Alþýðublaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. desember 1983 3 451 á atviimuleys- isskrá í Reykjavík Hátt í tvö hundruð munu bœtast við eftir uppsagnir hjá ísbirninum AIIs voru 451 Reykvíkingur á at- vinnuleysisskrá eftir mánudags- kvöldið síðasta, 268 karlar og 183 konur. Flestir á atvinnuleysisskrá eru félagsmenn Verkamannasam- Ragna 1 ins. Sambandið stendur fast á þeirri kröfu að dagvinnulaun, þ.e. lægstu laun verði hækkuð í 15.000 krónur á mánuði. Vitanlega þýðir þetta, að allar álagstölur lækka hlutfallslega svo og yfirvinna. En við verðum að gera það upp við okkur, hvað við viljum í þessu efni. Verkakvenna- félagið Framsókn hefur samþykkt þessa stefnu og við hvikum ekki frá henni. Það vita allir sem vilja vita, að launafólk Iifir ekki í dag af 10—12 þúsund króna launum. Ef fullar verðbætur hefðu verið á fram á þennan dag, þá væru dagvinnu- laun komin yfir fjórtán þúsund krónur á mánuði. Vitanlega eru ekki allir ánægðir ■ með þessa stefnumörkun. Hún þýðir eins og ég segi, að álagstölur lækka svo og yfirvinna, en við verðum að fórna einhverju til að hækka lægstu laun- in. Ef maðurinn sem er með 20.000 krónur á mánuði og þaðan af meira getur ekki beðið meðan þessi sult- arlaun fá hækkun, þá held ég, að enginn grundvöllur sé til að hrófla við þessu yfirleitt. Þeir félagar á þingi Verkamannasambandsins, sem samþykktu þessa stefnu gerðu sér fulla grein fyrir því, hvað 15 þús- und króna lágmarkslaun hafa í för með sér. Flestir taxtarnir þurrkast út. En þessi stefna var samþykkt og ég veit ekki annað en hún standi óbreytt. Mér kemur því mikið á óvart, ef „ýmsir verkalýðsforingj- ar“ eins og Tíminn orðar það eru á annarri skoðun. Ég hef a.m.k. ekki heyrt þetta“, sagði Ragna Berg- mann. Engin 1 gegn meirihlutavilja alþingis- manna. Það er ákaflega mikilvægt og ég hef lagt á það áherslu, að hvernig sem afgreiðslu þessa frumvarps háttar, þá verði að skoða þessi mál áfram og kanna allar færar leiðir. Ég hef í því sam- bandi minnt á frumvarp okkar alþýðuflokksmanna um veiði- leyfastjórn og almennt um að nú væri mjóg mikilvægt að ná skyn- samlegum tökum á þessu verk- efni“, sagði Kjartan. A Iþingi 1 það væri náttúrlega mikilvægt að gera sér ljóst, að í gegnum tíðina hafi það verið sjávarútvegsráðu- neytið sem fyrst og fremst hefði með stjórnun veiðanna að gera. „Ákvarðanir í sjávarútvegsmál- um hafa almennt verið teknar mjög skyndilega hvað þetta varðar. Fyrst í stað voru skyndilokanir mjög svifaseinar í framkvæmd, en síðan hefur það þróast svo að þær koma sjálfkrafa, nánast án afskipta ráð- herra. Allir hlutir þurfa sína þróun og það á ekki síður við um alla ný- skipan. Það er rétt í þessu að við sjáum ekki fyrir um það sem muni gerast á næsta ári, það verður tím- inn að leiða í ljós. Það er verið að vinna í þessum málum öllum nú i samráði við hagsmunaaðila, sjávar- útvegsnefndirnar og það verður að skoða þetta í ljósi þess að lögin eiga aðeins að gilda í eitt ár. Það verður öll varúð viðhöfð", sagði Halldór. bandsins og Verslunarmannasam- bandsins. Af körlum voru 94 verkamenn á skrá, 32 sjómenn, 27 bifreiðarstjór- ar og 24 verslunarmenn en af kon- um voru á skrá 61 verkakona og 49 verslunarkonur. Lítið er af iðnað- armönnum á skrá, enn sem komið er að minnsta kosti. Að sögn Gunnars Helgasonar, Togarinn Óskar Magnússon kom í gær til Akraness til löndunar. í fyrradag hófstvinna hjá Hafernin- um, sem legið hefur niðri vegna hráefnisskorts. Afli var fenginn að láni úr Krossvíkinni og reikna má með því að unnið verði við aflann úr Óskari fram yfir helgi. Frystihús Þórðar Óskarssonar opnar hins vegar ekki á næstunni, að minnsta kosti ekki fyrir áramót. Eins og í fyrra er reiknað með því að öll frystihúsin loki um hríð yfir há- tíðirnar. Við það að Haförninn hóf aftur vinnslu fóru um 60 manns af at- vinnuleysisskrá í bænum, en að undanförnu hefur vekalýðsfélagið greitt á milli 150 og 160 manns at- vinnuleysisbætur. Félagsmenn eru alls um 1000, en virkir í atvinnulíf- inu í kringum 700. Enn eru á skrá um 50-60 starfsmenn úr frystihús- unum og um 40-50 aðrir, flest verkakfólk. I gær og á mánudaginn Karl Steinar 1 og samböndum þar sem lægst laun- aða fólkið er, að hverfa frá þessari kröfu og ég hef heldur ekki heyrt þessar raddir uppi hér í Alþýðusam- bandinu, á sambandsstjórnarfundi þess. Þannig að það er bara fleipur, þetta sem Tíminn er að gefa í skyn“, sagði Karl Steinar. forstöðumanns ráðningastofunnar, hefur orðið hæg aukning að undan- förnu. í þessum tölum er fólkið sem sagt var upp hjá Hraðfyrstistöð- inni, en enn væri ekki komið fólkið hjá ísbirninum, þar sem um 230 manns hefur verið sagt upp. Reikn- aði Gunnar með því að það fólk færi að koma eftir helgi, örugglega hátt á annað hundrað manns. bættust við á skrá alls um 15 manns. Tíu friðarsamtök: Styðjum Mexikó og Svíþjóð I gær 13. desember var eftirfar- andi áskorun afhent alþingismönn- um Islendinga, forsætisráðherra og forseta sameinaðs þings: Eftirtaldin friðarsamtök skora á Alþingi og ríkisstjórn að styðja við- leitni til friðar og afvopnunar á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna með því að greiða atkvæði með til- lögu Svíþjóðar og Mexikó um tafarlausa stöðvun á framleiðslu kjarnavopna. Friðarsamtök íslenskra lista- manna— Samtök lækna gegn kjarnorkuvá— Menningar- og frið- arsamtök íslenskra kvenna— Frið- arhópur einstæðra foreldra— Sam- tök herstöðvaandstæðinga— Frið- arhópar kvenna í Alþýðuflokki og Starfsmannafélaginu Sókn— Frið- arhreyfing framhaldsskólanema— Friðarhópur fóstra. MONSJÖR WKOfe Nýjasta bók Grahams Greene: Monsjör Kíkóti komin út á íslensku Graham Greene er eins og kunn- ugt er einn af kunnustu höfundum nútímans og hafa allmargar af bók- um hans komið út á íslensku. Nú er komin út hér hans nýjasta bók, Monsjör Kikóti, í þýðingu Áslaugar Ragnars. Útgefandi er Almenna bókafélagið. I þessari bók tekur Greene fyrir viðkvæm deilumál nútímans og afgreiðir þau á sinn sérkennilega hátt og beitir óspart sínu alkunna háði. Sögusviðið er Spánn nútímans og aðalpersónurnar eru Kíkóti og Sansjó Pansa eins og þeir að dómi höfundar litu út ef þeir hefðu verið uppi í dag. Kíkóti er velviljaður og saklaus prestur, en Sansjó fyrrver- andi bæjarstjóri og sanntrúaður kommúnisti. Bókin er kynnt þann- ig aftan á kápu: „Þeir félagar takast á hendur ferðalag um Spán. Farkosturinn er gamall og nokkuð lasburða Seat- bíll prestsins, en þeir eru vel nestað- ir ostum og víni af heimaslóðum. Þeir koma á ýmsa merka staði, suma heilaga, aðra miður heilaga og gerist þar margt kyndugt. Og svo eru hin óviðjafnanlegu samtöl þeirra félaga yfir ljúffengu nesti og hressandi veigum í áfangastað fyndin, bráðskörp og viturleg og snúast vitaskuld einkum um helstu áhugamál þessara tveggja heiðar- legu manna, kristindóm og pólitík. Bókin fjallar m.ö.o. að verulegu leyti um viðkvæmustu deilumál nútímans og sýnir þau í skoplegu og afhjúpandi Ijósi einfaldleikans“. Einar Már Guömundsson iÆNGJASLNTUR ÞÁKREWUM Einar Már Guðmundsson: í Vœngjasláttur í þakrennum Út er komin ný skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson og heitit- hún Vængjasláttur í þakrennum. Þetta er fjórða bók Einars, etf’ hann hefur áður sent frá sér tvæ* ljóðabækur og svo skáldsöguna 1 Riddara hringstigans, sem vaktí mikla athygli í fyrra og hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni' Almenna bókafélagsins. Önnur Ijóðabókin hefur verið þýdd á dönsku og hlaut þar góða dóma, og nú er verið að þýða Riddarana og munu þeir koma út í Danmörku á næsta ári. Um Vængjaslátt í þakrennum segir svo í forlagskynningu: „Hún er ólík öllum öðrum íslensk- um skáldsögum, og þó svo kunnug- leg, og auk þess er hún létt og gáskafull. Hún er kunnugleg af þvi að hún segir frá því sem við höfum sífellt í kringum okkur, léttleika sinn fær hún frá fólkinu sem hún fjallar um, gáskinn liggur í stílnum. Kannski er hún líka dálítið háðsk. Hver og einn sem les þessa bók um drengina í Reykjavík, dúfna- söfnun þeirra, hársöfnun og lífs- baráttu, mun una sér vel við lestur- inn. Og svo ætti hver lesandi að dæma söguna eftir eigin höfði. Því að hún býður augsýnilega upp á fleira en eina túlkun — eins og allar góðar skáldsögur". Vængjasláttur i þakrennum er 190 bls. að stærð. Kápumyndin er mjög sérkennileg, er hún gerð af Steingrími Eyfjörð Kristmunds- syni. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. HAB VIÐ MINNUM Á Happdrætti Alpýðuflokksins og Alpýðublaðsins 1983 Margfaldur verðlaunabíll Blll áraina 1 Bandarikjunum og Japan Vinningar: 1. Mazda Gupe GLX kr. 353.000r 2. -11. Utanlandsferðir meö Orval hver aö upphæö kr. 30.000 - Dregið 22. desember Verð kr. 100r Upplag 35.000 Upplýsingasími 91-81866 Númer 00001. Alþýðuflokkurinn — Alþýðublaðið Akranes: Vinna hafin hjá Haferninum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.