Alþýðublaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 4
 1 alþýöu- I blaöiö Alþýðublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Áskriftarsíminn er 81866 í lausasöiu 20 kr. Fimmtudagur 4. júll 1985 Prentun: Biaðaprent hf, Síðumúla 12. BandarJkin: Demókratar á rökstólum Frá því Gary Hart skaust óvænt upp á stjörnuhimininn í forkosn- ingum Demókrataflokksins um til- nefningu til forsetaframbjóðanda hafa átt sér stað frjóar umræður innan flokksins um hugmynda- fræðilega stöðu hans. Demókrata- flokkurinn hefur reyndar aldrei ver- ið hugmyndafræðilega samstíga hjörð manna og hið sama má segja um Repúblikanaflokkinn: í báðum flokkum er að finna hægri sinna og frjálslynda, en vinstrisinnar ein- skorðast þó við Demókrataflokk- inn. En Demókratar hafa litið á sig sem flokk alþýðunnar og verið í samkrulli við verkalýðshreyfing- una. Hingað til hefur mikil áhersla verið lögð á þetta samkrull. En Gary Hart var persónugerv- ingur fyrir öfl innan Demókrata- flokksins sem hafa viljað breyta ímynd flokksins. Þessi öfl hafa vilj- að hverfa frá áherslunni á samstöð- una við verkalýðshreyfinguna og vilja höfða til fleiri þjóðfélagshópa. Þeir gagnrýna mjög skrifræði, óhófleg ríkisútgjöld og vilja vin- samlegri samskipti við atvinnurek- endur, þó sérstaklega þá sem standa í framleiðslu, gagnvart hinum sem „fletta pappírum" eins og þeir á Wall Street. Á hinum væng flokksins eru rót- tæklingarnir svokölluðu, sem vilja taka upp siði og stefnu sósíalista og sásíaldemókrata Evrópu, styrkja enn samstöðuna með verkalýðs- hreyfingunni, sem þeir segja hafi tekist að sameina jaf naðarstefnu og hagvaxtarstefnu. Ríkisvaldið hefur að þeirra mati mikilvægu hlutverki að gegna, draga verði úr ofurvaldi markaðsaflanna og treysta meir á opinbera hagstjórn til að forðast æ meiri samþjöppun auðs og valda. Þeir gera eins og hinir greinarmun á atvinnurekendum sem eru í fram- leiðslugreinunum og hinum sem eru það ekki. Og þeir viðurkenna að verkalýðshreyfingin sé ekki einhlít; sum verkalýðsfélög og samtök hugsa ávallt fyrst og fremst um eig- in hag og að bjarga eigin skinni, í stað þess að leggja áherslu á sam- stöðu verkalýðsins og samræmda stefnu. En þeir viðurkenna ekki þá fullyrðingu að Demókrataflokkur- inn verði nú að höfða til allrar þjóð- arinnar til að treysta undirstöður sínar. Sem dæmi um skiptar skoðanir má nefna útgjöld til velferðarmála. Hinir „nýfrjálslyndu“ vilja draga úr slíkum útgjöldum með því að draga fólk í dilka þannig að tryggt sé að enginn fái félagsleg framlög ef hann kemst af án þeirra. Hinir rót- tækari hafna þessu og segja að með þessu þurfi fátækt fólk að sanna fá- tækt sína, en benda á að ríkisút- gjöld megi vissulega spara á mörg- um sviðum, t.d. sé full þörf á því að draga verulega úr hermálaútgjöld- um, sem nú nema um 300 milljörð- um dollara á ári (um 12 þúsund milljarðar ísl. kr.). Umræðan heldur áfram og segja má að Demókratar hafi nægan tíma til að endurskoða stöðu sína og stefnu, þegar litið er til forseta- kosninganna 1988. Tyrkland: Dreifðir kraftar jafnaðarmanna Um það bil 5 ár eru liðin frá því hershöfðingjarnir hrifsuðu til sín völdin í Tyrklandi. í kjölfarið fylgdu fjöldahandtökur og dauða- dómur yfir pólitískum andstæðing- um. Þessu voruTyrkir ekki óvanir, enda í þriðja skiptið á aðeins 25 ár- um sem herinn grípur með þessum hætti inn í, afnemur þingræðið og bannar starfsemi stjórnmála- flokka. Tveimur árum eftir yfirtöku hers- ins voru Tyrkir látnir samþykkja nýja stjórnarskrá um leið og höfuð- paur valdatökunnar, Kenan Evren, var