Alþýðublaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 6. nóvember 1986 'RITSTJ0RNARGREIN' Mál Stefáns Benediktssonar Stefán Benediktsson, alþingismaður, hefur ákveðið, að hætta við þátttöku I prófkjöri Al- þýöuflokksins (Reykjavlk vegnanæstu Alþing- iskosninga. Stefán tók þessa ákvörðun eftir að fyrrverandi félagar hans í Bandalagi jafnaðar- manna ákærðu hann fyrir fjármálaóreiðu og eftiraðfréttamaðurStöðvartvögreindi fráupp- lýsingum, sem hann kvað öruggar heimildir fyrir, um að Stefán hefði misfarið með fé (eigu Bandalagsins. Stefán Benediktsson hefur kallað þessar ásakanir „pólitískt morð“ og telur þær komnar frá fyrrverandi félögum sfnum. Hann hefur bent á að saksóknari ríkisins hafi ekki talið ástæðu til frekari aðgerða vegna fyrrnefndrar kæru. Engu að siður hefur hann tekið þá ákvörðun að hætta við þátttöku i prófkjöri Al- þýðuflokksins og þarmeð í stjórnmálum eftir að þingsetu hans lýkur næsta vor. Hé r verður enginn dómur lagður á þær ásak- anir, sem á Stefán Benediktsson hafa verið bornar, enda málið ekki verið rannsakað, né liggja fyrir opinberar sannanir um sekt hans. En ákvörðun Stefáns um að hætta er skynsam- leg, en erfið og sársaukafull hlýtur hún að hafa verið. Með þessari ákvörðun vill Stefán Benedikts- son hllfa fjölskyldu sinni sem mest hann má við öllu þvf umróti og umtali, sem málum af þessu tagi fylgir. Einnig leggur hann á það þunga áherslu, að Alþýðuflokkurinn dragist á engan hátt inn I mál þetta, enda málið alfarið á milli hans og fyrrverandi félaga i Bandalagi jafnaðarmanna. — Alþýðublaðið harmar þessi málalok, en telur þó að ákvörðun Stefáns gæti orðið öðrum til fyrirmyndar, sem f svipaðri að- stöðu kynnu að lenda. Efling varna gegn eyðni Samkvæmt upplýsingum landlæknis er eyðni komin á mun alvarlegra stig hér á landi en flest- irhöfðu talið. Landlæknirhefur bent á nauösyn þess að herða mjög allarvarnir gegn útbreiðslu sjúkdómsins með aukinni fræðslu og upplýs- ingastarfsemi. Heilbrigðisráðherra hefur nú fengið aukafjár- veitingu f þessu skyni og er það þakkarvert. En meira þarf til. Nauðsynlegt er að hyggja að því þegar (stað hvernig unnt erað hýsaeyðnisjúkl- inga, sem jafnframt eru eiturlyfjaneytendur, af- brotamenn eða geðsjúkir. Þaö þjónar litlum til- gangi að svipta fólk sjálfræði þar eð engar stofnanir eru til að hýsa það. Þaö hefur komið í Ijós, að hjá sumum gerir eyðni fyrst vart viö sig með heilaskemmdum. Þegar svo er aukast likur á þvf að fólki verði ekki sjálfrátt og þótt það viti að það gangi með sjúkdóminn, getur það smitað fjölda manns. Grunur leikur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hér á landi, þar sem I hlut eiga tveir eitur- lyfjaneytendur, sem kunna að hafa smitað allt að tvo tugi manna. ^egar í staö þarf aö koma á fót iokuðu sjúkra- húsi og fangelsisspitala. Þetta er nauðsyniegt til aö vemda sjúklinga, sem ekki eru sjálfráðir gerða sinna, gegn því að sýkja aðra og einnig til að vernda þá sem heilbrigðir eru. í þessum efnum dugarengin linkind. Fangelsisspítali er ekki síður nauðsynlegur vegna þeirra geð- sjúku manna, sem gista Litla-Hraun. * I þessu máli þarf að hafa snör handtök. Hér er um lif og dauða að tefla f orðsins fyllstu merk- ingu. Umræður á Alþingi um geimvarnaráœtlun: Frásögn Þjóðviljans út í hött og rakinn heilaspuni Fyrirsögn og frásögn Þjóðviljans af umræðum á Alþingi í fyrradag um geimvarnaáætlun Bandaríkja- stjórnar er hvorttveggja út í hött og reyndar rakinn heilaspuni. Því er haldið fram, að formaður