Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 12
FIMMTUliAGUR 17. ágúst 1967 n Sfcólavörðustíg 13. ÖTSALA þessa vifcu AfWkífl afsláttur. Gerið góð kaup. H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2. TRÚLOFUNARHRINGAR afgreiddir mdægurs. um allt land. RÖREINANGRUN Enkaleyfi á fljótvirkri sjálflæsingu KOVA er Hægt að leggja beint í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita Verð pr. metra: 3/8" kr. 25.00 T'kr.40.00 1/2" kr. 30.00 l]4"kr.50.00 3/4" kr. 35.00 iy2"kr.55.00 KOVA UmboSiS SIGHVATUR EINARSSON&CO SfMI 24133 SKIPHOLT 15 TRULOFUNARHRINGAR Fl}ót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu Guðm. Þorsteinsson guilsmiður, Bankastræti 12. ÖKUMENN! Viðgerðir á rafkerfi. Oinamo og startara viðgerðir — Mótorstillingar RAFSTILLING Suðurlandsbraut 64 Múlahverfi. BÆNDUR Níj er rétti tímmn til að sicrá vélar og tæki sem á að serja- T raktora Múgj’-éiar Blásara Sláttuvélar Ámokstursræki VTÐ SELJUM TÆKIN — Bíla- og búvélasalan v 'Miklatorg. Simi 23136. BARN ALEIKT ÆKI ★ ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði öernharðs Hannessonar, Suðurlandsbraut 12 Sími 35810. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6. Sími 18783. TÍMINN ERLEN7 VFIRLIT Frannhalcl af bls. 9. vildi Boumidienne, að Mobúto tæki ákveðna afstöðu með Ar- öbum áður en hann framseldi Tshombe. Nú orðið vill Boumi- dienne sennilega bíða unz séð verður hver framvindan verð- ur í Kongó. Flest benti til að dagar Tshomhe væru taldar, þegar hæstiréttur Alsír úrskurð aði, að það bæri að framselja hann Kongóstj., en heimkomn- um beið hans dauðadómur, sem Motoúto hefur verið reiðu búinn að framkvæma. Nú þykir horfa öllu betur fyrir Tshomhe, og a.m.k. er talið víst, að hon- um verði alltaf haldið í Alsír þangað til séð verður, hvað verður úr fyrirhuguðum þjóð- hötfðingjafundi í Kinsbasa. En hver sem örlög þeirra Mobútos og Tshombes verða, mun stjórnarerfiðleikum Kongó manna ekki linna Ein megin- ástæðan er sú, að landið er að dómi erlendra fjáraflamanna of rikt til þess að vera látið afskiptalaust. Þ.Þ. FULLVELDISDAGUR Framhald aí bls 3 mikið um innlenda tónmennt hér, að engin furða var þó sænskir stúdentasöngvar næðu hér nokk- urri hefð — en er nokkur gild ástæða til þess að íslenzkir stúd- entar muni aldrei framar eftir því að hægt sé að yrkja eða syngja íslenzka söngva — ekki einu sinni á fullveldisdaginn? Skylt ei þó að geta þeirrar undantekningar, að á mörgum árum hefur einu sinni heyrzt kyrj að í sfcúdentafagnaði: SeltjarriaÝi- nesið er lítið og l'áfgtr' eftir- Þór- berg Þórðarson ov' : ántiað skipti nokkrar Amors'- eftir Sigurð Þórarinsson — seni væntanlega hafa lyft ekki all-lítið undir álit hinnar sauðsvörtu alþýðu á aka- demískri virðingu og reisn mennta mannanna! Ef þjóðérnistilfinning okkar er ekki orðin burðugri en öll þessi Mkúra bendir til — væri þá ekki eins gott að hætta að gMmra nokk uð um sjálfstæði og fullveldi, en helga svall-velzlur grímulaust Bakkusi, bítlaifári og öðru jafn- nýtízku og þjóðlegu hátterni? En — mér er ekkert skop í huga í sambandi við þetta alvörumál; sú var tíðin að skáld okkar voru hinir djörfustu baráttumenn fyrir islenzku þjóðerni og öllu sem landi og lýð mátti til heiUa horfa. Þ^ss vegna dirfist ég að ávarpa þá launuðu menn sem nú bera það heiti, og spyrja iþá hvert þeim finn ist engin ástæða til að lyfta merkí forvera sinna frá