Tíminn - 21.03.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.03.1967, Blaðsíða 14
14....—...- ■■TÍMINN ÞRIÐJXTDAGUR 21. mar* WG7 SKÁKIN Svart-Reykjavík: Jónas Þorvaldsson Hallur Símonarson Hvítt-Akurcyri: Gunnlaugur Guðmuiwlsson, Margeir Steingrímsson. 18. Rc2—Jb4 FRAMKVÆMDASTJÓRN Framhals af bJs. 1. Þórarinsson, og tvo til vara, SigriSi Thorlacius og Stein- grím Hermannsson. í blaðstjórn Tímans voru kjörnir Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Jóhannes Elíasson, Jón Kjartansson, Óðinn Rögnvaldsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Sigríður Thorlacius og Sigurjón Guð- mundsson, og til vara Helgi Bergs og Jón Skaftason. Lokahóf flokksins var svo iialdið 1 Súlnasal Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Það var fjölsótt og fór hið bezta fram. Fíófinu stjórnuðu þeir Stefán Jónsson, prentsmiðjustjóri, og Einar Birnir. Helgi Bergs rit- iri Framsó'knarflokksins flutti aðalræðuna. ÞINGSLIT Framhald af bls. 16 utan dag'skrár, þar á meðal Krist ján Jónsson frá Garðstöðum, sem flutti þinginu og flokknum árn aðaróskir og hvatningarorð. Ey- steinn Jónsson, formaður flokksins þakkaði óskir Kristjáns og bað þingið að hylla frumihverja Fram sóknarflokksins. Klukkan tvö hófst svo afmæils- og bingslitasamkoma í Háskóla- bíói. Var þar svo margt manna, sem framast komst í salinn, og varð margt manna að itanda. Lúðrasveitin Svanur lék í upp- hafi, en síðan setti Helgi Bergs, ritari flokksins, samkomuna og stjórnaði henni. Síðan sungu óþeru söngvararnir Svala Nielsen, Magn ús Jónsson, Sigurveig Hjaltested og Jón Sigurbjörnsson við undir leik Ólafs Vignis Afbertssonar. Þá las Lárus Pálsson, leikari, upp. Ólafur Jóhannesson varaformaður ílokksins flutti síðan ræðu, sem birt var hér í blaðinu á sunnudag inn. Þá fluttu leikararnir Bryn jölfur Jóhannesspn og Lárus Pálsson þætti úr Íslandsklukkunni eftir Halldör Laxness, og óperu söngvararnir sungu aftur. Var flutningi þessa ágæta listafólks ákaft fagnað af samkomugestum. Að síðustu flutti Eyisteinn Jóns son, formaður flokksins, þingslita ræðu. Hvatti hann flokksmenn til öflugrar sóknar í kosningalbaráttu þeirri, sem framundan er, þakkaði þingfulltrúum mikii og góð störf og árnaði þeim heimfararheilla. Þar með var þessu fjölmenna og glæsilega flokksþingi lokið. LITLAFELL Frarohald af bls. 16 sjómíiur vestur af Höskuldsey á Breiðafirði og um fjórar mílur frá Selskeri. Gekk ferð skipanna vel er blaðið, hafði samtoand við Hjört Hjartar framikvæmdastjóra skipadeildar SÍS síðari hluta dags í dag. Sagði hann að farmurinn yrði losaður úr Litlafelli hér syðra í fyrramálið, en að því loknu yrði skipið tekið í slipp til athugunar á stýrisútbúnaði og skrúfu. Skipstjóri á Litlafelli er Ásmundur Guðmundsson. Þá sagði Hjiörtur Hjartar að lOlíuskipið Lusice hefði kornið til Hafnarfjarðar í morgun, en ekki geta Jagzt að bryggju vegna slæms veðurs. Er þetta 1.5 þúsund tonna ■skip og var ætlunin að Litlafell ið tæki nokkra farma úr því skipi til Keflavíkur — en vegna ó- ihappsins, sagði Hjörtur — skapast vissir erfiðleikar með þessa flutn inga, því önnur litlu olíuskipin eru í öðrum verkefnum. Á flóðinu í fyrramálið er ráð gert að Lusice leggist upp að í Hafnarfirði. UMBÓTASTEFNA