Alþýðublaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 1
Þjóðhagstofnun talar um lágmarksaðgerðir. Erfitt fyrir sjálfstæðismenn að standa lengur gegn aðgerðunum. Steingrímur mun halda 17. júní-ræðuna, en ný stjórn gæti tekið við fyrir helgi. Stefnt að því að gera út um málin á fundi formanna í dag. Formenn flokkanna þriggja sem að undanförnu hafa átt í stjórnar- myndunarviðræðum munu hittast í dag og benda líkur til að á þeim fundi komist endanlega á hreint hvort stjórnarmyndun þessara þriggja flokka tekst eða ekki. Sam- kvæmt upplýsingum sem Alþýðu- blaðið aflaði sér í gær, virtist sem samkomulag kynni að vera í sjón- máli um fyrstu aðgerðir í efnahags- málum. Náist slíkt samkomulag verður að líkindum einnig gert út um skiptingu ráðherrastóla á fundi formannanna í dag. Það eru þessi tvö atriði sem einkum hafa vafist fyrir mönnum í viðræðunum að undanförnu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sem kunn- ugt er staðið gegn þeim fyrstu að- gerðum sem Alþýðuflokkurinn hef- ur lagt kapp á að verði framkvæmd- ar og Framsóknarflokkurinn tekið undir. í áliti sem Þjóðhagstofnun skilaði í gær kemur hins vegar fram að þessar aðgerðir séu lágmark, ef takast eigi að halda í horfinu í efna- hagsmálum. Þremenningarnir sem flokkarnir skipuðu fyrir helgi til að fara ofan í saumana á þessum málum skiluðu af sér í gær og stóð til að álit þeirra yrði rædd innan flokka í gærkveldi. Eftir að álit Þjóðhagstofnunar ligg- ur fyrir, er mun erfiðara fyrir sjálf- stæðismenn að standa gegn aðgerð- um í efnahagsmálum en áður, jafn- vel þótt í því felist óhjákvæmilega viðurkenning á því að viðskilnaður fráfarandi stjórnar og þá einkum fjármálaráðherra, sé ekki jafn góð- ur og af var látið fyrir kosningarn- ar. Stjórnarmyndunin hefur dregist talsvert á langinn og liðið að lokum þess tíma sem menn gerðu ráð fyrir að þyrfti til stjórnarmyndunar. Um það bil sem talið hafði verið upp úr kössunum, virtust stjórnmálamenn almennt á þeirri skoðun að stjórn- armyndun gæti tekið uppundir tvo mánuði. Menn töluðu í þessu sam- bandi um að e.t.v. mætti vænta þess að nýr forsætisráðherra héldi 17. júní-ræðuna. Nú er útséð um að það verður hlutverk Steingríms Hermannssonar að halda þá ræðu en í staðinn segja gárungarnir að vænta megi þess að nýr forsætisráð- herra muni halda áramótaræðuna. Þótt svo fari að samkomulag tak- ist um fyrstu aðgerðir í efnahags- málum og skiptingu ráðherra- í gær urðu tímamót í verslun með fisk á íslandi. Þá var í fyrsta sinn haldinn uppboðsmarkaður á fiski, en fram til þessa hefur gilt fast lág- marksverð. Það var hafnfirski fisk- markaðurinn sem vann kapphlaup- ið um fyrsta uppboðið. Það var afli hafnfirska togarans Oturs sem boðinn var upp á fyrsta fiskuppboðinu á íslenskum fisk- markaði. Aflinn var alls um 170 tonn og að mestu leyti þorskur. Mjög fullkominn tölvubúnaður er notaður við fisksöluna. Aflanum embætta og ráðuneyta, er ekki öld- ungis víst að þetta gerist í dag, held- ur gæti það tekið nokkra fundi. er raðað í stæður á gólfi markaðs- hússins og eru 300 til 600 kassar í hverri stæðu. Væntanlegir kaup- endur geta því skoðað afurðirnar áður en uppboðið hefst eða meðan á því stendur. Aður en uppboðið hefst eru upp- lýsingar um aflann, seljendur hans og þeir sem hyggjast bjóða í skráðir inn í tölvu fiskmarkaðarins. Sjálft uppboðið fer svo þannig fram að væntanlegir kaupendur fá spjöld með númerum sem tengd eru nöfn- um kaupenda í tölvunni. Ein stæða, Heimildir Alþýðublaðsins herma þó að ætlunin sé að reyna að ganga frá þessu þegar í dag og gæti þess þá eða hluti hennar, er seld í eínu. Uppboðshaldari nefnir síhækkandi verð og kaupendurnir halda spjöld- um sínum á lofti á meðan þeir vilja kaupa fisk á því verði sem uppboðs- haldarinn nefnir. Þegar eitt spjald er eftir á lofti, hefur handhafi þess hreppt fiskinn og segir til um hversu mikið magn úr stæðunni hann hyggst kaupa. Vilji hann ekki stæð- una alla, er það sem eftir er boðið upp, en síðan hefst leikurinn að nýju við næstu stæðu. Erfitt er að spá fyrir um það hver verið að vænta að ný ríkisstjórn taki við völdum fyrir eða um næstu helgi. verða muni verðþróun á hinum frjálsa fiskmarkaði, en þó er reikn- að með því að verð fari hækkandi frá því sem verið hefur. Almennt gera menn sér líka vonir um að sjó- menn muni hugsa meira um að vanda gæði aflans, þar sem verð á fiskmarkaði ræðst að stórum hluta af gæðunum. Fiskur sem ætlaður hefur verið til útflutnings t.d. í gám- um, hefur að sögn verið mun betur meðhöndlaður en fiskur sem farið hefur til vinnslu i frystihúsum hér heima og verið greiddur á föstu og fyrirfram umsömdu verði. ENN VEX FJÁRLAGAHALLINN Forsendur ríkisfjármála hafa breyst verulega á þeim tíma sem lið- inn er frá kosningunum og með hverjum deginum sem líður má heita að ný vandamál komi upp sem annaðhvort var ekki unnt að sjá fyrir, eða hefur hreinlega verið haldið leyndum meðan kosninga- baráttan stóð yfir. Þegar fyrir kosn- ingar var Ijóst að fjárlagahallinn yrði óhjákvæmilega meiri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru af- greidd, en siðan hefur ýmislegt komið á daginn sem eykur mjög verulega á þennan vanda. það nýjasta eru gjörbreyttar for- sendur varðandi ábyrgð ríkissjóðs á kindakjötsframleiðslunni. Þegar landbúnaðarnefnd stjórnarmynd- unarflokkanna settist á rökstóla og bað um nákvæmar upplýsingar um þessi mál í landbúnaðarráðuneyt- inu kom í ljós að í stað 480 milljóna sem áður var vitað að þyrfti til að greiða fyrir kjötframleiðslu um- fram neyslu, má nú gera ráð fyrir hátt í 1200 milljónum til þessara nota. A.m.k. 700 milljónir af þess- ari upphæð bætast við fjárlagahall- ann, sem mörgum þótti þó meir en nógur fyrir. I skýrslum sem fjármálaráðu- neyti og Þjóðhagsstofnun skiluðu af sér í upphafi stjórnarmyndunar- viðræðna eftir kosningarnar, kom í ljós að fjárlagahallinn verður mun meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þessar 700 milljónir bætast nú við þær tölur og er þó með öllu óvíst að enn séu öll kurl komin til grafar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.