Alþýðublaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 20. febrúar 1988 „MAÐUR FÆR MÖRG RRÉF í AMERÍKU“ Bergþór Pálsson, syngur eitt aðalhlutverkið i Don Giovani, eftir Mozart, sem (s- lenska Óperan frumflutti í gærkvöldi. Það er hlutverk Leperello, þjóns Don Giov- anni og er þetta fyrsta hlut- verk Bergþórs hjá íslensku Óperunni. Hvenær og af hverju byrj- aðir þú að syngja? Ég var I tónmenntakennaradeild Tón- listaskólans I söngtlmum, þegar ég var 22 ára og var nánast bara ýtt út I þetta eftir þaö, af þeim aöilum er stóðu fyrir söngtlmunum. Eftir aó ég var búinn aö vera ár I því fór ég I nám til Bandarikj- anna, f háskólann I Bloom- ington I Indianaog þaðan kom ég heim núna í vor.“ — Nú er Leperello þitt fyrsta hlutverk í islenskri óperu, hvernig leggst það i þig? Það leggst mjög vel I mig og ég er æöislega ánægöur meö hvað móralinn, I íslensku Óperunni, er góð- ur. Þaö er gaman aö vinna aö þessari sýningu og sérstak- lega sterkt liö, sem stendur á bak viö hana meö góöum söngvurum. Og þaö aö hægt sé aö setja uþp þessa óperu sýnir að þaö séu til staöar kraftar er halda upp Islenskri óperu, þó aöstaöan sé mjög bágborin." — Hvað er svo framundan? Ég er ráöinn vió Óperuhús I Þýskalandi næstu tvö árin og þangaö fer ég strax og sýn- ingum lýkur hér, eða 1. júnl. Mitt fyrsta hlutverk þar er Don Giovanni sjálfur. Þessi samningur er vissulega mikil- vægur fyrir mig, sérstaklega vegna þess aö ég fæ þá tækifæri til aö láta heyra I mér. Og vera á þessu menn- ingarsvæði, sem margir eiga leiö um.“ — Er einhver munur á að syngja fyrir Amerikana, ís- lendinga og svo aftur Þjóð- verja? Eg held aö bæði Amerlkanar og Þjóðverjar séu „passlvari" sem áhorfendur heldur en íslendingar. íslend- ingar eru yfirleitt góöir áheyr- endur og kannski meira I ætt viö ítalana. Þeir taka yfirleitt vel á móti manni, eru gott klapplið. Amerlkanar eru góö- ir áhorfendur og kurteisir en láta það ekki eins mikið I Ijós og gert er hér. Gera það frek- ar eftir á meö bréfum og þess háttar. Ég held aö Þjóö- Bergþór Pálsson í hlutverki Lepor- ellos, þjóns Don Qiovanni. verjar séu svipaöir, æpa ekki mikiö bravó og þess háttar en svo senda jafnvel bréf.“ —Nú er konan þin, Sólrún Bragadóttir, einnig söngvari, hefur það einhver áhrif á fjölskyldulifið? „Já, þaö hef- ur það. Þaö er mikil egó sem fylgir þvl aö vera söngvari og þaö hefur vissulega áhrif á allt samllf þegar um er aö ræöa tvo egóista. Til aö mynda spillir þaö fyrir allri samstööu. Áhrifin eru þvl frekar slæm en góð, en ef fólk hefur dómgreind til þess aö skilja þaö aö llfið gengur I bylgjum og fólk veröur aö til- einka allt sitt llf þvl hlutverki sem þaö er I þá og þá stund- ina, ætti það aö ganga.“ Nokkur orð um Leperello. Hann er þjónn Don Giovanni- es og er I þeirri stööu að þurfa aö redda húsbónda sln- um út úr ýmsum kllpum. Hann er ekkert ánægður meö þaö, hefur siöferöiskennd sem er meira I þá átt sem venjulegt er, sem er óllk þeirri sem Don Giovanni hef- ur, þannig aö hann llöur fyrir þaö sem Don Giovanni gerir. Hann er I raun kómlski hluti óperunnar en samt traglskur þvl hann er fastur I sinni stétt. Ég kann mjög vel viö Leperello og hann býöur upp á mikinn leik. Þaö er auövelt aö fá samúö með honum, en ég segi það ekki, ég hlakka kannski meira til að takast á við Don Giovanni þvl hann er djúpstæöari og meiri karakt- er.“ — Nú er Don Giovannl oft kölluð ópera óperanna, ertu sammála því? Mozart er nátt- úrlega oft kallaöur tónskáld tónskáldanna og þaö er mörgum sem finnst honum hafi tekist einna best upp I þessari óperu og ég held að þaö sé aö mörgu leyti rétt. Til dæmis sú sena þegar Don Giovanni fer til helvltis held ég aö sé sú áhrifamesta I öll- um óperubókmenntum, ef frá er skilin ástardúett Tristans og ísolde I óperu Wagners. Og ég held aö þaö eigi allir, sem koma á þessa óperu, eft- ir aö sitja með gæsahúö yfir henni.“ AUÐUR HARALDS Ung, há, feig og Ijóshæró eftir Audi Haralds er verðlaunabók að þessu sinni. VERÐLA UNAKROSSGATA NR. 16 Stafirnir 1—21, mynda máls- hátt sem er lausn krossgát- unnar. Sendiö lausnir á Al- þýðublaðið Ármúla 38, 108 Reykjavík. Merkiö umslagiö vinsamleg- ast: Krossgáta nr. 16. Verölaun eru aö þessu sinni • Ung, há, feig og Ijóshærð, - saga um „ástir og ofbeldi" eftir Auði Haralds. Forlagið gefur bókina út. Dregiö var úr réttum lausn- um viö 12. krossgátu. Réttur málsháttur var: Enginn má við margnum. Verölaunahafi reyndist vera Gunnar Jóns- son Álfhólsvegi 41, 200 KÓpa- vogi. Gunnar fær senda Gunnlaöarsögu Svövu. Viö þökkum öllum sem taka þátt og minnum á skilafrest fyrir aörar krossgátur. Sendandi:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.