Framhaíd af bls. 1 kafla er sýnt fram á það með ljós- um dæmum og glöggum rökum, hvernig núverandi stjórnarstefna og stjórnaraðgerðir hafa leikið þjóðina. f þriðja kaflanum eru dregin fram þau úrræði og stefna, sem Framsóknarflokkurinn bendir nú á sem stjórnarfarsleið á næstu árum. Þar er bent á, hve nú sé rík nauðsyn þess að mæta nýjum viðhorfum með nýjum úrræðum og að taka upp nýja framsækna stefnu í efnahagsmálum, atvinnu- málum og kjaramálum, auk stór- átaks í menningarmálum, vísind- um og rannsóknum, samgöngumál um og þjónustuframkvæmdum ríkisins. Kjarni hinnar nýju framfara- stefnu um eflingu atvinnuveganna er sá, að miða verði efnahags- ráðstafanir við undirstöðuatvinnu- vegina og aukningu hagvaxtar, framfara og framleiðni án ofþenslu og verðbólgu, með megináherzlu á nýtingu innlendra hráefna og náttúruauðæva landsins. Um þessa eflingu efnahagslífs og atvinnu- vega beiti ríkið sér fyrir sam- starfi við fulltr. atvinnugreinanna, starfsfólks þeirra og vísinda- pg tæknistofnana, staðan athuguð frá rótum, og á slíku samstarfi verði byggðar vandlegar áætlanir er tryggi, að það gangi fyrir, sem þjóðarheildinni er brýnast, og þannig tekin upp samihæfð og skipuleg stjórn á fjárfestingarmál um. Ríkisvaldið hafi þannig í ná- Útför Sólveigar Elínborgar Vigfúsdóttur frá Vopnafiröi fer fram frá Fossvogskirkiu, miSvikudaginn 22. marz kl. 13,30. Blóm og kransar afþökkuS, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Vandamenn. inni samvinnu við einstaklings- og félagsframtak forystu um ráðstaf- anir til eflingar atvinnulífinu, val og framkvæmd verka. Þá verði og lögð stóraukin rækt við sjálfar undirstöður framfara og velgengni þ.e. menntun, vLsindi og tækni. Loks er sérstaklega höfðað til unga fólksins og þátttöku og for- ustu í uppbyggingu þjóðfélagsins. Að síðustu fylgir stjórnmálayfir lýsingunni ýtarleg ályktun um utanríkismál, þar sem dregnar eru fram meginlínur sjálfstæðrar og víðsýnnar stefnu í utanríkismál- um. Er þar m.a. gert ráð fyrir, að hafnir verði samningar um að hinn erlendi her hverfi af landinu , áföngum. SÖNGKONA Framlhald af bls. 2 1923. Hún kom í fyrsta sinn fram í London 1951 og þá í Matthusarpassiíunni eftir Bach. iSíðan hefur hún sungið víða um lönd, meðal annars nýlega verið í hljómleikaför um Norðurlönd og Bandaríkin. Listakonan hefur iðu lega sungið með Hallé-kórnum með undirleik samnefndrar hljóm Sveitar undir stjórn Sir John Barbirolli. Margir aðrir frægir hljómsveitartsjórar hafa boðið henni að syngja með hljómsveit um sínum, og mjög oft sungið í brezka útvarpið. Geta má þess að Kathleen Joyce stundaði söngnám í Londön með Guðrúnu Á. Símonar. ÓVEÐUR — Framhald aí bls. 16 f dag var flogið til Patreks- fjarðar og höfðu þá allar flug samgöngur legið niðri í viku- tíma. Rafmagnstruflanir urðu á suð vestanverðu landinu á laugar- dag og sunnudag. Milli kl. 5 og af í Reykjavík og Suðurnesjum. af Reykjavík og Suðurnesjum. Orsakaðist það af bilun í aðal- rofa í Elliðaárstöðinni. Á sunnu dagskvöld bilaði Hafnarfjarðar- tínan og þar með iínan í sendi- stöð útvarpsins á Vatnsenda og féllu útvarpssendingar niður í 15 mínútur. Á sunnudag urðu miklar raf- magnsbilanir í Rangprvalla- sýslu. Bilunin varð á