Alþýðublaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 2
2j Þriðjudagur 10. apríl 1984 ’RÍTSTJÓRNARGREIN........ —..................... . • V *— , ■ - .. ■ • - Röng fjárfesting og slæm stjórnun fyrirtækja hefur rýrt kjörin í landinu „Það verður að standa tryggan vörð um vel- ferðarþjóðfélagiö, ef ekki á illa að fara og sá árangur að glatast, sem náðst hefur með ára- tuga striti." Þetta var ein af þeim nióurstöðum, sem menn komust að á ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík á laugardag, þar sem fjailað var um velferðarþjóðfélagið frá ýmsum hliðum. Það kom í Ijós, að þrátt fyrir háar þjóðartekjur 'á mann á íslandi, er minna lagt til velferðar- mála en á hinum Norðurlöndunum. Og þrátt fyrir þessar háu þjóðartekjur eru laun hér á landi miklum mun lægri en í nágrannalöndun- um. Að hluta til má leita skýringa í Þeirri stað- reynd, að hér er byggð dreifð í stóru landi, en meginskýringin er röng-fjárfesting síðasta áratug, illa rekin fyrirtæki, bæði í emkarekstri og opinberum rekstri. Á íslandi hefur þjóðartekjunum verið eytt í arðlitlar fjárfestingar, sem hafa tekið til sín verulegan hluta áf þeim auði, sem vinna fólks- ins hefur skapaö. Má t.d. nefna ranga fjárfest- ingu í sjávarútvegi og iandbúnaði, sem fyrst og fremst verður skrifuð á reikning stjórnmála- mannanna. Ævintýri eins og Kröfluvirkjun, óhófleg togarakaup, óeðlilega fjárfesting i ýmsum greinum landbúnaðar hefur skert stór- kostlega afkomu launafólks í landinu, og á stærsta þáttinn í því hve kaupmáttarrýrnun hefur orðið stórfelld. Þessi þróun er nú alvarleg ógnun við vel- ferðarþjóðfélagið; þann árangur, sem náðst hefur í uppbyggingu þess. Allt hefur þetta fært hinn almenna launamann niður á svipað stig og þekkist í dæmigerðum láglaunalöndum, enda farið að nota launastigið á íslandi sem agn fyrir erlend fyrirtæki, sem kynnu að hafa áhuga á að flytja rekstur sinn hingað til lands. Á ráðstefnunni á laugardag kom skýrt fram, að hér á landi yrði að bæta að mun allan at- vinnurekstur, og sá ríkisrekni kapitalismi, sem hér væri stundaður, væri öllum til tjóns. Hér væri það liðið, að einkareksturinn gæti komið til ríkisvaldsins, þegar illa gengi, og fengið hverskonar styrk og stuöning. Nær væri að gera meiri kröfur til stjórnenda fyrirtækja, en um fram allt að tryggja þáttöku og áhrif starfs- manna á stjórn þeirra. Það kom einnig f ram, að neikvæð afstaða svo- nefndravinstrimannagagnvart atvinnurekstri í landinu, væri ekki hreyfingum þeirra til fram- dráttar. Eðlilegra væri, að þær beittu sér fyrir þátttöku í atvinnurekstri með einum eða öðr- um hætti, og iétu ekki Sjálfstæðisflokknum það eftir að teija almenningi trú um, að hann væri hið eina raunverulega hreyfiafl íslensks atvinnulífs. Ýmsir földu, að a*vinnurekstrinum hefði ver- ið tryggt betra „velferðarkerfi“ en einstakling- um, m.a. með uppbyggingu sjóðakerfa, sem lánuðu, án tillits til þess hvort fyrirtæki væru vel eða illa rekin, eða hvort yfirieitt væri nokkur grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Sama gilti um ýmsar álögur á atvinnureksturinn. Hann þakk- aði svo fyrir sig með því að hafna launahækk- unum, jafnvel á sama tíma og hvert fyrirtæki á fætur öðru sýndi umtalsverðan hagnað. Þetta kerfi hefði jafnframt þau áhrif, að nú væru að komafram stórfelldara launamisrétti í landinu, en áður hefði þekkst. - ÁG - Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Skólaárið 1984—1985 verður boðin fram kennsla fyrir 5 ára nemendur, sem búsettir eru í skóla- hverfinu eins og verið hefur undanfarin ár. Innritun ferfram í skólanum til 30. apríl næst kom andi. Skólastjóri Ljósritunarvél til sölu Ljósritunarvél UB1XAS 300 til sölu. Vélin verður til sýnis á skrifstofu