvemleika landslagi en Magnús leiki þeirra Elísabetar í landi Efrabóls sem „töfra- hOling ljóss með lit“. Ólafur Kárason heyrir rödd Guðrúnar á Grænhóli hljóma og sér hana ríkja sem eins konar huldu yfir sviðinu. Magnús og Elísabet heyra rödd árinnar Korpu sem talar til þeirra á máli náttúm landsins, huldumáli allra tíma. Höfundurinn er fyrrverandi menntaskólakennari. ERLENDAR BÆKUR Anthony Sampson: Mandela: the authorised biography. Harper-Collins, 585 s., London, maí 1999. ISBN 0-00-255829-7. FÓLKI er enn í fersku minni stórbrotin sjálfsævisaga Nelson Mandela, The long walk to freedom, sem kom út fyrir fimm árum og var gefin út á íslensku 1996 undir heitinu Leiðin til frelsis. I þeirri bók var lýst leiðinni í forsetastól Suður-Afríku eftir leiðum, sem okkur þykja ævintýraleg- ar, en Mandela fetaði þar í fótspor ýmissa leiðtoga nýfrjálsra Afríkuríkja þrjátíu ár- um áður. Hann gerði það einungis á langtum stórbrotnari hátt en við höfðum áður þekkt, maður sem eyddi tuttugu og sjö áram í fangelsi og þótti sýna mikilfengleik sinn þegar hann fyrirgaf kvölumm sínum. Hann sýndi einnig að hann var ekki upp- rifínn af frægð sinni, eins og sést af sögunni sem hann sagði af tveimur hvítum kon- um í Suður-Afríku sem báðu hann um eiginhandaráritun og spurðu síðan: „Hvað heitirðu aftur?“ Nú er að koma út ævisaga hans, skrifuð af Anthony Samp- son, þekktum enskum blaða- manni. Hann veltir við ýmsum steinum sem ekki var hægt að gera í sjálfsævisögunni, þvi þessi ævisaga er gefin út um það leyti sem Mandela lætur af starfi. 1 þessari bók skýrist margt sem var óljóst í Leiðinni tO frelsis. Sampson setur allt líf Mandela í samhengi við það sem gerðist í heiminum ÆVISAGA NELSONS MANDELA jafnt sem í Suður-Af- ríku á þessum áram. Að loknu námi hélt Sampson frá Bret- landi til Suður-Afríku árið 1951 til að taka við ritstjórn blaðsins Drum, sem vai' málsvari íbúa af afrískum uppruna. Þá kynntist hann Mandela, sem var að byrja stjórn- málabaráttu sína. Barátta Mandela og samherja hans virtist vera á enda við Rivonia-réttarhöldin, þegar hann fékk lífstíðardóm árið 1964. Eftir það var honum haldið í fangelsi tO 1990, fyrst í stað í nær algerri einangrun frá umheiminum. Það sem gerðist utan fangelsisins þann tíma öðlaðist óraunveralegan blæ hjá Mandela, og þannig sáum við það í sjálfsævisögu hans. Sampson rekur barátt- una heimafyrir, þar sem Winnie Mandela og Steve Biko voru mest áberandi og bar- áttu Afríska þjóðarráðsins (ANC) utan Suður-Afríku sem Oliver Tambo bar hitann og þungann af. Um allan heim lá stöðugt meiri þiýstingur gegn minnihlutastjórn hvítra og til jafnra réttinda svartra innan Suður-Afríku. Leiðtogar á borð við Marg- aret Thatcher og Ronald Reagan hvöttu til varfærni, og mæltu gegn efnahagsþvingun- um. Það var síðan almenningur og aðilai- viðskiptalífsins sem tóku þær upp í trássi við ráð stjórnmálaleiðtoganna. Bókin varpar skýra ljósi á aðgerðir hvítu minnihlutastjórnarinnar, sem reyndi að láta líta út fyrir að svartir væru að berjast við svarta, meðan hún studdi á laun leiðtoga Zulua til að höggva í knérunn annarra afrískra þjóða. Breska íhaldsstjórnin studdi í lengstu lög foringja Zulua og fær fyrir vikið ekki góða einkunn í bókinni. Afríska þjóðarráðið náði tæpum tveimur þriðju hlutum atkvæða í fyrstu al- mennu kosningunum í Suður-Afríku 1994 og þótti það góður sigur. Það merkilega gerðist í nýafstöðnum kosningum að það fékk sama hlutfall þótt Mandela hafi látið af stjórnartaumunum. Hvað olli þessu? I bókinni er dregin upp mynd af flestum leiðtogum þjóðarráðsins fyrr og síðar. Nú- verandi leiðtogi, Thabo Mbeki, kemur víða við. Hann kemur fyrir sjónir sem hófsam- ur leiðtogi sem líkist Mandela ótrúlega mikið, þótt heil kynslóð sé á milli þeirra. Þeir lærðu mikið af sama manninum, Oli- ver Tambo, sem hvatti yfírleitt til hófsemi. Það verður ekki sagt um fyrrum eigin- konu Mandela, Winnie. Hún er baráttu- kona fyrir réttindum þeirra sem minnst mega sin, en kom afar herská úr sjö ára einangrun árið 1985. í bókinni er lýst vel þeim erfiðu aðstæðum sem fjölskylda Mandela hefur mátt búa við, og að hann er maður sem á sínar góðu og sínar slæmu hliðar. Sampson hafði aðgang að öllum skjölum Mandela, þar á meðal bréfaskriftum úr fangelsi öll tuttugu og sjö árin, og því er bókin óviðjafnanleg heimild um líf manns- ins. Það hefði ekki margt þurft að breytast til að bókin hefði verið langtum styttri. Þegar Mandela og samherjar hans stóðu fyrir rétti í Rivonia-réttarhöldunum 1964, trúðu margir því að þeir yi’ðu dæmdir til dauða. Mandela hafði undirbúið andsvör sín, ef svo færi og hripað þau niður á miða. Þrjátíu árum síðar fór hann yfir miðann með Sampson, og tókst að skýra fjögur at- riði af fimm. Fimmta atriðið tókst honum ekki að ráða í. Miðinn er birtur á síðu 197 í bókinni, og glöggir lesendur geta reynt að rýna í hvað hann vildi sagt hafa, sem bless- unai'lega kom ekki til þá. SVEINN ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.