Alþýðublaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Fimmtudagur 31. maí 1984 Áskriftarsiminn er 81866 Grenada er enn hernumið land Grenada var mikið i fréttum í haust. Þá var forsætisráðherra landsins, Maurice Bishop myrtur á hrottalegan hátt, eftir að hann hafði verið frelsaður úr heimafang- elsi af þúsundum Grenadabúum. í kjölfar þessa atburðar fylgdi svo mjög atburðarík vika, sem lauk með því að Bandaríkin hernámu landið. 3000 sjóliðar brutu niður allar varnir herliðs Grenada. í dag, hálfu ári seinna, er Gren- ada enn hernumið land, þrátt fyrir yfirlýsingar Reagans Bandaríkja- forseta um að herliðið yfirgæfi eyjarnar ekki síðar en 31. desember. Allsstaðar verður maður var við nálægð hersins, einkum og sér í lagi í nágrenni höfuðborgarinnar St. Georges. Þrátt fyrir þetta ríkir frið- samlegt andrúmsloft í Grenada þó svo að alltaf aukist stuðningur við þá kröfu að Bandaríkjamenn hverfi burt. Hvað eiginlega gerðist þessa at- burðaríku viku verður seint vitað með fullu. Upptök atburðanna rná rekja til deilna innan NJM-flokks- ins, sem hafði setið við stjórn í fimm ár. Leiðtogi hans var Bishop, Norræna leiklistarsambandið og Norræna leiklistarnefndin gangast fyrir norrænni leiklistarhátíð í Osló dagana 31. maí til 7. júní n.k., sam- tímis því sem Leiklistarsambandið heldur þing sitt. Þetta er í fyrsta skipti að efnt er til slíkrar hátíðar og hefur hún það markmið, að kynna norræna nútímaleikritun. Tvær sýningar verða frá hverju landi, Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð og eru íslensku sýningarnar, Lokaæfing, eftir Svövu Jakobsdóttur frá Þjóðleik- húsinu, og Skilnaður, eftir Kjartan en hann átti miklum vinsældum að fagna meðal fólksins. Hann var hetjan sem stjórnaði óblóðugri byltingu 13. mars 1979, þegar Eric Gairy, einræðisherra eyjarinnar, var komið frá völdum. Á þeim fimm árum, sem Bishop sat við völd, var ýmsum endurbót- um komið á. Félagslegar umbætur voru miklar og þjóðarframleiðslan jókst með átaki í landbúnaðinum. Ný stjórnarskrá var í býgerð og ákveðið var að hafa almennar kosn- ingar áður en langt um liði. Marxistar í fiokki Bishops voru margir Stalínistar, og var aðstoðarforsæt- isráðherrann, Bernard Coard, mest áberandi af þeim. Þeim fannst Bishop ekki nógu róttækur í félags- mála- og þjóðnýtingaráformum sínum. Þeir vildu meiri samvinnu við lönd eins og Sovétríkin, A- Þýskaland og Kúbu. Þegar Bishop snérist gegn þessum áformum þeirra, var hann einfaldlega lokað- ur inni á heimili sínu. Enginn veit hver myrti Bishop og fjóra aðra leiðtoga fiokks hans. í Ragnarsson frá Leikfélagi Reykja- víkur. Aðalumræðuefni þings Norræna leiklistarsambandsins verður um leikhús framtíðarinnar, í ljósi nýrra viðhorfa vegna tilkomu mynd- banda og fl. I tengslum við hátíðina og þingið, verða nokkrar sýningar á leikmyndum og leikhústeikningum, ein sýning er lýsir leikverkum frá hinum Norðurlöndunum, sem sýnd hafa verið í Noregi og loks á skiss- um Edwards-Munchs fyrir Aftur- göngur Ibsens. febrúar voru haldin réttarhöld í málinu og í apríl voru Coard og fylgismenn hans dæmdir. Eftir innrásina fangelsuðu