Alþýðublaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 8
alþýöu- blaðiö Þriöjudagur 28. júní 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. .Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaöamenn: Þráinn Hallgrimsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjórí: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jonsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Askriftarsíminn er 81866 Noregur: Þögn um brottvísun sovésks njósnara Norsk yfirvöld hafa engu svarað spurningum varðandi brottvísun sovétmannsins, Vladimir F. Zagr- ebnev, sem vísað var úr landi í Nor- egi í síðustu viku. Vladimir var að- stoðarhermálafulltrúi við sendir- ráðið en Arbeiderbladed norska segir i frétt i lok síðustu viku, að hann hafi lengi verið undir smásjá yfirvalda i landinu. Hvorki öryggisþjónusta hersins í Noregi, leyniþjónustan eða utan- ríkisráðuneytið vilja láta hafa nokkuð eftir sér um ástæður þess að Vladimir var vísað úr landi. Sov- éska sendiráðinu í Osló var einungis tilkynnt, að starfssemi Vladimírs Zagrebnefs ætti ekkert skylt við starfsemi sendiráða og hann væri „óæskilegur" í Noregi. Eftir starfsmönnum í utanríkis- ráðuneytinu er þó haft, að starf- semi Vladimírs hafi þjónað hernað- arlegum markmiðum. Þeir vilja þó ekki segja hvort málið snýst um njósnastarfsemi eða hvort Vladimír hafi verið rekinn úr landi fyrir að reyna að koma af stað njósnum um hernaðarstarfsemi í Noregi. Sovéska sendiráðið í Noregi hef- ur heldur ekki viljað tjá sig um mál- ið. Það hefur vakið nokkra athygli, að Vladimír var skipað að hafa sig úr landi með mjög skömmum fyrir- vara — eða jafnskjótt og tekist hefði að fá fyrir hann flugmiða. Norska blaðið telur líklegt, að Vladimír sé tengdur leyniþjónustu sovéska hersins — GRU. Hann er fimmtándi rússinn, sem vísað er úr landi frá Noregi síðan 1978. Aðrar brottvísanir á síðustu árum eiga þó nær eingöngu við um starfsmenn viðskiptadeildar sendiráðsins. Á síðustu tveimur árum hefur fimm sovétmönnum verið vísað úr landi vegna iðnaðarnjósna, síðast í febrúar á síðasta ári. En þetta er í fyrsta sinn sem sovétborgara er vís- að úr landi fyrir hernaðarnjósnir. Þess má geta, að sovétmenn eru fjölmennir í sendiráði sínu í Osló. Alls vinna þar 35 starfsmenn, en Norðmenn hafa einungis fimm starfsmenn í sendiráði sínu í Moskvu. Yfirvöld í Noregi þegja þunnu hljóði um ástæður þess að hernað- arráðgjafa við sendiráð Sovétríkjanna í Osló var vísað úr landi í síðustu viku. Fjölmiðlar fullyrða að ástæðan sé sú að hann hafi stundað eða reynt að koma af stað hernaðarnjósnum í landinu. Myndin sýnir sendiráð Sovétmanna við Drammansveien í Osló. Þar vinna 35 manns. Helgi Skúli Kjartansson skrifar: Betra er illt að smíða en ekki neitt Maður skilur nú það, að skipa- smíðastöðvar þurfi samfelld verk- efni og þar með einhverja talsverða nýsmíði. Þetta er þó ein af okkar stærstu iðngreinum, og einhvern tíma verður meira brúk fyrir hana en nú í bili, þegar varla er hægt að smíða svo skip að það verði ekki til sárrar bölvunar með því að drepa fiskinn frá þeim allt of mörgu sem fyrir eru. En þetta er eins og hver önnur lifsins staðreynd: Skipa- smíðastöðvarnar eru þarna, og þær munu herja út úr