aldamótunum, og minnast þess að þeir séu ,þó íslendingar — eða er miáske toúið að telja þeim, óhifanlega trú úm að íslenzkt þjóðerni hafi aldrei staðið fastari fótum en nú, — kappalið á hermanna-sjónvarpi, bítla-æði. kvikmynda-rusli, sorp- ritum, og öðru slíku andlegu úr- vals kraftfóðri — jafnhliða því sem varla heyrist íslenzkt orð eða tónn í xeim útvarpsþætti, sem merktur er og helgaður „unga fólkinu' — og samkvæmt nýleg- um athugunum, er fleira af börn um sem vita nafn og einhver skil á Bandaríkiaforseta en forsætisráð- herra okkar — og er að hætta að vita skil á þjóðsöngnum okkar Ungu skáld! Sýnist ykkur þetta ailit harla gott? Væri of djarft að vænta einhvers svars — helzt í versi. um næsta fullveldisdag? Sandvík 3. ágúst 1967 Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF Framhaia ..i bis ö nokkrar prófraunir fyrir umsœkj- endiur. En þar á að koma enn þá skýrar í ljós, ihvort þeir átta sig á iþeim viðfangsefnum, sem af þeim verður krafizt. Við lok þessa valmóts er þá endanlega úr þvá skorið, hverjir teknir verða á undirbúningsnám- skeiðin. En tilkynning um slíikt undir- búningsnámskeið er þó ekki send umsækjenda, fyrri en athugað hef ur verið um heppilegan stað í einhverju þróunarlandanna, þar sem hann geti unnið næstu tvö árin að síniu sérstaka við'fangs- eifni. Undirbúningsnámskeið er í 8 vikur. Þátttakendur búa á þeim stað þar sem kennsMn fer fram og fá þar bæði fæði, húsnæði og vasapeninga. Með fyrirlestrum og flokka- starfsemi eru umsækjendur frædd ir um það umhverfi, sem þeir eiga að starfa, stjórnmál þar, fjárhagsástæður, menningar- ástand og trúarhrögð. Sömuleiðis um þau skerf, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt þar fram eða þá aðrar stofnanir á þeirra vegum. , Ennfremu'r eru umsækjendur æfðir í „Hjálp í viðlögum“ og þeim kennd almenn heilsuifræði og heilsugát og síðast en ekki sízt æfðir i ensku og kynnt und- irstöðuatriði einhvers þeirra tungumála, sem töluð eru í þ\’í Mndi, sem starfað skal i. Sé enskukunnátta einhverra umsækjenda mjög ábótavant er hu'gsanlegt að útvega þeim þriggja vikna enskunámskeið, þar sem meðal annars er notuð nýtýzku kennsluaðferð hinna svo nefndu má:lken,nsluyerkstæða. 'Þégár ítáinskeiðinu er Jokið éftir 'tvaggja mánaða undirbún- “tog*’ þá e'r urnsækjaiidi talinn hæfur til ferðar. Áður en lagt er af stað verður umsækjandinn að undirrita starfs samning, þar sem upp eru talin gagnkvæm skilyrði og skuldbind- ingar sjálf-boðaliðans og Mellem- folkeligt Samvirke eða Alþjóða- starfs-stofnunarinnar, sém nú ber ábyrgð á útsendara sínum. Þessi sjálfboðaiþjónusta og út- sending þeirra er að öðru leyti kostuð samkvæmt milliríkjasamn- ingi Danmerkur og viðkomandi þróunarMnda þar sem þjónustan er veitt. Ferðin er með flugvél og ferða kostnaður á-samt greiðslu fyrir farang-ur greiðist af Mellemfolke- ligt Samvirke. Áður en Mgt er af stað fær hver umsækjandi 500 danskar krónur í hendur til und- irbúnings ferðarinnar. Þegar til starfslandsins kem- ur fær sjálfboðaliðinn fbúð til umráða húsaleigulaust og st'ofn- un-in greiðir fé til nauðsynlegra húsgagna meðal annars kæliskáp o.s. frv. Til fæðis greiðir stofnunin þá u-pþhæð mánaðarlega sem telja má nœgilega til að tryggja starfs- manni holla og fjölbr-eytta f-æðu í því landi, sem hann dvelur og auk þess það sem telja verður nægan eyðslueyri eða vasapen inga. Árið 1966 voru þetta 800 