Alþýðublaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. nóvember 1986 3 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Aðfaranótt fimmtudags, 20. nóvember kl. 03.00 var símanúmerum á Höfn í Hornafirði og Djúpa- vogi breytt úr fjögurra stafa í fimm stafa númer. í stað fyrsta tölustafs sem var 8 kemur 81 á Höfn og 88 á Djúpavogi, t.d. númer sem var 8101 á Höfn verður 81101 og 8801 á Djúpavogi verður 88801. Umdæmisstjóri pósts og síma, Egilsstöðum. Reglur Um fyrirkomulag og framkvæmd prófkjörs Alþýðuflokksins í Reykjavík 1986 1. Prófkjör fari fram á kjörfundi í Félagsmidstöð jafnaðar- manna, Alþýöuhúsinu í Reykjavík, dagana29.—30. nóv. frákl. 13.00—18.00, báða dagana. 2. Kjörgengi/meðmælendur: Kjörgengur er hver sá fram- bjóöandi, sem tryggt hefur sér meðmæli 50 flokksbundinna alþýðuflokksmanna. 3. Framboðsfrestur: Framboðsfrestur er til miðvikudags 19. nóv. kl. 20.00. Framboðum skal skilaö til skrifstofu Alþýðu- flokksins, Alþýðuhúsinu, 2. hæð. 4. Prófkjördagar/kjörstaður: Prófkjörið fer fram laugárdag og sunnudag, 29.—30. nóv. i Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Al- þýðuhúsinu í Reykjavík, kl. 13.00—18.00, báða dagana. 5. Framboð í tiltekið sæti: Kosið verður um 4 efstu sæti list- ans. Hver frambjóðandi skal taka fram I hvaða sæti listans, eitt eða fleiri, hann gefur kost á sér. Atkvæði greitt frambjóð- anda f ákveðiö sæti reiknast honum aðeins í það tiltekna sæti. 6. Gildur atkvæðaseðill: Atkvæðaseðill er þvl aöeins gildur að kjósandi kjósi ( öll sætin sem kosiö er um. 7. Sjálfkjör: Berist aðeins eitt framboð ( sæti, telst viðkom- andi frambjóðandi sjálfkjörinn. 8. Kjörskrá: * Félagaskrár aðildarfélaga Alþýðuflokksins i Reykjavfk eru kjörskrár vegna prófkjörsins. * Félagaskrárnar skulu liggja frammi á skrifstofu Alþýðu- flokksins 15.—27. nóv. frá kl. 9.00—17.00, alla virka daga. * Hafi nafnfélagafallið niðurgefst honum kosturáað láta færa nafn sitt inn á kjörskrá. * Þeim tilmælum er beint til stjórna aöildarfélaganna, að þau vekji með auðglýsingum rækilega athygli á kosn- ingunni og gefi stuðningsmönnum Alþýðuflokksins kost á að skrá sig í félögin fram til fimmtudagsins 27. nóv. kl. 17. * Eftir þann tima verður kjörskrá ekki breytt. 9. Framkvæmd prófkjörsins: Framkvæmd prófkjörsins er á ábyrgð kjörnefndar, sem fulltrúaráðsfundur kýs, ásamt með uppstillingarnefnd. Kjörnefnd annast gerð kjörgagna, ræður starfsfólk vegna prófkjörsins og annast talningu atkvæða. Hún skilarsíðan staðfestri skýrslu til stjórnarfulltrúaráðsins um niðurstöður kosninganna. 10. Endurtalning: Endurtalning fer fram ef einhver frambjóð- andi óskar þess innan tveggja sólarhringa frá þvf er kosningu lauk. 11. Ágreiningur/áfrýjun: Komi upp ágreiningur um fram- kvæmd prófkjörsins skal kjörnefnd kveða upp úrskurð. Úr- skurði kjörnefndar má áfrýja til stjórnar fulltrúaráðsins og endanlega til flokksstjórnar, að flokkslögum. 12. Kjörnefnd skal halda merkta kjörskrá. Kjörskráin skal send stjórn fulltrúaráðsins ásamt skýrslu að kosningu lok- inni. 13. Kjörskráog öll kjörgögn skulu varðveitt i 30 daga en siðan eyðilögð. Fundur í Verkalýösmálarádi Alþýðuflokksins Verkalýðsmálaráð Alþýðuflokksins boðar til sins fyrsta fundar laugardaginn 22. nóvember 1986 og hefst hann kl. 10 árdegis stundvlslega, f fundarsal Verkakvennafé- lagsins Framsóknar að Skipholti 50A i Reykjavík. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar og varastjórnar. 2. Starfiö framundan. 3. Kjaramál. Framsaga: Björn Björnsson, hagfræð- ingur A.S.