kjörinn forseti, en hann var einn í framboði. í fyrstu þingkosningun- um undir hervaldi, í nóvember 1983, leyfðist þremur stjórnmála- flokkum að bjóða fram. Þá létu kjósendur í ljós óánægju sína með áætlanir hershöfðingjanna með því að flokkurinn sem herinn lagði blessun sína á lenti í þriðja og síð- asta sæti. Sigurvegarar kosning- anna var flokkur núverandi forsæt- isráðherra, Turgut Özals, hinn íhaldssami Föðurlandsflokkur, en í öðru sæti lentu jafnaðarmenn í Populistaflokknum. í sveitar- stjórnarkosningum í mars síðast- liðnum fengu tveir nýir flokkar til viðbótar náðarsamlegast að bjóða sig fram. íhaldsflokkur Özals varð enn sterkastur, en hinir nýju flokk- ar eru í stjórnarandstöðu. Annars vegar eru það jafnaðarmenn undir forystu Erdal Inönii, hins vegar annar íhaldsflokkur sem kallar sig „Flokkur réttu leiðarinnar". Þann- ig eiga þrír flokkar fulltrúa á þingi, en tveir aðrir eiga fulltrúa í sveitar- stjórnum. Sjötti flokkurinn vinnur nú ötullega að því að gera sig gild- andi — en það er þriðji jafnaðar- mannaflokkurinn — að baki hon- um stendur Biilent Ecevit, fyrrum forsætisráðherra. Honum er (eins og 300 öðrum stjórnmálamönnum fyrri ára) bannað að taka þátt í stjórnmálum og er formaður flokksins sem sé eiginkona Ecevits Rahsan. Flokkurinn nefnist „Lýð- ræðislegi vinstriflokkurinn“. Fyrstu tvö árin eftir byltingu hersins var Ecevit í stofufangelsi, en síðustu ár hefur hann fengið leyfi til að ferðast erlendis og halda fyrir- lestra. Hann hefur hins vegar alltaf þurft að gæta orða sinna og stilla málflutningi sínum í hóf — af ótta við viðbrögð herklíkunnar. Ýmsir fjölmiðlar í Tyrklandi hafa gagnrýnt Ecevit fyrir að leggja upp með þriðja flokk jafnaðarmanna og segja persónulegan metnað hans ráða þar ferðinni. Nær væri að styðja við jafnaðarmannaflokk Inönus, sem stæði styrkum fótum í tyrkneskum stjórnmálum nú orð- ið. Aðþar með dreifi jafnaðarmenn kröftum sínum í baráttunni gegn íhaldsstjórn Özals og hershöfðingj- unum. I skoðanakönnunum und- anfarið hefur íhaldsflokkur Özals er hátt, atvinnuleysi mikið og vax- andi og misskipting í þjóðfélaginu talsverð. Özal vinnur að því að koma Tyrklandi í Efnahagsbanda- lagið og hefur aukið viðskipti við Japan, arabísku og íslömsku lönd- in. Viðræður eru framundan um að treysta stöðu landsins innan NATO. Meðal annars stendur til að færa hinar 10 herstöðvar Bandaríkjanna í nútímalegra horf og bæta við kjarnorkuvopnaaðstöðuna. fengið allt að 40%, jafnaðar- mannaflokkur Inöniis verið næst stærstur og íhaldsflokkurinn „hinnar réttu leiðar“ verið í þriðja sæti. Hinir dreifðu kraftar jafnaðar- manna hafa orðið til þess að íhalds- öflin hafa styrkt stöðu sína, þrátt fyrir óvinsælar ráðstafanir ríkis- stjcrnaiinnar í 50—60% verð- bólgu, verðlag á nauðsynjavörum MOLAR Trúarlegir litir Tímaritið Málarinn er mjög vand- að blað og fullt af fróðleiksmol- um, einsog t.d. þeim sem hér fer á eftir og Kristján Guðlaugsson, ritstjori tímaritsins er skrifaður fyrir: Á seinustu árum hefir litafræði fleygt mjög fram, einkum vegna þess að menn hafa uppgötvað, að ekki stendur á sama hvaða litir eru í íbúðarherbergjum og á vinnu- stöðum. Nú er það orðin sérgrein að ákveða, hvaða litir hæfi best á hverjum stað. Málarar sjá nú fremur en áður hvers virði er að hafa gott skyn á liti og málningar- verksmiðjurnar leggja mikla áherslu á framleiðslu á litavali, sem velja má eftir sérhönnuðum litakortum. En litafræðin er þó mörgum sinnum eldri og í Gamla-testa- mentinu er skýrt frá þvi, hvaða lit- ir skuli vera ráðandi í helgidómin- um. Segir