Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 15
Á Heljarkambi. SUMARNÓTT Á FIMMVÖRÐUHALSI EFTIR SIGRÍÐI ÁGÚSTSDÓTTUR UTWIST w j jaUít í ^ h AÐ GANGA yfir Fimmvörðu- háls að nætur- , lagi í logni og ævintýralegri birtu má með sanni kalla magnaða upplifun. Við vorum þrjú saman sem höfðum skráð okkur í hina ár- vissu Jónsmessunæturgöngu Útivistar og lögð- um upp frá Skógum um ellefuleytið á föstu- dagskvöldi. Það var rúmlega 220 manna hópur sem gekk að þessu sinni og hópurinn liðaðist hægt af stað upp fyrstu brekkumar. Fossamir í Skógaánni em fallegir og margbreytilegir og bera margir sérkennileg nöfn eins og Foss- torfufoss, Gluggafoss og Kæfufoss. Uppi við göngubrúna yfir Skógaá biðu okkar nokkrir Útivistarfélagar með heitt kakó og flat- brauð og var það vel þegin hressing áður en lagt var í seinni hlutann upp að Fimmvörðu- skála. Sólin hafði sest á meðan við gengum upp með fossunum en gyllti fljótt efsta hluta Eyja- fjallajökuls og skapaði fallegar andstæður Uta- brigða í náttúmnni. Fimmvörðuskáli blasti nú við baðaður í sólskini og áfram var haldið hægt og bítandi, hvergi bratt heldur aðeins á fótinn allan tímann. Það kom á óvart að þrátt fyrir þetta stóran gönguhóp var auðvelt að vera einn með sjálfum sér og njóta náttúrannar. Það var óvenju mikill snjór á Hálsinum sem bar vott um harðan og snjóþungan vetur. Sólin vermdi okk- ur síðasta spölinn að skálanum sem stendur í um 1100 metra hæð og þar beið okkar heit súpa og samloka. Það var Ijúft að setjast út undir vegg í sól og logni, hvíla lúin bein og vita að næsti áfangi væri að mestu niður í móti. Fimm- vörðuskála byggðu Fjallamenn árið 1940 og Útivist byggði skála á sama stað fimmtíu ámm síðar. Núverandi skáli er því tæplega tíu ára gamall og er falleg bygging sem stendur hátt og sést viða að. Þar geta gist um 15-20 manns og frá skálanum em frábærar gönguleiðir, ekki síst á gönguskíðum og kjörið að dvelja þar í nokkra daga og ganga m.a. á jöklana tvo, Mýr- dalsjökul og Eyjafjallajökul. Við Fimmvörðuskála var hópnum skipt niður í smærri hópa og fékk hver hópur nokkra poka með fræjum og áburði sem Landgræðsla ríkis- ins hafði gefið til ferðarinnar. Þessu skyldi dreift á fyrirfram merkt svæði á Foldunum á leið niður í Bása sem smá viðleitni til að bæta gróður og hefta uppblástur á þessu viðkvæma svæði. Frá Fimmvörðuskála liggur gönguleiðin ut- an í Miðskeri svokölluðu og áfram að Bröttu- fannarfelli sem er síðasta hækkunin. Þar var sest niður í morgunsólinni og hins stórkostlega útsýnis notið: Tindfjallajökull, Goðaland, Úti- Foss í Skógaá. Kattarhrygglr framundan. gönguhöfði, Þórsmörk, Emstrusvæðið og guf- umar í Hrafntinnuskeri stigu beint upp í logn- inu. Þetta var ógleymanleg sjón. Áfram var haldið, við renndum okkur niður Bröttufonn og við tók fyrsti eiginlegi farartálmi leiðarinnar, Heljarkambur. Fyrir lofthrædda sem hafa um árabil heyrt um þessa hræðilegu farartálma, Heljarkamb og Kattarhryggi, næg- ir að vita að nú er Heljarkambur á næsta leiti og þá fer skjálftinn að segja til sín. Ein úr okkar þriggja manna hópi var að fara Fimmvörðuháls í fyrsta sinn og kveið þessum farartálma mikið. Leiðin um Heljarkamb hefur verið stórbætt frá því sem áður var því árið 1994 gerðu Útivistar- menn göngustíg fram hjá klettunum sem fólk þurfti áður að klöngrast yfir. Nú er þar er einn- ig keðja göngufólki til stuðnings. Förin yfir Heljarkamb gekk því mjög greiðlega og það var gaman að sjá léttinn og sigurbros á vör þegar Heljarkambur var að baki og á hina rennisléttu Morinsheiði komið. Gönguhópurinn var nú mjög dreifður og auð- séð að fólk naut hinnar einstöku veðurblíðu og náttúrafegurðar. Við röltum eftir Morinsheiðj. og út á Heiðarhom þar sem okkar beið kær- komin hressing og við áðum og leyfðum ljúfu morgunloftinu að leika um tæmar. Af Morinsheiði liggur leiðin niður á Foldirn- ar og þar fundum við okkar reit og dreifðum fræjum og áburði eins og sáðmaðurinn forðum. Það má eiginlega segja að vellíðan og ánægja með ótrúlega upplifun náttúrufegurðar hafi magnað þessa göngu niður Foldimar og við nutum hvers augnabliks; ilms og fegurðar blóma og birkis, leiks sólar og skugga í klettum og gjótum, fuglasöngs og samvera í góðra vina hópi. Þá nálguðust Kattarhryggir sem era tveir til þrír örmjóir rimar með þverhnípt til beggja hliða. Þetta var því seinni farartálminn í okkar litla hópi, en það er merkilegt hve saklausir og auðveldir Kattarhryggir era yfirferðar í sól og logni og þegar jarðvegurinn er þurr. Þetta gekk því snurðulaust fyrir sig og nú var sigurvíman algjör og óheft. Það flugu margar hástemmdar lýsingar á þessari ferð okkar yfir Fimmvörðu- háls en aldrei eins og nú með Kattarhryggi að baki. Nú var þessi ævintýraganga senn á enda, við vorum komin niður í mynni Strákagils þar sem síðasta móttökusveitin beið okkar með gítarspil og styrkjandi tár. Við röltum í rólegheitum að skála Útivistar í Básum, náðum í dótið okkar sem hafði verið flutt á sendibíl úr bænum, fund- um okkur tjaldstæði í birkilundi, fengum okkur morgunverð og skriðum því næst sæl í pokana og sofnuðum við fuglasöng. Á laugardagskvölcL inu var grillveisla og varðeldur með söng óg gleði. Nú, tæpum mánuði síðar erum við enn að þakka hvert öðra fyrir yndislega, ógleymanlega Jónsmessunæturgöngu og mér heyrist að sú lofthrædda sé búin að bjóðast til að leiða sextíu manna hóp lofthræddra yfir Hálsinn að ári. 'r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 22. JÚLÍ 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.