Alþýðublaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 4
alþýðu- rTFT.TT.J Fimmtudagur 8. desember 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallerímsson og Friðrik Þór Gjiöraundsson. Auglýsingastjóri: Hclma Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Ekki alltaf gaman að vera blaðamaður: Blaðamaðurinn Xavier Vinander hefur hlotið sjö ára fangelsisdóm á Spáni. Grein sem hann skrifaði i spœnska blaðið Interviu varð til þess að tveir menn voru drepnir. Sjálfur segist hann alls ekki bera ábyrgð á þessum morðum. Hann segir að þetta mál sýni vel hve mannréttindum og málfrelsi sé mikil hœtta búin í heimalandi sínu. The Day After“ fyrst sýnd í kvikmyndahúsum á Norðurlöndum:“ Sýnd í sjónvarpi eftir tvö ár Viðtalið sem leiddi til manndrápa Engar líkur eru á því að við Is- iendingar eða aðrir Norðurlanda- búar fáum að sjá hina umtöluðu sjónvarpsmynd „The Day After,“ sem sýnd var í Bandaríkjunum fyrir nokkru og vakti gífurlega at- hygli. Milljónir manna fylgdust með áhrifum kjarnorkuspreng- ingar í Bandaríkjunum á skján- um, götur tæmdust og fjölmiðlar fjölluðu vart um annað efni dag- ana á eftir. Myndin kallaði fram mikla umræðu um kjarnorku- vopn eins og vænta mátti og öll gömlu vopnin í ræðu og riti voru grafin fram á ný. Myndin dregur að sögn fram hryllilega mynd af ástandinu skömmu eftir að kjarnorku- sprengja hefur fallið í Bandaríkj- unum. Milljónir manna eru látnar og sárar, heilbrigðisástand í mol- um, samgöngukerfið lamast og varanlegt tjón orðið á öllum mannvirkjum og stofnunum, sem áhrif sprengjunnar ná til. Svo Fyrir hálfum mánuði var spænskur blaðamaður að nafni Xavier Vinander dæmdur í sjö ára fangelsi í heimalandi sínu. Hann var ekki viðstaddur dómsupp- kvaðningu, enda ekki likur á, að hann yrði langlífur á Spáni eftir það sem á undan er gengið. Mál þetta sýnir vel, hve starf blaöa- manna víða um heim getur verið hættulcgt. Árið 1979 átti Xavier mörg viðtöl við lögreglumann, sem upplýsti hvernig lögregian á Spáni notar nýfasista til að vinna hryðjuverk gegn baskneskum flóttamönnum. Stuttu eftir að viötölin hirtust, voru tveir nýfasistar, sem iögreglumaðurinn nefndi drepnir af ETA skærulið- um Baska. „Dómurinn endur- speglar hve höllum fæti málfrels- ið stendur á Spáni“, segir Xavier í nýlegu viðtali. Xavier Vinander er einn af þekktustu blaðmönnum Spánar. Hann hefur ferðast víða um heim og tekið viðtöl í mörgum þjóð- löndum. Fyrir þremur árum fór hann til Afghanistan og vöktu greinar hans þaðan mikla athygli. Hann hefur sérhæft sig í skrifum um starfsemi ýmissa öfgahópa á Spáni svo sem fasista. Þetta mál lögreglumannsins bar að með nokkuð merkilegum hætti. Þannig var, að árið 1979 komst hann að því að lögreglan á Spáni notar ýmsa hópa hægri öfga- manna til að vinna niðingsverk á baskneskum flóttamönnum sem búa á landamærum Spánar og Frakklands. — Eiginlega byrjaði þetta allt á ástarsögu, segir hann. Lögreglu- maður varð ástfanginn af stúlku í Baskalandi, sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir það, að um leið var hann settur út í kuldann hjá félögum sínum í lögreglunni. Það er nefnilega ekki talið lög- reglumanni til tekna, ef hann hef- ur náið samband við svo óæðri þjóðflokk. Þar kom, að maður- inn hætti í lögreglunni og um haustið sama ár kom hann til mín til að Iétta á samvisku sinni. Hann sagði allt að létta.Hvernig nýfas- istar fengju vopn til að vinna gegn flóttamönnum Baska, hvar þeir héldu fundi sína, hvernig