Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 27. júní 1987 „Sittu, eða ég bít afþér hausinnvar textinn með þessari mynd sem tekin er úr erlendu blaði. Textinn vísar til þess að Margaret Thatcher þótti sýna mikla kokhreysti í kosningabaráttunni. UMBOTASTEFNAN SEM KJÓSENDUR KUSU AÐ HAFNA HOW BRITAIN VOTED: REGION BV REGION HOW THE PARTIES'SHARES CHANGED FROM 1983 JM Þessi úrklippa úr bresku blaði sýnsir hvernig kjósendur skiptust í einstök- um landshlutum. Hér sést greinilega að Verkamannaflokkurinn á mun meira fylgi í hinum dreifðari borgum. Einmenningskjördœmin gera það líka að verkum að bandalag Jafnaðarmanna og Frjálslyndra fœr engan þingmann í heilum landshlutum þrátt fyrir allt upp í 25% fylgi. Breskir kjósendur veittu íhaldsflokknum brautargengi í þriðju kosningunum í röð, fyrr í þessum mánuði. Þar með var umbótastefnu Verka- mannaflokksins hafnað að þessu sinni. Stefna Thatcers er tiltölulega skýr í hugum flestra, enda hefur hún notið talsverðrar umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum eins og annars staðar. En hvað var það sem breskir kjósendur höfnuðu í kosningunum. Verka- mannaflokkurinn breski lagði fram ítarlega stefnuskrá fyrir kosning- arnar. Haraldur Jóhanns- son hagfrœðingur hefur tekið saman þann útdrátt úr stefnuskránni, sem hér birtist. Fyrir bresku þingkosningarnar 11. júní 1987 gáfu höfuðflokkarnir þrír út bækling um stefnumál, er þeir settu á oddinn. Bæklingur Verkamannaflokksins, Britain Will Win, Bretland mun vinna sigur, var 17 síður í stóru broti, í sex köflum og með formála eftir leiðtoga flokksins, Neil Kinnock. Frá helstu kosningamálum flokksins verður hér sagt, (en efnisskipan bæklings- ins ekki fylgt). I formála sínum segir Neil Kinn- ock: „Stjórn íhaldsflokksins hefur setið í „Atta ár hins mesta atvinnu- leysis, linnulausrar lokunar iðnfyr- irtækja og uppsagnar starfsfólks, aðstreymis útlendra vara og minnk- andi fjármunamyndunar; — átta ái hinnar þyngstu skattbyrði, á heimil- um og þjóðinni, hækkandi gildis- aukaskatts, iðgjalda til almanna- trygginga, skatta og þóknunar hvers konar, um leið og hún hefur í vaxandi mæli verið færð yfir á greiðslur við kaup og atvinnu... — átta ár vaxandi beinna ríkisyfir- ráða, miðstýringar, samfærslu stjórnsýslu, afnáms fulltrúaum- boðs og samráðs um mál;... — átta ár skurðar við nögl við þurfandi heima fyrir og hrjáða utan lands; átta ár vaxandi mismununar — í heilbrigðismálum, um aðstöðu, í húsnæðismálum, í atvinnu- og launamálum — á milli landshluta, byggðarlaga, stétta, fjölskyldna, hvítra og svartra, ríkra og fátækra. Fólkið dýrmœtast Mannfólkið er dýrmætasta eign Bretlands. Harmleik og sóun at- vinnulífsins munum við fyrst af öllu láta til okkar taka. Efla þarf iðnað og þjónustu, sem Bretland á lífsframfæri sitt undir. Óðar og rík- isstjórn Verkamannaflokksins hef- ur sest að völdum, mun hún kalla saman landsráðstefnu um atvinnu- mál með fulltrúum atvinnufyrir- tækja, (jafnt í einkageira sem al- mannageira) og verkalýðsfélaga. Á henni yrði fjallað um ráðstafanir, sem á er þörf. Einni milljón hinna atvinnulausu munum við sjá fyrir vinnu innan tveggja ára. Sá yrði fyrsti áfanginn í atlögu okkar gegn atvinnuleysinu. í því skyni yrði Ia^t fram almannafé og dregið úr framlögum atvinnu- rekenda til tryggingamála. Vaxandi fátækt undanfarandi átta ára er þjóðinni til ávirðingar. Að miklu Ieyti