Íínunni frá Hellu til Hvolsvailar. Varð það svæði og austur til Víkur í Mýrdal rafmagnslaust mikinn hluta dagsins. Símatruflanir urðu víða á Norður- og Vesturlandi en flest ar símalínur voru komnar í lag upp úr hádegi í dag. f morgun var fjölsímalínan milli Brúar í Hrútafirði og Akureyrar bil- uð. Þá bilaði línan milii Brúar ag Iíólmavíkur. Línan milli Brú ar og Patreksfjarðar hefur ver- ið biluð síðan fyrir helgi og er enn ekki komin í lag. Þá er iínutruflun milli Húsavíkur og Raufarhafnar, en sambandið ekki alveg rofið. f morgun var símalínan milli Hafnar og Hornafjarðar 0g Víkur í Mýr- dal biluð en gert var við hana í dag. Flestar þessar línubilanir hafa orsakazt vegna samslátt- ar á línunum í rokinu. Línan milli Patreksfjarðar og Brúar er sennilega slitinn. Ástandið í vegamálum er svip ið og fyrir helgi, Fært er um 'iuðurland allt til Víkur í Mýr- dal, en ekki nema stórum bíl- “m austur fyrir Mýrdalssand. fra Reykjavík er fært upp í Borgarfjörð og vestur á Snæ- tellsnes, en fjallvegir þar eru ófærir. Kerlingarskarð og Fróð arheiði verða opnuð í dag og ivo og Brattabrekka vestur í Dali. \ A Vestfjörðum er mikið fann fergi og flestir vegir þar ófær- ír. Á morgun verður Holta- vörðuheiði rudd norður í Skaga fjörð og stórir bílar verða að- stoðaðir norður Strandir til Hélmavíkur. Á miðvikudag reynir Vega- gerðin að aðstoða stóra bíla yfir Öxnadalsheiði og yfir í Eyjafjörð. Á Austurlandi eru nær allir vegir ófærir. Vegagerðin mun reyna að opna aftur leiðina til Skagafj. á fimmtudag og síðan aftur 23. þessa mánaðar. BARÁTTUDAGUR Framhald af bls. 2. þennan, en alls hafa átta ríki fullgilt samninginn til þessa. Hann tekur gildi er 27 ríki hafa fullgilt hann og verður það vænt anlega síðar á þessu ári.. Árið 1960 áttu sér stað atíburð ir í Suður-Afríku, sem ollu skelf ingu og viðbjóði meðal mapna um heim allan. Afitikumenn höfðu safnazt saman í bænum Sharper- ville til þess að mótmæla á frið samlegan hátt hinum illræmdu vegabréfslögum stjórnarvalda S- Afríku. Yfirvöldin mættu þessum aðgerðum Afríkumanna með hörku og miskunnarleysi. Beittu Þau vopnaðri lögreglu, sem myrti þarna í einu vetfangi 69 Afríku menn. Atburður þessi og aðrir hiiðstæðir, færðu mönnum heim sanninn um það, að stjórnarvöid S-Afríku væru staðráðin í að brjóta á bak aftur hverja heiðar lega tilraun í landinu sjálfu til þess að fá breytingu á ógnar stjóminni. Má segja að eftir þetta hafi verið ljóst, að utanaðkomandi hjálp yrði að koma til í rikari mæli en áður, til að fá stefnu- breytingu í kynþáttamálum S- Aifríku. Þetta leiddi til þess að afskipti Sameinuðu pjóðantia af málefnum landsins jukust. Atburð irnir i Sharperville mörkuðu á vissan hátt tímamót í þessum efn um og þess vegna er það engin tilviljun að dagurinn 21 marz er valinn alþjóðlegur dagur til bar- áttu gegn kyniþáttamisrétti. KAFFI Framlhald af bls. 2 blöndum af brenndu og möluðu kaffi og einnig brenndum og ó- möluðum baunum. Þarna verður framleitt áfram Ríó kaffi í gömlu umbúðunum, og hins vegar kaffi blöndurnar tvær, en þeim er pakk að í mjög nýstárlegar umbúðir, þar sem þær geymast i ótakmark aðan tíma. í Mokkablöndunni eru kaffi frá Eþíópíu, Kenya, Kolum bíu, Salvador og Guatemala. Java blandan hefur að geyma kaffi frá Java, Angola, Santos og Salvador. Síðar meir er ætlunin að selja þessar blöndur, sem brenndar baunir. Sjálfvirkni í verksmiðjunni eru orðin þvíiík, að einungis 8 manns eru þar starfandi, en kaffibrenn ararnir tveir afkasta 1440 kg. af kaffi á klukkustund. Þarf starfs liðið lítið annað að gera en þrýsta á hnappa og hafa umsjón með vélunum, sem taka við kaffinu í sekkjum, hreinsa það, flokka brenna og mala og pakka því að lokum. MJÓLKURFÉLAGIÐ Framhald af bls. 2 þar upp fóðurblöndurvélum og kornmyllu. Vegna mjólkurlaganna 1934 hætti félagið mjólkurstöðvar rekstri 1936, og hefur það síðan starfað sem verzlunarfélag og framleiðandi á fóðurvörum. Fóður blöndunarstöð þess í Hafnarstræti 5 tók til starfa 1930, en auk þess seldi félagið þá og síðan í allstór um stíl allar venjulegar kornvör ur, girðingarefni, sáðvörur o. fl. Frá 1931 rak það og stóra smá- söluverzlun í Hafnarstræti 5, og frá 1957 á Laugavegi 164 M. R. búðina. Staxfsemi Mjólkurfélagsins er nú rekin í byggingum þess við Laugaveg 164 (og Brautarholt). Verzlana- og skrifstofubyggingin á Laugaveg 164 var byggð á árun um 1952—5. Nýjar fóðunblöndun arvélar voru settar þar upp 1952, og voru þær notaðar til 1964, en þá hafði félagið hafið byggingu á nýju vörugeymslu- og verksmiðju húsi á lóðinni Brautahholtsmegin, og eru þar nú teknar til starfa ,aðrar og nýjar vélasamstœður sem og kommylla, allt samkvæmt nýjustu tækni erlendis á þessu sviði. Af nýjungum á sviði kiarnfóður iðnaðarins, sem Mjólkurfélagið hefur haft forgöngu um hér á landi, má nefna kögglun á kjarn- fóðri, sem ryður sér æ meira til rúms. í sambandi við innflutning á heilu fóðurkorni og mölun á því hér, sem íslenzkir kjarnfóðurfram leiðendur eru nú byr’jaðir á, má geta þess að Mjólkurfélag Reykja víkur hefur orðið fyrst til þess að hefja innflutning á milokorni hing að til lands. Það er mjög mikið notað víða erlendis og í sívaxandi mæli. Ag fóðurgildi er það talið jafnt maís, en hefur auk þess vissa kosti, ekki sizt þann að það er oft nokkru ódýrara en maís, og ætti því að vera ótvíræð \ ur hagur að nota það að nokkru leyti. í nýbyggingu Mjólkurfélagsins við Brautarholt hefur efsta hæðin verið tekin fyrir geymsluhólf fyrir ómalað fóðurkom, og rúmast þar nokkur hundruð tonn. Er í húsa garðinum stórvirkur sogblásari frá Biihler, sem dælir kor,ninu upp í geymslufhólfin og einnig á milli hólfa eftir því sem með þarf. Á neðstu hæð þar fyrir neðan er kornvog, sem vegur ákveðna skammta af hverri tegund, sem síðan renna áfram niður í korn- mylluna á neðstu hæðini, en loft- sog flytur mjölið frá myllunni eftir pípu upp yfir þak hússins og niður í fóðurblar.darann eða í afsekkjunarker. Þau efni í fóður blöndunum, sem ekki þurfa að fara í gegnum mylluna, fara um snigil á neðsta gólfi og eftir loft blástursrörum í fóðurblandarann. Allur þessi nýji útbúnaður befur kostað um 18 milljónir króna, en Mjólkurfélagið vonast til þess að vera fyllilega samkeppnisfært hvað verð og gæði sne/tir í sam- keppninni við innfluttar fóður- blöndur. Þegar flest er starfa im 30 manns hjá Mjólkurfélaginu. BILA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Sími 2 3136

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.