Alþýðublaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 8
AUGLY-SINGAR inkVniíDi ffnin AUGLÝSINGAR SIMI SÍMi 681866 JIIjJ: 111 U11 JjllJl J. J? Fimmtudagur 24. mars 1988 681866 SAMEI6INLEGIR HAGSMUNIR Segir Derek C. Jones hagfrœðiprófessor um lýðrœðisleg rekstrarform fyrirtœkja. Hugtakið ,,samvinnufélag“ hefur verið notað i svo mörgum ólikum merkingum. Derek C. Jones prófessor í hagfræði við Hamilton Coliege i Bandaríkjunum, er nú staddur hér á landi í boði nokkurra samtaka. í dag mun hann halda fyrirlestur á ráð- stefnu um lýðræðisleg rekstrarform fyrirtækja, en yfirskrift hennar er: „Hvað getur reynslan i Bandarikjun- um og Evrópu kennt okkur?“ Alþýðublaðið ræddi við Jones og spurði hann fyrst hvernig reka eigi samvinnu- fyrirtæki. „Það eru margar gerðir af samvinnufélögum. Það sem ég á við með starfsmanna- samvinnufélagi eru samtök, þar sem stjórn er í samræmi við vinnu innta af hendi, fremur en útvegað fé. Til að stofna svona félag, byggist þátttakan á einhverjum fjár- framlögum. En aðalatriðið er, að þó fjárframlög geti verið misjöfn, gildir hin lýðræðis- lega regla; eitt atkvæði á hvern meðlim. Allt starfsfólkið þarf ekki að gerast félagsmenn, en óski það þess, getur það það. Vinnuaflið ræöur því hvernig starfsemin verður byggð, það ræður stjórnendurna, það er starfsfólkið sem endanlega ber ábyrgðina. Það er því engin ástæða gegn því að hefðbundið stjórnarmynstur sé til, stjórnendurnir yrðu i grundvallaratriðum ábyrgir gagnvart starfsfólkinu, í stað hluthafa utan fyrirtækisins. Þau þurfa því ekki að vera óhagkvæm. Dæmi um svona starfsemi sem gefist hefur vel, má finna víðs vegar í heiminum. í baskahérðum Spánar eru þekkt samvinnufélög sem mikið hefurverið fjallað um. Það er dæmi um hvernig byggt var úr engu á svæði sem var hrjáð af atvinnuleysi, mjög þróað kerfi samvinnu- félaga, byggt á þessum kenn- ingum. Starfsfólkið í þessum félögum fær almennt hærri laun en starfsfólk í hefð- bundnum einkafyrirtækjum. Hver starfsmaður leggur fram fé til fyrirtækisins, og ef um hagnaó er að ræða í árslok er honum dreift sem uppbót meðal starfsfólksins. Uppbót- inni er þó haldiö í fyrirtækinu sem eins konar sparnaðar- reikningi, þannig að því leng- ur sem þú ert hjá fyrirtækinu, því stærri verður eignarhluti þinn. Hluti hagnaðarins er í sameiginlegri eign starfs- fólksins á hverjum tíma, og þú geturekki gert tilkall til hans. Hver starfsmaður hefur aðeins eitt atkvæði, óháð stærð eignarhluta. Þegar kreppa var á Spáni þurftu þau samvinnufélög sem framleiddu vöru sem minnkandi eftirspurn var eftir, annaðhvort að endurhæfa starfsmenn þess fyrirtækis, eða flytja þá til annars fyrir- tækis í nágrenninu þar sem aukin eftirspurn var. Þannig að ekki kom til uppsagna og ekkert atvinnuleysi var. Þessu fylgir góð menntun, sérstakar menntastofnanir og mjög mikilvæg stuðningsöfl, bank- ar og almannatryggingar, sem sé kerfi samvinnufélaga byggt á grundvallaratriðinu; mikilvægi vinnuaflsins. Á Italíu eru einstök fyrir- tæki skipulögð í þessum dúr, sem eru meðal 200 stærstu á Ítalíu. Þau eru kannski með 30-40 þúsund starfsmenn hvert. Þetta eru því mjög stór fyrirtæki, en ekki hópur fólks að búatil leirkrúsir o.þ.h. Þetta er þvi ekki einhver útópía. Þegar maður lítur yfir söguna hefur orðið „sam- vinnufélag11 verið notað i svo mörgum ólikum merkingum. Sum samvinnufélög hafa ver- ió nokkurs konar útópíur, viljandi höfð lítil. Sum hafa brugðist af því að fólkið vildi halda þeim litlum og þau því ekki náð lágmarks hag- kvæmnisstærð. Önnur hafa kallaö sig samvinnufélög, en í rauninni verið i eigu verka- fólks. Þau hafa þróast og orö- ið í engu frábrugðin einka- fyrirtækjum, því þau höfðu takmarkaða eignaraðild að- eins sumra úr hópi starfs- fólksins. Þá eru komnar tvær stéttir innan fyrirtækisins og spenna eykst með þessum mismunandi völdum. Það er því áríðandi að skoða þetta í Ijósi sögunnar, til að s)á hvað getur gengið og hvað ekki.