Alþýðublaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. september 1985 3 Afmceliskveðja Stefán Júlíusson 70 ára Stefán Júlíusson rithöfundur er sjötugur í dag. Þegar litið er á allt sem hann hefur komið í verk þarf það ekki að undra að hann hafi safnað árum, en flestum mun þó farið eins og mér að láta segja mér það oftar en einu sinni að Stefán væri að fylla sjöunda tuginn. Sumir eru alltaf ungir og reyndar yngri en ýmsir sem telja færri árin. Stefán er einn þeirra. Stefán er fæddur í Þúfukoti í Kjós, sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar og Helgu Guðmunds- dóttur. Uppvaxtarár Stefáns voru hins vegar í hrauninu í Hafnarfirði, en þangað fluttust foreldrar hans. Þar ólst hann upp í stórum syst- kinahópi. Kjörin voru kröpp en Stefán var knár og brauzt til mennta. Það var talsvert afrek eins og allt var í haginn búið. I huga mínum er enginn vafi á þvi að umhverfið allt hafi mótað Stefán og stælt þegar í æsku: Hraunið, sjórinn, lífsbaráttan, ójöfnuðurinn og barátta verkafólks fyrir mann- réttindum, félagslegu öryggi og mannsæmandi kjörum. Mér finnst ég finna þetta í ritstörfum, lífsvið- horfi og öllum verkum. Rótin hefur aldrei slitnað. Það segir líka sitt um manninn. Það lýsir tryggð við upp- runann, ekki einungis hinn land- fræðilega uppruna, heldur ekki síð- ur þann uppruna sem í lífskjörun- um fólst. Samstaðan með þeim sem minna mega sín, lífsskoðun jafnað- armanns og verkalýðssinna á sér þennan uppruna. En fleira kemur til, því að „kjörin settu á manninn mark, mótuðu þor og stæltu kjark“. Þannig varð Stefán eldheit- ur baráttumaður, orðslyngur og ósérhlífinn. Hann sat aldrei hjá. Það gustaði því í kringum hann. Þetta óx andstæðingum hans í pólitíkinni í augum og á því fékk hann líka að kenna. Kannski herti það hann enn frekar. En þetta er liðin tíð. Hitt er svo annað mál, og alveg óháð baráttuviljanum, storminum og því sem því fylgdi, að Stefán var og er allra manna skemmtilegastur í hópi félaga, vina eða kunningja. Það hef ég sjálfur reynt, en þó heyrt enn frekar frá öðrum sem betur þekkja og meira hafa notið. Ritstörf Stefáns eru mikil og merk, tíu skáldsögur, átta barna- bækur, tvæ smásagnabækur, barnaleikrit, unglingasaga, ævi- sagnaþættir, minningaþættir og sjónvarpskvikmynd. Mér telst svo til að útgefin verk séu 25 talsins. Eru þó fjölmargar greinar ótaldar. Þetta eitt er ærið ævistarf, en þó einungis brot af lífsverki Stefáns. Lengst af var hann jafnframt kennari í fullu starfi, lengstum sem yfirkennari. Þeir sem höfðu hann að kennara, en þess naut ég reyndar aldrei, mátu hann mikils og allir sem ég hef hitt eru samdóma um að hann hafi verið afbragðskennari. Félagsstarfið í skólanum var Ste- fáni lika hjartfólgið. Því lenti margt af því á hans herðum og það eins og annað leysti hann svo vel af hendi að hvorki krakkar né aðrir kennar- ar gátu hugsað sér annan þar í for- svari. Síðar varð Stefán forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins o% þar á eftir bókafulltrúi ríkisins. I þeim störfum haslaði hann sér völl á nýj- um sviðum, og hafði trúi ég ánægju af, úm leið og aðrir nutu þar holl- ráða hans og leiðbeininga. Allar götur hefur Stefán verið einstaklega virkur í félagsmálum og til svo margs trúað í þeim efnum að ég treysti mér ekki upp að telja. Skal aðeins nefna trúnaðarstörf