Alþýðu- flokksins hafi lýst yfir því, fyrir hönd flokksins, að flokkurinn sé fylgjandi geimvarnaáætlunum Bandaríkjastjórnar. íslendinga gegn hernaðarumsvif- um og vopnakerfum í geimnum, eða lýsi sig andvíga því að hugsan- legum niðurstöðum þessara rann- sókna verði beitt, þegar þar að kem- ur í yfirlýstum hernaðarlegum til- gangi“ Síðar í ræðu sinni sagði Jón Baldvin: „Ég svara því til, að ég tek ekki afstöðu til þess hér og nú, hvorki persónulega né fyrir hönd míns flokks . . . til þessarar tillögu, en ég treysti mér ekki til að lýsa því yfir fyrirfram, að ég sé andvígur rannsóknum sem ég veit ekki til hvers leiða, og þeir sem rannsókn- irnar stunda vita ekki heldur til hvers leiða.“ Staðreyndin er sú, að formaður Alþýðuflokksins tók enga afstöðu til hennar samanber eftirfarandi ummæli í þingræðu hans: „Af fyrr- greindum ástæðum er eðlilegt að menn svari ekki spurningunni: „Ertu með eða á móti geimvarnar- áætluninni?“ með jái eða neii. Það er fáfengileg skoðun að lýsa sig fyr- irfram andvígan rannsóknum og tilraunum, sem ekki er vitað til hvaða niðurstöðu leiða. Hitt er nær lagi, að menn taki afstöðu á Alþingi Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna efnir til ráðstefnu 8. nóvember n.k. um konur i komandi samningum. Ráöstefnan er einkum ætluð konum í stjórnum og samn- inganefndum verkalýðsfélaganna og félaga opinberra starfsmanna og bankamanna. Reynt verður að senda fundar- boð til sem flestra kvenna í stjórn- um félaganna. Ráðstefnan verður haldin í Sókn- arsalnum, Skipholti 50 í Reykjavík og hefst klukkan 13.00 stundvís- lega. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: 1. Niðurstöður launakönnunar Iðn tœknistofnun: Hópferðir löntæknistofnun íslands, efna- og matvælatæknidcild, hefur ákveðið að efna í samvinnu við Arnarflug til hópferðar fyrir fyrir- tæki í matvælaiðnaði á matvæla- sýninguna MATIC 86 og matvæla- tæknisýninguna GIA 86 sem haldn- ar verða í París í næsta mánuði og kjararannsóknarnefndar, Ari Skúlason, starfsmaður nefndar- innar. 2. Starfsmat. Jóhanna Sigurðardóttir, alþing- ismaður. 3. Ábyrgð heildarsamtakanna á launamisrétti. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. 4. Réttindamál samninganna. Fulltrúar heildarsamtakanna ræða þær kröfur sem leggja ber áherslu á í komandi samningum. Frjálsar umræður. Þátttaka tilkynnist í símum: 681150 og 688930 í síðasta lagi fimmtudaginn 6. nóvember 1986. á sýningar um leiö á umbúða- og pökkunar- sýninguna EMBALLAGE 86, sem haldin verður í borginni á sama tíma, 13.—20. nóvember. Munu sérfræðingar stofnunarinnar sjá um skipulagða leiðsögn og tækni- þjónustu fyrir þátttakendur í ferð- inni. Sýningin MATIC er haldin ann- að hvert ár og tekur til matvæla- vinnslu úr dýraríkinu, þar með talið fiskvinnslu, allt frá slátrun til markaðsfærslu, matreiðslu og sölu. Sýnendur eru frá yfir 20 Iöndum, en gert er ráð fyrir að gestir frá yfir 70 löndum komi á sýninguna og taki þátt í fundum og fyrirlestrum og stofni til viðskiptasambanda. Sýn- ingin verður í Porte de Versailles sýningarhöllinni dagana 13.