Í. 4. Önnur mál. Getraunir Leiklr 22. nóvember 1986 1 X 2 1 Uerdingen - B. MQnchen * Z 2 Charlton - Southampton * 3 Chelsea - Newcastle 1 4 Coventry - Norwich / 5 Everton - Liverpool (sd.) 2 6 Man. United - Q.P.R. / 7 Nott'm Forest-Wimbledon / 8 Oxford -Tottenham / 9 Sheffield Wed. - Luton / 10 Watford - Leicester f 11 West Ham - Aston Villa / 12 Derby - Sheffield United í © The Football League og Deutscher Fussball- Það á ekki að vera hægt að svindla í getraunum, en það er engu líkara en Helgarpóstinum hafi tekist það í síðustu leik- viku. HP náði sjö réttum meðan Alþýðublaðið, getspakasti fjöl- miðillinn, náði aðeins fimm. — Staðan í Selmúlaslagnum er því, Ab 44 — HP 43. Munurinn því aðeins eitt stig, í þessari æsi- spennandi viðureign. Hundaat 4 um 500 velþjálfaðir bardagahund- ar, flestir fluttir inn frá Bandaríkj- unum, þar sem hundaat er algeng skemmtun, þrátt fyrir nokkurra ára bann yfirvalda. Þjáifaður bardagahundur kostar nálægt 30.000 ísl. kr., en reynist hann vel í bardaga getur verið farið upp í 150.000 eða jafnvel meira. Það eru miklir peningar í veltunni þegar hundaat er haldið. Ekki er óaígengt að þá sé velt sem svarar hálfri til heilli milljón isl. kr. Það er alls óvíst að lögreglan hefði getað haft hendur I hári hundaatshaldaranna, ef ekki hefði komið til ötult starf dýraverndar- samtakanna, því að hundaslagur- inn er alltaf haldinn á nýjum og nýj- um stað og mikil leynd viðhöfð. Á öldinni sem leið var hundaat löglegt á Englandi og þótti hin besta skemmtun. Síðar var það bannað, en hefur nú síðustu 10 árin færst verulega í aukana, að sögn dýraverndarsamtakanna. Nú fer eitthvað að ske Prófkjör Alþýðuflokksins: Prófkjör Alþýðuflokksins i Vestfjarðakjördæmi til undirbún- ings framboðstil Alþingskosningavorið 1987 ferfram laugar- daginn 29. nóvember milli kl. 14 og 19 sunnudaginn 30. nóv- ember milli kl. 13 og 15. í prófkjörinu skal kjósa um tvö efstu sætin á væntanlegum framboöslista, frambjóðendureru þeir Karvel PálmasonTrað- arstíg 12 Bolungarvlk og Sighvatur Björgvinsson Ljárskógum 19 Reykjavík. Kosningarétt í prófkjörinu hefur stuðningsfólk Alþýðuflokksins á Vestfjöröum sem náð hefur 18 ára aldri 30. apríl 1987. Þátttakendur skulu ennfremur undirrita yfirlýs- ingu þar sem fram kemur að viðkomandi sé ekki flokksbund- in(n) i öðrum stjórnmálasamtökum, sé ekki kjörinn til trúnað- arstarfa á þeirra vegum né yfirlýstur stuðningsmaður annarra framboða. Ennfremur hafi hann ekki tekið þátt í prófkjörum annarra flokka. Þáttakendur undirrita engar skuldbindingar eða stuðningsyf- irlýsingar. Kjörfundir verða á eftirtöldum stöðum og þar fer jafnframt fram utankjörfundarkosning og hefst hún fimmtudaginn 13. nóvember. Á ísafirði í Gömlu Sjómannastofunni í Alþýðuhúsinu milli kl. 13 og 17, kjörfundurkosningadaganaverður í Skátaheimilinu. í Bolungarvik í Verkalýðshúsinu milli kl. 18—19 virka daga upplýsingar gefur Gestur Pálmason. Á Suðureyri hjá Jóhanni Bjarnasyni Túngötu 6 b Suðureyri. Á Flateyri hjá Ægi E. Hafberg Goðatúni 6 Flateyri. Á Þingeyri hjá Kristjáni Þórarinssyni Brekkugötu 40 Þingeyri. í Mjólkárvirkjun hjá Guðmundi Þ. Kristjánssyni. Á Bíldudal hjá Hrafnhildi Þ. Jóhannesdóttur Dalbraut 24 Bíldudal. Á Patreksfirði hjá Ásthildi Ágústsdóttur Aðalstræti 49 Patreksfirði. Á skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 Reykjavík. Á kjördag verðaennfremur kjörfundir í Súðavík og Tálknafirði. Heimilt er að senda atkvæöaseðla í pósti til þeirra, sem ekki búa I nágrenni við auglýstan kjörstað, óski þeir þess sjálfirað taka þátt í prófkjörinu og hafa til þess rétt. Yfirkjörstjórn ann- ast slfkarsendingaratkvæðaseðlaog skulu þeirsem óskaað fá send kjörgögn hafa samband við Ægir sími 7662 eða Konráð sfmi 3003. Allar nánari upplýsingar um tímasetningu og framkvæmd prófkjörsins gefur stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. F.h. Stjórnar Kjördæmisráðsins Ægir E. Hafberg Flateyri S. 7662 Konráð Jakobsson ísafirði S. 3003. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.