Alþýðublaðið - 25.01.1986, Side 2

Alþýðublaðið - 25.01.1986, Side 2
2 Laugardagur 25. janúar 1986 'RITSTJQRNARGREIN' Við hefðum kannski átt að fagna í hljóði? Lítið dregur úr vanda þeirra húsbyggjenda, sem skulda stóru skammtímalánin ( bönkunum. Lánin bara hækka og hækka þótt greitt sé reglulega á gjalddögum, og skuldin verður æ stærra htutfall af verðmæti eignarinnar, sem keypt var fyrir lániö. Skuldarar ferðast um ( svartnætti, þeir sjá hvergi vonarglætu. Stjórnmálamennirnir hafa svikiö þá. Það gagnar lít- ið þótt þingmenn Alþýðuflokksins leggi fram tillög- uráþingi. Þæreru ekki teknartil greina. Alvarlegust eru svik fjármálaráðherra og forsætisráðherra, sem hafa lofaö umbótum. Mark var tekið á orðum þeirra. Þeir töluðu I krafti embættis og valda. Loforðum þeirra var fagnað. Alþýðublaðið notaði forsiðuleið- ara til að gleðjast fyrir hönd húsbyggjenda, þegar fjármálaráðherra sagði styrkri röddu, að hann myndi beita sér fyrir lengingu bankalána og jafnvel niður- fellingu verðtryggingar á skammttmalánum. Kannski hefði Alþýðublaöiö og húsbyggjendur átt að fagna i hljóði. En reynslan sýnir, að jafnvel ráð- herrar gangaá bak orða sinna. Fráfjármálaráðherra hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá því að „yfirlýs- ing ársins“ var gefin. Húsbyggjendur hafa gengið á hans fund og spurt um efndir. Svörin: Málið er I vinnslu. Hverjumáþettafólkaðtreystaog til hverraað leita. Þaö er ekki að undra þótt þessi þrautpíndi þjóðfé- lagshópur, sem nú heldur uppi vaxtagreiðslum bankakerfisins til fjármagnseigenda, verði stóryrt- ur, þegar hann er spurður um gang mála. ■ ■ Ogmundur Jónasson, einn af forystumönnum Sig- túnshópsins, segir i viðtali við Alþýöublaöið I gær: „Þetta er nú svo ótrúlegur mannskapur, að ég veit ekki lengur hvað maður á að halda. Ef stjórnmála- menn ætlast til að þeir séu teknir alvarlega, þá er frumskilyrði að þeir taki sig alvarlega sjálfir — og ég er satt að segja farinn að efast um að þeir geri það.“ Er nema von að maðurinn taki svo til orða. Ogmundursegir, að þæraðgerðir, sem þegarhefur verið gripið til, hafi ekki skilað húsbyggjendum eða ibúöakaupendum neinu i raun. Hækkanir, sem hefðu valdið hækkunum á lánskjaravfsitölu, hefur gert þær að engu. Sfðan segir hann orðrétt: „Ég geri ráð fyrir að við förum að gera meiri greinarmun á stjórnmálamönnum en við höfum gert hingað til. Við höfum fram að þessu ekki gert upp á miili stjórn- málamanna. En ég held að við þurfum að fara að gera greinarmun á þvf að hvaða stjórnmálamenn eru meðokkurog hverjirámóti — og bendafólki á það.“ Hér kemur Ögmundur að veigamiklu grundvallar- atriði f isiensku þjóðlifi. Hverjir eru með okkur og hverjir á móti? íslenskir kjósendur hafa mikið vald. Alltof stór hópur kýs af gömlum vana, og kýs þá stundum fulltrúa flokka, sem ganga beinllnis gegn hagsmunum þeirra. Þetta gildir til dæmis um þá launþega, sem áreftirár IjáSjálfstæðisflokknum at- kvæði sitt. Ef fjármálaráðherra stendur ekki við stóru orðin sin um aðstoö við húsbyggjendur, verður hann sannanlega ber að svikum. En lengi skal manninn reynaog vonandi komaeinhverjarúrbætur. En eina mikilvæga ályktun má draga af þessu máli, eins og svo mörgum örðum: Af verkunum skuluð þið meta þá! íslensk alþýðaverður senn að átta sig á þvi hverjir standa með henni og hverjir á móti. Evrópuráðsstyrkir Evrópuráð veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1987 fyrir fólk sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást I félags- málaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er ti! 15. febrúar n.k. Félagsmálaráðuneytið, 8. janúar 1985. fniAUSARStSÖURHJÁ J REYKJAVIKURBORG Reykjavikurborg vill ráða starfsmenn til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Mælaálesara fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Verksvið þeirra yrði álestur af mælum Hitaveitunnar vegna eftirlits með ástandi mælanna, og vegna athug- anaáinnheimtukerfi Hitaveitu Reykjavlkur.Starfs- menn þurfaað leggjatil bifreið. Upplýsingar gefur Eysteinn Jónsson I sfma 82400. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublööum sem þar fást, fyrir kl. 16:00 mánu- daginn 3. febrúar 1986. flAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavlkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Bókasafnsfræðingar — Bókaverðir við Borgar- bókasafn Reykjavikur (m.a. stöður i hinu nýja úti- búi f Gerðubergi). Upplýsingar veittar á skristofu Borgarbókasafns I sima 27155. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 mánu- daginn 3. febrúar 1986. FÉLAGSSTARF Alþýðuflokksfélag Akraness Félagsfundur verður i Röst þriðjudaginn 28. jan. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga 1986. 