Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 18
18 Laugardagur1. ágúst 1987 Stjóm FHI. Aftari röðt.v. Hallur Kristvinsson, Kristln Sætran, OddgeirÞórðarson. Fremri röð t.v. Ellsabet V. Ingvars dóttir, ÞórdisZoega, Heiða Elln Jóhannsdóttir. Ljósmynd/Bjarni Eirlksson. Húsgagna- og innanhúss- hönnuðir lögverndaðir Aðalfundur Félags húsgagna- og innanhússarkitekta var haldinn fyr- ir skömmu. Á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins og skipa hana, Þórdís Zoega formaður, Heiða Elín Johannsdóttir gjaldkeri og Elísabet V. Ingvarsdóttir ritari. í varastjórn eru Hallur Kristvinsson, Kristín Sætran og Oddgeir Þórðarson. Félagsmenn í Félagi húsgagna- og innahússarkitekta eru nú 59 tals- ins og fjölgaði um tvo á árinu. Félagið var stofnað árið 1956 og er því liðlega 30 ára gamalt. Á aðal- fundinum var ákveðið að láta skrifa sögu félagsins sem samhliða yrði úttekt á hlut félagsmanna í hönnun húsgagna og innréttinga á tímabil- inu. Þann 30. apríl 1986 voru sam- þykkt lög á Alþingi um lögverndun starfsheitis húsgagna og innanhúss- hönnuður, sem hefur verið mikið baráttumál félagsins um árabil. Ákveðið hefur verið að gera tæm- andi félagaskrá, með nöfnum allra þeirra sem hafa fengið lögverndun starfsheitisins, en það eru allir fé- lagsmenn FHI. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 ÚTBOÐ Blönduóshreppur Stjórn verkamannabústaða Blönduóshrepps, óskar eftir tilboðum i byggingu tveggja íbúða í parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U 20.05 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 194 m2 Brúttórúmmál húss 695 m3 Húsið verður byggt við götuna Mýrarbraut 26—28, Blönduósi og skal skila fullfrágengnu, sbr útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á sveitastjórnarskrif- stofu Blönduóshrepps Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós, og hjátæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá fimmtudeginum 6. ágúst 1987 gegn kr. 5.000,-skilatryggingu.Tilboðum skal skilaásömu staði eigi síðar en föstudaginn 21. ágúst 1987 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins ^Húsnæðisstofnun ríkisins Börn í beltum fá viðurkenningu Umferðarráö og lögreglan um alit land veita nú þeim börnum er sitja í bílbeltum eða barnabílstól viðurkenningu. Er þetta starf þegar hafið og verður unnið að því um verslunarmannahelgina og næstu daga þar á eftir. Um er að ræða lítinn glaðning, kort með ferðaleikjum og hollráð- um, og poka með nokkrum góm- sætum harðfiskbitum í, sem Tann- verndarráð lagði sérstaklega til í þessu skyni. Er með því verið að Íeggja áherslu á ágæti harðfisks fyr- ir tennur. Þá fylgir og límmerki með lögreglustjörnu sem jafnframt er happdrættismiði, og er það íþróttasamband lögreglumanna sem stendur fyrir því happdrætti. Umferðarráð væntir þess að sem flestir foreldrar setji öryggisbúnað fyrir börn í bíla sína, og láti þau nota hann. Ekki aðeins til þess að þau fái viðurkenningu, heldur miklu heldur til að auka öryggi þeirra í bílnum. „Börn í bílum þurfa vörn.“ Og vert er að minna á að þörf fyrir notkun öryggisbúnað- ar, fyrir börn og fullorðna í bílum, er ætíð fyrir hendi — óháð árstím- um. við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! Blaðamann vantar íbúð Blaðamaöur á Alþýðublaðinu, óskar eftir íbúð á góðum stað í Reykjavík sem fyrst. Snyrtimennsku og skilvísi heitið. Vinnusími: 68-18-66. Heimasími: 2-65-36. Elínborg K. St. Jósefsspítali Landakoti Laus staða Aöstaöa sérfræðings í barnalækningum viö barnadeild Landakostsspítalaer laus til umsókn- ar frá 1. janúar 1988. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1987. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir barnadeildar í síma 19600. Reykjavlk 31.07.1987. Framkvæmdastjóri. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Viö Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar stöður kennara I þýsku og stæröfræði. Viö Menntaskólann á Egilsstöðum er laus staða kennara I stærðfræði. Við Fjölbrautaskólann á Selfossi er laus staða kennara I raf- iönaöargreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vlk fyrir 10. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið Útboð Óskað er eftir tilboðum I smíði húss fyrir sýslu- skrifstofu, lögreglustöð og bókabúð að Suður- götu 1, Sauðárkróki, fuilfrágengiö að utan og ein- angraö þak. Útboðsgögn veröa afhent gegn 5.000 kr. skilatryggingu á teiknistofu Árna Ragnarsson- ar, Aðalgötu 14, Sauðárkróki og hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboóum skal skilað á teiknistofu Árna Ragnars- sonar, Aðalgötu 14, Sauðárkróki, í lokuðu umslagi, merktu „Suðurgata 1 — tilboð" eigi síð- aren kl. 11 þann 14. ágúst n.k. Þar veröa tilboðin þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Byggingarnefnd hússins. Verkakvennafélagið Framsókn minnir á ferðalagið 8. ágúst. Ferðanefnd Útboð Styrking í Mjóafirði 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 6,0 km, neðra burðarlag 11.000 m3, skurðir og rásir 500 m og malarslitlag 2.400 m3. Verki skal lokið 20. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 4. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 17. ágúst 1987. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.