Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 2
MMÐUBLMÖ Simi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Filmurog prent Ármúla38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Svört skýrsla úr Keflavík Alþýðublaðið skýrði I gær frá skýrslu Ráðgarðs um þróun sjávarútvegs og áhrif kvótakerfis á atvinnulif í Keflavík. í lokaorðum skýrslunnar sem flokkast undir „Svarta skýrslu" segir m.a.: „Á síðustu 2—3 árum hef- ur rekstur fyrirtækja I sjávarútvegi breyst verulega úr taprekstri í hagnað. Þá hefur kvótakerfið breytt miklu. í dag er kvóti fiskiskipa verðmæti og verð á fiskiskip- um er langt yfir vátryggingamati. Verðþróun á fiski- skipum endurspeglar breytingarnar, samanber Heim- ir KE var seldurá33 milljónir 1986. í mars eðaári síðar verður báturinn Iíklegaseldurá75—80 milljónir króna eftir lagfæringar sem kosta á bilinu 15—20 milljónir króna.“ Enginn efast um nauðsyn aðhalds í sjávarútvegi og vissulega hefur innleiðing kvótakerfis verið nauðsyn- leg bæði til verndunar fiskstofnsins og til aukningar á heildarverðmæti sjávarafla landsmanna. Stjórnun fiskveiða hefur einnig orðið markvissari með hverju ári. Hins vegar felur kvótakerfið f sér marga galla sem einkum koma fram í misskiptingu milli byggðarlaga. Svarta skýrslan úr Keflavík er dæmi um þetta. Kvóta- kerfið hefur samkvæmt skýrslunni komið harkalega niöur á sjávarútveginum á Suðurnesjum vegna lélegr- ar afkomu árin fyrir setningu kvótakerfisins. Ekkert nýtt fiskiskip var keypt til Keflavíkur frá 1975. í loka- orðum skýrslunnar er bent á, að verði kvótakerfið áfram notað við stjórnun fiskveiða, þá sé nauösynlegt að standa vörð um kvótaúthlutun til báta og togara í Keflavik þannig að jöfnuður náist. Þá er undirstrikað að nauðsynlegt sé að ísland verði eitt kvótasvæði vegnaþeirrabreytingasem orðið hafa á útgerðarþátt- um. Svartaskýrslan úrKeflavíksegirsínasögu. Hún seg- ir sögu veiðileyfakerfis sem hæglega getur snúist í andstæðu sína. Núverandi aðstæður í útgerð eru þannig að nær útilokað er fyrir unga og dugmikla sjó- menn að eignast bát yfir 10 brúttólestir að stærð. Hömlur, lélegur kvóti og yfirverð báta er félitlum sjó- mönnum ofviða. Og sóknin er einnig takmörkunum háð. í skýrslunni kemur ennfremur fram, að samdrátt- ur sjávarútvegs er gífurlega mikill. Einnig er Ijóst að ekki hafa komið ný fyrirtæki í stað þeirra sem hætt hafa starfsemi. Þvl er nauðsynlegt fyrir alla hags- munaaðila að vinna saman og fylgjast með þróun mála I sjávarútvegi. Gefa þarf dugmiklu fólki tækifæri til eflingaratvinnulífs. Alþýðuflokkurinn undirstrikaði það í kosningabaráttu sinni, að stefna bæri að sveigj- anlegri beitingu veiðileyfa með veiðiréttindum sem komi i hlut útgerðar en ekki á hvert skip, þannig að aflamönnum sé gert kleift að njóta sín og að byggðar- lögum sé tryggð öflun hráefnis betur en nú er gert. Sveigjanleg veiðileyfakerfi af þessu tagi skapa svig- rúm fyrir eðlilega endurnýjun fiskiskipaflotans. Svartaskýrslan úrKeflavíksýnirog sannarað lagfæra verður galla núverandi kvótakerfis og að árétting Al- þýðuflokksins i þessum málum er rétt. Llkurnar á að Þorsteini Pálssyni takist að koma saman stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista virðast hafa minnkað eftir að konurnar mættu til viðræðna með kveðju frá Hótel Vik. Með kveðju frá Hótel Vík Sjálfstæðismenn daufir, Kvennalistinn klofinn, Alþýðuflokkur- inn einn af heilum hug í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta gengur treglega. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista hafa nú staðið yfir í fimm daga án þess að með nokkru móti sé hægt að fullyrða hvort upp úr slitni eður ei. Morgunblaðið birti í gær á útsíðu kröfur Kvennalistans í varnar- og utanríkismálum auk kröfunnar um hækkun lágmarks- launa. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins segjast konurnar vera andvígar hvers kyns fram- kvæmdum á vegum varnarliðsins og jafnframt sögðust þær vera and- vígar öllum frekari samningum um stóriðju hér á landi, þar með talið byggingu kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð og stækkun álversins í Straumsvík. Þá er athyglisvert, að Kristín Einarsdóttir segir í samtali við sama blað, að kröfurnar í varn- ar- og stóriðjumálum séu alls ekki forgangskröfur Kvennalistans held- ur væri krafan um tryggingu á veru- legri hækkun lágmarkslauna algjör forgangskrafa í þeirra hópi. Þetta verður ekki skilið á annan veg en þann, að með þessu séú konurnar að setja upp stöðu. Hin rnikla, skyndilega og harða afstaða í varn- ar- og stóriðjumálum sé útgangs- punktur sem versla má með fyrir lögbindingu lágmarkslauna. En málið er dálítið flóknara en svo. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins mættu fulltrúar Kvennalistans í stjórnarmyndunar- viðræðunum miklum pilsaþyt á Hótel Vík s.l. fimmtudagskvöld og föstudagskvöld eftir hinar óform- legu könnunarviðræður við Þor- stein Pálsson sem urðu til þess að formaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að freista að hefja viðræður við Kvennalistann og Alþýðuflokk- inn í alvöru. Hinn harði kjarni á Hótel Vík gagnrýndi fulltrúa sína fyrir Iinku við erkióvininn Sjálf- stæðisflokkinn. Það var einkum armur Kvennalistans sem stendur í stöðugu stríði við Davíð og félaga í borgarstjórn, sem vildi harðari línu gegn Sjálfstæðismönnum. Þá stóðu upp þær konur sem vilja sjá fjórflokkastjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Framsóknarflokks rætast. Að lok- um voru þær konur illskeyttar sem töldu að lykilatriði kvennabarátt- unnar hefðu ekki komist til skila í hinum óformlegu könnunarvið- ræðum við Þorstein Pálsson. Eftir þessa tvo grasrótarfundi á Hótel Vík mættu fulltrúar Kvennalistans með harðari kröfur og minni sveigj- anleika til leiks í formlegar stjórn- armyndunarviðræður um helgina: Með kveðju frá Hótel Vík. Óskir og kröfur Kvennalistans munu hafa komið mönnum á óvart, og þá ekki síst Þorsteini Pálssyni. Tölfræðilega þenkjandi menn hafa reiknað óskalista kvennanna út og DV kemst til að mynda að þeirri niðurstöðu að kröfurnar séu upp á 5 milljarða á ári. En lokatalan sem blasti við nýrri stjórn þessara þriggja flokka yrði að sjálfsögðu miklu stærri. það vantar enn loka- útreikninga á fjárlagagatinu. Við bætast kröfur hinna flokkanna tveggja, til dæmis Alþýðuflokks sem berst fyrir kaupleiguíbúðum. Hvað kostar það dæmi? Það liggur í augum uppi að ríkisstjórn þessara þriggja flokka yrði að byrja á því að moka flórinn. Og yrði að því hálft kjörtímabilið. Síðustu tvö árin af valdatímanum væri síðan hægt að snúa sér að uppbyggingu velferðar- þjóðfélagsins. En við eigum einnig eftir að ræða möguleika til tekju- öflunar ríkissjóðs. Yrði slík stjórn til að mynda ginnkeypt fyrir því að setja á stórfelldar skattahækkanir? Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa einkum tekið á sig form gagna- upplýsinga í kringum kröfur Kvennalistans. Formlegar viðræður um myndun stjórnar hafa varla hafist eða fengið fast form. Kannski að sumarhitinn skyndilegi deyfi hugi manna í Rúgbrauðsgerð- inni en tíminn fer að verða naumur. Við skulum vera minnugir þess að það tók einn mánuð að mynda síð- ustu ríkisstjórn. Tíminn er því ekki óþrjótandi, og þegar tíminn fer að verða naumur og þjóðin tekur að ókyrrast eru ríkisstjórnir stundum myndaðar í flýti og oft af meira kappi en forsjá. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðufíokks og Kvennalista hefur vilja fólksins. Það yrði fersk stjórn, ekki niður- njörvuð í sérhagsmuni, og hefði góða kynjaskiptingu í ráðherrastól- um. Það yrði heimsfræg stjórn ef menn vilja vera hégómlegir. Ef stjórnarmyndunartilraunir Þor- steins mistakast hins vegar er aðeins um tvennt að ræða: Þorsteinn reyn- ir að kalla saman Framsókn og Al- þýðuflokk. En það er dálítið erfitt fyrir alla parta og jafnvel neyðar- Iegt. Þorsteinn getur líka skilað um- boðinu. Og þá kemur aðeins til greina að Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins fái umboðið eða einhver fulltrúi Kvennalistans sem verður að teljast fjarlægari möguleiki. En meðan þessar hugsanir og aðrar flögra um huga manna, held- ur sumarhitinn áfram að berja á landsmönnum og fulltrúar stjórn- arflokkanna sitja sveittir í Rúg- brauðsgerðinni gömlu og velta fyrir sér snertiflötunum á nýrri ríkis- stjórn. Hverjar eru líkurnar? spyrja menn. Að mínu mati eru líkurnar ekki miklar á skrifandi stundu. Kvennalistinn er klofinn í afstöðu sinni til ríkisstjórnar þessara þriggja flokka, Sjálfstæðisflokkur- inn fremur áhugalítill þótt formað- urinn virðist sýna þessari stjórnar- myndun heiðarlegan áhuga. Al- þýðuflokkurinn er einn af heilum hug í viðræðunum að koma saman stjórn. Men det skal to andre til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.