Alþýðublaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 3. desember 1986 RITSTJ Q.R N AHG R EIN Leið lýðræðis- jafnaðarmanna A undanförnum árum hafa æ fleiri þjóðir'valiö leiö jafnaðarstefnunnar viö endurreisn þjóðfélagsskip- unar, sem hefur dagað uppi I andfélagslegum og mannfjandsamlegum kerfum alræðis kommúnis- mans og misrétti auðhyggjunnar. Framan af öldinni vildu margir trúa þvl, að sovét- kommúnisminn gæti leyst vandamál ójafnaðar og ófriðar. En dómur reynslunnar er annar. Sovét- kommúnisminn byggði á hugmyndum um rlkisein- okun efnahagsstarfseminnar og þar með alls efna- hagslegsog pólitlsks valds. Reynslan sýnirað þjóð- félög af þessu tagi eru ósamrýmanleg lýðræði og frelsi. Þeim er haldið saman með valdbeitingunni einni saman. Þeim hefur Kka mistekist að leysa efnahagsvandann. Þjóðfélög af þessu tagi eru þvl ekki lengur fyrirmynd fátækum þjóðum, sem vilja brjótast til bjargálna. En þessi þjóðfélög eru hættu- leg heimsfriönum, einfaldlega vegna þess að þau byggja á ofbeldi og fótum troða mannréttindi. Sagan sýnir einnig aö kapitalisminn — óheftur markaðsbúskapur— hefureinatt skelfilegarfélags- legar afleiðingar I för með sér. Fjármagnseigendur leitajafnan eftireinokunar-og forréttindaaðstöðu, á kostnaö fjöldans. Markaöskerfið felur I sér innbyggt jafnvægisleysi, sem lýsir sér I ójöfnum vexti lands- hluta og þjóðfélagshópa. Óheftur markaösbúskap- ur virðist ekki ráða við það vandamál, að skapa at- vinnu handaöllum. Hann hefurl sértilhneigingartil ofþenslu og samdráttar. Mðalatriðið er að kapitalisminn leiðir til eigna- og tekjuskiptingar, sem er I engu samræmi við vinnu- framlag og atorku einstaklinganna. Sú tvlskipting þjóðfélagsins milli allsnægtaog forréttindaannars vegar og örbirgðar og réttleysis hins vegar, sem hlýst af óheftum markaðsbúskap, útilokar að lokum að lýðræðislegt stjórnarfar geti þrifist. Kapitalisminn er þess vegna, út frá okkar llfsskoð- un, siöferðflega fordæmanlegur. Einu takmörkin fyrir arðráni og kúgun verkafólks I sllku kerfi eru fólgin I skipulegu andófi og styrk fjöldahreyfinga, verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hvert sem litið er um heimsbyggðina I dag má sjá þjóðfélög sem, vegnaójafnrarþróunarmarkaðskerf- is, eru ábarmi þjóðfélagsbyltingar: íran erdæmi um þjóðfélag sem þoldi ekki sllkt álag. Mexico, Brasilía, S.—Kórea og jafnvel Indland eru dæmi um þjóðfé- lög á barmi sprengingar. Þetta getuleysi kapital- ismans til þess að leysa þjóðfélagsleg vandamál er höfuðeinkenni þess byltingarástands, sem rlkjandi er I löndum Þriðja heimsins. B B Orbirgð fjöldans í þessum þjóðfélögum ieiðir til örvæntingar. Örvænting leiðir ævinlega til ofbeldis. Kapitalisminn getur þess vegna hvorki boðið mann- kyni upp á frið né hagsæld. Jafnaðarmenn hafna hvoru tveggja, kommúnisma og kapitalisma, sem þjóðfélagsfyrirmynd. Hvorugt kerfið er llklegt til að færa mannkyni frið, frelsi og hagsæld. Hvererþámunurinn áþjóðfélagshugmyndum lýð- ræðisjafnaðarmanna annars vegar og boðbera markaðskerfisins hins vegar? Agreiningurinn er ekki um ágæti einkaframtaks — að virkja atorku, hugkvæmni, sköpunarkraft og vinnusemi einstaklinga. Það verða engar framfarir ef dugnaður einstaklinga fær ekki að njóta sln. m Agreiningurinn er ekki heldur um samkeppni á markaði. Ekkert getur komið I stað persónulegs frumkvæðis einstaklinga I framleiðslustarfi. Ekkert þjóðfélag ertil án markaðar. Og samkeppni einstakl- inga á markaði, öfugt við einokun, skilar heildinni lægra vöruverði og bættri þjónustu. Ef persónulegt frumkvæði og samkeppni er afnumið