er hún afleiðing ígrundaðrar stjórnarstefnu. Lífeyri munum við hækka þegar í stað: Einhleypra um £ 5 á viku, hjóna um £ 8 á viku. Væri þá stigið fyrsta skrefið til að tengja hann aftur miðlungstekjum eða framfærslu- kostnaði. Eftirlaun ríkisins munum við aftur tengja launum (State Earnings Related Pension Scheme). Lyti það að því markmiði okkar, að tekjur einstaklinga næmu þriðjungi miðlungstekna og hjóna helmingi þeirra. Fæðingarstyrk munum við taka upp að nýju. Barnabætur munum við hækka um £ 3 á viku og tillag vegna fyrsta barns um £ 7.36. Allar munu þessar aðgerðir kosta árlega £ 6 milljarða tvö fyrstu árin. Að hálfu yrði þess fjár aflað með afturköllun skattaívilnana ríkis- stjórnar íhaldsins á undanförnum árum til hinna tekjuháu, að hálfu með Iántöku. Ný ráðuneyti Þörf er margs konar umbóta, sem miklu þarf ekki til að kosta. Á meðal þeirra er uppsetning nýrra ráðuneyta: Kvenna-ráðuneytis, (þ.e. jafnrétt- ismála kynjanna) og ætti ráðherra þess sæti í ríkisstjórninni (cabinet). Umhverfismála-ráðuneytis, en mengun bæja og sveita fer nú fram og misnotkun umhverfis. Geisla- virkum úrgangi skyldi ekki varpað í sjó. Og taka þarf fyrir allar veiðar með hundum. Lista- og fjölmiðla-ráðuneytis, - sem tæki til lista og listiðnaðar, bókasafna og annarra safna, kvik- mynda, útgáfu bóka og einnig hljóm- og mynd-banda, útvarps, (en ríkisútvarpið BBC heyrði þá áfram undir innanríkisráðuneytið). Vísinda- og tækni-ráðuneytis, - sem örva mundi rannsóknir á þeim sviðum. Á fyrsta þingi, eftir að Verka- mannaflokkurinn settist við stjórn- völinn, mundi hann setja lög um þjóðkjörna samkundu fyrir Skot- land, er sæti í Edinborg. Hefði hún vítt valdssvið í heilbrigðismálum, skólamálum, húsnæðismálum og um mótun stjórnarstefnu í iðnaðar- og efnahagsmálum. Umsvif þróunarstofnunar Wales yrðu aukin og sett upp áætlunarráð fyrir Wales. — Byggðastefnu, rétti- lega fjármagnaðri, yrði fylgt fram og á fót settar þróunarstofnanir, í fyrstu í landinu norðanverðu, norð- vestanverðu, í Yorkshire og á Humber-svæðinu. Embætti tveggja réttinda-full- trúa, „umboðsmanna“ munum við setja á fót, annað í fræðslumálum, hitt í lögreglumálum. Samin yrði réttindaskrá neyt- enda, (Charter for Consumers). Öllum tryggð réttindi Á réttindi verkafólks hefur verið gengið, og þau jafnvel afnumin, í stjórnartíð Thatchers. Verka- mannaflokkurinn mun setja lög til að hlúa að góðum samskiptum verkafólks og atvinnurekenda sem og lýðræðislegri þátttöku í atvinnu- starfsemi og verkalýðsfélögum. Og hann mun koma á fót vinnudóm- stól, undir forsæti löglærðs manns, til að fjalla um mál fólks I verka- lýðsfélögum, sem telur á sér hafa verið brotið. Þá mun hann færa út vinnuvernd til alls verkafólks, líka þess, sem er í hlutavinnu. Öllu fólki í þessu landi, af hvaða kynþætti eða íitarhætti sem er, ber full borgaraleg réttindi. Heilbrigðisþjónustan er stolt Verkamannaflokksins. Vill hann, að allir njóti hennar ókeypis. Heimilislækningar eru grundvöílur hennar. Mun hann hlutast til um, að „sjúklingalistar heimilislækna styttist. “ — Við munum styrkja baráttuna gegn alnæmi. A hinum átta stjórnarárum frú Thatcher hafa framlög ríkisins til bygginga íbúðarhúsa verið skorin niður um 60%, jafnvel þótt at- vinnuleysi byggingantanna sé meira en nokkru sinni fyrr. Við munum beita okkur fyrir miklum húsbygg- ingum og endurreisn húsa í einka- eigu og