Alþýðublaðið - 18.08.1982, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.08.1982, Qupperneq 4
alþýou- blaöiA Miövikudagur 18. ágúst 1982 Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Kramkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm .rjón Baldvin Hannibalsson. Kitstjórnarfulltrúi: Guömundur ArniStefánsson. Blaöamaður: Þráinn Hallgrfmsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siöumúia 11, Reykjavik, simi 81866. Askriftarsíminn er 81866 Hvenær flugstöð, hvernig flugstöð og hvaðan á fjármagnið að koma? Flugstöðvarmálið hefur blossað upp á ný. Að þessu sinni virðist umræðan hafa komist á skrið eftir að Morgunblaðið hafði eftir Sveini „Patton” Eiríkssyni, slökkviliösstjóra á Keflavikurflugvelli, að lög- boðnir neyöarútgangar núverandi byggingar væru með öllu ófullnægjandi. Byggingin er frá 5. ára- tugnum og úr timbri. 10. ágúst hófst svo umræðan á fuliu á nýjan leik, þegar Jóhann Einvarðsson skrif- aði i Timann, að ákvörðun um flugstöðina þyldi enga bið og að siðar mætti taka ákvörðun um hvort framlag frá Bandarikjunum yrði notaðeöa ekki. Sama dag varaði Þjóðviljinn við „Aronskupyttinum”. Siðan hefur ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra vitnað i stjórnarsáttmáiann og talið borðliggjandi að íslendingar fengju ekki nýja flugstöö i bráö, a.m.k. liti út fyrir að framlag Bandarikjamanna fengist ekki, þar sem augljóst væri að engin ákvörðun yrði tekin fyrir 1. október, þegar fjárveiting Bandarikjamanna félli úr gildi. Utanrikismáianefnd, að Ólafi Ragnari Grlmssyni frátöldum, hefur skorað á rikisstjórnina að samþykkja bygginguna sem fyrst og fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur sent frá sér skýrslu þar sem talið er aö hagnaður af rekstri væntanlegrar byggingar gæti orðið allt að 35 milljónir króna árlega. Þcssu neita Alþýðubandalagsmenn og vilja meina að byggingin yrði „enn ein taphilin fyrir ríkiö”. Alþýöubandalagsmenn vilja hafna framlagi Bandarikjanna og byggja minni flugstöð og i röksemdum þeirra fyrir þessu hafa þeir bent á að farþegafjöldi i Atlantshafsfluginu hefur minnkaðum 57% frá 1977 til 1981 og að hlutdeild Flugleiða I þvi hafi minnkað úr 3,5% árið 1970 niður i 0,9% árið 1980, auk þess sem árleg meðaiaukning heildarfarþegafjölda hafi aðeins vaxið um 6.5% frá 1974 á þessari leið. Alþýðu- blaðiö liafði samband við Ólaf Jóhannesson utanrikisráðherra, Edgar Guðmundsson verkfræöing, en hann sat i nefnd þeirri sem utanrikisráðherra skipaði i nóvember siðastliðnum til að kanna þessi mál til lilitar.og Ólaf Kagnar Grimsson alþingismann, sem einnig sat i nefndinni. — Rætt'við Olaf Jóhannesson, Olaf Ragnar Grimsson og Edgar Guðmundsson Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra: „Einskis nýtar tillögur Alþýðubandalagsins” Ólafur, hvað segir þú um rök- scmdir Alþýðubandalagsmanna gegn franikomnum áætlunuin iiiii flugstööina? „Þær röksemdir eru einskis nýtar. 1 þeim er ekkert rétt og allt á misskilningi byggt. Það er rangl, aö farþegum haíi fækkaö á þessari leið; á þessu ári hefur þeim einmitt ljölgaö. Saman- buröur þeirra við flugstöðvar erlendis eru út i bláinn, þvi hér eru flugsamgöngurnar þannig, aö þrisvar á sólarhring eru toppar i umferöinni með lægöum inn á milli, en erlendis er umferöin jöfn og þétt. Auövitað er stærðin ávallt háð áliti og samanburöur erfiöur vegna skipulagsatriða. En rök- semdir Alþýöubandalagsmanna eru á misskilningi byggðar”. Er einhver málamiðlun möguleg? Kemur til greina að minnka flugstöðvarbygginguna frá þvi sem nú er áætlað? „Þaö er alveg útilokaö. A.m.k. er ljóst aö fjárveiting Bandarikjamanna upp á 20 milljónir dollara mundi falla niöur á meðan. Jafnvel þó stefnt yröi að minni byggingu, þá færi sá „sparnaður” ekki langt upp i þessa fjárhæð Bandarikja- manna”. Er það framlag bundið við þetta ár? Gæti það ekki komið á fjárlögum þcirra fyrir næstu ár? „Þaö virðist ekki vera. Það litur út lyrir að þeir vilji hafa þetta núna eða aldrei”, sagði Olafur. Ólafur Jóhannesson segir ekkert rétt i tillögum Alþýðubandalags- manna og þær á misskilningi byggðar. Edgar Guðmundsson verkfræðingur: „Hávaði Alþýðubandalags- manna Irtt skiljanlegur” Edgar, hversu slerkar eru röksemdir Alþýðubandalags- manna? „Eg verö aö viöurkenna að ég hef ekki lesiö þær vandlega, en ég geri ráö íyrir aö þær séu i svipuöum dúr og koma fram i séráliti ólaís Ragnars i nefnd- inni sem ólafur Jóhannesson skipaöi. Ég held að linulegur samanburöur, sem þar kemur lram, sé ekki auöveldur eöa ein- faldur. Svona byggingar hafa skilgreindar stæröir, burtséð frá farþegaíjöldanum. A Kefla- vikurflugvelli er þaö