með valdbeit- ingu lamast þjóðfélagið. Við erum ekki kommún- istar. Það er ekkert llf til án samkeppni. Llffræðingar kennaokkur það um dýra- og jurtallfið. Það er einnig rétt um efnahagslífið og menningarlífið. Samkeppni á markaði getur þvl stuðlað að bættri nýtingu framleiðsluþátta og þar með auknum hag- vexti og betri Kfskjörum almennings en ella. Enfjármagnseigendurstyðjasjaldnast samkeppni I verki. Fjármagnið leitar ævinlega eftir einokunar- aðstöðu og á seinni árum einatt eftir forréttindum I skjóli rlkisvaldsins. Helsti munurinn á hugmyndum jafnaðarmanna og boðbera markaðshyggjunnar, sá sem skilur á milli, er þessi: Jafnaðarmenn vilja beita samtakamætti fólksins, lýðræðislegu löggjafarvaldi, valdi rlkisstjórna og sveitarfélaga og afli skipulagðrar verkalýðshreyf- ingar til þess að koma I veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna, sem hlýst af óheftum markaðsbú- skap, fái hann að hafa sinn gang. Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði 100 ára Sunnudaginn 7. desember verður þess minnst með samkomu í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði, að 17. desember næstkomandi verða liðin 100 ár frá vígslu hússins. Þaö var stúkan Morgunstjarnan nr. 11, stofnuð 1885, sem lét reisa húsið. Var það að mestu byggt fyrir sam- Útflutningsráð 1 manna í samskiptum viö stjórn- völd og bankastofnanir, tengi- liður við Útflutningsráð íslands svo og þau ráðuneyti sem fjalla um útflutning. ' 5. Starfrækt verði upplýsingaþjón- usta við félagsmenn á sviði út- flutningsmála. Unnið verði að hagræðingu og tækniþróun í ut- anríkisverslun, svo sem varðandi fjarskipti. Veitt verði tæknileg þjónusta við almenna félags- menn F.Í.S. sem ætla að hefja út- flutning nýrra vörutegunda. Stjórn Utflutningsráðs F.Í.S. er í höndum fimm manna nefndar sem kosin er á aðalfundi F.Í.S. Hana skipa nú: Magnús Tryggvason (Ora hf.), Haraldur Haraldsson (Andri hf.), Jón Ásbjörnsson (Jón Ásbjörnss. heildv.), Pétur Pétursson (Fiskaf- urðir hf.), Sigtryggur Eyþórsson (XCo hf.). Framkvæmdastjóri er Árni Reynisson. skotafé og í sjálfboðaliðavinnu og er fyrsta templarahúsið hér á landi. Fyrstu undirbúningsnefnd skip- uðu Jón Bjarnason, verslunarmað- ur, Jón Þórarinsson, skólastjóri og fræðslumálastjóri, og Magnús Th. S. Blöndahl, trésmiður og kaup- maður, en mikið orð fór af atorku hans og forustu við að koma húsinu upp. Þegar stúkan Daníelsher nr. 4 var stofnuð í Hafnarfirði 1888, gaf Morgunstjarnan henni helming hússins og síðan hafa þær átt húsið saman. Upphaflega var húsið einn salur, sem enn í dag er sömu stærð- ar. það hefur tvívegis verið stækk- að. 1907 var byggð álman við suður- endann, þ.e. leiksvið og íbúð hús- varðar. 1929 var byggt við norður- endann, m.a. rúmgóð forstofa, fatageymsla, salerni, eldhús og veit- ingasalur á efri hæð. Góðtemplarahúsið var lengi eina og helsta samkomuhúsið I Hafnar- firði og um áratugaskeið miðstöð alls konar menningar- og félagslífs. Auk þess sem stúkumar hafa alltaf haldiö þar sína fundi og samkomur fóru þar fram söngskemmtanir, sjónleikir, dans- og skemmtanir og um tima iþróttaæfingar og guðs- þjónustur. Yfirleitt voru þar haldn- ar allar fjölmennari samkomur bæjarbúa. Mörg félög hafa þar ver- ið stofnuð, t.d. Verkamannafélagið Hlíf. Bæjarstjóra Hafnarfjarðar hélt þar sinn fund 1. júní 1908 og síðan um 20 ára skeið. Þar voru og áður haldnir þingmálafundir. Enn þjónar Góðtemplarahúsið þörfum ýmissa félagasamtaka og mörgum finnst hvergi þægilegra að koma saman en I þessu gamia og hlýlega húsi. Margir hafa og sýnt hlýhug sinn og