Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. maí 1967 TÍMINN 3 GRÓÐUR OG GARÐAR Garðyrkjurítið KveSur kaldur, snjóasamur vindavetur Sumri fagnað, hækkar hagur — en hlýr var ei þinn fyrsti dagur. Samt er kominn vorhugur í garðyrkjumenn og er ársrit Garðyrkjufélags íslands — GarSyrkjuritið — nýlega kom- ið út, fjölbreytt að vanda. Vig dís Jónsdóttir, skólasjtóri Hús- Vetrarblóm mæðrakennaraskólans skrifar um matreiðslu grænmetis og Baldur Johnsen, læknir um grænmeti og þýðingu þess fyr ir heilbrigðina. Eru báðar þess ar greinar hinar athyglisverð- ustu og ættu allar húsfreyjur að kynna sér þær. Við lifum á miklum umrótatímum og véla öld, þar sem minna líkamlegt enfiði er lagt & (fóllk, en áður, en í staðinn hraðfjölgar þeim sem vinna kyrrsetustörf. Fæðið þarf þá líka að breytast ef vel á að fara og þáttur grænmetis í daglegum ma'. hlýtur að stór aukast. Ólafur B. Guðmundsson ritar um plastskýli í görðum, en slík skýli fást nú í ýmsum stærðum og gerðum og er líka hægt að gera þau heima. Plast skýli auðvelda ræktun ýmissa blóma og matjurta og flýta upp skeru. Sjást nú víða rósir, glit fíflar, jarðarber, salat o. fl. teg undir ræktaðar með góðum á- rangri í plastskýlum. Ritstjórinn Ingólfur Davíðs- son, ritar myndskfeytta grein um íslenzk blóm í görðum og ræðir um 70 tegundir villijurta sem vert er að flytja heim í skrúðgarðana og rækta þar, einkum í steinihæðum og stein beðum. Sami ritar einnig um blómafleka á tjörnum, blóma- ker, ýmsa garða í Reykjavík, o. fl. Óli Valur skýrir frá gróð- urhúsabyggingum .í Reykjavík og víðar. Sveinn Indriðason segir frá blómasölu og blóma- framleiðslu. Kristinn Helgason GóSir hnífar Söxunarvél rtie'S kringlum til mitfínnar aöxunar ÞaíS er fljótlegr .aí klippa grænmeti i agnir til táldrunar Grænmetu-rifjárn úr ry'Sfríu stáli Steinselju-brytjari, hentugur ef um mikiS magn er ati 'aetSa cSa cldhmmótor meS tokunartækjum gefur ráð um hvernig velja skuli verðlaunaskrúðgarða og skýrir frá störfum félagsins og verðlaunaveitingum. Einar I- Siggeirsson gefur greinargott yf irlit yfir félög og stofnanir í þágu garðyrkjunnar. Ýmsar fleiri greinar eru í ritinu, m. a. um jurtasjúkdóma. Allt frá upphafi 1885 hefur tilgangur félagsins verið í- þættur: Það er að bæta mat- arræði landsmanna með auk- inni matjurtarækt og neyzlu grænmetis, og í öðru lagi að bæta umgengni við hús og bæi og glæða snyrtimennsku með ræktun blóma, trjáa og runna. Nú á félagið skrúðgarða bók í þrentun. Matjurtabók fé- lagsins er hagkvæm handbók öllum sem rækta grænmeti bæði til heimaneyzlu og sölu. í henni er lýst ræktun allra helztu matjurta og berjarunna í görðum. Einnig ræktun margra kryddjurta. Sl. sumar gekkst fé lagið fyrir nokkrum fræðslu- fundum og ferðum um skrúð- garða Reykjavíkur og nágrenn is. Var þátttaka góð. Vilja flest ir gott grænmeti á borðið og fagran garð við hús sitt. Laukblómin í görðum hafa staðizt vorkuldana furðanlega vel. Má sjá, blá, gul og hvít blómin sunnan undir húsveggj um. Guðmundur Kjartansson sá útsprungin vetrarblóm í klett- um við Kleifarvatn á páskum. Lóur tóku að hópast á gras- bletti í Reykjavík fyrstu dag ana í maí — og lét hátt í stelk um. Lóusöngur og þrastakliður eru vormerki, sem allir kunna að meta. Ingólfur Davíðsson. f HLJÓMLEIKASAL Sinfóníuhljómleikar Tónleikiuim Sinfóníulhiljóm- sveitarinnar fer nú óðum fækk andi og eru nú einungis tveir eftir. Tónleikarnir s. 1. fimmtu- dag höfðu verið ætlaðir til ffotnings á hinu mikia kór- verki Beetbovens, Missa Sol- emriiis, en af ýmsum óviðráðan- legum orsökum gat ekki orðið af því. Mun það hafa orðið mörgum vonbrigði, því eftir flutning níundu sinfóníunnar á s. 1. vetri mun mörgum hafa fundizt sem uppíærsla Missa Soilemnis væri vei framkvæman leg. Beethoveri átti samt frum- kvæðið á þessum tónleikum, ásamt forleik eftir Gluck. Píanó konsertinn í Bs-dúr og D-dúr Sinfónían No. 2 eftir Beethov- en voru aðalverk þessara tón- leika. Stjórnandi var nú aftur eftir nokkurt hlé Bohdan Wod- iczko, en einleikari austurríski prófessorinn Friedrich Wiihrer. Hann hefur til að bera mjög fágaðan leik, strangan og virðu legan skóla. Var túlkun hans á píanókonsert Beethovens hin óaðfinnanlega og gegnvandaða tjáning þess listamanns, sem gerþekkir og virðir höfundinn til hins ýtrasta. Þó vantaði í hinn stutta og gagnorða mið- kafla verksins þá dýpt, sem undir ólgar. Ömjur sinfónía Beethovens e* sjaidnar spiluð en margar hinna, en á þc marga ómótstæðilega töfra. Stjórn Wodiczko á því verki var ágæt, en í lokakaflanum, sem ber hraðaheiti Al'legro-motto, hleypti stjórnandi hestinum heldur hetur á stökk. Vafalítið má endalaust deila um hraða- val og skilning á hinu og þessu í- því tiMiti. En þessi glans- númeraendir, sem nú orðið heyrist svo oft sem niðurlag ýmissa stærri hljómsveitar- verka, keyrir alltof oft úr hófi fram og er ekki sannfærandi. EinLeikara var óvenju vel fagn- að og eftir mánaðarhlé á tón- leikahaldi var traustvekjandi að sjá og 'heyra Wodiczko aftur á konsertpalli með sína mynd- uga stjórn. Söngfálag Hreppamanna Byggðarlög obkar lands eru mörg og varla miun svo fá- mennt sveitar-. eða hreppsfélag til að það eigi ekki sinn starf- andi kór. Úti á landi, þar sem ekki er hlaupið að hljóðfæra- iðkun verður hið sameiginlega og innbyggða einstaklingshljóð- færi, mannsröddin, að duga. Og hvað er meira hressandi að afloknu erfiðu dagsverki en að hittast og æfa saman eitthvert lag, eins og þar stendur. Sú er þetta ritar var kunnug göml- um og góðum söngmanni hér í bæ, sem sagði sjálfur svo frá, að eftir langan vinnudag hefði hann að kveldi farið á æfingu í sínum kór eða kirkju og þar sungið sig frá allri þreytu og komið endurnýjaður heim. — Eitthvað þessu líkt flaug í hug ann við samsöng Söngfélags Hreppamanna, er það efndi til í Gamla bíói undir stjórn Sig- urðar Ágústssonar. Söngur kórsins einkennist fyrst og fremst af sönggleði og þörf fyr ir að syngja. Söngstjóra hefur tekizt að fá fram laglega áferð á sönginn og var efnisskráin sniðin við hæfi söngfólksins, sem sannarlega lagði sig vei fram. Þó voru sönglög Grieg á mörkum þess að geta kórsins hrykki til. Einsöngvarar voru Ásthildur Sigurðardóttir og Stefanía Ágústsdóttir, en Guð- mundur Gúðjónsson flutti notok ur lög eftir söngstjórann. Und- irleik önnuðust Sigfús Hal'ldórs son og Skúli Halldórsson. Sig- urður Ágústsson hefur stjórn- að kórnum í rösk þrjátíu ár, en átti sjálfur sextugsafmæli. Undirrituð óskar Söngfélagi Hreppamanna og söngstjóra þess alls góðs á þessum tíma- mótum og að söngur þeirra eigi eftir að veita þeirra sveit og öðrum ánægjustundir en jafn- framt að kórnum vaxi kjarkur að ráðast í vandasamari verk- efni sem kröfur gera. Nútímatónlist pað má til tíðinda teljast, að efnt sé til tónleika hér í bæ, þar sem leikin er nútímatón- list eingöngu, ef viðleitni Mus- ica Nova er undanskilin. En það gerðist nú á dögunum, að KjeU Bækkelund, norskur píanóleikari, lék nýja tónlist fyrir áheyrendur Tónlistarfé- lagsins. — Fyrri hlu'ti efnis- skrár rúmaði hina yngri í hópi nútímatónskálda, svo sem Skalhottos hinn gríska. Web- ern-Stoek'hausen og Afostel. A'llir eru þessir höfundar ger- ólíkir og má segja, að Webern sé sá sem til mestrar umhugs- unar vekur, en Skalkhottos sá skemmtilegi og Afostel með „orkestrala" breidd á nótna- borðinu, aftur býður Stock- hausen upp á litið annað en hárbeitta ásláttartækni og