danskar krónur á mánuði í Aust ur-Afríku. Það er þriggja vikna leyfi á ári ,og auk mánaðargreiðslanna er veitt til þess 600 danskar krón ur au'kalega. Hverjum starfsmanni er veitt eitthvert samgöngutæki til um- ráða og fer það nokkuð eftir aðstæðum og vegalengdum milli heimilis og vinnustaðar hvaða tæki það er. Gera má ráð fyrir að fá að minnsta kosti vélhjól. Mellemfolkeligt Samvirke ger ir alls konar tryg-gingar fyrir sjálf boðann. Honum er t.d. tryggð ur fyrir ráni, slysum, örorka, sjúkdómum og venjulegri slysa- tryggingu. Stofnunin veitir ei-nnig aðistoð þeim, sem hún sendir viðvíkjandi sjúkrasamlagi og stéttarfélags- g-jöldum og h-ugsanlegum vanda gagnvart sköttum og skyldum í sambandi við dvölina erlendis. SjáMboðaliðinn þarf ekki að greiða skatt a-f þóknun þeirri, sem Mellemfolkeligt Samvirke greið- ir fyrir þjónustuna erlendis. Eftir heimkomuna fær sjálf- boðaliðinn uppbótargreiðslu', sem reiknað er á hvern þjónustu- eða starfsmánuð, sem hann vann erlendis. Eftir tveggja ára starf v-erður slík uppbótar- eða auka- greiðsla 6 þúsund danskar krónur. En lengi sjálfboðaliðinn starfs- fíma sinn til þriggja ára fær hann 10.200- danskar krónur í u-ppbót. En þessi lokagreiðsla á að bæta upp ýmiss konar óþægindi og tafir í atvinnu og aðstöðu' heima- fyrir, en sem orsakast getur af dvölinni erlendis. Snemma á árinu 1966 voru ná- lægt 7-5 danskir síállftooðar við störf á vegum Dansk Ungdoms U-landsarbejde. Þetta fólk starfar sérstaklega í Nígeríu, Keneyju, Tanzaníu og Uganda. en auk þessara Mnda eru sjálfboðar í Thai-landi og Mysore í Suður-Indlandi. En til þessara landa verða dans’kir sjálfboðaliðar aðallega sendir í náinni framtíð. ísland hefur enn þá ekki skipu' lagt sLíka sjálfboðastarfsemi æsku fólks. En söfnun til Herferðar gegn hungri gefúr bending-u um, að áhugi sé fyrir -hendi á þessu sviði og góður andlegur jarðveg- ur, væri hann nýttur og ræktað- ur. Nú hefur ung h-ugsjónakona, Herdís Tryggvadóttir unnið að því um tíma, að stofna til og skipuleggja s-líka starfsemi hér- lendis, helzf í líkingu við The peace-oorp John Kennedys. Enn hefur þó ekki fengizt öruggur grundvöllur eða starfs staða fyrir þetta merkilega fram tak. En væntanlega verður það innan skamms. Og líklega væri bezt, að það yrði í nánu sam- starfi við Æskulýðssamband fs- lands og æskulýðsfélög kirkjunn- ar. En allt er þ-etta ór-áðið og í deiglunni. En fræinu er sáð með áhuga hugsjónafólks. Væntanlega sér í-slenzka Menntamálaráðuneytið, að þama er á ferð ein hin bezta land- kynnin-g, s-em -hugsazt gæti til sönnunar á mennt og þroska þjóð arinnar. Væri sannarlega ástæða til að stofna til nokkurrar fjárveitingar þessari starfsemi til upphafs og tólingar og fara þar að dæmi Dana sem styrkja þetta málefni af miklum myndarskap. Gæti þeir sent tvö hundruð ungra sjálfboða til eflingar friði og farsæld vanþróaðra þjóð-a og bræðralags í heiminum. M ætt- um v-ið að geta sent tiu árl-ega. Þar fáum við t-ækifæri til að leggja fram fé til styrktar hel-g- ustu hu-gsjónum mann-kyns, sem sú þjóð friðarins, sem engan her búnað þarf að kosta. Mð væri sann-arlega Vel við- eigandi, og ætti ekki að spara til. Þá f-engi friðarv-ilji íslendinga að koma í ljós og yrði vœntan- lega meira en nafnið tómt og óljóst hugboð. R-vík. 23. júní 1966. Árelíus Níelsson. Auglýsið í TÍMANUM sími 19523 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.