Alþýðublaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 4
alþýðu- MhT'lL'J Miðvikudagur 27. júlí 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmáiaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Biaðamenn: Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsinar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ámúia 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Þjóðverjar mótmæla gereyðingarvopnum: Fimmtíu bæjar og sveitarfélög í V-Þýska- landi lýst kjarnorkuvopnalaus svæði Fimmtíu bæjarráð í Vestur- Þýskalandi hafa gripið til eigin ráða vegna áætlana V-Þýsku stjórnar- innar að leyfa uppsetningu nýju bandarísku eldflauganna þar í lok þessa árs eða í byrjun næsta árs. Bæjarráðin hafa einfaldlega bann- að, að vopnum verði fyrir komið innan marka bæjanna. Þetta hafa þau gert með því að lýsa viðkom- andi héruð „kjarnorkuvopnalaus svæði“. Það er meirihlutinn í bæjarráð- unum fimmtíu, sem tekið hefur með þessu ráðin af ríkisstjórn landsins, ef hún hyggst koma nýju eldflaugunum fyrir innan bæjar- marka viðkomandi sveitarstjórna. Flest bæjarfélögin taka það fram í samþykktum sínum, að þau séu andvíg hvers konar gereyðingar- vopnum og muni aldrei heimila, að þau verði sett niður á landsvæði, sem þau hafa umráð yfir. Þetta á því jafnt við um kjarnorkuvopn og aðrar gerðir vígefna, sem valdið geta dauða fjölda manna á skömm- um tíma. Friðarhreyfing í V-Þýska- landi hefur mjög lagt að sveitar- stjórnarmönnum að beita sér gegn nýjum kjarnorkuvopnum og er það m.a. von þeirra, að samþykktir bæj- arráðanna í þessu efni muni þrýsta á stjórnvöld í Bonn að endurskoða afstöðu sína til uppsetningu nýrra vopna. Ekki tekið alvarlega... Þessi hreyfing meðal sveitar- stjórnarmanna sem ekki var talin mjög merkileg og varla til stórræð- anna, hefur nú breiðst út til nokk- urra stórra bæjarfélaga i V-Þýska- landi. í byrjun var hér aðeins um að ræða nokkur lítil bæjarfélög, sem jafnaðarmenn stjórnuðu, en þetta framtak þýskra jafnaðarmanna í sveitarstjórnum, er ekki talið neitt fyndið lengur því einhvers staðar verða hin vondu vopna að vera. Þess vegna hafa Vestur-Þýskir hugvitsmenn í lögfræðistétt nú beint athugunum sínum að því, hvort bæjarráðin hafi raunverulegt vald til að blanda sér í öryggis- og utanrikismál á þennan hátt. í íhaldsstjórn Kohls eru ráðherr- ar samt ekki í stórum vafa. Hinir frjálslyndu íhaldsmenn hafa þegar ákveðið að valdið sé þeirra. Að- stoðarráðherra Horst Waffen- schmidt lýsti því nýlega yfir, að bæjarráðin hefðu ekkert umboð til að taka ákvarðanir í þessu efni. „Allar ákvarðanir í öryggismálum eru í höndum sambandsstjórnar- innar“, segir hann. „Táknrænn stuöning- ur“ í þeim bæjarráðum sem íhalds- menn stjórna, vinna þeir af miklu kappi við að fá þau til að falla frá öllum kröfum um kjarnorku- vopnalaus svæði. Hinum megin í pólitísku litrófi í V-Þýskalandi vinna jafnaðarmenn að því að fá sína menn í sveitastjórnum til að standa fast á réttinum um sjálfsá- kvörðunarrétt í þessu efni. Þeir gera þá kröfu til vara, að lágmarks réttur Framhald á 2. síðu Um þriðjungur gamals fólks í Danmörku á enga vini og ættingja. Fjöldi þeirra sér enga ástæðu til að lifa