ríkisvaldinu ein- hverja möguleika á verkefnum, þó þau geti í svipinn engan veginn orð- ið þjóðarbúinu arðbær. Fyrir þó nokkrum árum voru op- inberir reikningshausar settir í það að reikna út Hvalfjarðarveginn með öllu mögulegu móti, yfir fjörð- inn undir og inn fyrir. Það var á sín- um tíma rætt og ritað um suma af þessum möguleikum, en einn var víst svo óhagkvæmur að hann komst lítt eðaekki á blað, nefnilega „Hvernig væri að setja einhvern opinberan reikningshaus í að slá á það lauslega hvort þessar breyttu forsendur í skipa- smíðum gefa tilefni til að reikna Hvalíjarðardæmið upp á nýtt.“ Ólöglegir innílytjendur frá E1 Salvador eru nú fjölmennir í Banda- ríkjunum. Flestir þeirra koma gegnum Mexíkó til Kaliforníu. Það var einmitt frá innflytjendum sem Charlie heyrði um ástandið í E1 Salva- dor. Hann ákvað að flytja þangað og starfa með skæruliðum. Myndin sýnir kaþólskan prest messa yfir flóttamönnum frá E1 Salvador. Þotuflugmaðurinn Charlie — nú læknir í El Salvador segir frá: Þetta stríð er ekki háð á grundvelli Marx og Lenins heldur fyrir félagslegu réttlæti „Það er mikil villa að halda að þetta stríð sé háð á marx-lenínísk- um grundvelli. Ég get sagt með fullri vissu að flestir þeir sem berj- ast hér, hafa ekki lesið Marx og vita ekki hver Lenín var. Þeir eru bænd- ur, sem berjast fyrir því að ná fram félagslegu réttlæti. Barátta El Salvadorhers er dæmd til að mis- lukkast á sama hátt og mín eigin þjóð tapaði stríðinu í Vietnam á sínum tíma. Það gerist vegna þess að hvorki stjórnmál eða hug- myndafræði réttlæta þessa baráttu gegn fátækum bændum.“ Það er Bandaríkjamaðurinn Charlie Clemens, sem talar. Hann er læknir að mennt 37 ára gamall og með sér- stæðan feril að baki. Hann veifar tveimur háskólagráðum og var þotuflugmaður í bandaríska flug- flotanum á tímum Vietnamsstríðs- ins. En nú starfar hann með skæru- liðum í Guazapa í El Salvador og hefur greinilega farið yfir margar pólitískar breiddargráður á þeirri ferð. bátabrú eða flotbrú, sem þó ætti að vera hægt að leggja yfir meginhluta fjarðarins, þótt einhvers staðar væri skipgengt bil brúað með öðru móti. En ég skal ekki draga í efa að sú aðferð væri óhagkvæm, á henni væri þjóðhagslegt tap miðað við aðra möguleika. En nú er hvort sem er þjóðhags- legt tap á þessum óhjákvæmilegu nýsmíðaverkefnum skipasmíða- stöðvanna. Þá vaknar sú spurning hvort tapið yrði meira eða minna ef þær væru teknar úr því að smíða ný fiskiskip og settar í það að smíða flotholt undir Hvalfjarðarbrú. (Ég tala nú ekki um ef flotholtin mætti smíða upp úr gömlum fiskiskipum, en það er nú víst ótrúlegt). Þetta er auðvitað spurning sem ég hef ekki hundsvit til að svara, en mér finnst það væri vert að setja einhvern opinberan reikningshaus í að slá á það lauslega hvort þessar breyttu forsendur í skipasmíðunum gefa tilefni til að reikna Hvalfjarð- ardæmið upp á nýtt. Charlie Clemens telur að stríðið í E1 Salvador sé i rauninni að þróast á nákvæmlega sama hátt og stríðið í Vietnam á sínum tíma. Hann minnir á aðferðir þáverandi forseta Bandaríkjanna að draga nálæg lönd eins og Cambodíu og Laos inn í stríðsátökin í Vietnam og segir að nákvæmlega það sama sé nú að gerast í Mið-Ameríku. Þar séu lönd eins og Hondúras, sem stóðu utan við átökin í byrjun nú að dragast inn í þau fyrir tilverknað Banda- ríkjaforseta. Charlie vann fyrir Sandinista í Nicaragúa og síðar flutti hann til Kaliforníu, þar sem hann komst með aðstoð bænda frá E1 Salvador í samband við andstöðuhreyfing- una í E1 Salvador. Frá þeim fékk hann að heyra um morð á læknum, lokaða háskóla og ógnaraðferðir yfirvalda gegn læknum, hjúkrunar- fólki og læknastúdentum. Hann fann hvatningu í mörgum vitnis- burðum flóttamanna, sem sögðu honum frá því hvernig stríðið hefði leikið fjölskyldur þeirra, heila bæi og borgir. Hann tók þá ákvörðun að flytja til E1 Salvador og fór til Guazapa héraðs. Þar hefur hann unnið með skæruliðum. Meginverkefni hans er að annast og skipuleggja heilsu- gæslu á fjórum svæðum Guaza- héraðs, standa sjúkravakt og koma leiðbeiningum um almenna heilsu- gæslu til íbúanna. Tólf sjúkrastöðvar eru í héraðinu og einn læknir. Hann stundar minnst fimmtíu sjúklinga fimmta hvern dag. Langalgengustu sjúk- dómarnir eru malaría, magasár hjá fullorðnum mönnum og meðal barna eru meltingarsjúkdómar algengir svo og húðsjúkdómar. Einnig fer talsverður tími í að gera að sárum manna er lenda í skærum á svæðinu. „Á heilu ári í Guazapa hef ég séð innrásir stjórnarhersins í héraðið. Ég hef séð glæpsamlegt athæfi þeirra. Þeir sprengja bændabýli í loft upp, þeir brenna húsdýrin og fremja morð“ segir hann. „Eg hef einnig séð, hvernig frelsishreyfingin hefur lært að berj- ast við öflugan stjórnarher. Ég hef séð her alþýðu manna vopnaðan haglabyssum, tékkneskum byssum úr fyrri heimsstyrjöldinni, M-1 og M-16, en ég hef ekki séð sovésk vopn,“ segir hann. „Hins vegar hefur vopnabúr skæruliða vaxið mjög vegna þess að Framhald á 2. síðu Ungt fólk — ungt fólk — ungt fólk Það átti að vera vatn hérna?! Ferðin að Hítarvatni um næstu helgi Einu sinni voru nokkrir FUJ-félagar, sem ákváðu að fara í útilegu að Hítarvatni. Þeir vissu að á sumrin er oft kalt og hráslagalegt á hálendinu svo þeir útbjuggu sig vel með nesti og nýja skó. Þeir lögðu af stað kl. 19.00 á föstudaginn 1. júlí 1983 frá Hverfisgötu 106A og óku upp eftir. Eftir um það bil 3ja tíma akstur komu þeir á áfangastað, keyptu sér veiðileyfi, sem kostaði 150 krónur fyrir daginn, tjölduðu og komu sér fyrir. (Ekki fylgir það sögunni, hvort þeir fóru strax að sofa en þó þykir það ólíklegt). Þegar menn vöknuðu daginn eftir (sumir snemma aðrir seint) var farið að veiða, gengið um o.s.frv. Hörðustu veiði- mennirnir fiskuðu vel en aðrir veiðimenn ekki neitt eins og gengur. Hvað um það. Um kvöldið voru grillin tekin upp, kol- in tendruð, pylsur steiktar og fleira lostæti var grillað og etið. Síðan var kvöldvaka. Elín stjórnaði leikjum og Stína og Inga Jóna léku leikrit við mikinn fögnuð. Siggi sá um söngtext- ana og allir skemmtu sér vel. Daginn eftir var haldið heim á leið og allir voru sammála um að svona útilegu þyrfti að endurtaka. Með öðrum orðum — FUJ-félagar. Ef þú ert enn í vafa, þá taktu eftir að þessi ferð hefur enn ekki verið farin og þú get- ur látið skrá þig á skrifstofu Alþýðuflokksins. Ferðin verður farin L3. júlí 1983 og dagskrána getur þú lesið hér að fram- an.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.