—19. nóv. og sömu daga verður þar líka miki! véla- og tækjasýning fyrir matvælaiðnaðinn, GIA 86, sem nær til allra greina matvælaiðnað- ar. Þar sýna um 850 framleiðendur hvaðanæva að allar helstu nýjungar á þessu sviði. Þriðja sýningin, EMBALLAGE 86, verður haldin í nýju Paris-Nord- /Villepinte sýningarhöllinni og er ætlunin að skoða þar það nýjasta varðandi pökkun matvæla. Sýning- in er geysistór og tekur til alls, sem snertir pökkun og umbúðir, frá hrá- efnum til áfyllingalína og jafnvel útstillinga hjá smásölum. Athvarf 1 áratugi hefur samt enn stærra stökk verið tekið á vegum aðstoð- ar fyrir alkóhólista. Það veit best fólkið, sem starfar að þessum líknarmálum. En þótt margt hafi gerst já- kvætt fyrir brotabörn hins ís- lenska samfélags þessa síðustu áratugi hefur samt enn stærra stökk verið tekið á vegum aðstoð- ar fyrir alkóhólista. Svo eru of- drykkjumenn nefndir nú orðið. Það var prestsfrú sem stofnaði Vernd, eins og áður sagði. Vænt- anlega verður saga þessara miklu líknarmála, hins sanna kristin- dóms, á íslandi rituð sem allra fyrst. Þar eiga nöfn hinna frá-' bæru frumherja að verða skráð. Hún, prestsfrúin, er nú heiðursfé- lagi Verndar. En svo að segja við hlið hennar, en samt sjálfstætt, vann virðulegur kaupsýslumaður opinberlega að fangahjálp, eink- um ráðgjöf. Fyrst var sú aðstoð veitt á vegum templarastúku, en síðar mátti segja, að hann fram- kvæmdi sitt frábæra líknarstarf á eigin vegum og veitti mörgum lið, ofar öllu starfi dómsmálaráðu- neytis, sem sinnti Iítt sínum skjól- stæðingum og refsiföngum, eftir að þeir komu út fyrir dyr fangels- isins. Handa ofdrykkjumönnum vannst og eigi síður öðrum meiri. Hér skal aðeins getið gistiskýlis í Þingholtsstræti 25,í gamla Far- sóttarhúsinu, einmitt opnað fyrir athvarfslausa ofdrykkjumenn. Það var stórt spor í framfaraátt guðsríkis á íslandi, ofar mörgum kirkjum þótt fagrir séu sannir helgidómar. Sönn kirkja er þar sem kærleikurinn ræður ríkjum. „Farið út á stræti og gatnamót og þrýstið þeim til að koma, svo að hús mitt verði fullt“, var óbein fyrirskipun hans, sem var braut- ryðjandi allra líknarmála. Og hann ætti að eiga kirkjuna að sannri stofnun á líknarleið, nú kirkjumálaráðuneyti. Tannlœknar 1 ustu sem riki og sveitarfélög kosti og reki sameiginlega fyrir þá hópa sem greitt er fyrir sam- kvæmt ákvæðum almanna- tryggingalaga; heimilt verði að ráða erlenda tannlækna sé þess talin þörf; 2. opinber gjöld af aðföngum til tannlækninga verði lækkuð; 3. endurskoðaðir verði frá grunni allir verðmyndunarþættir í gjaldskrá tannlækna; 4. skipuð verði gjaldskrárnefnd sem ákvarði gjaldskrá tann- lækna; í nefndinni eigi sæti full- trúar tannlækna, ríkis, sveitarfé- laga, Tryggingastofnunar ríkis- ins, Neytendasamtakanna og Verðlagsstofnunar; 5. aukið verði fjármagn til fyrir- byggjandi aðgerða sem stuðli að tannvernd; 6. greiddur verði að fullu tann- læknakostnaður fyrir börn og unglinga til 20 ára aldurs; jafn- framt verði gerð fjárhagsleg at- hugun á kostnaði sem er sam- fara því að greiða 25*% tann- læknakostnaðar fyrir þá hópa sem ekki fá nú greitt úr al- mannatryggingum; 7. skattstjóri hafi heimild til að lækka tekjuskattsstofn þeirra sem hafa veruleg útgjöld vegna tannlækninga; þeir sem ekki greiða tekjuskatt fái greiddan út ónýttan persónuafslátt. Leikir 15. nóvember 1986 1 1 X 2 1 Hamburger SV -1. FC Köln / 2 Aston Villa - Chelsea ( 3 Leicester - Everton 1 4 Liverpool - Sheff. Wed. (sd.) / 5 Luton - Nottingham Forest / 6 Manchester City - Charlton % 7 Newcastle - Watford / 8 Norwich - Man. United / 9 Q.P.R. - Oxford / 10 Southampton - Arsenal / 11 Tottenham - Coventry / 12 Wlmbledon-WestHam 1 © The Football League og Deutscher FussbalM Getraunir Alþýðublaðiö hefur ennþá einum betur í keppninni við Helgarpóst- inn (Húrra). Alþýðusamband íslands: Ráðstefna um launa- mál kvenna 8. nóv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.