Alþýðublaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. mars 1983 32. tbl. 64. árg. Svavar Gestsson tilkynnir um endurgreiðslur 20% af tannlækniskostnaði: Jóhanna Sigurðardóttir Svavar Gestsson „Kosningaáróður hjá ráðherranum” - segir Jóhanna Sigurðardóttir Svavar Gestsson, heilbrigðis og tryggingaráðherra lýsti því yfir á fundi alþingis í vikunni, að hann hefði fengið samþykkt fyrir því í ríkisstjórninni, að almannatrygg- ingar myndu endurgreiða 20% tannlækniskostnaðar fyrir alla landsmenn. Um leið var felld tillaga frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem lagt var til, að kostnaður vegna tannlækninga yrði frádráttarbær frá skatti. „Ég tel mikla kosninga- lykt af þessari ákvörðun ráðherra”, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þeg- ar við höfðum samband við hana í gær. „Ráðherra hefur nú alveg snú- ið við blaðinu frá því á síðasta þingi, þegar hann vildi fara skatta- leiðina. Eg fæ því ekki séð annað en þetta sé kosningaáróður hjá ráð- herranum og ég hef því ákveðið að flytja frumvarp til staðfestingar því á alþingi að almannatryggingar endurgreiði hluta kostnaðar við tannlækningar. Samþykkt ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu vegna tannlæknis- kostnaðar var gerð á fimmtudag s.l. Kvaðst Svavar Gestsson síðar um daginn á alþingi mundu láta undir- búa útgáfu reglugerðar í þessu skyni. Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra upplýsti hins vegar í kvöldfréttum útvarps þennan sama dag, að engir fjármunir væru í ríkiskassanum fyrir þessum út- gjöldum. Hins vegar mætti nota rekstrarafgang ríkissjóðs að ein- hverju leyti í þessu skyni, sagði ráð- herra. Eftir þeim heimildum sem Al- þýðublaðið aflaði sér í gær, eru ekki allir sammála um að einföld reglu- gerðarbreyting nægi til að koma þessum endurgreiðslum á. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær, að eðli- legast væri, að Alþingi tæki sjálft ákvörðun i þessu efni, enda væri hér um stórar upphæðir að ræða og eðlilegt að þingið markaði stefn- una. „Ég set það ekki fyrir mig hvort um 20% endurgreiðslur eða 25% endurgreiðslur verður að ræða”, sagði hún. Hins vegar vil ég tryggja framgang málsins með því að flytja frumvarp um það. Samkvæmt frumvarpi því, sem Jóhanna Sigurðardóttir Éytur á- samt öðrum þingmönnum Alþýðu- flokksins er gert ráð fyrir endur- greiðslu 25% kostnaðar við tann- lækningar aðrar en gullfyllingar, krónur og brýr. Fyrir þær skal endurgreiða 20% kostnaðar. Þá kveður frumvarpið svo á um, að tannlæknar skuli leggja fram sundurliðaða greiðslukvittun fyrir þjónustu sína. Stjórn Verkamannabústaða og íhaldið í Reykjavík: Afþökkuðu lóðir undir 110 íbúðir í Selási „Hrikalegt að afþakka lóðirnar i miklum húsnæðis- vanda í Reykjavík”, segir Sigurður E. Guðmundsson Stjórn Verkamannabústaða af- þakkaði með bréfi til borgar- stjórnar nýlega lóðir undir 110 í- búðir í Selási, sem vinstri meiri- „ hlutinn í Reykjavík gaf stjórn Verkamannabústaða fyrirheit um á stjórnartima sínum. í stað þess- ara 110 íbúða gaf meirihluti sjálf- stæðismanna nú fyrirheit um að Verkamannabústaðir fengju lóðir undir íbúðir norðan Grafarvogs. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokks sagði i samtali við Alþýðublítðið í gær, að hann teldi þetta airanga á- kvörðun. Þær lóðir, sem þarna hefði verið um að ræða í Selási hefðu getað verið tilbúnar undir byggingaframkvæmdir í haust, ef rétt hefði verið að málum staðið. Nú hefur hins vegar verið ákveðið í samráði við Davíð Oddsson og meirihluta sjálfstæðismanna að skila þessum lóðum og koma þannig í veg fyrir að bygging hæf- ist við þessar 110 íbúðir í haust eða vetur. Ég tel að það sé ábyrgðaf- hluti að strika yfir þessar íbúðif, þar sem engin trygging er fyrir því, að af framkvæmdum verði í Grafarvogi á þessu ári”, sagði Sig- urður E. Guðmundsson. Til þess að unnt hefði verið að byggja á lóðunum í Selási, hefði þurft að undirbúa málið bæði tæknilega og fjárhagslega. Hvor- ugt hefur verið gert. Þess í stað af- salar stjórn Verkamannabústaða sér lóðunum á sama tíma og mikil þörf er fyrir nýjar íbúðir inn í verkamannabústaðakerfið. Þess má nú geta að nú eru til endurúthlutunar í Reykjavík á vegum stjórnar Verkamannabú- staðaum 120íbúðir. Umsækjend- ur um þessar íbúðir reyndust vera um 620 eða fimmfalt fleiri en í- búðirnar. Þess má einnig geta, að for- maður stjórnar Verkamannabú- staða í Reykjavík er alþýðubanda- lagsmaðurinn Guðjón Jónsson en varaformaður er Hilmar Guð- laugsson. Davíð Oddsson borgar- stjóri upplýsti á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag, að sú á- kvörðun að hafna ióðunum í Sel- ási væri tekin í fullu samráði við Guðjón Jónsson, sem staddur er erlendis um þessar mundir. „Ég tel, að það sé í rauninni hrikalegt að þetta tækifæri til að byggja í Selási skuli ekki vera nýtt á sama tíma og húsnæðisvai>dinn er meiri en nokkru sinni fyrr”, sagði Sigurður É. Guðmundsson, að lokum. Þrír þingflokkar samþykkja vantraust á iðnaðar- ráðherra:_____________________ Forræði álviðræðna iðnaðarráðherra: úr höndum Hjörleifs „Mjög brýnt að ná fram hækkun raforkuverðsins” segir Jón Baldvin Hannibalsson Á fundi atvinnumálanefndar á fimmtudag var samþykkt tillaga um nýja álviðræðunefnd, sem á að taka á öllum deilumálum við Alu- suisse. Hlaut tillaga þessi stuðning allra þingflokka i atvinnumála- nefnd' Alþingis nema Alþýðu- bandalagsins. Ljóst er því að Al- þingi hefur hafnað málamiðlunar- tillögu frá þremur ráðherrum um skipan nýrrar nefndar undir forystu iðnaðarráðherra Hjörleifs Gutt- ormssonar, iðnaðarráðherra. Tillaga sú sem um ræðir felur í sér, að ríkisstjórnin óski eftir tafar- lausum viðræðum við Alusuisse um endurskoðun samninga og verði þegar skipuð sex manna samninga- nefnd í þessum tilgangi. Þingflokk- arnir munu hver eiga sinn fulltrúa í nefndinni auk þess sem forsætis- ráðherra og Landsvirkjun fá hvor sinn fulltrúann. Ekki er vitað hvort Alþýðubandalagið gengur inn í þessa nefnd, en Garðar Sigurðsson, fulltrúi bandalagsins í nefndinni sagði í vikunni í viðtali við Alþýðu- blaðið að flokkurinn myndi ekki taka þátt í sáttastarfi á þessum for- sendum. Nýlega voru opnuð í bæjarráði Hafnarfjarðar tilboð í gatnagerð í Setbergi þar í bæ. Alls bárust tilboð frá 13 aðilum og var lægstbjóðandi Hagvirki h.f. með tilboð að fjár- hæð