almannaeigu. Leigjendur bæjarhúsa munu áfrant eiga kost á að kaupa þau. — Miðhlutar borga hafa grotnað niður nema að þeim hlutum er bröskurum hafa verið út- hlutaðir til bygginga lúxus-íbúða á stjarnfræðilegu verði. Verka- mannaflokkurinn mun taka fyrir niðurgrotnun þeirra og bæta þann- ig lífsaðbúnað í þeim og öryggi. Ókeypis skólamáltíðir eru vax- andi börnum líkamleg og félagsleg nauðsyn. — Leikskólar verða fyrir öll börn, þriggja og fjögurra ára gömul, sem foreldrar vilja á þá senda. — Námskeið í verkleikni fyrir 16 ára unglinga til tveggja ára munu standa til boða. — Um allt land verða verkþjálfunar (endur- hæfingar) námskeið fyrir fólk á öll- um aldri. Fjárstreymi úr landi Feiknarmikið fjármagn, £ 110 milljarðar, hafa streymt úr landi frá 1979, meðan á reiðanum hefur rek- ið í breskum iðnaði. Verkamanna- flokkurinn mun greiða fyrir (koma á tilhögun) endurkalli fjármagns og neyta skattaívilnana til að halda bresku sparifé í landi. Hyggst hann stofna fjárfestingarbanka, sem að kvæði í Skotlandi, Wales og ýmsum byggðarlögum í Englandi. Enn- fremur setti hann upp breska fram- kvæmdastofnun, British Enter- prise, sem færi með hluti í almanna- eigu í háþróuðum iðnaði og öðrum, sem styrkja nýtur af opinberu fé. Þá mun Verkamannaflokkurinn færa út samfélagslegt eignarhald með ýmsum hætti, eins og hann hefur tilgreint. Styrkjum við landbúnað þarf að beina frá niðurgreiðslu og verð- tryggingu búvara yfir höfuð til þeirra bænda, sem þarfnast þeirra mest. — Bretland þarfnast sam- ræmdrar orkuáætlunar. Olíulindir Bretlands (á botni Norðursjávar) eru af skornum skammti. Kol þess í jörðu munu endast um aldir. í fyrra voru 4.311.000 afbrot framin á Bretlandi og fækkaði upp- lýstum afbortum um 32%. Milljón- ir kvenna óttast að ganga úti á kvöldin. Margt gamalt fólk læsir sig inni á nóttunni. Ríkisstjórn frú Thatchers hefur rofið þaðhe it sitt að halda uppi lögum og reglu. Verkamannaflokkurinn mun leggja sig fram um að auka öryggi fólks. Verkamannaflokkurinn styður Ensk-írska samkomulagið. Æskir hann lýðræðislegrar, friðsamlegrar sameiningar írlands, sem nyti sam- þykkis landsmanna. Þingræði viljum við styrkja og taka upp ríkisframlög til stjórn- málaflokka, eins og lagt var til í Houghton-skýrslunni. Polaris burt Að stofnun Norður-Atlantshafs- bandalagsins átti ríkisstjórn Verka- mannaflokksins hlut. Á áttunda áratugnum stóð ríkisstjórn Verka- mannaflokksins að endurnýjun breska flotans og framlagi nýjasta útbúnaðar til flughersins. Stefna Verkamannaflokksins í landvernd- armálum er tryggilega reist á aðild Bretlands að Atlantshafsbandalag- inu. Polaris-flaugar með kjarna- sprengjum eru komnar til ára sinna. Ríkisstjórn frú Thatcher er að festa kaup á Trident-flaugum. Við þau væri kjarnsprengjubúnaður lands- ins aukinn án þess öryggi þess ykist. Kostnaður af þeim kaupum, £ 10 milljarðar, drægi jafnvel úr virkum vörnum landsins. Er hann svo mik- ill, að vigstöðvaherinn yrði ekki jafnframt búinn nýjustu vopnum. Til þess hefur þegar dregið. Verkamannaflokkurinn mun taka niður Polaris-flaugarnar og verja því fé sem þannig sparaðist til hers, flota og flughers. Við munum viðhalda flota 50 freigátna og tund- urspilla. Fullan hlut munum við eiga að smíði evrópsku orustuflug- vélarinnar. Að svo miklu leyti sem fært er, verði herafli okkar búinn breskum vopnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.