Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. september 1987 11 Fyrsta frumsýning vetrarins í Þjóöleikhúsinu: RÓMÚLUS MIKLI Þjóðleikhúsið hefur starfsárið í kvöld með frumsýningu á leikritinu Rómúlusi mikla, eftir svissneska leikskáldið Friedrieh Dúrrenmatt. Leikstjóri er Gisli Halldórsson, leikmynd og búningar eftir Gunnar Bjarnason og lýsingu hannar Páll Ragnarsson. Það er Rúrik Haraldsson sem leikur titilhlutverkið, Rómúlus, síð- asta keisara rómverska heimsveldis- ins. Sigurveig Jónsdóttir leikur Júlíu keisarafrú og Lilja Þórisdótt- ir leikur keisaradótturina, en afdrif ríkisins eru undir þvi komin hverj- um hún giftist — það er að minnsta kosti mat æðstu ráðgjafa keisarans. Með stór hlutverk fara Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Sig- urðarson, Sigurður Skúlason, Flosi Ólafsson, Karl Ágúst Úlfsson, Baldvin Halldórsson, Árni Tryggvason, Þórhallur Sigurðsson, Magnús Ólafsson, Benedikt Árna- son og Arnar Jónsson, en hann leikur hlutverk Ódóvakars fyrirliða Germana, sem eru mesta ógnun við ríkið — það er að minnsta kosti mat æðstu ráðgjafa keisarans. Rómúlus mikli (Romulus der Grosse) er það leikrit Dúrrenmatts sem vakti fyrst athygli á honum ut- an heimalandsins. í þessu verki fann hann fyrst sinn sjálfstæða stíl, hina sérstæðu blöndu gantans, beiskrar ádeilu og djúprar alvöru, sem hann varð frægur fyrir og við þekkjum af leikritum á borð við Sú gamla kemur í heimsókn, Eðlis- fræðingana og Loftsteininn, sem öll hafa verið leikin hér á landi. í verkum Dúrrenmatts er það jafnan svo að vettvangur atburðanna end- urspeglar heim allan, og ástand mála í þeim kallast á við eitthvert það ástand sem allir hafa skynjað og jafnvel íhugað án þess að komast að niðurstöðu. Dúrrenmatt kallar þetta leikrit „ósagnfræðilegan gamanleik". Fyr- irmyndin er síðustu dagar Rómar- veldis, en höfundurinn fer afar frjálslega með sagnfræðilega réttar staðreyndir til þess að miðla skila- boðum til nútímans, og þar af leið- andi er óþarft með öllu að vera vel að sér í mannkynssögunni til þess að njóta leiksins til fullnustu. Róm- úlus leiksins hefur verið keisari í tvo áratugi, en nú er fall ríkisins yfir- vofandi og öllum til hinnar mestu armæðu hefst keisarinn ekkert að til þess að koma í veg fyrir að heim- urinn kolsteypist. Samherjum hans óar við hugleysi hans, en þegar allt kemur til alls er Rómúlus ef til vill hugaðri en þeir allir til samans. Hann hefur nefnilega megnustu andstyggð á valdbeitingu og hvers kyns ofbeldi sem hún leiðir af sér. Óvinirnir nálgast, samherjarnir flýja i ofboði, en Rómúlus er maður hugsjónanna, maður sem á sér draum. Það er styrkur hans. í leiks- lok er komið að því að hugsjón hans verði að veruleika en hvernig i veröldinni getur hún ræst á þessum líka upplausnartímum. Einkareik ningur Landsbankans er tékkareikningur sem tekur öörum fram: Háir vextir, kostur á yfirdráttarheimildláni og margvís- legri greiösluþjónustu. Reikningur sem er saminn að þínum þörfum í nútíð og framtíð. Með Einkareikningi sameinar Landsbankinn þau viðhorf sem ríkjandi eru í fjármálaviðskiptum um góða ávöxtun, greiðsluþjónustu og sveigjanleika. Einkareikningur er um margt frábrugðinn hefðbundnum tékkareikningum. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst svo þú þarft ekki lengur að eltast við að millifæra á milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti. Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Einkareikningshafar geta sótt um yfirdráttarheimild, allt að 30.000 krónur, til að mæta aukafjárþörf ef á liggur. I tengslum við Einkareikning gefst ennfremur kostur á láni að fjárhæð allt að 150.000 krónur í formi skuldabréfs til allt að tveggja ára. Einkareikningi fylgir bankakort sem þjónar tvennum tilgangi, annars vegar að vera ábyrgðarkort í tékkaviðskipt- um og hins vegar að vera aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortið gerir 16-17 ára unglingum fært að stofna Einkareikning þótt þeir hafi ekki aldur til að nota tékkhefti. Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar um þennan nýja reikning. Einkareikningur er tékkareikningur sem tekur öðrum fram. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.