velvild til hússins með gjöfum og styrkjum. Vill hús- nefndin þakka öllum, sem þar hafa átt hlut að máli. Fimm manna nefnd stúkufélaga hefur umsjón með rekstri hússins. Formaður hennar er nú Ólafur Jónsson, sem hefur verið húsvörður um langt skeið. Frjálst framtak: Visnaðu! — spennusaga eftir Stephen King Frjálst framtak hefur sent frá sér skáldsöguna Visnaðu! eftir banda- ríska rithöfundinn Stephen King. Mun það vera fyrsta skáldsaga King sem kemur út á islensku en King er einn af kunnustu spennusagnahöf- undum Bandaríkjanna og hafa kvikmy ndir verið gerðar eftir mörg- um sögum hans og þær verið sýnd- ar hérlendis. Stephen King hefur nokkra sér- stöðu meðal spennusagnahöfunda og byggir sögur sínar öðru visi upp en flestir þeirra. Hann fjallar ekki um hetjur í bókunum sínum heldur oftast venjulegt fólk sem flækist inn I óvænta atburðarás sem stund- um er erfitt að skýra. Er King þekktur fyrir að halda spennu í bókum sínum allt frá upphafi til enda. Sagan Visnaðu! fjallar um mið- aldra lögfræðing sem verður fyrir því óhappi að aka á sigaunakonu og verða henni að bana. Hann er sak- felldur en á vini á réttum stöðum og er sýknaður. Þar með heldur hann að málið sé búið en annað á eftir að koma á daginn. Barátta hefst upp á líf og dauða. Hún er margslungin og óvænt atvik setja oft strik í reikninginn. Er ekki séð hvemig lyktir verða fyrr en í mjög svo óvæntum sögulokum. Þýðandi bókarinnar er Gauti Kristmannsson. Skipað í manneldisráð Heilbrigðisráðherra hefur skipað eftirtalda aðila í Manneldisráð, frá og með 1. ágúst 1986 til jafnlengdar 1990: Snorra P. Snorrason, prófessor og yfirlækni, sem jafnframt er for- maður. Laufeyju Steingrímsdóttur, dósent, samkv. tilnefningu Raun- visindadeiidar Háskóla íslands. Hrafn Túlinius, prófessor, samkv. tilnefningu læknadeildar Háskóla íslands. Brynhildi Briem, lyfjafræðing. Elísabetu S. Magnúsdóttur, fæðisráðgjafa. Hlutverk Manneldisráðs er sam- kvæmt lögum að vinna að sam- ræmingu rannsókna á fræðslu á sviði manneldisfræði, vinna að nánara samstarfi milli framleið- enda og neytenda og við heilbrigð- isyfirvöld til ráðuneytis um mann- eldismál. Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins til næstu alþingis- kosninga í Norðurlandskjördæmi eystra Prófkjör um skipan tveggja efstu sæta á fram- boðslista Alþýðuflokksins I Norðurlandskjör- dæmi-eystra fyrir næstu alþingiskosningar fer fram dagana 24. og 25. janúar 1987. Kjörgengir til prófkjörs eru þeir sem uppfylla ákvæði laga um kjörgengi við alþingiskosningar og hafa skrifleg meðmæli minnst 25 flokksbundinna Alþýðu- flokksmanna I Norðurlandskjördæmi-eystra, 18 ára og eldri. Frambjóðandi sem býður sig fram í 1. sæti er auk þess i framboði i 2. sæti listans. Sá sem býður sig fram f 2. sæti listans er einungis í kjöri f það sæti. Berist aðeins eitt framboð i annað hvort sæti list- ans, telst sjálfkjörió i það sæti. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi um skipan sæti á f ramboðslista, ef f rambjóðandi hlýtur I við- komandi sæti og þar fyrir ofan, minnst 20% af kjörfylgi Alþýðuflokksins i Norðurlandskjör- dæmi-eystra við slðustu alþingiskosningar. Kosningarétt I prófkjöri hafa allir þeir sem lög- heimili eiga í Norðurlandskjördæmi-eystra og orðnir verða 18 ára 30. aprll 1987 og eru ekki flokksbundnir f öðrum flokkum eða flokksfélög- um. Framboðum skal skila til formanns kjördæmis- ráðs f Norðurlandskjördæmi-eystra, Sigurðar V. Ingólfssonar, Smárahiíð 14 F, Akureyri, eigi sfðar en kl. 22.00 þann 6. desember 1986.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.