þar svo i 2. Mósebók: „Tjaldbúðina skaltu gera af 10 dúkum; þeir skulu vera úr hvítri viðarull tvinnaðri, bláum purp- ura, rauðum purpura og skarlati. Þú skalt búa til lykkjur af bláum purpura á jaðra dúkanna . . . og króka af gulli að tengja saman dúkana". Og um messuklæði prestanna segir: „Þeir skulu gera Aron bróð- ur þínum og sonum hans helg klæði, að hann þjóni mér í prests- embætti. Og skulu þeir til þess taka gull, bláan purpura, rauðan purpura, skarlat og hvíta viðar- ull“. Litir helgidómsins eru því fimm: gult, blátt, blárautt, rautt og hvítt. Á 6. öld ritaði St. Gregory, að þessir væru hinir helgi litir róm- versku kirkjunnar, og á 8. öld seg- ir Beda prestur hinn fróði hið sama um helgiliti engilsaxnesku kirkjunnar. Árið 1678 kom út bók eftir mann sem hét William Salmon. Þar er lýst táknrænni þýðingu lita: Hvítt er litur trúarinnar, vamm- leysi hefir gulan lit, en eilífðin er ætíð táknuð með bláum lit og gylltum stjörnum. Þess vegna var það siður að mála hvelfingar kirkna bláar með gullnum stjörnum; ennfremur að mála kirkjuklukkur bláar og með gylltri rönd. Má enn sjá fjölda kirkna víðs vegar um lönd málaðar í þessum litum. Þ. á m. ýmsar dómkirkjur. • Barnamold eða mánamjólk Enn leita molar á náðir tímarita, í þetta sinn til tímarits Hins ís- lenska náttúrufræðingafélags, Náttúrufræðinginn. í því er stutt hugleiðing um orðið kísilgúr, eftir Árna Einarsson. Það orð mun vera nýyrði í íslenskri tungu en um þetta tökuorð skrifaði Halldór Laxness í bók sinnl Yfirskyggðir staðir: „Þessi málmleysíngi hefur frá ómunatíð heitið barnamold eða pétursmold á íslensku. Hvernig stendur á að efnið skuli altíeinu heita kísilgúr, svo óvanir sem við erum því að taka upp hráa þýsku í tungu okkar.“ Árni segir að barnamoldarnafnið sé dregið af notkun efnisins til að púðra ungbarnabotna, en barnamoldin drekkur vel í sig raka. En kísilgúr- inn hefur gengið undir fleiri nöfn- um, í úrskýringum Björns Hall- dórssonar með íslensk-latneskri i orðabók sinni segir hann: „Mána- mjólk er hvítur leir mjúkur og feitur undir gómi en næsta því sama sem menn kalla á íslensku pétursmold og brúkast helst til að þurrka með náttúrulega vætu af barns líkama . . 1‘ Stórhuga Það eru ekki bara Landsvirkjun- armenn sem hafa látið sig dreyma stóra drauma. Stórhuga menn hafa alltaf verið til. í Málaranum, tímariti Málarameistarafélags Reykjavikur, er að finna frásögn af einum slíkum. Tökum við okk- ur molaleyfi til að birta hana hér: — Síðasta verkefni sem arki- tektinn mikli, Frank Lloyd Wright, vann að sló öllum þeim fyrri við. Eðlilega komst það aldrei á framkvæmdastig — þetta var bygging sem átti að vera heil míla á hæð, 528 hæðir, skýja- kljúfur sem hæfði öld geimferða. Þessi Babelsturn hefði orðið allt að fjórum sinnum hærri en hæsta bygging í heimi nú, hann átti að verða eins og dálkur í laginu og átti ekki að haggast þótt vindar gnauðuðu. Lyftur áttu að vera ut- an á húsinu á sporum, knúðar kjarnorku, lendingaraðstaða fyr- ir þyrlur og bílastæði fyrir 15.000 bíla. Wright gerði ráð fyrir að það þyrfti alls 13.000 verkamenn til að reisa húsið, ennfremur taldi hann að tíu slík hús myndu geta séð allri New York fyrir skrifstofuhús- næði. Þar sem nú er steinsteypa og gler áttu að verða grasgarðar og barnaleikvellir. Þótt hugar- fóstur Wrights sé e.t.v. fram- kvæmanlegt tæknilega séð, hryllti verktökum, arkitektum, viðgerð- armönnum og ekki síst slökkvi- liðsmönnum við þessari framtíð- arsýn. Enn hefur hún því ekki orðið að veruleika.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.