Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 22. desember 1987 19 Aflakvóti Ráöuneytiö vekur athygli útgerðarmanna á því aö fresturtil aö sækja um staðfestingu ráðuneytisins á færslum aflakvóta milli skipa rennur út 30. desem- ber n. k. Umsóknir sem síðar berast verða ekki tekn- ar til greina. Tekið skal fram að skila ber skýrslum fyrir alla mán- uði ársins einnig þá mánuði sem engar veiðar, eða aðrar veiðar en bot nfiskveiðar eru stundaðar. Sjávarútvegsráðuneytid 16. desember 1987 Slys gera ekki boð á undan sér! Hópur nýútskrifaðra stúdenta frá Flensborgarskóla. Nýstúdentar 45 nemendur frá Flens- borgarskóla f Hafnarfirði voru brautskráöir sl. laugardag. Af þeim voru 42 með stúdents- próf og 3 meö almennt versl- unarpróf. Flestir stúdentanna brautskráðust af viöskipta- braut og náttúrufræðibraut. Einnig voru útskrifaöir stúd- entar af eölisfræðibraut, fé- lagsfræðibraut, málabraut, iþróttabraut og uppeldis- braut. Bestum árangri á stúdents- prófi náóí Asdís Jónsdóttir af viðskiptabraut eftir aó hafa stundað nám í öldungadeild skólans, Hún hlaut 42 A, 8 B og 2 C í einkunn. Við brautskráningu var þess sérstaklega minnst að á þessu hausti eru liðin 50 ár frá því að Flensborgarskóli flutti á Hamarinn. Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, flutti skólanum kveðju og árnaðaróskir af þessu tilefni. Jóna Ósk Guð- jónsdóttir forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði flutti einnig ávarp og færði skólan- um að gjöf vatnslitamynd eftir Gunnlaug Stefán Gísla- son, listmálara. Stjórnarfor- maður Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, Matthías Á. Mathie- sen, samgönguráðherra, færði skólanum að gjöf frá Sparisjóðnum vandaða rit- vinnslutölvu. Einnig flutti fulltrúi nýstúdenta, Ruth Guðmundsdóttir, ávarp. Að lokum söng Kór Flensborgar- skóla undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ný Vera er komin út Út er komin ný Vera og segir í henni m.a. „Nútíma konan situr uppi með úreltan karl.“ Meðal efnis er umfjöll- un um bók eftir Share Hide, sem nýlega kom út í Banda- ríkjunum og fjallar um hug kvenna í garð eiginmanna sinna. Fjallað er um niður- stöðu bókarinnar, sem er sú að konur í Bandaríkjunum eru fjúkandi reiðar útí karla sína, segir m.a. í tilkynningu um nýjasta hefti Veru. Segir ennfremur, að í þessu sam- bandi sé rætt við Katrínu Theodórsdóttur um viðhorf íslenskra kvenna og segir hún karla hafa dagað uppi eins og nátttröll. í blaðinu hefst einnig nýr greinaflokkur um kvenna- sögu eftir Helgu Sigurjóns- dóttur og nefnist fyrsta grein- in „Mæðrasamfélög." Fjallað er einnig um friðarfræðslu, viðtal er við Soffíu Auði Birgisdóttur, en hún annaðist útgáfu bókarinnar, „Sögur ís- lenskra kvenna.“ Borgarog þingmál eiga sitt sæti í Veru að venju og fjallað er um bókmenntir. HLJOÐLAT „OG AFKASTAMIKIL HORKUTOL FRA PHILCO Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvotts. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco að enn betri og öruggari þvotttavél en áöur. Vélin vindur með allt að 1000 snúninga hraða á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Þaðtalarsínumáli:Traustnöfn,sanngjarntverðog örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. 1000 3 OGGOB UV.OV3B E\N Heimilistæki hf Sætún 8 s, 691515 — Kringlunni s. 691520 — Hafnarstræti 3 s. 691525

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.