Bandaríkjamenn og ytirheyröu um 2000 manns. Þar af voru 756 Kú- banir. Enn eru 280 Bandarískir her- menn á eyjunni, það eru aðallega herlögreglumenn, þyrlufiugmenn, og landhelgisgæslumenn. Auk þess eru 400 hermenn frá sex öðrum karabískum ríkjum. Að sögn munu þeir dvelja svo lengi „sem nauðsyn krefst til að halda uppi lögum og reglu á eyjunni“. Engar óeirðir hafa þó átt sér stað síðan i nóvember en undir kyrru yfirborðinu er óánægja með áfram- haldandi afskipti erlendra ríkja af skipan mála á Grenada. Fólkið þrá- ir frelsi og vill fá að haga málunum af eigin geðþótta á paradísaeyjunni sinni. En hvernig lítur þá framtíðin út fyrir þetta unga eylýðveldi? Eins og er virðist stjórnmála- ástandið mjög ruglingslegt. Eyj- unni er stjórnað af utanþings- stjórn, undir forsæti enska lands- stjórans, sir Paul Scoon. Hann hef- ur í bígerð að halda kosningar í inóvember. En vandamálin eru mörg. Réttar kosningaskrár eru ekki til, það verður að halda kosn- ingarnar í trússi við úrelta stjórnar- skrá, og fiestir kjósenda hafa ekki minnstu hugmynd um hvað hinir ýmsu mismunandi fiokkar, sem skotið hafa upp kollinum, standa fyrir. Einræðisherrann Meðal þeirra sem hafa komið fram á sjónarsvið stjórnmálanna er gamli einræðisherrann Eric Gairy, sem hefur snúið heim eftir fimm ára útlegð. Sú hætta er fyrir hendi að hann komist aftur til valda, því margir af eldri kynslóðinni aðhyll- ast hann enn. Flestir eru þó mjög Norræn leiklistarhátíð í Osló Hermenn í eftirlitsferð í Grenada nýlega andvígir honum vegna hörkulegra stjórnarhátta hans. Flokkur Bishop er í molum núna. Aðrir stórir stjórnmálafiokkar eiga það sameiginlegt að vera mjög í- haldssamir og sakna eiginlegrar stefnuskrár. Þeir eru andvígir er- lendum áhrifum í landinu, bæði efnahagslegum og hernaðarlegum. Þar sem Bandaríkin vilja fá forseta sem þeir geta treyst, er sú hætta fyr- ir hendi að þeir veðji á Eric Gairy. Ásamt Kanada og Alþjóðabank- anum hafa Bandaríkin veitt lán og óafturkræfa efnahagshjálp, sem nemur um 57 milljónum dollara. Þessi aðstoð á að renna i ýmsa uppbyggjandi starfsemi, m.a. í að reisa alþjóðlegan flugvöll á eyjunni. Flugvöllurinn er álitinn mjög mikil- vægur fyrir eyjarskeggja, sérstak- lega með ferðamannaiðnað í huga. Ferðamannaiðnaðurinn er auk út- flutnings á kakói, banönum og múskati, mikilvægasta gjaldeyris- lind eyjarinnar. Auk þess á að endurnýja vega- kerfið, byggja nýtt geðsjúkrahús, og byggja upp heilsugæslu, skóla- kerfið og landbúnaðinn í landinu. Þessar umbætur eru mjög mikil- vægar fyrir framtíð Grenada, því atvinnuleysið hefur aukist eftir átökin fyrir hálfu ári. MOLAR — Af „frjátsum kartöfl- um“ Eftírfarandi ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi í Félagi mat- vörukaupmanna 22. maí s.l. „Félag matvörukaupmanna ítrekar þá skoðun sína að innflutn- ingur og dreifing innlendrar fram- leiðslu á grænmeti og kartöflum eigi að vera frjáls. Félagið bendir á að af mörg þús- und tegundum matvara sem eru á boðstólum í matvöruverslunum, eru kartöfiur og fleira grænmeti einu vörutegundirnar sem látnar eru sæta ófrávíkjanlegum einokun- arreglum