Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Tíminn - 17.06.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. júní 1967 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði • G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. FlugöMin og framtak Islendinga Um það bil sem Lindberg i'iaug fyrstur manna yfir Atlantshafið, var draumur íslendinga um að eignast eigin skipastól að rætast til fullnustu. En sú tíð kom að mönn- um þótti ekki nóg að reysta á skipin ein. Einn dag var komin fugvél í Vatnsmýrina við Reykjavík að tilstuðlan nokkurra ofurhuga og bjartsýnismanna. Flugöldin var gengin í garð hér eins og annars staðar. Um þessar mundir eiga stóru flugfélögin tvö, Flugfé- lag íslands og Loftleiðir merk afmæli. Þessi afmæli rifja upp hversu þróunin í flugmálum okkar hefur verið hröð og stórfelld síðustu tvo til þrjá áratugina. Þeir, sem eru haldnir vantrú á íselnzkt framtak, ættu að horfa til flug- félaganna og flugstarfseminnar i landinu yfirleitt. Vöxtur og viðgangur flugfélaganna íslenzku sannar okkur að við erum einfærir um að bjarga okkur og þurfum ekki á erlendri forsjá að halda, þegar hið íslenzka framtak fær að njóta sín. Það þurfti mikið áiæði og mikla bjartsýni til að trúa því í árdögun íslenzkrar flugaldar, að af flug- inu yrðu slík almannanot og raun ber vitni um í dag. Fyrir utan stóru flugfélögin tvö eru mörg smærri flug- félög starfandi, mörg hver þróttmikil og í örum vexti. Og eins og endranær, er fylgzt vel með þróuninni í flugmálum. Flugfélagið býst við nýrri farþegaþotu i dag, þeirri fjrrstu, sem íslendingar eignast, og Loftleiðir eru að athuga um kaup á farþegaþotum. Þá er Norðurflug á Akureyri búið að kaupa stóra og nýtízkulega farþegavél. Þannig mætti halda áfram að telja upp stórvirkin í flug- málum okkar. Þessi flugvélakaup sýna að við viljum engir eftirbátar annarra þjóða vera í farþegaflugi Þeir, sem stjórna þess- um fyrirtækjum, hafa sömu trúna á framtiðina og þeir höfðu i upphafi. Með þeirri trú sinni og þróttmiklum athöfnum treysta þeir sjálfstæði þjóðarinnar. Af þeim ástæðum, sem hér eru raktar. er 17. júní réttur dagur til að minnast hinna mörgu, stóru sigra ís- lendinga á sviði flugmálanna. Saga þeirra hlýtur að auka trú þjóðarinnar á getu hennar og framtak. Ýmsir voru þeir, sem vantreystu því á sínum tíma, að íslendingar gætu staðið einir og óstuddir a eigin fótum. Enn eru til menn, sem eru haldnir slíkri vantrú. Þeir treysta enn á erlenda forsjá og framtak að meira eða minna leyti. Þeim mönnum er hollt að kynna sér sögu íslenzkra ílugmála. Hún sýnir vel hvað íslenzkt framtak getur, þegar það fær skilyrði til að njóta sín. Borg Absalons Kaupmannahöfn á 800 ára afmæli um þessar mundir. Saga þessarar ágætu borgar og síðari tíma saga okkar eru tengdar sterkum böndum. í Kaupmannahötn stóð lengi menntastóll íslendinga og þar var frelsisbaráttan háð eigi síður en hér heima í dag líta gestir utar. af íslandi aðeins minjar þessara tíma. Þeir sjá bornhúsið, þar sem Jón Sigurðsson, forseti, bjó, og þeun er Dent á síðasta veru- stað Jónasar Hallgrímssonar. ísjendingar sækja enn mennt til Kaupmannahafnar. og borgin er enn sem fyrr hlið íslendinga að Evrópu. Þeir koma og fara í gegnum Kaupmannahöfn, og njóta lífsins í því glaða og áhyggju- lausa andrúmslofti. sem er svo einkennandi fyrir þessa 800 ára borg Absalons. TfMINN 9 1 ERLENT YFIRLIT Fyrsti blökkumaðurinn tekur sæti í hæstarétti Bandaríkjanna Thurgood Marshall þykir líklegur til að reynast vel. MIKLAR kynþáttaóeirðir bafa átt sér stað undanfarið í ýmsuim borgum Bandaríkjanna. Blökkumenm hafa víða efnt til einskonar herferðar gegn hvít- um mönmum, og unnið skemmd arverk á nHannvirkjum og rænt verzlanir. Margir leið- togar þeirra bafa hvaitt þá til slíkra mótmæla-aðgerða, því að annars myndi það dragdait á langinn, að þeir fengju rétt sinn viðurkenndan í verki, þótt það fengist á pappírnum. Mik- il hætta er talin á, að óeirðir þessar eigi enn eftir að færast í auklana. Meðan þessu fer fram hjá blökkumönnum, vinniur John- son forseti markvíst að því að blökkumenn öðlist í verki jafn rétti við hvíta menn. Johmsom forseti verður ekki sakaður um, að hann láti sinn hlut liggja eftir í þeim efnum. Hvað, sem sagt verður um Johnson í sam bandi