2. Bæjarmál, framsaga Guömundur Vésteinsson. Stjórnin. Ólafur A. Kristjánsson Fæddur 25.júlí 1904 Dáinn 16.janúar 1986 Ólafur A. Kristjánsson fyrrum bæjargjaldkeri í Hafnarfirði var jarðsettur í gær. Með Ólafi er geng- inn traustur jafnaðarmaður. Það er skarð fyrir skildi. Allt frá því að Ólafur Kristjáns- son flutti til Hafnarfjarðar og gerð- ist starfsmaður hjá fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki Jóns Gíslasonar og síðar sem bæjargjaldkeri í Hafn- arfirði tók hann virkan þátt i starfi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Ólafur gegndi trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og skilaði þeim með mikilli prýði. í hinum mikilvægu störfum sín- um fyrir Hafnarfjarðarbæ naut Ólafur virðingar og vinsælda, enda þótt bæjargjaldkerastarf í bæjar- félagi sé oft erilsamt og verkefnin ekki öll á þann veg að vinsældir hljótist af. Hann var hægur maður og prúður, en jafnframt hlýr og brosmildur. Það leið engum illa í návist Ólafs bæjargjaldkera, eins og hann var gjarnan nefndur í tali manna á milli, enda hann hverjum manni góðviljaður og vildi götu ailra greiða. Það var engin tilviljun að Al- þýðuflokkurinn í Hafnarfirði hafði þar forystu um bæjarmál um ára- tuga skeið. Það stafaði m.a. af því að flokkurinn hafði á dugmiklum og drífandi forystumönnum skipa og ekki síður góðum og gegnum bakhjörlum, sem voru kjölfestan í starfi flokksins. Ólafur A. Útboð Innkaupastofnun Reykjavikurborgar fyrir hönd Raf- magnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum i götu- Ijósaperur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frfkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 5. mars n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavikurborgar fyrir hönd Hita- veitu Reykjavlkur, óskareftirtilboðum í byggingu dælu- stöðvar við Réttarháls. Full stærð húss um 700 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavfk, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verðaopnuð ásamastað fimmtudaginn 6. feb. n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaöarráðs Verkamanna- félagsins Hllfar, um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrirárið 1986, liggjaframmi áskrifstofu félagsinsfráog með mánudeginum 27. jan. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hllfar Reykjavlkur- vegi 64, fyrir kl, 17 fimmtudaginn 30. jan. 1986 og er þá fram- boðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar. Kristjánsson var slík kjölfesta. Hann var mikilvægur hlekkur í sterkri keðju hugsjónamanna, sem áttuðu sig á nauðsyn þess að hug- sjónir jafnaðarstefnunnar væru ráðandi í samfélagi okkar. Og hug- heil barátta þessarar kynslóðar fyr- ir framgangi lífsstefnunnar, fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi, er yngri kynslóðum hvati til að láta aldrei deigan síga í baráttunni. Menn eins og Ólafur A. Kristjáns- son störfuðu af þeim eldmóði sem einkennir hugsjónamenn. Þeirra laun voru að sjá drauma og stefnu- mið rætast. Óg mörgum málum miðaði áfram, þótt baráttunni verði aldrei lokið. Á kveðjustund þakka Alþýðu- flokksmenn í Hafnarfirði Ólafi A. Kristjánssyni fyrir samstarfið og samfylgdina. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði senda eiginkonu Ólafs, Sigurborgu Oddsdóttur og fjölskyldu, hugheil- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs A. Kristjánssonar fyrrum bæjargjald- kera í Hafnarfirði. Guðmundur Árni Stefánsson. Sígaunar 4 "i" Mustafa Mehmedovic, er frá bæn- um Maribor, sem er fjallaþorp í norðurhluta Júgóslavíu, rétt við landamæri Austurríkis. Sennilegt er að fólksflutningarnir hafi að mestu leyti átt sér stað um Austur- ríki, að sögn ítölsku lögreglunnar. Landamærin eru í fjalllendi og margir dalir og dalskorur gera það auðvelt að komast framhjá landa- mæravörðum. Eftir það er leiðin greið. Mikill straumur ferðafólks liggur á milli Austurríkis og Ítalíu og þar er sjaldan nákvæmt eftirlit. Mjög mikið er um júgóslavneska sígauna í Napólí og nágrenni. Fyrir skemmstu urðu vegfarendur varir við hóp ungra sígauna í byrgi í út- jaðri bæjarins og gerðu lögreglunni viðvart. En þegar lögreglan kom á staðinn voru þeir á bak og burt. Oft kemur það fyrir að lögreglan finnur yfirgefin sígaunabörn frá Júgó- slavíu á þessum sömu slóðum, en erfiðlega hefur reynst að koma þeim til skila, sem vonlegt er ef þeim hefur verið rænt og þau flutt burt um langan veg frá heimkynn- um sínum. Prófkjör Prófkjör Alþýðuflokksins vegna Borgarstjórnarkosn- inga 1986 fer fram 1. og 2. febrúar nk. Kjörstaðir verða auglýstir siðar. Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- fiokksfélaganna i Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.