um innflutning og dreif- ingu í heildsölu. Skorað er hér með á viðkomandi yfirvöld að þau hlutist til-um að lög- um um innfiutning og dreifingu á kartöfium og öðru grænmeti verði breytt nú þegar og innflutningur gefinn frjáls, svo tryggt sé að sam- keppni fái að njóta sín á þessum vettvangi og að neytendum sé tryggð bestu gæði og lægsta verð. Þó skal jafnan gæta þess að innlend framleiðsla eigi aðgang að innlend- um mörkuðum umfram innfiuttar afurðir, standist hún gæðakröfur neytenda". • — Þroskaheftir á Akur- eyri húsnæðisiausir Að óbreyttu ástandi er fyrirsjá- anlegt að grunnskóli fyrir þroska- hefta á Akureyri verði húsnæðis- laus næsta vetur, þ.e. frá 1. sept. 1984. Skólinn hefur til þessa leigt hús- næði hjá Vistheimilinu Sólborg, en nú er svo komið að heimilið þarf á þessu húsnæði að halda til eigin nota. Fyrirhugað er að skólinn, Þjálfunarskóli ríkisins á Akureyri, verði í framtíðinni til húsa í sérálmu við Síðuskóla sem er í byggingu. Ekki var samþykkt fjárveiting til þessarar álmu á fjárlögum þessa árs, og enn sem komið er hefur menntamálaráðuneytið, sem ber lögum samkvæmt fulla ábyrgð á rekstri þessa skóla, ekki fundið eða gert tillögur um lausn á þessu eða öðrum vandamálum skólans. Þannig er með öllu óljóst hvort nemendur Þjálfunarskólans fái kennslu á komandi vetri. Fyrirhugaður er fundur með full- trúum menntamálaráðuneytisins og hagsmunaaðilum nyrðra innan skamms. Framangreint var meginefni sameiginlegs fundar hagsmunaað- ila á Akureyri sem haldinn var þann 19. maí 1984. Þar var og samþykkt svofelld áskorun til menntamála- ráðherra: Sameiginlegur fundur Styrktar- félags vangefinna og Foreldrafélags barna með sérþarfir, haldinn á Akureyri 19. maí 1984, um skóla- mál Þjálfunarskólans á Akureyri, beinir eftirfarandi áskorun til menntamálaráðherra: Fundurinn krefst þess að nú þeg- ar verði tryggt viðunandi húsnæði fyrir starfsemi Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri, það tímabil sem fyrirsjáanlegt er að líður þar til lok- ið verður væntanlegri nýbyggingu fyrir skólann við Síðuskóla. Einnig vekur fundurinn athygli á að í ár er engin fjárveiting til áður- nefndrar , nýbyggingar, en nálega allar fjárveitingar til nýbygginga vegna þessa málaflokks fara til framkvæmda á Reykjavíkursvæð- inu. Fundurinn krefst þess að þroska- heftum nemendum utan Reykjavík- ur verði nú þegar tryggð sambæri- leg aðstaða og á Reykjavíkursvæð- inu. — Andúð á Alþingi Á fundi í Trúuaöarmannaráði Félags bókagerðarmanna, sem haldinn var nýverið voru átaldar harðlega endurteknar árásir stjórn- valda á frjálsa samninga. „Nú síðast bitnuðu þessi andlýð- ræðislegu vinnubrögð á fiugmönn- um. Af þessu tilefni lýsir FBM yfir fyllsta stuðningi við samningsrétt fiugmanna og hvetur öll verkalýðs- félög til að gera slíkt hið sama. Jafnframt lýsir fundurinn yfir megnri andúð sinni á samþykkt Al- þingis í þessu máli. Með órofa samstöðu verkafólks er von til þess að koma megi í veg fyrir hin andlýðræðislegu vinnu- brögð stjórnvalda og síendurteknar árásir þeirra á lífskjör verkafólksí'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.