Alþýðublaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 23. apríl 1988 Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra um áhrif gengisfellingar án hliðarráðstafana: VERDBÓLGA Vegna aðgerðarleysis fyrri ríkisstjórnar og ófullnœgjandi stuðnings náverandi ríkisstjórnar við fastgengisstefnuna Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráð- herra eyddi sumardegin- um fyrsta á fundi með hinum formönnum stjórnarflokkanna. Síð- an hélt hann rakleiðis til starfa niður í fjármála- ráðuneyti. Alþýðublaðið bankaði upp á og spurði formann Alþýðuflokks- ins um ríkisstjórnarsam- starfið á tímum efna- hagserfiðleika og verk- falla, um hugsanlega gengisfellingu, VR-verk- fallið, dalandi vinsœldir Alþýðuflokksins í skoð- anakönnunum og mið- stjórnarfund Framsókn- arflokksins sem haldinn verður í dag og getur að margra mati haft úr- slitaþýðingu á áfram- haldandi líf ríkisstjórn- arinnar. — Mikili viöskiptahalli, há- ir vextir, svimandi rekstrar- erfiðleikar fyrirtækja, VR- verkfall meö margvíslegum afleiðingum. Hvað viltu segja um þetta ástand sem er aö skapast i landinu og til hvaða úrræða á ríkisstjórnin aö grípa að þinu mati? „Ætli það sé ekki óhætt að segja að við séum að upplifa mikið breytingarskeið. Við gerum okkur kannski ekki nægilega vel grein fyrir því meðan við upplifum það. Hin praktíska pólítík hverdagsins reynir að skilgreina vanda- málin eitthvað á þessa leið: Útflutningsgreinar okkar, fiskiðnaður og samkeppnis- iðnaöur upplifa ástandið sem kreppu. Tölur um viðskipta- halla lýsa eyðslu langt um efni fram, ytri kringumstæður eru að snúast talsvert hratt til hins verra. Vertíð hefur brugðist suðvestanlands. Út- flutningstekjur fara lækkandi; verðlækkun á fiskmörkuðum, óhagstæð gengisþróun doll- ars. Þetta upplifa menn sem tvískiptingu efnahagslífsins; landsbyggö í kreppu á meðan Reykjavíkurhagkerfi er í þenslu og sóun. Svo spyrja menn: Hverjar eru lausnirn- ar? Gömlu „íhaldsúrræðin“ eru að svíkja myntina, fella geng- ið, slá vandanum á frest, fá fleiri og verðminni krónur i launaumslögin. Og sitja eftir með óbreytt ástand innan fárra mánuða. Hefur ríkis- stjórnin setið og horft að- gerðarlaus á meðan Róm brennur? Hefur hún kannski engar lausnir? Margir segja að það séu engar aörar lausnir til fyrir ríkisstjórnina en að fella gengið. Ræðum það fyrst. Stjórnin hefur gert skyldu sína í ríkisfjármálum Góður árangur hefur náðst á siðustu 2-3 árum sem byggðist á stöðugleika geng- isins. Það var lykillinn að hjöðnun veróbólgu sem er grundvallaratriði fyrir allan rekstur og allan stöðugleika í kaupmætti og lífskjörum. Um það deila menn ekki. En fyrri ríkisstjórn var heppin; það voru hagstæö ytri skilyrði sem héldu uppi þessari gengisfestu. Framleiðslu- kostnaður hér innanlands hélt áfram að aukast hraðar en í samkeppnislöndum, en við höföum meira aflaverð- mæti, við höfðum hækkandi verð og lækkandi tilkostnað sem bætti þetta upp. Þegar þessar forsendur snarbreyt- ast til hins verra, tekjurnar minnka en kostnaðurinn vex; þá verður álagið á gengis- festuna meira. Þetta er sígilt i hagsögu íslendinga; góðær- ið endar ævinlega með ósköpum. Það var hægt að koma í veg fyrir það með því að gripa til aðgerða í lok árs 1986 og i ársbyrjun 1987. Kaupmáttur hafði aukist verulega, þá var rétti tíminn til að koma f veg fyrir kostn- aðarsprengingu innanlands til að forðast kollsteypu siö- ar. Þá átti að stöðva hallann á ríkisbúskapnum með tekju- öflun og samdrætti í útgjöld- um. Þá átti að stöðva inn- streymi innlends lánsfjár, bremsa bilainnflutninginn og hafa hemil á óþarfri fjárfest- ingu. Þær aðgerðir hefðu síð- ar farið að bera árangur á seinni hluta árs 1987. í þess- um skilningi er efnahags- vandinn arfur frá liðinni tíð. Nú getum við spurt: Hvers vegna greip ríkisstjórnin ekki tii harkalegri aðgerða á miðju síðustu sumri? Svarið er: Enginn getur brugöið þessari ríkisstjórn um það að hún hafi ekki gert skyldu sína í ríkisfjármálum. Þar sneri hún hraðvaxandi halla í jöfnuð á eins skömmum tíma og unnt var. Ég tek eftir því þegar einn virtasti efnhagssérfræð- ingur þjóðarinnar — Sigurður B. Stefánsson — segir í Morgunblaðsgrein, aö ríkis- stjórnin hafi ekki náð árangri á árinu 1987 nema í ríkisfjár- málum. Og það er rétt. Og það er líka undirstöðuatriði og grundvöllur sem hægt er að byggja á til frambúðar. Árangurinn hefur verið minni og tökin verið lausari í pen- ingamálum enda stjórntækin þar öll vanburðugri. Samt hefur mikið verið gert til að halda aftur af ásókn í lánsfé. Lánsfjárlög eru miklu að- haldssamari en áður, en stjórntækin til að fylgja eftir framkvæmdinni eru ekki nægilega öflug enn.