Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 4
1 •' I alþýðu- tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. iRitstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamaður: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. jDreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Áskriftarsíminn b n er 81866 Laugardagur 11. september 1982 , Ritstjórn og augiýsingar eru aö Slöumúla 11. Reykjavik, simi 81866. 1 J ——_ 1 Ur skýrslu framkvæmdastjóra Fjórðungsþings Norðlendinga: „HANDABAKSVINNUBRÖGÐ í FRAMKVÆMDA- STOFNUN RÍKISINS A KAUPHALLARMARK- AÐI HINNA PÓLITÍSKU HROSSAKAUPA” Mikil umræöa hefur átt sér stað um sveitastjórnarmál og stjórnarskrárbrey tingu að undanförnu. Hér á eftir fer at- hyglisvcrður kafli úr skýrslu framkvæmdastjóra Fjórðungs- þings Norðlendinga um þessi mál: „Ég hefi áður i Fjórðungs- þingsskýrslum minum vakiö at- hygli á þvi að i aðsigi er róttæk breyting á hlutföllum á milli kjördæma um áhrif Alþingis dreifbýlinu i óhag. Nú er ljóst að á næsta ári kemur til breytinga. Það hefur veriö varað við þvi að landsbyggöin þurfi að búa sig undir þessa breytingu. Ekki er hægt að sjá það að lands- byggðarmenn láti sig þetta miklu skipta. Þeir eru æði margir, sem halda þvi fram að misvægi i kosningarétti lands- byggðinni i hag, sé liður i mann- réttindabaráttu byggðanna gegn miðstýringarkerfinu i höfuðborginni, sem þeir leggja að jöfnu. Hverjar eru stað- reyndirnar. Landsbyggðarþing- menn hafa haft yfirburðaað- stöðu um fjárveitingavald og löggjafarvald á Alþingi, ef þeir hefðu staðið saman, og gætu þeir i skjóli þessarar valdaað- stöðu gert það róttækar breyt- ingar á rikiskerfinu, sem hefði þýtt raunhæfa valddreifingu og fjármagnsdreifingu i landinu. Það er furðulega er, að þrátt fyrir róttæka byggðastefnu á siðustu árum, til að efla fram- leiðslu viðsvegar um landiö og til að tryggja jafna atvinnu, hefur miösæknin i þjóðfélaginu aukist. Rikisgeirinn hefur þan- ist út og þá fyrst og fremst rekstrarbáknið. 011 þessi þensla hefur átt sér stað á höfuð- borgarsvæðinu. Á sama tima vex önnur þjónustustarfsemi og viðskiptastarfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir þvi sem fækkar vinnuafli við landbúnað og sjávarútveg m.a. með auk- inni tækni og framleiðslutak- mörkum flyst vinnuaflið til þjónustugreinanna. Skýringin er augljós. Höfuð- borgarsvæðiö, með rikisstarf- semina sem höfuðatvinnuveg, nýtur margfeldisáhrifa frá framleiðslustööum lands- byggðarinnar. Um 1990 verða 2.6 menn i þjónustugreinum á hvern mann á höfuðborgar- svæðinu sem vinnur við úr- vinnslu og þjónustugreinar, ef fram heldur eins og verið hefur. Það er barnaskapur að sakast um þetta við ibúa höfuðborgar- svæðisins. Sökin liggur dýpra. Hún liggur i sjálfu þjóðfélags- kerfinu. Þetta mál verður ekki leyst með þvi að halda rétti fyrir ibúum höfuðborgarsvæðisins, sem eiga rétt, sem þegnar þjóöfélagsins, til jafns við aðra ibúa landsins. Með þvi einu er verið að skapa þá úlfúð i þjóð- félaginu, svo að ekki fæst friður um rétt byggöanna til valdatil- Framhald á bls 3. Flokkstarfið í Kópavogi: FJOLSKVLDUFERÐ AÐ kaldArseli og kágrenni Kvenfélag Alþýöuflokksins gengst fyrir fjölskylduferð laugardaginn 18. september nk. Farið verður frá Hamra- borg 7 kl. 10 árdegis og ráðgert aö koma heim um kl. 16. Ekið verður að Kaldárseli. gengið á Búrfell og um Búrfellsgjá að Heiðmerkurvegi. Komið verður við i Valabóli og Kers- helli. Þátttakendur skrái sig i sima 42429. Allir velkomnir. Stjórnin. 1 útvarpinu var um daginn lesin þessi skemmtilega aug- lýsing: „Rautt seðlaveski hefur glatast ásamt meö farseðli til Stykkishólms. Finnandi vin- samlegast hringi i sima 74407”. Ekki er vitaö hver sendi inn auglýsinguna, en siminn er al- tént heima hjá honum Gvendi Jaka. Þjóðviljinn var eitthvað að bauna á Alþýðublaöið i klippt og skorið á fimmtudaginn. Kom fram mikil beiskja i garð blaðsins fyrir ómaklegar árásir á Guðmund J. Guð- mundsson og. fyrir að vera með ,,upphlaup”eins og þar stendur. i greininni segir -óg m.a.: „Nær daglega fáum við i starfshópnum sem les Al- þýðublaðið að sjá kraftbirt- ingu þessara upphlaupa”. Við á Alþýðublaðinu erum aldeilis upp með okkur að á Þjóðviljanum skyldi vera heill starfshópur, hvorki meira né minna.sem er látinn spes i að lesa Alþýðublaðið, svo litið sem það á nú að heita. Við þökkum innilega fyrir okkur. fgntnŒPf^ Íl|ifl| .. Samkvæmt skýrslu framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga tiðkast i þessu húsi handabaksvinnubrögð á kauphalla- markaði hinna pólitisku hrossakaupa. Framkvæmdastjórinn bendir á að þrátt fyrir róttæka landsbyggðastefnu hafi rikisbáknið hlaðist upp á höfuðborgarsvæðinu. Alþýðuflokksfélag Seyðisfjarðar fundaði um stjórnmála- og efnahagsástandið Nýlcga hélt Alþýðuflokks- félag Seyðisfjaröar fund um stjórnmálastöðuna i dag og niætti Kjartan Jóhannsson á staöinn. A fundinn kom fólk viöa af Austfjörðum og var mikill sóknarhugur rikjandi. Kom fram fordæming á stjórnmála- og efnahagsaðgerðum og að- gerðaleysi rikisstjórnarinnar og vonuðust menn til að hún færi sem fyrst frá. Káögert er að halda fleiri fundi um stööuna i stjórnmál- unum viðar á landinu. „Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin”: Ráðstefna Verkalýðsmálanefndar hefst í dag í Reykjavík og verður fram haldið á ísafirði á morgun Ráðstefna verkalýðsmála- nefndar Alþýðuflokksins hefst i dag kl. 10 að Hótel Esju með þvi að Örlygur Geirsson, varafor- maður nefndarinnar setur hana, cn að þvi loknu mun Asbjörn Kristófersson flytja framsögu- erindi sitt um samvinnu Norska verkainannaflokksins og Norska Alþýðusambandsins með sérstöku tilliti til Norður Noregs. t kjölfarið fylgja um- ræður og fyrirspurnir. Siðan mun Kurt Gustafsen frá finnska Alþýðusambandinu - flytja framsöguerindi um sam- vinnu Finnska Jafnaðarmanna- flokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar i Finnlandi og Kar- vel Pálmason, alþingismaður um Alþýðuflokkinn og islensku verkalýðshreyfingarinnar. Eftir hádegisverðarhlé hefjast svo pallborðsumræður undir heitinu „Hvað getum við lært af frændum vorum — hvernig eigum við að haga vinnu- brögðum okkar hér á Islandi?” Umræðustjóri verður Jón B. Hannibalsson, ritstjóri/al- þingismaður. Ráðstefnuslit verða kl. 18. Á morgun kl. 11 hefst siðan með svipuðu sniði ráðstefna i Alþýðuhúsi ísfirðinga. Stjórn Verkalýðsmálanefndar hefur unnið duglegt undirbún- ingsstarf og væntir þess ein- dregið að áhugasamt Alþýðu- flokksfólk s jái sér fært að mæta. Fólk láti skrá sig til þátttöku i sima 29244 i Reykjavik og 3190 á Isafirði, aldrei of seint. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á bls. 3 i blaðinu i dag, ör- litið breytt frá þvi hún birtist á þriðjudaginn. Norskur skipaiðnaður í úlfakreppu: Engumnýjum verkefnum hefur verið úthlutað Niðurgreiðslur stjórnvalda hafa komið að litlu haldi Nýlega efndi Slippstöðin á Akureyri til blaðamannafundar þar sem fram komu áhyggjur aðstandenda fyrirtækisins vegna yfirvofandi verk- efnaskorts við nýsmíði skipa hér á landi og þá sérstaklega hversu erfiðlega ætlar að fást í gegn að unnt verði að hefja rað- smíði báta og togara. Eins og fram hefur komið í blaðinu hef- ur íslenskum skipasmíða- stöðvum vcrið að nokkru bætt samkeppnisaðstaðan með hag- stæðari gengisviðmiðun og má segja að þær geti nú smíðað skip fyrir verð sem cr sambærilegt við það sem gerist erlendis. Einnig er búið að samþvkkja raðsmíðaverkefni þriggja stærstu skipasmíðastöðvanna að hluta þar sem þeim hefur verið úthlutað það verkefni að smíða 4 skip á ári næstu 2 eða 3 árin. Afkastagetan er hins vegar meiri og enn um sinn kann hlut- fall viðgerða og breytinga að aukast. I ljósi þessarar þróunar hér á landi er fróðlegt að sjá hvernig skipasmíðastöðvum vegnar í Noregi. Skemmst er frá því að segja að engum norskum skipa- smíðastöðvum hefur verið út- hlutað verkefni af nokkurri stærðargráðu og ef ekki verður breyting á mun verkefnalisti þeirra tæmast þegar á veturinn fer að síga og mun þá iðnaður- inn lenda í mikilli kreppu. Þegar er ljóst að nokkur þús- und starfsmenn stöðvanna munu í haust og fram á vor missa vinnuna. Þegar í júlí misstu um 1600 manns vinnu og mörg fyrirtækin hyggjast m.a. koma eldri starfsmönnum sínum fyrr á eftirlaun en til stóð. Norksu skipasmíða- stöðvarnar urðu fyrir töluverðu tjóni síðast þegar svipuð kreppa gekk yfir og varð þá mikið tap á nýsmíðaverkefnum þeirra. Nú eru stöðvarnar verr í stakk bún- ar að takast á við vandamálin. Er ekki búist við neinum nýjum meiri háttar verkefnum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Fulltrúar Skipasmíðastöðv- anna telja þær aðgerðir sem hægri stjórnin hefur beitt sér fyrir, en í þeim felast m.a. niðurgreiðslur, hvergi nógu af- gerandi. Segjast þeir hafa bent norskum stjórnvöldum á þetta fyrir löngu síðan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.