“ Er ekki hættan fyrir hendi að valdapýramídi myndist innan fyrirtækisins? „Sums staðar hefur verið reynt að bregðast við slíku, með því að hafa lýðræðislega uppbyggingu á öllum þáttum félagsins og starfsmanna- fjölda bundinn við 4-500 manns. Það þýðir að í mjög stórum félögum þyrfti að skipta fyrirtækinu mjög nió- ur. Til staðar þarf líka að vera afl sem héldi áfram aö blása lífi í þá hugsun að fyrirtækió sé í eigu starfsfólksins. Og það er erfitt, á því er enginn vafi, en það er hægt að gera það. Að líkindum þyrfti að tryggja lágmarks upplýsinga- flæði, þannig að allt starfs- fólkið vissi af öllum stærri ákvörðunum sem teknar væru. Fólkið hefði því upp- lýsingar fyrir fundi, þannig að aðalfundir yrðu ekki bara formsatriði. Það eru því til leiðir til að komast að því hvort um misferli sé að ræða. Á Spáni eru stuðningsöfl sem tryggja að raunverulegt lýðræði sé innan fyrirt’ækis- ins.“ En þegar fyrirtækin stækka, veröur þá ekki dýr yfirbygging? Hagfræðilega virðist sem flestar verksmiðjur í dag þurfi ekki meira en 500 verka- menn hámark. Ef markaður- inn réttlætir meiri fjölda en það, minnkar kostnaðurinn ekki við að fjölga fólki upp I 1000 eða 2000. Fyrirtæki eins og t.d. General Motors gætu hugsanlega haft áhuga á slíku, því markmið slíks fyrir- tækis er að ná hámarks heildarhagnaði. Samvinnufé- lag með efnahagslegt mark- mið, miðar við hámarks tekj- ur hvers starfsmanns, en ekki heildarhagnað. Það er því engin efnahagsleg ástæða fyrir stækkun, svo lengi sem framleiðslukostnaður er stöð- ugur. Það sem hefur gerst sums staðar, er að starfsfólk- ið stofnar nýtt fyrirtæki, þannig í staö þess að stækka fyrirtækið, er komið fleiri aðskildum fyrirtækjum." Samkvæmt kenningunni fara því hagsmunir fólksins og fyrirtækisins saman? „Já.“ Hvað með neytendasam- vinnufélög í Bandaríkjunum? „Þeim svipartil þessara samvinnufélaga að því leyti að þau eru opin félög, en meðlimir í neytendasam- vinnufélögunum eru neytend- ur. Starfsfólkið í slíkum félög- um hefur því ekkert vald, frekar en í venjulegu einka- fyrirtæki. Þau tilheyra hvoru tveggja samvinnufélögum, en í grundvallaratriðum eru starfsmannasamvinnufélög og neytendasamvinnufélög ólík.“ Hvað með Sambandið? „Ég hef ekki kynnt mér þaö. Eina sem ég hef séð hingað til er mynd frá 100 ára afmæli Sambandsins.“ □ 1 2 3 n 4 5 □ 6 □ 7 8 “ 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ Krossgátan Lárétt: 1 hérað, 5 andvari, 6 dans, 7 fæði, 8 græðgi, 10 eins, 11 konu, 12 guðir, 13 reikað. Lóðrétt: 1 kænska, 2 hljóði, 3 þegar, 4 skrautgirni, 5 uppstökk- ur, 7 múlinn, 9 hækka, 12 reið, Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 ostra, 5 þras, 6 arm, 7 mm, 8 natnar, 10 KR , 11 ála, 12 órar, 13 ræðir. Lóðrétt: 1 orrar, 2 samt, 3 ts, 4 aumrar, 5 þankar, 7 malar, 9 nári, 12 óö. Gengiá Gengisskráning 57 - 22. mars 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 39.180 39.300 Sterlingspund 71,778 72,998 Kanadadollar 31,413 31,509 Dönsk króna 6,0477 6,0662 Norsk króna 6,1696 6,1885 Sænsk króna 6,5650 6,5851 Finnskt mark 9,6526 9,6822 Franskur franki 6,8228 6,8437 Belgiskur franki 1,1101 1,1135 Svissn. franki 28.0961 28,1821 Holl. gyllini 20,6716 20,7350 Vesturþýskt mark 23,2240 23,2951 itölsk lira 0,03133 0,03143 Austurr. sch. 3,3056 3,3158 Portúg. escudo 0,2840 0,2849 Spanskur peseti 0,3464 0,3475 Japanskt yen 0,30850 0,30945 • Ljósvakapunktar •RUV 20.35 Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir spyr Sigurbjörn Einarsson biskup í þættinum Spurning- um svarað. • Stöð 2 23.50 Þjóðníðingurinn. Mynd gerð eftir sögu Henrik Ibsen. • Rás 1 13.35 Miðdegissagan: „Fag- urt mannlíf“, úr ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar, sem Þórbergur Þórðarson skráði. Pétur Pétursson les. •RÓT 21.30 Hver er félagsmálaráð- herra? Af hverju er hun svona vinsæl? Ungliðar i SUJ ætla að reyna að svara þessum spurningum og fleirum í þætti sínum „Þyrnirós".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.