sam- vinnan væri við lögregluna og hverjir tækju þátt í þeirri sam- vinnu, segir hann. — Þegar lög- reglumaðurinn fékk morðhótun, þá ákvað ég að birta greinina, seg- ir Xavier. Framhald á 2. síðu mögnuð eru áhrif myndarinnar, að viðkvæmu fólki er eindregið ráðlagt að horfa ekki á hana: En nánast engar líkur eru taldar á að við hér á norðurhjaranum fáum að sjá þessa mynd á næstu mánuðum eins og þeir vestra. Sjónvarpsstöðin, sem framleiddi myndina, hefur ákveðið að hún verði seld í kvikmyndahús á Norð- urlöndum fyrst og síðan verði sýningarréttur framseldur til. Framhald á 2. síðu Þannig sýnir myndin ástandið „daginn eftir“ að kjarnorkusprengja hefur fallið í Bandaríkjunum. Myndin hefur valdið gífurlegu fjaðrafoki vestra, þar sem hún hefur sýnt mönnum á hvíta tjaldinu hve ógnvœnleg áhrif þessara eyðingarvopna eru.. Er það sem ég sé? Jónas Kristjánsson að fara heim í lögreglufylgd? Blaðamannafundur í Moskvu:_ „Bandarísku flaugarnar munu auka hættuna44 — segja Rússar Sovétmenn héldu mikinn frétta- mannafund í vikunni þar sem þeir skýrðu sjónarmiö sín í deilunni um hinar nýju eldflaugar Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu. Nú er byrj- að að setja flaugarnar upp sam- kvæmt hinni tvíhliða ákvörðun Nato frá 1979, þegar ákveðið var að setja upp flaugarnar ef Sovétmenn drægju ekki úr vígbúnaöi sínum á sviði kjarnorkuvopna er beindust gegn Evrópu. Á fundinum voru margir helstu yfirmenn hermála og utanríkismála í Sovétríkjunum þ.a.m. Georgi Kornienko, fyrsti varautanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Nikolaj Ogarkov, marskálk- ur Sovétríkjanna og fleiri stór- menni. Ogarkov var stóryrtur á fundinum i garð Bandaríkjamanna og sagði hann að flaugarnar í V- Þýskalandi myndu ekki einungis auka hættuna í garð Sovétríkjanna, heldur myndu V-Þjóðverjar einnig búa við aukna kjarnorkuógn á næstu árum. Ogarkov, marskálkur sagði varð- andi þær staðhæfingar leiðtoga NATO, að SS-20 eldflaugar Sovét- manna hefðu skapað krítískt á- stand, að þær staðhæfingar væri ekki í samræmi við staðreyndir. SS- 20 eldflaugarnar hefðu ekki raskað því grófa jafnvægi, sem ríkti í Evr- ópu og hefðu ekki skapað krítískt ástand. Fyrir hverjar tvær nýjar SS- 20 eldflaugar, sem hefðu verið sett- ar upp, hefðu verið teknar niður þrjár SS-4 og SS-5 eldflaugar. Fyrir uppsetningu SS-20 eldflauganna hefðu Sovétríkin átt í vesturhluta lands síns um 600 eldflaugar, en nú ættu þau aðeins 473. Kjarnaoddar á SS-4 og SS-5 eldflaugunum hefðu verið fleiri en á SS-20 eldflaugun- um. Heildarmagn kjarnaodda væri 1.7 sinnum minna en áður. Fyrir uppsetningu SS-20 eldflauganna hefðu Sovétríkin átt í vesturhluta lands sins um 60 eldflaugar, en nú ættu þau aðeins 473. Kjarnaoddar á SS-4 og SS-5 eldflaugunum hefðu verið fleiri en á SS-20 eldflaugun- um. Heildarmagn kjarnaodda væri 1. 7 sinnum minna en áður. Þess vegna væri hið krítíska á- stand í Evrópu ekki komið til vegna SS-20 eldflauganna heldur vegna uppsetningar hinnar nýju banda- rískuÆldflauga, sem breyta hinu strategíska ástandi verulega og auka hættuna. Varðandi það að Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands hefði sagt, að uppsetning bandarísku eldflaug- anna þar í landi muni auka á öryggi þess, sagði Ogarkov, marskálkur: „Vestur-þýski kanslarinn sagði ný- lega, að kjarnorkufráfæling væri öruggasta tryggingin til að koma í veg fyrir styrjöld. Þetta er í sam- Framhald á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.