Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 1. desember 1987 SMÁFRÉTTIR Flugleiðir fá gjöf í tilefni af 50 ára afmæli áætlunarflugs Islendinga var staddur hér á landi, nú fyrir skömmu, Karel H. Hilkuysen forstjóri Holiday inn hótels- ins í Luxemburg. Hann færói Flugleiðum hf., gjöf i tilefni afmælisins. Ljósmynd af Luxemburg á 19. öld. Sigurð- ur Helgason forstjóri Flug- leiða tók viö gjöfinni fyrir hönd félagsins og lét þess getið að samstarf íslendinga Frá afhendingu Ijósmyndarinnar sem tekin var var á 19. öld af Luxemburg. Frá v. Sigurður Helgason forstjóri Már Gunnars- son starfsmannastjóri, Karel H. Hilkuysen hótelstjóri frá Luxem- burg og Björn Theodórsson fjár- málastjóri. og Luxemburgara hefðu frá fyrstu tíð verið til mikillar fyrirmyndar. Þau væru ekki einungis viðskiptalegs eðlis heldurværu menningarleg samskipti þjóðanna sífellt að aukast. Sigurður kvað það vera ánægjulegt að vita til þess að nú væri talað um ís- land og Lúxemburg sem ná- granna. Listafyrirlestur Bandaríski listmálarinn og fyrirlesarinn Leland Bell held- ur opinn fyrirlestur í dag í húsnæði Hugvísindastofnun- ar Háskóla íslands Odda, stofu 101 kl. 17.00. Fyrirlesturinn nefnist „Mondrian, Giacometti og staða Derain“ og fjallar um tengsl þessara listamanna. Sýndar verða litskyggnur af verkum þeirra. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Mynd- lista- og handíðaskóla is- lands, Máls og menningar og Gallerís Borgar. Vetrarlíf ’87 Landssamband, íslenskra vélsleðamanna. LÍV, gengst fyrir sýningu, Vetrarlíf 87, dagana 4—6 desember n. k. Sýningin verður í húsi Ford umboðsins í Skeifunni I Reykjavík og taka rúmlega 20 aðilar þátt í henni. Á Vetrarlíf 87 gefur að líta allt það sem nauðsynlegt er til iðkunar vélsleðaíþróttar- innar. Vélsleöaumboðin sýna sleða sem þau flytja til landsins. Auk þess verða til sýnis talstöðvar, fatnaður, viðlegubúnaður, lórantæki, farsímar, skíðabúnaður, tjöld, svefnpokar og fl. BRÉFA SKIPTI Alþýðublaðinu hefur borist bréf frá Magnúsi Kristinssyni i Þýskalandi, þar sem hann segir frá korti sem honum barst frá manni er óskaði eft- ir að komast í bréfasamband við einhvern á íslandi. Bréf- ritari er frá Tékkóslóvakíu og biður hann sérstaklega um að komast sem pennavinur einhvers sem er tilbúin til að skiptast á við hann lands- lagskortum. Josef, bréfritar- inn, skrifar á ensku og segist vilja vita allt um ísland. Hann virðist þekkja eitthvað til ís- lands því hann biður sérstak- lega um kort af Akureyri. Magnús Kristinsson segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann fær bréf sem þetta. „Greinilega er mikill áhugi á samskiptum við íslendinga bæði í Tékkóslóvakíu, Pól- landi og víðar I Austur- Evrópu. Því þetta er ekki I fyrsta skipti sem ég fæ svona ósk frá ókunnu fólki í gegnum kunningja mína þar,“ segir Magnús. Þið sem viljið skrifast á við Jósef, sendið bréfið til: Josef Korinek Voronezska 2./26 61600 BRNO Czechoslovakia. RAFEINDAVIRKJAR Póst- og símamálastofnunin óskar eftir aö ráöa rafeindavirkja til starfa í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Við leitum aö duglegum og áhugasömum mönnum meö full réttindi sem rafeinda- virkjar og sem eru reiöubúnir aö tileinka sér nýjustu tækni á sviði nútíma hátækni: Símstöðvatækni Fjölsímatækni Radíótækni Notendabúnaðar Viö bjóöum fjölbreytt framtíöarstörf hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Ráöning nú þegar eöa eftir samkomulagi. Umsækj- endur séu tilbúnir til frekara náms utan og/eöa innanlands. Laun samkvæmt launakjörum viökomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild og viðkomandi yfirmenn deilda í síma 91—26000 og í umdæmunum. Umsóknareyöublöð fást á póst- og sím- stöövum og hjá starfsmannadeild. Póst- og símamálastofnunin. Laus staða Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er laus til umsóknar staða kennara í stærðfræði frá 1. janúar 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember 1987. Menntamálaráðuneytið Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! 50 ára afmæli Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík Afmæliskaffi með glæsilegu hlaðborði í Holiday inn, Sunnudaginn 6. desember kl. 15. Dagskrá: 1. Hófið sett, Helga Gumundsdóttir 2. Ávarp, Jóhanna Sigurðardóttir 3. Sönghópurinn Lítið eitt kemur fram. 4. Saga félagsins, Helga Möller 5. Frumort Ijóð, Guðbjörg Ólafsdóttir 6. Ávörp gesta. Jafnaðarmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti, og tak- ið þátt í að gera þennan dag ánægjulegan. Stjórnin Alþýðuflokksfélagar Hafnarfjarðar Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 3. desember n.k. kl. 21.30 i Alþýöuhúsinu við Strandgötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Staðgreiðslukerfi skatta. Framsaga: Kjartan Jóhannsson 3. Önnur mál. Stjórnin Kratakaffi Lítið inn í félagsmiðstöðina á Hverfisgötu 8-10 milli kl. 17 og 19 í dag og drekkið með okkur kaffi. Árni Gunnarsson þingmaður kemur og fær sér í bolla og svarar fyrirspurnum um pólitíkina. Alþýðuflokkurinn Ferðahappdrætti Krata Dregið hefurverið í nóvemberhappdrætti. Upp komu þessi númer: 173 4237 9424 12009 1061 5748 9472 12809 1473 6392 9536 13010 2156 7002 10297 14087 3384 8362 11283 15175 3683 9329 11649 18427 19079

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.