fyrir kennara og rithöfunda, stjórnar- störf og stjórnarformennsku í Kaupfélagi Hafnfirðinga, stjórnar- störf í Barnaverndarfélagi Hafnar- fjarðar, í Styrktarfélagi aldraðra og í Leikfélagi Hafnarfjarðar meðan það var og hét. Á vegum bæjarins sat hann í skólanefnd og arftaka þess, fræðsluráði. Þá átti hann sæti í stjórn bókasafns Hafnarfjarðar og gegndi þar löngum formennsku. Stjórnmálum sinnti Stefán jafn- framt ötullega. Hann var löngum í miðstjórn Alþýðuflokksins og í for- Verksmiðjustörf Okkur vantar starfsfólk I verksmiðjustörf við pökkun og fleira. Hreinleg vinna. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. SAMBAND ISL.SAMVINNUFELAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Laus staða Staða bókafulltrúa ( Menntamálaráðuneytinu, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1976 um almenningsbókasöfn, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. Þar sem fyrir dyrum stendur endurskoðun áðurgreindra laga um almenningsbókasöfn, verður að svo stöddu aðeins ráðið I stöðuna til eins árs. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu' hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 18. október næst- komandi. Menntamálaráðuneytið 19. september 1985. Laust embætti er forseti íslands veitir. Embætti skipulagsstjóra ríkisins er laust til um- sóknar en það veitist frá 1. desember 1985. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknirásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir 1. nóvember 1985. Félagsmálaráðuneytið, 23. sept. 1985. ystusveit flokksins í Hafnarfirði. Oft var hann í framboði fyrir flokk- inn, sat á Alþingi sem varamaður um skeið og sömuleiðis í bæjar- stjórn. Jafnframt naut Alþýðu- flokkurinn Stefáns á ritvelli í bæj- armálgagninu, í Alþýðublaðinu og Alþýðubrautinni. Þetta framtal á verkum Stefáns er aðeins yfirlit og mörgu sleppt, en það má vera til marks um fjölhæfni hans og undraverð afköst. Þó man ég aldrei eftir því að Stefán hafi borið þess merki eða haft á orði að hann væri neitt sérstaklega upptek- inn eða ætti annríkt. Það eru margir sem eiga Stefáni margt að þakka og hugsa til hans í dag, nemendur, fyrrum samkenn- arar, samherjar í félagsmálum og pólitík, að ótöldum öllum lesend- um bóka hans og ritverka. Ég veit að allur þessi skari tekur undir ósk mína til Stefáns og fjölskyldu hans um heill og hamingju á komandi ár- um. Kjartan Jóhannsson Stefán Júlíusson rithöfundur er sjötugur í dag. Ég vil í tilefni dags- ins senda honum bestu hamingju- óskir frá mér og fjölskyldu minni um leið og ég set nokkur orð á blað, sem hvorki verður upptalning at- hafna hans og orða né heldur ævi- ágrip af einhverju tagi. Skrif þetta verður í besta falli stutt hugleiðing og afmæliskveðja. Maðurinn er enn svo ungur og verkin vonandi mörg sem hann á eftir að vinna. Stundum kemur það manni ger- samlega á óvart, hve ungir menn eru orðnir gamlir að árum, hvað alman- ak og afmæli eru langt frá skynjun og tilfinningu hins líðandi dags. Þannig var það, þegar ég nú á dög- unum uppgötvaði að félagi minn og samferðamaður, Stefán Júlíusson rithöfundur væri að verða sjötugur. Hann ber það svo sannarlega ekki með sér að eiga slíkan árafjölda að baki. Ég varð fyrst var við Stefán Júlí- usson sjö ára gamall drengur norð- ur á Akureyri. Þá fékk ég bók í jóla- gjöf sem hét Kári litli og Lappi. Höfundur hennar var Stefán Júlí- usson. Það fór ekki fram hjá ung- um dreng, að þar var góður maður á ferð. Og sögurnar af Kára, sem á eftir komu, staðfestu þetta viðhorf. Þar eins og svo oft og víða annars staðar rataði Stefán Júlíusson til hjarta samferðamannsins. Þar spil- aði saman tungutak hans, tilfinnmg og skynsemi. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég kynntist Stefáni Júlíussyni hér suður í Hafnarfirði. Oft vill það verða, að ímynd þeirra persóna, sem börn og unglingar hafa sett sem goð á stall í vitund sinni, vill fölna og blikna við nálægð og raunveru- leg kynni. Þannig varð það ekki um Stefán Júlíusson. Því betur sem ég kynntist honum, því meir sem ég reyndi kosti hans og hæfni, því meiri virðingu bar ég fyrir mannin- um. Þetta er stórt sagt i lítilli grein, sem á að vera afmæliskveðja — en það er engu að síður satt. Leiðir okkar Stefáns hafa legið saman í skólamálum, í starfi kaup- félagsins og í starfi Álþýðuflokks- ins, og nú situr eftir þakklæti til samferðamannsins Stefáns Júlíus- sonar og góðar minningar. Stefán er eldhugi og hugsjóna- maður. Hann gekk ungur jafnaðar- stefnunni á hönd og samvinnuhug- sjónin var honum einnig hugleikin. Félagsvitundin, samábyrgðin og réttlætistilfinningin setja mark sitt á manninn. Þar sem Stefán Júlíus- son fer, þar fer líka traustur og sannur félagsmálamaður í þess orðs beztu merkingu. Og sú staðreynd situr rótgróin í vitund minni og verður ekki hagg- að, að hverju því verki er vel borgið sem Stefán hefur tekið að sér. Ég er þakklátur Stefáni fyrir allar samverustundir og samvinnu og góðan félagsskap. Á merkum afmælisdegi hans sendi ég beztu árnaðaróskir og þökk fyrir öll samskipti. Ég bið þess og vona að lengi enn megum við njóta ylsins frá hugsjónaeldi hans, njóta tungutaks hans og penna og atorku og skynsemi til góðra verka. Lifðu heill og lifðu lengi Stefán Júlíusson. [jörður Zóphóníasson. Es. Stefán verður að heiman í dag. Heyrnin mæld á Dalvík Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sérfræð- ingum Heyrnar- og talmeinastöðv- ar íslands verða á Dalvík 4. okt. nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Tekið á móti tímapöntunum á Heilsugæslu Dalvíkur og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. / ■ I ■ \ 1 nyjar leiðir J S ÞRÓUNARFÉLAG ÍSLANDS HF. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé rennur út mánudaginn 30. sept- ember næstkomandi. Stofnskjal félagsins ligg- ur frammi i öllum bðnkum og útibúum þeirra, ásamt kynningar- bæklingi um félagið, með lista til þess að skrifa sig fyrir hlutafé. Póstleggja þarf áskriftar- lista hlutafjár í síðasta lagi 30. september og skulu þeir stílaðir á Þró- unarfélagið hf., pósthólf 5001,121 Reykjavík. Til klukkan 17:00, mánu- daginn 30. september verður einnig tekið á móti áskriftarlistum hjá Baldri Guðlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, lögmanns- og endur- skoðunarskrifstofu, Skólavörðustig 12, Reykjavik, og Helgu Jónsdóttur, aðstoðar- manni forsætisráðherra, forsætisráðuneytinu, stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, Reykjavík. fl Jf M 1 1 ^ Jj ;#%•' M „i ' ■ ■.: /L' =1 / ■ II , mmF lljs S AgXréA 1| UNDIRBÚNINGSNEFND AÐ STOFNUN ÞRÓUNARFELAGS ISLANDS HF.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.