þannig aö nánast allir farþegar koma og fara á sama lima, en erlendis er nýtingin betri yfir sólarhring- inn.” Þeir tala um mikiiin samdrátt i Atlantshafsfluginu. „Já, þaö er rétt að sam- dráttur er ylirleitt, en þaö er ekkert sérislenskt fyrirbrigöi. Almenn efnahagskreppa er rikjandi i heiminum, sem hefur sin áhrif á flugsamgöngur. En þaö gefur auga leiö aö ef Atlantshafsflugiö dettur meira eða minna niöur, þá breytast forsendurnar. Menn eru sam- mála um að þá þyrfti að endur- skoöa áætlanirnar. En óvissa hefur alltaf rikt og ef við berum hana sýknt og heilagt fyrir okkur, komumst við ekki langt. Flug er, jú, i stöðugri þróun. En ég tek fram að þessi bygginga- gerð getur vel þjónaö lorsendu- breytingum. Ef við gerðum t.d. ráð fyrir aö Atlantshafsflugiö dytti niður, yrðum viö samt sem áður aö halda uppi samgöngum viö Bandarikin. Þaö er vist aö viö veröum aö hala stóraukna vöruflutninga jafnhliöa öðru flugi. Þvi er hugsanlegt aö nota hluta flugstöövarinnar sem vörulager. Og þá væri „bóka- formið” mun heppilegra en „armaformið”, sem auk þess er mun dýrara á hvern fermetra eða rúmmálseiningu. En eins og ég sagði áðan er linulegur samanburöur ekki gefinn. Ég vil bæta þvi viö aö i raun er hávaði Alþýðubandalagsmanna litt skiljanlegur, þvi áætluð flugstöð er ekki nema tvöfalt stærri en sú sem fyrir er”, sagöi Edgar Guðmundsson. Ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður: „Sögulegt augnablik, þegar Fljóta- maðurinn vill baða sig í dollurum” Nú segir utanrikisráöherra aö um fjölgun sé aö ræöa i Atlants- hafsflugi. en alls ekki fækkun. „Þaö er rugl i honum. Það má, jú, vera aö þaö hafi oröið smávægileg prósentuaukning á þessu ári, en almennt hefur á siöustu árum verulega dregiö úr farþegafjöldanum og vantar tugi eða hundruö þúsunda far- þega upp á aö ná þeirri tölu sem varö íyrir nokkrum árum. T.d. voru íarþegar á þessari leiö um 250 þúsund 1978, en ekki nema um 93 þúsund i fyrra. Þannig að ef aukningin i ár nær 10—15%, verður farþegafjöldinn ekki nema um 110 þúsund. Þannig að þetta meö aukninguna er ekki nema talnaleikur hjá Ólaíi, þar sem aö auki reiknast með alls konar „stop-over” farþegar, sem aöeins stansa i 30—40 minútur, sem og leiguflug, sem vissulega helur aukist, en er ekki a sama tima og annaö llug yfii leitt." Andstæöingar þinir hafa ein- mitt bent á ójafnt álag yfir sólarhringinn sem rökstuöning fyrir sinu máli. „Steingrimur Hermannsson hefur einmitt bent á aö áætl- unartimanum þurfi að breyta. Það er ljöst aö þrengslin eru eingöngu bundin viö 2—3 vikur i júlimánuði. Við veröum aö velja milli þess aö hafa sæmilega rúmt um fólk á þessum 2—3 vikum en að ööruleyti galtómt, eins og þessar áætlanir gefa, eða aö hafa örlitiö þröngt á þeim vikum, en hæfilegt annars, eins og viö viljumhafa þaö. Annars viröist þelta allt snúast um doll- arana. Ólaíur Jóhannesson hefur sagt aö iikjublaö skýli ekki nekt okkar Alþýðubanda- lagsmanna, en ég segi aö þaö sé sögulegt augnablik þegar Fljótamaöurinn vill baöa sig i dollurum. Utaurikisráöherra scgir að mimikun flugstoövar næði ekki langt upp i framlag Bandarikja- maiiiia ef það félli niöur. „Hann veit ekkert um þetta; hann heíur einmitt ekki viljað skoða þetta. Við megum ekki gleyma þvi, hvaö sem íramlagi þeirra liður, að Islendingar kæmu til með að þurfa að borga 500—600 milljónir ef út i þetta væri farið. Þaö jafngildir hálfri Hrauneyjaríossvirkjun eða svo. Við viljum aðra tegund af byggingu, minni og byggöa meö islensku íjarmagni, i áföngum eftir þörfum." Edgar Guömundsson hefur bent á að ef forsendur breytast með farþegaflugið konii til grcina að nýta rýmiö sem vöru- lager aö liluta. „Það segir sina sögu aö hann heíur sjálfur viöurkennt að þetta sé sennilega of stórt og vill gera þetta aö vöruskemmu. Þetta yröi þá væntanlega dýrasta vöruskemma i Evrópu. Við veröum aö hala i huga sam- dráttinn i flugvöruílutningum yfirleitt, sjáum t.d. rekstraraf- komu Cargolux. Eg er hræddur um að það séu fyrst og fremst dollararnir sem blinda menn i þessu máli. Þessi flugstöö yrði okkur byrði, þótt Bandarikja- menn borguðu hana alla. Islendingar eiga að borga 500—600 milljónir, en sú upphæð jafngildir tvöföldum þeim halla sem atvinnuvegirnir eiga við að etja og menn eru aö glima viö á þessari stundu. Við viljum einn áfanga i einu eítir þörfum, fyrir viðráðanlegt fé, þar sem ílug- reksturinn sjálfur getur staðið undir byggingarkostnaðinum. Og við viljum að menn haldi sig við staðreyndir", sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar segir utanrikis- ráðherra fara með rugl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.