Alþýðublaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ n fT'Tcvm Föstudagur 11. júlí 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Vtldimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Nýr leiðtogi - nýjar aðferðir Eftirmaður Olofs Palme er sagð- ur eins ólíkur honum og hugsast getur, baeði hvað varðar vinnu- brögð og skapferli. Palme var eld- hugi, sem naut sín hvað best í póli- tiskum átökum. Ingvar Carlsson kýs fremur að eyða deilum og á- greiningi og leitast við að koma á þjóðarsátt um stefnumál sín. Palme var margslunginn per- sónuleiki, fæddur inn í yfirstéttar- fjölskyldu, menntamaður og sósía- listi af hugsjón. Sú sérstaða gerði honum kleift að gera Svíþjóð að þekktu ríki meðal stórþjóðanna og að láta rödd þess heyrast á sviði al- þjóðastjórnmála. Stjórnmálafræðingar segja að Palmen hafi haft á sér visst engil- saxneskt yfirbragð, en Carlsson er aftur á móti sagður afar norrænn í hátt, jafnvel dálítið drumbslegur, eins og væri hann sprottinn upp úr sænskum birkiskógi. Svíar voru mjög ánægðir með að hann skyldi taka við forystunni eftir lát Palme. Skoðanakannanir sýndu aukið fylgi við jafnaðarmannaflokkinn um það leyti sem Carlsson tók við embætti. Ingvar Carlsson er fæddur árið 1934 í verkamannabænum Borás. Faðir hans, Olof, var birgðavörður og vörubílstjóri, en móðir hans, ída, var iðnverkakona. Bernsku- heimilið var þriggja herbergja íbúð með eldhúsi, viðarofn, kalt renn- andi vatn og útisalerni. Ekki verri uppeldisskilyrði en hjá mörgum öðrum drengjum í Borás, en Carls- son fékk berkla á unga aldri og var heilsutæpur um skeið. Kringum fermingu var hann búinn að ná full- um bata og gerðist ákafur knatt- spyrnumaður. Þeim áhuga hefur hann haldið allt til þess dags. Að loknu skyldunámi vann hann í eitt ár í fataverksmiðju í Borás, en fór eftir það í tveggja ára verslunar- nám. Árið 1952 gekk hann í ungliða- hreyfingun sósíaldemókrata og ári síðar varð hann formaður deildar- innar í Borás og hafði þá einnig lok- ið hagfræðiprófi. Hann vann við tryggingar um tíma, en fór síðan í háskólann í Lundi og iauk þaðan magistersprófi í stjórnmálafræði á tveimur árum í stað fjögurra. Árið 1958 lágu leiðir þeirra Olofs Palme saman í ráðuneyti Tage Erlander, þáverandi forsætisráðherra. Síðan hefur hann starfað á veg- um flokksins, að undanskildu einu ári við háskóla í Chicago. Hann hækkaði fljótt í metorðum innan flokksins, var útnefndur aðstoðar- ráðherra árið 1967 og tók síðan við embætti menntamálaráðherra, þegar Palme varð forsætisráðherra 1969. Þegar jafnaðarmenn voru utan stjórnar á árunum 1976—1982 var Carlsson í framkvæmdastjórn flokksins og tók virkan þátt í að efla flokkinn til sigurs á nýjan leik. Þegar Palme tók aftur við sem forsætisráðherra 1982 var Carlsson varaformaður flokksins og helsti samstarfsmaður Palme. Hann var því sjálfkjörinn sem eftirmaður Palme og var það samþykkt í þing- inu án mótatkvæða. Þar gaf Carls- son þegar í stað til kynna hvaða tök- um hann myndi taka þau verkefni sem biðu hans. Hann vísaði til ■ þjóðarheildarinnar og ræddi um sameiginlegan vanda og sameigin- legar lausnir. Fyrsta diplómatíska prófraun Carlssons var skömmu eftir em- bættistöku hans, þegar hann fór í opinbera heimsókn til Moskvu, en sú ferð hafði verið ákveðin áður en Palme féll frá. í þeirri ferð ræddi hann við Mikhail Gorbatsjov, leið- toga Sovétmanna og ráðherra hans, Nikolai Ryzhkov. Carlsson lýsti óánægju Svía með ásókn sovéskra kafbáta í landhelgi Svíþjóðar og fór fram á að þeim fjölskyldum yrði Ieyft að samein- ast, sem væru aðskildar og byggju í þessum tveimur löndum. Einnig hreyfði hann við gömlu kröfunni um að fá Raoul Wallen- berg látinn lausan, sænska sendi- fulltrúann sem talinn er hafa bjarg- að lífi um 100.000 gyðinga í Ung- verjalandi á heimsstyrjaldarárun- um. Vitað er að hann var tekinn fastur, grunaður um njósnir, þegar Ingvar Carlsson ásamt Mikhail Gorbatsjov í Moskvu. Rauði herinn hertók Búdapest árið 1945. Aðdáendur Wallenbergs víða um heim halda því fram að hann sé enn á lífi, 73 ára að aldri, einshvers stað- ar í Gulag- eyjaklasanum. Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa svarað fyrir- spurnum um hann á þá leið að hann hafi látist í fangelsi í Moskvu 1946. í Viðræðunum fór Carlsson einnig fram á að leiddar yrðu til lykta langvinnar deildur Svía og Sovétmanna um fiskveiðar og námuréttindi á svæðinu umhverfis eyjuna Gautland í Eystrasalti. Svíar voru mjög ánægðir með frammistöðu Carlssons í ferðinni. Hann hlaut einróma lof fyrir að hafa tekið á svo mörgum milliríkja- málum og auk þess hafði hann í vasanum samning upp á 600 millj- ónir Skr. um sölu á sænskum iðn- varningi, sem iðnaðarráðherrann, Tage G. Persson átti reyndar hlut að. Meira að segja heppnaðist hon- um að ná samkomulagi um að sænskir höfundar fái höfundarlaun sín fyrir þýddar bækur í gjaldmiðli sem gengur utan Sovétríkjanna. Loks bauð hann Gorbatsjov í heim- sókn til Svíþjóðar og þess er vænst að hann endurgjaldi heimsókn Carlssons í september. Lífið er aftur að færast í eðlilegt Framhald á bls. 2 Molar Gloria Gaynor. Gloria Gaynor í Reykajvík Sú heimsfræða diskódrotting, Gloria Gaynor mun syngja á Bro- adway í kvöld og annað kvöld. Söngkonan ætti að vera unnend- um dans- og dægurtónlistar að góðu kunn, nægir í því sambandi að nefna lögin, Honey Bee, I am what I am, Never can say goodbye og Reach out. Hefur hún hlotið fjölda viðurkenningar fyrir söng sinn.þar á meðal nokkur Grammy- veiðiaun. Til Bretlands á skútu í blaðinu Norðurslóð sem gefið er út á Dalvík segir frá all sérstæðu ferðalagi sem Iagt var upp í fyrir skömmu: Haraldur Rögnvaldsson skútueig- andi með meiru er nú á siglingu við Bretlandsstrendur eftir því sem næst verður komist. Halli si.’ldi héðan ásamt Árna Júlíussyni og höfðu þeir félagar viðkomu í Færeyjum. Freyja kona Árna hefur nú slegist í hópinn og mun skútan nú vera á siglingu suður eftir Bretlandseyjum. Halli ætlar að dvelja þarna eitthvað fram eft- ir sumri, en hin koma heim fljót- lega. Myndin hér í fréttahorninu er tekin þegar þeir láta úr höfn. Bretlandsfarar leggja af stað frá Dalvík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.