þann viðbragðsflýti, sem kom sér vel að píanóleikarinn hafði- ti'l að bera í ríkum mæli. — Túlkun Bækkelund á þessum verkum var yfirleitt afburðavel af hendi leyst. Hann hefur íil að öera „humor“ og snarræði auk stað- góðrar. tækni og hin óvenjulega „rubato“ spilamennska hans var djörf, en þó góður hemill á öUu. í tilbrigðum Webem var inngangurinn fínlegur, en síðari hlutinn varð öllu gust- meiri í túlkun. — Á seinni hluta efnisskrár voru gömlu mennirnir, eða öillu heldur ■ [ „klassikerar" nýrri tónlistar, I Schönberg — Bartok og Strav- insky og bar leik Bækkelund þar hæst í svítu eftir Bartok. Það var eftirtektarvert, hversu áhugi hlustenda var daufur framan af þessum tónleikum, en óx eftir því sem á leið og var listamanninum svo vel fagn að, að hann lék þrjú aukalög að lokum við mdkinn fögnuð. Það má segja, að Tón'listarfé- lagið hafi þarna ráðizt í helzt Framhald á 15 siðu. Á VlÐAVANGI Soðið saman með krötum Austri Þjóðviljans hefur ve-ið að nöldra undanfarna daga út af 1. maíblaði Tímans. Þá hafði Tíminn myndarlegt blað 24 síður, með greinum eftir launþega og grein um 1. maí fyrir 40 árum og þau tíma- mót, sem urðu > íslenzkum þjóð málum 1927, er Framsóknar- flðkkurinn kom til valda. A t'orsíðu var ávarp frá. verkalýðs nefnd Framsóknarflokksins. Það, sem Austri finnur að þessu blaði er það, að 1. maí-ávarp fuiltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. sem lýtur forystu Óskars Hallgrímssonar, topp- krata, skuli ekki hafa verið birt í blaðinu. Þegar þrengsli eru i blaði og allt það efni, sem fyrir liggur kemst ekki í blaðið, verður að fara fram mai ritstjórnar á gildi og gæð- um greinanna. Hvað skal birt og hverju sleppt. Þeir, sem fletta Tímanum frá s.l. sunnu- degi, sjá, að þar var rétt valið. Þessi samsuða. sem kommúnist ar eru að sjóða saman með krötur og íhaldsmönnum 1. maí og allii eru hættir að taka mark á, taldi Tíminn engan sérstakan akk fyrir sig að birta.' Tíminn er ekki samþykkur og því síður stuðningsaðili skoðana Óskars Hallgrímssonar i þjóðmálum eins og þær hafa birzt í stefnu þeirrar stjórnar, sem hann síyður. Þótt hann fái komm- únista til að stimpla „ærleg- heitapassa“ sinn sem hinn dvggi vinur launþeganna, þá gerir Tíminnv það ekki. Þurfa hirtingu peir menn, sem nú standa í forsvari fyrir verkalýðshreyf- inguna, þurfa á öðru fremur að halda eins og málum er kom ið. en kjassi og kjamsi laun- þegnanna og málgagna þeirra. Þar á betur vi' það, sem einn af greinarhöfundum sagði í 1. maí-b’aði Tímans og talið var hafa meira erindi til laun- Þega 1. mai e.. samsuða komm únista og stjórnarflokksmanna, Jon Bjarnason sagði: ,pað er áskorun mín 1. maí, að forystumenn verkalýðssam taaanna standi betur í ístæðinu en þeir hafa gert undanfarna mánuði. Áskorun mín til þeirra er t'innið betur. Eyðið minni krafti og tíma í það að sundra vkkur sjálfum pólitískt og troða skóinn hver niður af öðrum “C bvi meiri krafti það, að vinna Oao verk, serr. verkalýðurinn herur falið ykkur og ætlast til að þið vinnið. Til þess kusu oen ykkur til "rúnaðarstarfa ng 'orystu. Sá trúnaður er ekki veittur vkkur tii þess að þið hafið hann upn á punt sem rós ncappagatið vkkar pólitiska sundrungarstreð. flefjist þvi hanua. Það getur orðið of seint. et þið hjálpið með aðgerðaríeysi ykkar öllu ’engur núverand' stjórnarflokk urn til að skapa hið hæfilega atvinnuieysi. sem hefur verið te verður þeirr? draumsýn“ oað var þet'- og fleira, sem itstjórn Tíman>- vildi ekki láta víkja fyrir samsuðunni mál- skrúðugu. Upphefð að austan En úegar nánai er að gætt. pioðviljinn öirti samsuðuna lítr áberandi stað inni í blað- Framhald a 15 -ifðu t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.