Alþýðublaðið - 13.08.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1987, Blaðsíða 3
3 Fræðsluritiö Okkar á milli er rlkulega myndskreytt teikningum eftir Brian Pilkington. Hér sýnir teiknarinn þróun mannkyns frá apa til alka. Fræðslurit um fíkniefni: Okkar á milli Fræðsluritið Okkar á milli er komið út. Ritið er gefið út á vegum Samstarfshóps um vímuefnamál undir stjórn Árna Einarssonar full- trúa í samvinnu við Áfengisvarna- ráð, íþróttasamband íslands, Ung- mennafélag íslands og Foreldra- samtökin Vímulaus æska. Fulltrúar þessara aðila auk fulltrúa fíkni- efnalögreglu rita ávörp í ritið. Okkar á milli fjallar um neyslu fíkniefna, helstu skýringar á henni svo og efnin sjálf og áhrif þeirra. Áhersla er lögð á ábyrgð einstakl- ingsins og mikilvægi þess að hann ágrundi vel allar hliðar áður en hann tekur ákvörðun um neyslu þessara efna. Þess er vænst að foreldrar kynni sér efni þessa rits með börnum sín- um og ræði við þau um þessi mál. Ritstióri og höfundur texta er Árni Einarsson fulltrúi Áfengisvarna- ráðs, en um myndskreytingar sér Brian Pilkington og er blaðið ríku- lega myndskreytt. Okkar á milli verður sent inn á öll heimili í land- inu á næstu dögum. Salmonella í kjötvörum: Eftirlit af skornum skammti — segir í ályktun frá Neytendasamtökunum Neytendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta að undanförnu um salmonellu í kjötvörum. Neytendasamtökin krefjast úrbóta í þessum efnum: „Að undanförnu hafa oft borist fregnir af því að salmonellumengað svína- og kjúklingakjöt sé á mark- aðnum. Einnig hefur komið í ljós að framleiðendur og sláturleyfis- Föstudaginn 14. ágúst, kl. 17, opnar Birna Kristjánsdóttir mynd- listarsýningu í FÍM-salnum, Garða- stræti 6. Sýningin, sem ber heitið Litir og fletir, er síðan opin daglega frá kl. 14 til 19 og stendur til 30. ágúst. Þetta er fyrsta einkasýning Birnu hér á landi, en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum þar sem hún hefur dvalið undanfar- in ár. Hún lauk BFA-gráðu (Bachel- or of Fine Arts) frá listadeild há- skólans í Iowa vorið 1986 með text- íllist sem aðalgrein og hefur síðan lagt stúnd á framhaldsnám í mynd- list í Kaliforníu. hafar þessa kjötmetis hafa lítið eftirlit með gæðum vöru sinnar og opinbert eftirlit hefur einnig verið af skornum skammti. Vegna þessa krefjast Neytendasamtökin eftir- farandi: 1) Sláturhúsumogvinnslustöðvum verði gert skylt að hafa öflugt innra eftirlit með framleiðslu Verkin á sýningunni eru unnin á sl. 12 mánuðum. Birna telur mynd- sköpun sína til textíllistar, þótt hún sé komin töluvert langt frá þeim greinum eða því handverki sem Iengst af hefur þótt liggja til grund- vallar textíl. Margt er í verkunum sem virðist gera þau að „málverk- um“, en blönduð tækni þeirra vísar þó út fyrir þann ramma. Auk þess að mála, klippir Birna, litar og límir efni sem mynda lagskipta fleti. Þannig er leitast við að skapa litum rúm en jafnframt að láta það efni sem unnið er á vera meira en flöt sem hverfur undir litum verksins. Verkin á sýningunni eru öll til sölu. Aðgangur er ókeypis. sinni. Einnig skulu fyrirtæki þessi fylgjast náið með þeim bú- um sem slátrað er frá. 2) Heilbrigðisfulltrúar og Holl- ustuvernd ríkisins herði eftirlit sitt með öllum stigum fram- Ieiðslunnar. Jafnframt verði þeir framleiðendur sviptir leyfi til búskapar, slátrunar eða vinnslu, ef aðstæður þeirra eru ekki nógu góðar til að tryggt sé að fram- leiðsluvara þeirra sé ómenguð. 3) Þar sem líkur eru fyrir því að salmonellu sýkingar geti átt ræt- ur að rekja til meindýra og fugla, sem nærast á sorpi og fiskúr- gangi, ber að stórauka almennar mengunarvarnir og koma sorp- eyðingar- og holræsamálum í sómasamlegt horf. 4) Herða skal eftirlit með öllu fóðri. 