“ Gengisfelling í fyrra hefði þýtt styrjöld — Hefði ekki ríkisstjórnin átt að grípa strax til gengis- breytingar á síöasta hausti? „Það voru engar forsendur fyrir gengisfellingu í júlí ’87. Það kom til álita í október að fella gengið eftir að rúmlega 7% launahækkun fór út i kostnað og verðlag ofan á bullandi þenslu sem fyrirvar. Og síðan bættist við fall doll- arans. Það hefði hins vegar kostað ógildingu kjarasamn- inga og trúlega styrjöld á vinnumarkaðnum upp úrára- mótunum. Þeirri leið var hafnað; um það voru stjórnar- flokkarnir sammála — þá. Menn voru sammála um að fara ekki gömlu kollsteypu- leiðina heldur ráðast að rót- um vandans. Setja markmið með verðbólguhjöðnun í önd- vegi, beita jöfnuði í ríkisfjár- málum og aðhaldi i peninga- málum sem meginleið. Fá verðbólgu niður undir 10% í árslok og koma atvinnulifinu þannig á lygnan sjó, beita að-' haldi gengisfestunnar á fyrir- tækin og stöðva þannig fjár- festingafylleríið og eyðsluna. Þetta er vandasamari leið en margt bendir til þess að hún hafi skilað árangri, verð- bólgutölur síðustu þriggja mánuða eru mjög lágar. Kjarasamningar á nótum Vestfjarða og VMSÍ hefðu ekki sprengt þennan ramma og ef ytri kringumstæður hefðu nokkurn veginn haldist í horfi, afli og verðlag væri undir mörkuðum, þá hefði þetta tekist. Með staðfestu og seiglu. Það sem getur hnekkt þessu er að hluta til komið fram; samdráttur í afla, verð- lækkun á erlendum mörkuð- um, enn frekari lækkun doll- arsins og hættan sem nú er á að kjarasamningar fari úr böndunum." Gengisfelling þýðir 50% verðbólgu — Til hvaöa ráöa vill ríkis- stjórnin gripa á þessari stundu? „Ég er þeirrar skoðunar að það megi gagnrýna rikis- stjórnina fyrir að hafa ekki fylgt fastgengisstefnunni og varðveislu kaupmáttar þar með, nægilega vel eftir. Við áttum að fylgja þessu eftir með meira aðhaldi í lánsfjár- málum, stöðvun á sjálfvirkni útlána í sjóðakerfi, harðari tökum á fjármagnsleigufyrir- tækjum, stöðvun á hóflaus- um bílainnflutningi og fleira i þeim dúr. Þetta var varnarbaráttan fyrir stöðugleika fyrir at- vinnulífið og varðveislu kaup- máttar fyrir launafólk í kjölfar fastgengisstefnunnar. Þessu var ekki fylgt nægilega vel eftirog afleiðingin birtist okkur nú meðal annars í miklum viðskiptahalla. Og þá er hrópað á gengisfellingu. Menn verða að gera sér það Ijóst, að háværar kröfur um gengisfellingu er efna- hagsaðgerð útaf fyrir sig. Þeir menn sem tala gáleysis- lega um gengisfellingu eru að hvetja til spákaup- mennsku með gjaldeyri og innflutningsæðis. Þeir menn sem þannig tala, eru að taka sjálfum sérgröf. Gengisfell- ing er ekki raunveruleg efna- hagsaðgerð, heldur vímuefni; spauta til að lina þjáningar i skamman tima en kallar allan sársaukann fram aftur þegar áhrif deyfingarinnar hverfa. Nema að ástandið er miklu verra en fyrr því við hefur bæst verðbólga og uppreisn á vinnumarkaði. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar verða að gera sér Ijóst, að það er samasem merki milli gengisfellingar og kauplækk- unar. Þeir sem vilja gengis- lækkun eru að segja að kaupmátturinn sé of mikill. 80% af útgjöldum venju- legs fiskvinnslufyrirtækis eru hráefniskostnaður, (fiskverð), laun og fjármagnskostnaður. Afgangurinn er erlend að- föng. Gengislækkun hækkar þetta allt. Miðað vió óbein vísitöluákvæði, kjarasamn- ingaog lánskjaravísitölu, þýðir gengislækkun hækkun á þessu öllu saman innan sex vikna. Og óbreytt ástand en þó verra því verðbólgan yrði yfir 50% i stað þess að stefna niður fyrir 10%. Þeir sem eru að tala um gengis- lækkun eru þess vegna að setja fram kröfuna um riftun kjarasamninga, frystingu Viötal og myndir: Ingólfur Margeirsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.