lengur... Án fjölskyldna og vina finnst mörgum öldruöum lífið óbærilegt: Einmanaleikinn rekur marga til sjálfsmorða Fangi úr Solidarnosc lýsir vistinni í pólsku fangelsi: fangaklefar" á daginn og fjarlægja öll föt, þann- ig að eftir það verða fangar að haf- ast við í undirfötum sínum. Einu sinni á klukkustundarfresti er ljós tendrað i klefunum til að fanga- verðir geti fylgst með því sem er að gerast innan veggja. Oft á dag er einnig athugað hvað fangarnir séu að aðhafast í klefunum. Fyrir kem- ur að dýnur fanganna eru skornar upp til að kanna hvort þeir aðhafist eitthvað sem bannað er innan veggja fangelsisins. Bækur eru afhentar föngum per- sónulega því þeir hafa ekki aðgang að bókasafni fangelsisins, sængur- föt eru alltaf óhrein, útvarp og sjón- varp fá þeir ekki að hafa og bannað er að hlýða á guðsþjónustu á sunnudagsmorgni í útvarpinu. Refsingar Ef fangar óhlýðnast reglum fang- elsisinS, er byrjað á því að taka af þeim matarpakkana. Ef það nægir ekki, þá tekur við einangrun í tvær vikur. Þegar þessi lýsing Zofíu Romasz- ewsku er skoðuð, þarf engan að undra þó að Pólverjar fyllist ekki neinni hrifningu yfir því að verið er að „afnema herlög“ í landinu um þessar mundir. Vitað er að ástand mála mun ekki breytast mikið við þessa „reglugerðarbreytingu" yfir- valda. Hið eina jákvæða, sem gerðist við afnám herlaganna, var að um 600 fangar fengu uppgefnar sakir. En yfirvöld gættu þess að ganga ekki of langt. Ennþá eru um 75 leið- togar Samstöðu í haldi og ekki er meiningin að láta þá lausa á næst- unni. Fríðargöngumenn í V-Þýskalandi sýna fjölda fómaríamba í ýmsum stríðs- hrjáðum löndum — fyrr og nú — svart á hvítum krossum „Yfirfullir, dimmir og kaldir Pólskir fangaklefar eru dimmir, kaldir og yfirfullir af föngum. Fangaverðirnir eru allsráðandi í fangelsunum. Þetta kemur m.a. fram í bréfi, sem einn fyrrum leið- togi Samstöðu í Póllandi, smyglaði úr landi nýlega. Fanginn heitir Zofía Romaszewska. Hún var í febrúar í ár dæmd i þriggja ára fangelsi fyrir störf á vegum útvarps Solidarnosc. í bréfi sínu lýsir hún á opinskáan hátt aðstæóum í pólsk- um fangelsum í dag. Lýsing hennar á þó sérstaklega við Rakowiecka- fangelsið, þar sem margir félagar Solidarnosc sitja nú í Varsjá. Meðal fanganna voru félagar KOR-samtakanna svo sem Jacek Kuron og Adam Michnik, einnig fyrrum talsmaður Solidarnosc Jan- usz Onyszkiewicz og einn af nán- ustu ráðgjöfum Lech Walesa, sagn- fræðingurinn Bronislaw Geremek. Zofía var í haldi í þriðju álmu fangelsisins í Varsjá meðan hún beið þess að koma fyrir rétt. Afskaplega lítið rými er fyrir hvern fanga í klefunum. Fjórir fangar eru í hverjum klefa, sem að- eins er um tíu fermetrar á stærð. í hverjum klefa er eitt borð, fimm stólar, handvaskur með köldu vatni og klósett, sem hengi er fyrir í kvennaklefum. Lítill loftventill stjórnar loft- streymi inn í klefana. Loftið er ekki annað en andrúmsloft, hvort sem er að vetri eða sumri, þannig að jökul- kalt er að vetrinum en óskaplegur hiti myndast yfir sumarmánuðina. Margir fangaklefar eru svo dimmir, að þar verður að láta ljós loga allan sólarhringinn til að sjá til. En þó er ljósið svo dauft, að ekki er hægt að