Alþýðublaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 3. maí 1984 r-RITSTJORNARGREIN* Það verður að stokka upp allt verðlagningarkerfi landbúnaðarins Söluskattsstrlð fjármálaráðherra og Mjólkur- samsölunnar hefur vakið miklar umræður um verðlagningu mjólkurafurða. í þeim efnum hef- ur ýmislegt komið í Ijós, sem áður var hulið. Meðal annars hefur komið ( leitirnar mikil og vönduð skýrsla, sem Hagvangur gerði fyrir for- sætisráðuneytið árið 1981 um vinnslu og dreif- ingarkostnað mjólkurvöru. Þessi skýrsla dregur upp dökka mynd af mjólkuriðnaðinum i landinu, þar sem vlða virð- ist vera hin mesta óstjórn. Ákvarðanir um fjár- festingar eru ekki í neinu samræmi viö raun- verulega þörf og ekkert samhengi er á milli framleiðslukostnaðar og útsöluverðs. Ekki ieikur á því vafi, að verðlagning mjólkurafurða byggist á geðþóttaákvörðunum ráðamanna mjólkurbúa og afurðasölufyrirtækja. Verðákvarðanir eru teknar í samræmi við þá fjárþörf, sem ráöamenn telja vera fyrir hendi hverju sinni vegna fjárfestinga, sem þeir leggja i, án tillits til heildarsamræmingar í mjólkur- framleiðslunni. Þannig verðaframleiðendurog neytendur fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess stjórnlausa valds, sem dreifingar- og vinnslu- kerfi mjólkur hefur beitt. í skýrslu Hagvangs er farið kurteislegum orðum um ástæðurnar, en ekki fer á milli mála, að sérfræðingum fyrirtækisins hefur ofboðið. Þeirkomast m.a. að þeirri niðurstöðu, að jöfn- un mjólkurframleiðslunnar gæti jafngilt allt að 20% sparnaði (fjárfestingum, eða sem nemur vinnslugetu mjólkurbús.sem vinnurúr20 millj- ón Ktrum af mjólk á ári. Þegar Alþýðublaðið hafði birt úrdrátt úr þess- ari skýrslu lýstu forráöamenn bændasamtak- anna yfir þvf, að hún hefði alla tíð legið á lausu og engin leynd hefði hvllt yfir henni. Þetta er auðvitað hreint bull. Ef þessir sömu menn hefðu viljað taka mark á niðurstöðum skýrsl- unnar og gera þetta ófremdarástand lýðum Ijóst, hefði þeim borið skylda til þess, að taka þetta mál mjög föstum tökum. En þeir hafa lát- ið reka á reiðanum, framleiðendum og neyt- endum til stórtjóns. Það, sem er verulega eftirtektarvert ( þessu máli er það, að Morgunblaðið hefur varla minnst á það. Sjálfstæðisflokkurinn er nú slík- ur bandingi Framsóknar, að málgagn hans minnist ekki á það, þegar í Ijós kemur, að verð- iagningarkerfi landbúnaðarafurða er hreinn óskapnaður, sem kemur harðast niður á neyt- endum. Það virðist ekki skipta „blað allra lands- rnanna" neinu máli, þótt sérfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu, að verðlagning mjólkurvara er ekki byggð á upplýsingum um raunverulegan framleiðslukostnað einstakra vörutegunda, heldur eingöngu stuðst við upp- lýsingar frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, sem er úrvinnslu- og dreifingaraðili, og er að reisa nýja mjólkurstöð, er mun kosta hátt í hálf- an milljarð króna. Framsóknarflokkurinn mun auðvitað ekki hreyfa hönd eða fót I þessu máli. Það er honum of skylt. Sú ábyrgð hvílir hins vegar á hinum stjórnarflokknum, að hann láti það ekki við- gangast að kerfi það, sem notað ervið ákvörð- un vinnslu- og dreifingarkostnaðar, sé veru- legagallað. í framhaldi af nauðsynlegri endur- skoðun og uppstokkun á verðlagsgrundvelli mjólkurafurða, verður að brjóta upp allt verð- lagningarkerfi landbúnaðarafurða, og reyna að koma við meiri hagræðingu og sparnaði. - ÁG - PÓST- OG SÍMA- MÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða aðstoðarmenn við bilanadeild stofnunarinnar. Umsækjendur þurfa að vera a.m.k. 25 ára gamlir og hafa góða framkomu. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild stofnunarinn- arog Þorleifi Björnssyni yfirdeildarstjóra bilana- deildar. Norðurlandaráð óskar eftir að ráða ritara Samgöngumálanefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til um- sóknar stöðu ritara samgöngumáianefndar Norður- landaráðs. Staðan er laus frá 1. september 1984. I Noröurlandaráöi starfa saman ríkisstjórnir og þjóð- þing Norðurlanda. Samgöngumálanefnd Norðurlandaráðs fjallar meðal annars um samstarf landanna um samgöngu- og f lutn- ingamál, ferðamál, umferðarmál, fjarskiptamál og tölvutækni innan þessara málaflokka. Ritara nefndarinnar ber að undirbúa nefndarfundi, semja drög aö nefndarálitum og ályktunum um þau mál, sem fyrir nefndinni liggja. Auk þess ber honum að sinna almennum ritarastörfum fyrir nefndina. Ritarinn hefur aðsetur í Stokkhólmi og starfsaðstöðu á skrif- stof u forsætisnef ndar Norðu rlandaráös, sem er við Tyr- gatan 7, Stockholm. Ritarastaðan er veitt til fjögurra ára, en mögulegt er í vissum tilvikum að fá ráðningarsamning framlengdan. Rikisstarfsmenn sem starfa hjá Norðurlandaráöi eiga rétt á fjögurra ára leyfi frá störfum í heimalandi sinu. Föst laun ritara samgöngumálanefndar verða á bilinu 10.286—12.851 sænskar krónur á mánuði auk staðar- uppbótar. Við ákvörðun um launakjör er tekið tillit til fyrri starfa, hæfni og reynslu. Staða þessi er einungis auglýst á Islandi. Góð kunnátta ( dönsku, norsku eða sænsku er nauðsynleg. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Friðjón Sigurðs- son skrifstofustjóri Alþingis, í sfma 15152, Snjólaug Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs, í síma 11560, ásamt llkka-Christian Björklund, aðalritara forsætisnefndar Norðurlandaráðs, Ake Petterson vara- ritara samgöngumálanefndar Norðurlandaráðs í síma 8/143420 í Stokkhólmi. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 1984. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs og skulu þær sendar til Nordiska rádets presidiese- kretariat, Box 19506, S 104 — 32 Stockholm. Lánin 1 fram við frumvarp að lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, felst m.a. eftirfarandi: 1. að efla félagslegar íbúðarbygg- ingar og tryggja að lánakjör rýrni ekki frá því sem nú er, 2. að endurskoða skipulag og fjár- mögnun félagslegra íbúðabygg- inga og skapa nýja valkosti í hús- næðismálum landsmanna, 3. að jafna lánskjör milli kaupa á nýju og notuðu húsnæði, 4. að vaxtaákvarðanir verði ekki í höndum ríkisstjórnar heldur verði hámark vaxtastigs ákveðið í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins eins og verið hefur. 5. að tryggja Byggingarsjóði ríkis- ins og Byggingarsjóði verka- manna fastan tekjustofn og auk- ið framlag úr ríkissjóði. Mark- miðið er að ryðja braut til þess að hægt verði að hækka lánshlutfall í áföngum á næstu árum í 80% byggingarkostnaðar. Og að Byggingarsjóður verkamanna geti fjármagnað a.m.k. einn þriðja hluta af árlegri íbúðaþörf landsmanna án þess að fjárhags- stöðu sjóðsins sé stefnt í gjald- þrot með stórfelldum lántökum, 6. að tryggt verði að lánshlutar fylgi breytingu á lánskjaravísitölu þannig að lánveitingar rýrni ekki þegar lán eru greidd út í tvennu eða þrennu lagi, 7. að viðskiptabankarogsparisjóð- ir auki til muna lánveitingar til húsnæðismála. Samstaða 4 daginn 11. apríl hafa fangaverðirnir neytt niður í okkur matinn. Kropo- wicki tekur við magaslöngunni án þess að veita viðnám, en sjálfur reyni ég að verjast mötuninni. Undanfarna þrjá daga hef ég verið gerður varnarlaus með því að hand- járnum hefur verið skellt á mig og svo ráðast þau á munninn með kú- beini og öðrum pyntingum. Ég er tjóðraður niður í stól og síðan er trampað á tánum á mér og snúið upp á hendur og fætur, — yfirleitt í gagnstæðar áttir þannig að þeir sem snúa upp á handlegginn neyða mig til að rétta úr mér, en hinir sem snúa upp á fæturna koma í veg fyrir að ég geti það. Eða þeir skorða fæt- ur mína við rúmbríkina og einn þeirra sest á mig og snýr upp á hné- skeljarnar. Eða þá þeir þrýsta sköfl- ungunum á mér úpp að rúmstokkn- um og einn fangavarðanna snýr höfði mínu aftur og þrýstir á kjálkaliðina á meðan læknir eða hjúkrunarkona ræðst á skoltana á mér með töng. Þegar ég öskra er töngin rekin upp í kjaftinn á mér og þar með er ég á þeirra valdi. Það eina sem þá þarfa að gera er að þræða slönguna ofan í mig og hella vellingnum í. Það eru yfirleitt fimm til sex fangaverðir, einn læknir og ein hjúkrunarkona, sem sjá um mötun- ina. Ein af hjúkkunum tekur þátt í pyntingunum. Hún fann það út að það er mjög sársaukafullt að þrýsta fast á sogæðarnarý skrifar hann og lýkur svo frásögn sinni með því að upplýsa, að fimm af fangelsuðu Samstöðumönnunum, eru í einangrunarklefum. Þrír þeirra í svokölluðum „hitabrúsum“, sem eru auðir klefar með tvöfalda veggi, ekkert salerni, vatn eða ferskt loft. „Ég vona að þann 1. maí í ár verði aftur mótmælt kröftuglega einsog undanfarin ár. Það er mjög mikil- vægt að halda þeirri venju. Ef það leggst af er hætt við að þess verði langt að bíða að aftur verði risið upp. Ég sendi öllum, þeim sem muna og halda áfram baráttunni, kveðju mína. Bréfið er dagsett þ. 13. apríl í Barczewo- fangelsi og undirritað af Andrzej Slowikl •5 Skólastjóri y? Tónlistarskóla Staða skólastjóra við Tónlistarskóla Garðabæjar er laus til umsóknar. Um- sóknum ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skal skila til undirritaðs eigi síðar en 30. maí n.k. Bæjarritarinn í Garðabæ Frá Mýrarhúsaskóla Innritun nýrra nemenda fer fram fimmtudaginn 3. maí Skólastjóri Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bœkur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.