5) Stóraukin verði öll fræðsla til al- mennings og þeirra sem starfa við matvælagerð, þannig að öll- um sé ljóst hvað ber að gera til að hindra matarsýkingar. Að lokum beina Neytendasam- tökin því til almennings að temja sér varúð í meðhöndlun á hráum kjötvörum. Salmonella drepst við 70% hita og er því ekki hættuleg í fullsoðnu eða steiktu kjöti, svo fremi að það hafi verið meðhöndl- að á réttan hátt. Vekja samtökin sérstaka athygli á eftirfarandi atrið- um: — Að taka hráa kjötið það tíman- lega úr frysti að tryggt sé að það sé að fullu þítt þegar steiking eða suða hefst. — Að gæta þess vel að hrátt kjöt eða blóðvatn úr því komist ekki í snertingu við aðra matvöru sem fær aðra matreiðslu eða er fullsoðin. — Að þrífa vandlega öll ílát og áhöld sem notuð hafa verið við meðhöndlun á hráu kjöti. — Að gæta þess að kjötið sé nægi- lega vel soðið eða steikt. — Að gæta þess við geymslu mat- væla að þau séu höfð við hita- stig undir 10° og ef tilbúnum mat er haldið heitum að það sé gert við hitastig yfir 60°;* Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu kennara i dönsku við Iðnskólann í Reykjavík framlengist til 17. ágúst. Við Menntaskólann i Hamrahlið vantar stundakennara í ensku og stærðfræði. Umsóknirskal sendafyrir20. ágúst til skólameistara, sem veitir nánari upplýsingar. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi er laus staða kenn- ara í efnafræði og Ifffræði, rafiðnaðargreinum. Umsóknar- frestur er til 20. ágúst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík. Menntamáiaráðuneytið. FÍM-salurinn: Birna Kristjánsdóttir sýnir Mjólkurbú Flóamanna: Birgir Guðmundsson ráðinn mjólkurbússtjóri Hinn 3. júlí sl. réð stjórn Mjólk- urbús Flóamanna Birgi Guð- mundsson mjólkurbússtjóra fyrir Mjólkurbú Flóamanna. Birgir Guðmundsson er fæddur 21. júlí, 1949 á Akranesi, sonur Guðmundar Ó. Guðmundssonar rannsóknamanns hjá Sementsverk- smiðju ríkisins og konu hans Mál- fríðar Sigurðardóttur. Hann hóf nám við Mjólkurbú Flóamanna 16 ára gamall í maí, 1966 og fór þaðan haustið 1967 til verklegs náms I mjólkurfræði í Danmörku. Þar Iauk hann mjólk- urfræðinámi 1970 og framhalds- námi árið 1971 frá Dalum Mejeri- skole á Fjóni. Eftir námið vann Birgir fyrst almenn mjólkurfræð- ingsstörf hjá Mjólkurbúi Flóa- manna en stundaði svo í rúm fimm ár Ieiðbeiningaþjónustu við mjólk- urframleiðendur á vegum mjólkur- búsins. Síðan varð hann verkstjóri yfir G-vöruframleiðslunni og fram- leiðslustjóri Mjólkurbús Flóa- manna varð hann 1981. Þann 1. júní 1986 var Birgir ráðinn aðstoð- armjólkurbússtjóri Mjólkurbús Flóamanna. Hinn nýi mjólkurbússtjóri á að baki mikla starfsreynslu í mjólkur- iðnaðinum. Viðamestu verkefni, sem hann hefur unnið að er upp- bygging G-vörunnar, undirbúning- ur og uppsetning nýju duftvinnsl- unnar og markaðsetning á viðbit- inu „Létt og Laggott." Vegna þess- ara verkefna og til að auðvelda vöruþróun búsins hefur hann sótt fjölda námskeiða erlendis. Eiginkona Birgis er Ragnheiður Hafsteinsdóttir handavinnukenn- ari. Birgir tekur við starfi mjólkur- bússtjóra af Grétari Símonarsyni sem gegnt hefur því síðan 1953. Á 34 ára starfsferli sem mjólkurbús- stjóri hefur Grétar unnið mörg stór afrek innan íslensks mjólkuriðnað- ar. Hann stóð fyrir endurbyggingu Mjólkurbús Flóamanna 1953— 1958, hann beitti sér fyrir tankvæð- ingunni á svæðinu sem olli byltingu í meðferð mjólkur. Grétar er upp- hafsmaður jógúrts og G-vörufram- leiðslu hér á landi og frumkvöðull flestra þeirra nýjunga sem fram hafa komið í mjólkuriðnaðinum mörg síðustu ár. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Símnotendur athugið Aðfaranótt miðvikudagsins 12. ágúst var síma- númerum símstöðvanna á Egilsstöðum, Eiðum, Lagarfossi, Seyðisfirði, Borgarfirði, Vopnafirði og Bakkafirði breytt í fimm talna númer. Aðfaranótt föstudagsins 14. ágúst verður sams- konar breyting gerð á sfmstöðvunum á Reyðar- firði, Eskifirði, Neskaupstað, Mjóafirði, Fáskrúðs- firði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Umdæmisstjóri Skólaakstur Hafnarfjarðarbær óskar eftlr tilboðum i skóla- akstur. Upplýsingar um aksturstíma, daglega við- veru, vegalengdir o.fl. eru gefnar á Fræðsluskrif- stofu Hafnarfjarðar, slmi 53444. Tilboðum skal skila á Fræðsluskrifstofu Hafnar- fjarðar, Strandgötu 6, eigi síðar en fimmtudaginn 20. ágúst n.k. Fræösluskrifstofa Hafnarfjarðar Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í niðurrif húsaáfyrrverandi lóð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, á horni Meistaravallaog Grandavegar I Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,00 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 26. ágúst n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.