lesa við það. Föngum er bannað að liggja í fletum sínum yfir daginn þó að að- eins sé hægt fyrir einn þeirra í einu að ganga milli fletanna fram að klefadyrunum. Hver fangi hefur leyfi til að ganga um i fangelsisgarðinum í hálftíma á dag. Skv. bréfi Zofíu koma fangaverðir milli fimm og sex Eflaust gera margir sér ekki grein fyrir því hve sjálfsmorð eru algeng allt í kringum okkur. Danska blaðið Aktuelt skýrði frá því nýlega að hundruð aldraðra Dana tækju sitt eigið líf, þar sem tilvera þeirra væri orðin tilgangs- laus; þeir ættu ekki lengur vini, ættingjar þeirra væru flestir látnir og kunningjarnir flestir látnir eða komnir á dvalarheimili. Þriðji hver maður sem fremur sjálfs- morð í Danmörku er eldri en sextugur. Alls fremja um fimmtán hundruð manns sjálfsmorð í Dan- mörku árlega. „Ég get afskaplega vel skilið, af hverju svo margir aldraðir vilja ekki lifa lengur. Tölurnar eru vissulega ekki upplífgandi. Ótrú- lega margir aldraðir hafa engan náinn ættingja sem yfirleitt skipt- ir sér af því hvort þeir eru lifandi eða látnir. Því velja margir sjálfs- morðið til að losna við elli sem er gersneydd tilgangi.“ Þetta segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Óð- insvéum í viðtali við Aktuelt ný- lega. Það er einmitt einmanaleikinn, sem læknirinn bendir á, er veldur mestu um þá afdrifaríku ákvörð- un að taka sitt eigið líf. Slæmt er að vera einn, en ennþá verra er að vera yfirgefinn þegar slíkar hugs- anir leita á hugann. Margir aldr- aðir verða fyrir því að missa margt í einu: Vinnustaðinn, vinnufélag- ana og kunningjana. Þá eru fjöl- mörg dæmi um alvarlega einangr- un eftir skilnað. Fjöldi manna sem skilur við konur sínar sér á eftir börnunum í síðasta sinn. Þeir skilja það kannski ekki þá, en þeir sjá það síðar, þegar ein- manaleikinn fer að sverfa að. Því líta margir svo á, sem skoða þessi mál, að fjölskyldan og tengslin, sem hún veitir, sé í rauninni öfl- ugasti aflvakinn gegn hugsunum af þessu tagi, Menn, sem lokað hafa sig af, dragast einnig smám saman út úr öllu félagslífi. Þeir sjá á eftir jafn- öldrum sínum og gráta einmana- leikann , en segja svo nei, þegar þeim er boðið heim til vina eða fyrrum kunningja. Sumir geta ekki, aðrir vilja ekki en flestir eiga erfitt með að eignast nýja kunn- ingja. Kirsten Rudfeldt, sem vinnur að rannsóknum í atvinnumála- ráðuneytinu, segir að mikilvægt sé að kynna öllu gömlu fólki þann frumskóg möguleika sem bjóðist öldruðum til að eyða ævikvöldinu á skemmtilegan og nytsaman hátt“ Það er fjöldi möguleika á ýmsum sviðum, þar sem gamlir og ungir geta komið saman, skemmt sér og skipst á skoðun- um, gefið hver öðrum sjálfsvirð- ingu og ánægju. En þessir mögu- leikar munu aldrei ná til allraý segir hún. Hún bætir því einnig við, að ekki sé hægt að þvinga fólk til að taka þátt í starfsemi sem þessari. Það sé hluti af dæminu, að það sem menn hafi ekki lagt rækt við á unga aldri, „bitni á þeim af full- um þunga þegar aldurinn færist yfirý eins og hún orðar það. Þessari mynd var smyglað út úr Biawowenka-fangelsinu á síðasta árí. Hún sýnir Solidarnosc-leiðtoga i fangelsisgarðinum...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.