um 7.8 milljónir króna. Hins Jón Baldvin Hannibalsson í tillögunni er lögð á það rík á- hersla, að raforkuverð verði hækk- að verulega til íslenska álfélagsins og jafnTramt verði leitað eftir raf- orkuverðshækkun aftur í tímann. Segir þar einnig að stækkun álvers- ins komi til greina í tengslum við viðunandi hækkun raforkuverðs. Einnig komi til greina að nýr hlut- hafi gerist aðili að álverinu. Framhald á 3. síðu vegar hljóðaði kostnaðaráætlun upp á um 13.8 milljónir, þannig að tilboð Hagvirkis nam aðeins um 57% af kostnaðaráætlun. Það er ótvírætt merki um kreppu Framhald á 3. síðu Tilboð í gatnagerð í Setbergi, Hafnarfirði: Lægsta tilboð aðeins 57% af kostnaðaráætlun "RITSTJORNARGREIN" Framkvæmdastofnun á að leggja niður JPingmenn Alþýðuflokksins í Reykjavík, Jón Baldvin Hanni- baísson og J óhanna Sigurðardótt- ir hafa lagt fram tillögu á Alþingi þess efnis, að Framkvæmdastofn- unin við Rauðarárstíg verði lögð niður frá og með næstu áramót- um. í tillögu sinni gera þingmenn- irnir ráð fyrir að lög um stofnun- ina falli úr gildi frá sama tíma og einnig að gerð byggðaáætlana verði færð inn í félagsmálaráðu- neytið og fjármagn til byggða- verkefna verði ákveðið af Alþingi. í greinargerð með þessari'til- lögu benda þau Jón Baldvin og Jóhanna á, að Sverrir Hermanns- son forstjóri framkvæmdastofn- unaripnar hefði lýst því yfir, að réttast væri að loka stofnuninni fram yfir kosningar, því fram- sóknarmenn og alþýðubandalags- menn væru í óða önn að slá kosn- ingavíxla upp á fleiri milljónir króna. Þá minna flutningsmenn einnig á yfirlýsingar Alþýðu- bandalagsins frá síðasta hausti, þar sem ■ lagt var til að Fram- kvæmdastofnun yrði lögð niður í núverandi mynd. ir\.lþýðuflokkurinn hefur verið og er þeirrar skoðunar, að starf- semi Framkvæmdastofnunar sé andhverf eðlilegumbyggðasjónar- miðum. í stofnuninni er fylgt spillingarstefnu, þar er verið að veita fé til gæðinga og skjólstæð- inga ákveðinna stjórnmálamanna og — flokka. Þess vegna á að leggja þetta apparat af. Þá hefur Alþýðuflokkurinn einnig lagt frarn afdráttarlausa stefnu í byggðamálum, þar sem markvisst uppbyggingarstarf og rökrétt heildarskipulag þessara mála er haft í forgrunni, en hand- ahófskenndum vinnubrögðum, sem byggjast á geðþóttaákvörð- unum misjafnlega spilltra stjórn- málamanna er alfarið hafnað. U mfram allt er stórhreingerning að því einu, að Framkvæmda- stofnun ríkisins heyri sögunnni til N - GÁS. Prófkjör á Vestfjörðum P rófkjör Alþýðuflokksins í Vestfjarðarkjördæmi, fer fram nú um helgina. í því verður ákveðin skipan þriggja efstu sæta listans í komandi þingkosningum. Þrír menn eru í kjöri og þeir eru í framboði til allra þriggja sæt- anna. Þessir menn eru: Gunnar Pétursson, rafvirki, Karvel Pálmason, alþingismaður og Sig- hvatur Björgvinsson, alþingis- maður. / Alþýðuflokkurinn hefur um langan aldur verið sterkur á Vest- fjörðum og er enn. Mikilvægt er að allt stuðningsfólk flokksins á Vestfjörðum taki þátt i prófkjör- inu um helgina og móti þarmeð stórákvarðanir á borð við þær, að ákveða skipan efstu sæta fram- boðslista flokksins. — GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.