Rafmagnsveitn- anna Laugavegi 118, frá kl. 10—12 næstu daga. Rafmagnsveitur ríkisins, Innkaupadeild Laugavegi 118 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina janúar, fe- brúar og mars er 15. april n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Fundur í Borgarmálaráði Fundur verður i Borgarmálaráði Alþýðuflokksins i Reykjavik. Næstkomandi þriðjudag 10. april kl. 17 á venjulegum fundarstað að Austurstræti 16 efstu hæð. Fundarefni: Fjalakötturinn, hundahaldið, stjórnarkosning í Spari- sjóð Reykjavfkur og fleira. Vinsamlegast mætið stundvlslega. Formaöur Innlánsskírteini Alþýðubankans Alþýðubankinn h/f hefur að undanförnu haft í undirbúningi út- gáfu nýrra tegunda innláns- skírteina, sem verða boðin út á næstu dögum. Skírteinin verða með sambæri- legum kjörum og boðið hefur verið upp á af öðrum innlánsstofnunum undanfarið. Ennfremur eru í athug- un sérstök kjör til handa ákveðnum hópum þjóðfélagsins. Nánar verður tilkynnt um kjör og skilmála skírteina Alþýðubank- ans, þegar undirbúningi er endan- lega lokið. Borgarstjóm 1 á miklu hærri útsvör en eðlilegt var, heyrðist varla hósti eða stuna frá borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins. Það er ekki að ástæðulausu, að sá orðrómur hefur myndast, að Alþýðubandalagið væri týndi flokkurinn í borgarstjórinni. Það hefur mest hvílt á hinum stjórnarandstöðuflokkunum þremur að halda upp gagnrýni og málaflutningi. Þessi vinnubrögð borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins hafa hlotið fulla blessun þeirra, sem marka ritstjórnarstefnu Þjóðvilj- ans. Þjóðviljinn hefur yfirleitt forðast að segja um borgarstjór- ann og borgarstjórnarmeirihlut- ann nokkur stvggðaryrði.” Niðurstaða Þórarins er svo þessi: „Það skýrist vissulega af þessu hvers vegna Alþýðubandalagið er borgarstjóranum eins þægur flokkur í borgarstjórninni og raun ber vitni. Þetta skýrir einnig þá ristjórnarstefnu Þjóðviljans að þegja sem mest um mistök borg- arstjórans og borgarstjórnar- meirihlutans. Hér er verið að við- halda leyniþráðum, sem geta kornið að haldi síðarh Svo sannariega ekki glæsileg staða fulltrúa Alþýðubandalags- ins þegar svo er komið að tala má um að íhaldið sé með kverkatak á leiðtoga þeirra, þannig að mátt- laus gagnrýni er sett fram til mála- seínna yfir akbraut en of snemma. Útboö FLUGMÁLASTJÓRN Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í lengingu flugbrautar á SigIufjaröarflugvelIi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vorum 2. hæð. Flugturninum Reykjavíkurflugvelli frá þriðjudeginum 10. apríl n.k. gegn 2000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 26. apríl n.k. kl. 14.00. Áskilið er að taka hvaða tilboði sem berst, eða hafna öllum. Flugmálastjórn Útboð FLUGMÁLASTJÓRN Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í lengingu flugbrautar á ÓlafsfjarðarfIugvelIi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vorum 2. hæð Flugturninum Reykjavíkurflugvelli frá þriðjudeginum 10. apríl n.k. gegn 2000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 26. apríl n.k. kl. 15.00. Áskilið er að táka hvaða tilboði sem berst, eða hafna öllum. Flugmálastjórn LÖGREGLUSTJÓRiNN Á KEFLAVfKURFLUGVELLI Símí 92-1795 Tvær stöður lögreglumanna hér við embættið eru lausar til umsóknar. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlög- regluþjóni og hjá lögreglustjórum um land allt. Umsóknarfrestur er til 27. apríl n.k. Þástendurtil ráðning nokkurra afleysingamanna í lögreglu- og tollgæslu á komandi sumri. Umsóknir um þau störf skulu hafa borist skrif- stofu minni fyrir 18. apríl n.k. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 6. apríl 1984

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.