við Vietniam, verður það ekki haft af honum, að hann er frjálslyndur og framsækinn í innanlandsmálum og gildir það ekki sízt kynþáttamálin. Hins vegar mætir forsetinn sterkum fordómum og mót- spynnu af hálfu hvítra manma og er það ekki lengur bundið við Suðurríkin ein. Þessi mót- spyrna vex í öllum llandshlut- um Bandaríkjanna, þar sem blökkumenn búa að ráði og láta í vaxamdi mæli á sér bera. Seinasta dæmi þess, að John son vill vetta blökkumönnum jafna aðstöðu og hvitum mönn- um er það, að hiawn skipaði blökkumann. Thurgood Mar- shall, í hæstarétt Bandaríkj- anna. Það er vitanlega fyrsti blökkumaðurinn, sem tekur þiar sæti. Þar er um mætae mann að ræða, en blöðum vestra kemur þó saman um, að margir hvítir menn hefðu frekar átt að koma til greina, ef farið væri eftir reynslu í dómarastarfi. Johnson vildi hins vegar nota þetta tækifæri til að sýna í verki viðhorf sitt til blökkuimanma og staðfesta, að þeir hefðu rétt til að gegna Johnson og Thurgood Marshall Tliurgood Marshall hinum æðstu embættum lands- ins engu síður en hvítir menn. THURGOOD MARSHALL er fyrir laillöngu orðið þekktur í Bandiaríkjunum. Hann er 58 ára gaomall, sonur jármbrautar þjóns í Baltimore, en þar er hann fæddur og uppalinn. Fað Lr hans þótti greindur maður og hafði á sér mikið orð sem rökræðumaður . Hlann var á- kveðinn í að láta son sinn ganga memntaveginn, en efnin voru ekki meiri en það, að eitt sinn urðu þau hjónin að selja giftingarhringana til að borga skólagjöld sonlarins. Thor good Marshall gekk námið vel. Hann lauk fyrst laganámi við Lincolnháskólann í Pennsylvan iu, en síðar stundaði hann fram haldsnám við Howardiháskól ann í Waishington. Hann fékk beztu einkun þeirra, sem út- skrifuðust samtímis honum. Fljótlega eftir að Thurgood Marsball lauk námi, réðist hann í þjónustu Framfarasam- taka blökkumanna, en eitt eð- alhlutverk þeirra var að fá dómstólana til að viðurkenna lagaleg réttindi blökkumanna. Thurgood Marshiaill starfaði í þágu þessiara samtaka í nær aldarfjórðung og annaðist persónulega málflutnimg fyrir hæstarétti Bandaæíkjanna í ekki færri en 32 málum. Hann vtann 29 þeirra. Stærsta sigur sinn vann hann 1954, þegar hæstiréttur felldi dóm um, að það væri andstætt lögum að aðskilja böm í skólum eftir kynþáttum. Árið 1961 hætti Thurgood Mar shall að starfa í þjónustu þess ara samtiaka, en þá skipaði Kennedy forseti hann í eitt helzta yfirdómaraembætti Bandaríkjanna. Því starfi gegndi hann í í'jögur ár. Þá skipaði Johnson hann saksókn- era ríkisins. Hlutverk hans var m- a. að ákveða, hvort grípa skyldi til opinberrar máls- höfðunar vegna kærumála, sem stjóminni voru send til með ferðar. Hann gegndi þessu emibætti í tæp tvö ár. Á þeim tíma var hann sækjandi af opinberri hálfu í 19 málum, sem hæstiréttur fjiallaði um- Thurgood Marshall hefur því verið sækjandi eða verjandi fyrir hæstarétti í rúmlega 50 málum og er því öllum hnútum þar kunnugur. ÞAÐ er viðurkemnt, að Thurgood Marshall sé ágæt- lega fær lögfræðingur, en hann er þó þekktari fyrir það, hvemig hiann flytur mál ■ sitt. Hlanm er alltaf rólegur og þægi legur, hlýr í viðmóti og notar yfirleitt ekki stóryrði. Hann hefur þótt manna lagnastur við samningaborð. Hann er rómaður fyrir að koma mönn um í gott skap eftir að deilur hlafa risið hátt. Þá grípur hann oft til þess að segja kímmi- söigur, sem hann er sa-gður gera manna bezt. Margir spá því, að góð sam vinna muni takast með þeim Thurgood Marshall og Warren, forsetia hæstaréttar. Sem lög- fræðingur eru þeir ekki fyrst og fremst bókstafsmenn, held- ur leitast við að gefa köld- um lagabókstaf mannlega túlk un. Þeir skýra lögin af víð- sýni og frjálslyndi. Þess vegna þykir Uklegt, að skipun Marshalls í hæsitarétt muni stuðlia að því að treysta það frjálslyndi, sem þar hefur ríkt síðan Warren varð for- seti réttarins. Thurgood Marshall er stór vexti og allur linn myndarleg asti. Það er tekið eftir honum hvar sem hann fer. Þeir, sem þekkja hann, spá því, að hiann muni reynast blökkumönnum virðulegur og góður fulltrúi í æðsta dómi Bandarikjanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 134. Tölublað (17.06.1967)
https://timarit.is/issue/243884

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. Tölublað (17.06.1967)

Aðgerðir: