Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. mal 1985 3 l|l Útboð Tilboð óskast í að grafaog fjarlægja jarðveg á lóð Seljahlíðar við Hjallasel í Reykjavlk fyrir bygging- ardeild. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavik gegn kr. 1.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. maí 1985 kl. 15.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Laus er til umsóknar kennarastaða I viðskipta- greinum við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 25. maí. Menntamálaráðuneytið. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn I Hreyfilshúsinu sunnudaginn 12. maí kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin Verðkönnun á einkatölvum Tölvuþjónusta sveitarfélaga óskar eftir upplýs- ingum um einkatölvur og annan búnað fyrir sveit- arfélög, stofnanirog fyrirtæki þeirra. Þettaergert með það fyrir augum að ná samkomulagi við ein- hvern söluaðila til að lækka kostnað fyrir einstök sveitarfélög og fá fram samræmingu I tölvubún- aði. Miðað er við, að vélbúnaður geti nýtt þann hug- búnað, sem nú er verið að semja fyrir Tölvuþjón- ustu sveitarfélaga auk ritvinnslu, töflureiknis og verkfræðilegra útreikninga. Reiknað skal með, að afhending 50 véla með mismunandi fylgibúnaði fari fram á 2 árum. Gögn verða afhent frá og með mánudegi 6. maí á skrifstofu Sambands íslenzkra sveitarfélaga að Háaleitisbraut 11, 3. hæð. Skýringarfundur verður haldinn 7. maí 1985 kl. 15.00 I húsakynnum Sambands íslenzkra sveitar- félaga, Háaleitisbraut 11, Reykjavík, 4. hæð. F.h. Tölvuþjónustu sveitarfélaga Logi Kristjánsson ST. JÓSEFSSPITALI Landakoti Lausar stöður: Hjúkrunarfræðingaróskast til starfa við eftirtald- ar deildir: Svæfingardeild Lyflækningadeildir Handlækningardeildir Barnadeild Göngudeild (Gastro) dagvinna Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleys- inga. Sjúkraliðar óskast til starfa við: Handlækningadeild Skurðstofu (dagvinna) Umsóknir ásamt upþlýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar I slma 19600 frá kl. 11—12 og 13—14 alla virka daga. Reykjavfk 3.05.1985 Skrifstofa Hjúkrunarforstjóra. Mezzoforte gera það gott Einsog fram hefur komið í frétt- um að undanförnu er hljómsveitin Mezzoforte nú á hljómleikum í Evrópu. Nú þegar hefur hljóm- sveitin haldið nokkra tónleika í Þýskalandi og hvarvetna hlotið dúndrandi viðtökur. Mezzoforte kemur fram í 14 borgum í Þýska- landi, auk þess að halda tónleika í Austurríki, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og nú rétt í þessu var Spánn að bætast í hópinn. Hefur Mezzo- forte verið boðið að koma fram í TV 3 sjónvarpsstöðinni í Barcelona þann 7. maí og leika þrjú lög, en þessi stöð þjónar öllu Catelonía- svæðinu. Síðan mun hljómsveitin koma fram í spænska ríkisútvarp- inu í Madrid þann 9. maí í vinsæl- asta tónlistarþætti Spánar. Einnig leikur hljómsveitin á tvennum hljómleikum í Barcelona og Mad- rid. Að tónleikaförinni lokinni halda strákarnir í Mezzoforte aftur til Englands. Þar verður hafist handa við að hljóðrita lagið This Is The Night sem mun koma út á tveggja laga plötu um allan heim í sumar. Söngvarinn Weston Foster mun að- stoða Mezzoforte í þessu lagi, en hann er núna með þeim í hljóm- Ieikaförinni. Meðlimir Mezzoforte hafa nú þekkst boð bresku ríkisútvarps- stöðvarinnar BBC um að gera 20 mínútna útvarpsprógram sem síðan verður sent út um allt Stóra-Bret1 land. Mezzoforte er reyndar mjög í hávegum höfð á rásum BBC-út- varpsins og eru lög hljómsveitar- innar mjög mikið notuð í ólíkustu þáttum stöðvarinnar. Sem dæmi um þetta má nefna, að tveir vinsæl- ustu þáttagerðarmenn BBC 1, þeir Steve Wright og Bruno Brooks, nota tvö laga Mezzoforte sem kynn- ingarlög þátta sinna. Steve notar lagið Surprise og Bruno notar Take Off. Aukinheldur er lagið Rockall jafnan notað þegar Top 40 lagalist- inn er talinn niður á hverjum sunnudegi. Síðast en ekki síst þá er lagið Garden Party kynningarlag í þættinum 6 O’Clock Show sem sent er út á föstudögum kl. 6.00. Af þessari upptalningu má gera sér ör- Iitla grein fyrir þeim sessi sem tón- list Mezzoforte skipar meðal breskra tónlistarunnenda. Enn mætti halda áfram að telja upp þá þætti í dönskum, norskum, þýsk- um, portúgölskum, ítölskum, frönskum, belgískum, hollenskum og japönskum útvarpsstöðvum sem hafa tónlist Mezzoforte í hávegum, en slíkt væri aðeins til að æra óstöð- ugan. Hjálparsveitir skáta Stórhapp drætti „Vel búnar hjálparsveitir veita ör- yggi” er yfirskrift stórhappdrættis hjálparsveita skáta, er nú stendur sem hæst. Happdrættismiðar með viðfestum gíróseðlum hafa verið sendir landsmönnum. í meira en 50 ár hafa hjálparsveit- ir skáta unnið óeigingjarnt sjálf- boðastarf sem á sér fáar, ef nokkrar hliðstæður. Allan ársins hring, hvenær sólarhrings sem er, eru hundruð félaga í fjölda hjálpar- sveita víðsvegar um landið, ávallt viðbúnir til leitar- og björgunar- starfa. Þúsundir landsmanna hafa notið þjónustu og aðstoðar hjálp- arsveitanna og margir þeirra væru ekki til frásagnar nú, ef björgunar- starfs hjálparsveitanna hefði ekki notið við. Þótt félagar sveitanna vinni störf sín í sjálfboðavinnu, kostar rekstur- inn stórfé árlega. Mest af því er sjálfsaflafé, aðeins lítill hluti er framlag opinberra aðila. Vinningarnir eru: 15 bifreiðar, Fiat Uno 45 S hver að verðmæti kr. 280.000r 40 mynd- bandstæki, Sharp VC 481 hvert að verðmæti kr. 44.900r 40 örbylgju- ofnar, Sharp R-6200 hver að verð- mæti kr. 17.600. Dregið verður í stórhappdrætt- inu þann 9. maí n.k. Húsnæðisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77 R Simi28500 Útboó Eyrarbakkahreppur Stjórn verkamannabústaða, Eyrarbakkahreppi, óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja einbýlis- húsa 65 m2, 324 m3. Húsin verða byggð viðTúngötu, Eyrarbakka, og skal skila fullfrágengnum 31. okt. 1986. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnar- skrifstofu Eyrarbakkahrepps og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar rlkisins frá þriðjudeginum 7. maí nk.; gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði, eigi síðar en miðvikudaginn 29. mal nk. kl. 11.00 og verða þau opnuð af viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins. Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar, sem óska eftir að dvelja I orlofshús- um félagsins I Svignaskarði, sumarið 1985, verða að hafa sótt um hús eigi slðar en föstudaginn 17. mal. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins Skólavörðustlg-16. Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu félags- ins 20. maí kl. 16.00 og hafa umsækjendur rétt til aö vera viðstaddir. Þeir félagar, sem dvalið hafa I húsunum á 3 und- anförnum árum, koma aðeins til greina ef ekki er full bókað. Leigugjald verður kr. 2.500.00 á viku. Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt hús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum, sem eru frávinnu vegna veik- indaeða fötlunar, og verður það endurgjaldslaust gegn framvísun læknisvottorðs. Stjórn Iðju ÍH Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Stöður yfirfélagsráðgjafa og deildarfélagsráð- gjafa við Geðdeild og aðrar deildir Fjórðungs- sjúkrahússinsáAkureyri.eru lausartil umsóknar. Umsóknirmeð upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Umsóknum sé skilað inn fyrir 31.05.1985. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Laus staða í viðskiptadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar staða lektors með kennsluskyldu á sviði stærðfræði, hagrannsókna og skyldra greina. Gert er ráð fyrir að stöðunni verði ráðstafað frá 1. júll n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vlsinda- störf umsækjenda, ritsmlðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, og skulu þær hafa borist fyrir 1. júnl 1985. Menntamálaráöuneytið, 26. apríl 1985.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.