Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 8
4 GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON Stafgfeil er ein gf stærstu jörðum landsins og meginhluti þess er jafnframt eitt mikilfenglegasta fjalllendi landsins. Þar hefur nú verið skipulagt friðland og með nýjum brúm verða til einstök skilyrði fyrir göngufólk sem fjölgar frá ári til árs. BREYTTIR BÚSKAPARHÆTTIR í STAFAFELLI (LÓNI i Stafafell í Lóni er ein af stærstu jörðum lands- ins. Heimaland Stafafells nær frá ströndinni og er að stærstum hluta fjalllendi í 500-1000 m hæð; hæstu fjöllin 1100-1570 m hár-Þetta fjalllendi verður að telja sér á parti á Islandi; það sameinar mikilfengleik og óvenjulegt litskrúð. Það er sund- urskorið af djúpum dölum og hrikalegum gljúfr- um, en jafnframt hefur birkiskógur náð að dafna og lifa allt frá byggð í Lóni og lengst inná öræfin. Dökkgrænir skógarlundir mynda víða fallega andstæðu við gulbrúnar líparítskriður, en því miður eru merki hnignunar og dauða víða að sjá á skójginum og grasmaðkur herjar á hann. A Lónsöræfum er fegurðin jöfnum höndum við fætur manns og í því útsýni sem þar verður til skriðjökla austur úr Vatnajökli og yfir allt þetta víðfeðmi gnæfir Snæfell þegar litið er til norðurs. En fjalllendi Stafafells er hvergi greiðfært og meðan einkum var búið með sauðfé í Stafafelli og gert út á beit, hafa smalamennskur rejmt á þolrif- in; víða verður hestum alls ekki við komið. Nú er af sú tíð og komin önnur; búskaparhættir hafa mjög breytzt í Stafafelli eins og víðar. Gömul og verðmæt hlunnindi eins og dúntekja í Vigrinni, eyju skammt utan við ósa Jökulsár í Lóni, er löngu hætt að nýta; sömuleiðis selalátur og að ekki sé nú talað um starungsengjar. Sigurður 01- afsson bóndi í Stafafelli er með fjárbú og allar lík- ur eru á því að svo verði áfram. Auk Sigurðar standa bræður hans, Gunnlaugur og Bergsveinn, að ferðaþjónustunni í Stafafelli, sem vindur svo mjög uppá sig að hún hefur margfaldast á fáein- um árum. Foreldrar þeirra bræðra, Nanna Sig- urðardóttir frá Stafafelli og Ólafur Bergsveins- son, bjuggu í Stafafelli frá 1958 til 1990 og þau eru þar enn viðloðandi í húsi sem byggt var 1981. Gamli bærinn í Stafafelli var þó látinn standa og þegar árið 1983 var farið að nota hann til að hýsa ferðamenn. Nú nýtist hann vel hinni nýju búgrein, en að sjálfsögðu hefur þurft að breyta miklu innanstokks. Þar er bæði farfuglaheimili og bændagisting, alls 8 herbergi, og geta 20 manns gist þar. Auk þess standa þrír sumarbústaðir til boða. Hingað koma þeir sem vilja kynnast dýrð íslenzkra fjalla eins og þau geta orðið mikilfeng- legust og þá er margt um menn og bíla á hlaðinu í Stafafelli. II Sumir voru að borða morgunverð úti í blíðviðr- inu 19. dag júlímánaðar; ekki ský á himni en hita- móða í suðrinu svo hvassir tindar Vestra-Homs nutu sín ekld sem bezt. Inn til fjallanna var aftur á móti hreint og klárt að sjá. Ég var á ágætum jeppa en óvanur að aka yfir djúpar jökulár og hafði vonazt til að geta fengið far með fjallabílum sem fluttu hóp af göngufólki á vegum Ferðafélags Islands. Þar reyndist hvert sæti skipað og ekki um annað að ræða en láta sig hafa það að fylgja bílalest og aka sjálfur yfir Skyndidalsá og fjall- veginn upp á Illakamb, en lengra verður ekki komizt á bílum. Segja má að þessar ferðir séu af tvennum toga: Annarsvegar er farið í dagsferðir og ekið til baka samdægurs, eða þá að farið er í fjögurra eða sex daga gönguferðir um Lónsöræfin.En það er sama hvor kosturinn er valinn; öruggara er að hafa samflot frá Stafafelli vegna vaðsins á Skyndi- dalsá, sem breytist írá degi til dags, en heima- menn þekkja vel. í þetta sinn voru tveir vígalegir og háir bílar, sem taka liðlega tuttugu manns, og um tíu jeppar á hlaðinu í Stafafelli að gera ferðaklárt. Þeir sem stefndu á gönguferðir tróðu í bakpokana sína og ég var undrandi á þeim þungu byrðum sem smá- vaxnar konur ætluðu sér að trítla með um þessi öræfi. Aður en lagt var af stað kallaði fararstjór- inn, Gunnlaugur Ólafsson, hópinn saman í Stafa- fellskirkju, sem er h'til timburkirkja frá 1866. Ekki þó til helgihalds, heldur til þess að lýsa í fá- um orðum því sem bera mundi fyrir augu á leið- inni. Gunnlaugur, einn Stafafellsbræðra, er lífeðl- isfræðingur og býr í Mosfellsbæ. Hann hefur unnið við kennslu ogrannsóknir, en ferðaþjónust- an í Stafafelli er viðfangsefni hans á sumrin og umíram allt er hann fararstjóri í fjallaferðum og gengur sjálfur með gönguhópunum, jafnvel þegar valdar eru hinar allra erfiðustu sérleiðir yfir hæstu tindana. Hann gerþekkir fjalllendi Stafa- fells, jarðfræði þess og náttúru. Með þessum nýju búskaparháttum, þegar gert er út á fjöllin og feg- urðina, er maður eins og Gunnlaugur nauðsynleg- ur. Hann er uppalinn í Stafafelli, þekkir vel það sem að fortíðinni snýr, veit um allar leiðir, er stór- skemmtilegur ferðafélagi og gætinn þar sem eitt- hvað þarf að varast. Þegar til þess kom að sigta út álitlegustu brotin og krókaleiðimar yfir Skyndi- dalsá treystir Gunnlaugur bezt á leiðsögn Ragn- ars Péturssonar, bílstjóra á Þorgeirsstöðum í Lóni. Þar er Ragnar fremstur meðal jafningja og bregst ekki ratvísin yfir þessar síbreytilegu kvísl- ar þar sem stundum er hætta á sandbleytu og vatnsmagnið afar misjafnt. I hita og sólbráð vex til að mynda verulega í ánum yfir daginn og eins í úrkomutíð. III Frá Stafafelli er fyrst farið yfir brúna á Jökulsá í Lóni og síðan inn með henni að vestanverðu. Þar liggur leiðin yfir uppgróna aura, framhjá eyðibýl- inu Þórisdal og „inn úr“ Dalsfjalh eins og sagt er, unz komið er að vaðinu á Skyndidalsá. Ragnar var í fararbroddi í bílalestinni; ók Ford Econoline, en er sjálfur að smíða yfirbyggingu á 30 manna rútubíl sem hann ætlar að nota til akst- urs á leiðinni frá Stafafelli inn á Illakamb. Mér fannst hann velja ótrúlegar krókaleiðir yfir Skyndidalsá, sem á upptök sín við sporð Lambat- ungujökuls og dreifir sér um sandinn unz hún sameinast Jökulsá í Lóni. Bílalestin íylgdi á eftir og allt gekk það áfallalaust. Ég giska á að vatnið hafi verið í klof á meðalmanni, en straumurinn er víða þungur og við bætist að botninn er óstöðugur og gefur eftir. Bezt virtist að aka í öðrum gír í lága drifinu. Þegar yfir ána er komið liggur vegarslóðinn á brattann framhjá Eskifelh þar sem samnefndur bær stóð og búið var á árabilinu frá 1836 til 1863. Þaðan Uggur leiðin upp á Kjarrdalsheiði, sem raunar er fremur fjah en heiði, hæð yfir sjó 722 m. Ekið framhjá HafragUi, litskrúðugu hamragiU sem skagar norðvestur með Kjarrdalsheiði, en handan þess gnæfir Suðurfjall með dimmleitum, snarbröttum skriðum. Þegar komið er hærra í hhð Kjarrdalsheiðar birtist fagurt útsýni tU suð- urs yfir sandana sem Jökulsá í Lóni dreifir sér um, en framan við EskifeU rennur hún út úr þrengslum og djúpu gljúfri sem skerst inn í fjall- lendið milli Kjarrdalsheiðar og ennþá hæiTÍ fjalla austan árinnar. Þar ber hátt Hnappadatind, 1212 m, og Sviptungnahnjúk, lítið eitt lægri, en sunnar og austar eru Jökulgilstindar, 1313m, Koltungu- tindur og Grákinnartindar; aUt svipmikil fjöll, snækrýnd. Vestar og nær Vatnajökíi rís Sauð- hamarstindur í 1319 m hæð, en hæsti tindurinn innan friðlandsins sem hér er orðið er Grendill, 1570 m. í norðri ber þó einn enn hærri tind yfir allt þetta fjalllendi: Snæfell handan Lónsöræfa og Hrauna í 1833 m hæð. Suður með Jökulsá í Lóni sjást skógi vaxnar hhðar þar sem heita Austurskógar og enn sunnar, við hhðar Heimafjalls inn af StafafeUi eru sumar- bústaðir, flestir í eigu fólks á Höfn í Homafírði. Einnig er þar hjólhýsa- og tjaldstæði í skógi vöxn- um hvömmum. Þessi aðstaða er meðal þess sem Áningarstaöur á leiö upp Kjarrdalsheiði. Jökulsá í Lóni dreifir sér um aurana. í þrengslum þar sem áin t en upp af þeim eru Stigafjö Morgunblaðið/Gísli Sig. Útsýni ofan af brekkunni fyrir ofan Stafafell. Gamli bærinn, sem nú er notaður í þágu ferðaþjónust- unnar er lengst til hægri, en kirkjan sem næstum er á kafi í skógi er til vinstri. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.