Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 8. júlí 1988 UMRÆÐA Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaöur APN á islandi, skrifar „TILLAGA GORBATSJGVS" og margt fleira.... „Ef lesendur hefðu getað kynnt sér sovésk skrif á und- anförnum árum um „eyður“ í sögu okk- ar, þar sem hlutirnir eru nefndir fögrum nöfnum til að leyna ofbeldi og þjóðar- morði því, sem fram fór á Stalínstíman- um, yrðu þeir sannfœrðir um, að fyrir slíkar hugsanir, hvað þá ræðu á flokkssamkomu, hefðu milljónir manna verið dœmdir til dauða. Dœmið sjálf hvaða tímar eru runnir upp, “ segir m.a. í greininni. Um leiö og lokið var ráö- stefnu flokksins, sem menn eru sammála um aö eigi sér ekkert fordæmi, hringdi ég til fööur míns. Og hvers vegna? Hann hefur verið félagi í KFS í meira en 50 ár. Hann hefur starfaö fyrir flokkinn um ára- bil, sat 18. ráöstefnu flokks- ins áriö 1941 og á styrjaldar- árunum var hann fulltrúi flokksins í leynideildinni, sem hrelldi hermenn Hitlers með eldflaugabúnaði, hinum alkunnu Katjúsha-flaugum, en þaö var sjálfur Stalín, sem stjórnaði þessum hópi og haföi eftirlit með honum. En þaö kom ekki i veg fyrir aö hann sendi hönnuði þessa hræðilega vopns, sem aö visu flýtti fyrir endalokum styrjaldarinnar, í dauöann í tortryggni sinni og njósna- hræðslu vegna falsaörar upp- Ijóstrunar, en hinn öfund- sjúki uppljóstrari hlaut upp- hefö og frama. Þetta var tvö- faldur harmleikur fyrir fööur minn, þar sem lögleysa og kúgun þeirra tima fóru ekki hjá hans garði. Mig langaði að heyra álit sliks félaga í flokknum og manns, sem er mér svo ná- kominn. Pabbi sagði: „Hér var á ferðinni svo fáheyrður og stórkostlegur viðburður, að hvorki við gamlingjarnir, né þið þessir ungu, áttum okkur enn á því hversu merkir atburðir hafa verið að ger- ast.“ Pabbi er eins og allir feður í heiminum, sem alltaf halda að synirnir séu enn á barnsaldri, þó að ég sé að komast á sextugsaldurinn. Hann ráðlagði mér að skoða yfirskrift skýrslunnar og kaflafyrirsagnirnar. „Og taktu vel eftir sjöundu samþykktinni, þeirri, sem Gorbatsjov lagði fram til atkvæðagreiðslu áður en ráð- stefnunni lauk. Þarna er hrein bylting á ferðinni." Skýrsla aðalritara mið- stjórnar KFS, sem flutt var á 19. ráðstefnu KFS, bar yfir- skriftina: „Framkvæmd samþykkta 27. þings KFS og verkefni sem miða að því að festa perestrojku i sessi.“ I stuttum inngangi sagði ræðumaður, að meginárang- urinn eftir aprílfund mið- stjórnar KFS 1985 (þar sem Míkhaíl Gorbatsjov lagði fram áætlun um perestrojku) væri að andrúmsloftið hefði breyst mjög til hins betra, að stuðningur sovésku þjóðar- innarvið perestrojku væri sí- vaxandi. En þýðir þetta, að allt sé að breytast til batnaðar, að hinar byltingarkenndu um- breytingar festist endanlega í sessi? Nei, sagði ræðumaður hreinskilnislega. Og hann skilgreindi þann árangur, sem náðst hafði, fjallaði um mistök og vankanta, sem við er að etja, bæði þau, sem við höfum fengið að erfðum, og svo mistök dagsins í dag. Einnig setti hann fram áætl- un um aðgerðir í heild, sem aö mínu mati er mjög mik- ilvægt. I fyrsta kafla skýrslunnar er sett fram grundvallarverk- efni: „Að þróa og festa perestrojku í sessi.“ Það eru meginatriðin: — Að meta með gagnrýni, það sem áunnist hefur. — Að vinna markvisst að róttækum efnahagsumbót- um. — Að gera menntastéttina virkari, auka andlegan styrk samfélagsins. Annar kafli skýrslunnar ber yfirskriftina: „Umbæturá hinu pólitíska kerfi — mik- ilvæg forsenda þess að tryggja perestrojku endan- lega í sessi.“ Ef lesendur hefðu getað kynnt sér sovésk anrit a undantörnum árum um „eyður“ í sögu okkar, þar sem hlutirnireru nefndir fögrum nöfnum til að leyna ofbeldi og þjóðarmoröi því, sem fram fór á Stalínstíman- um, yrðu þeir sannfærðir um, að fyrir slíkar hugsanir, hvað þá ræður á flokkssamkomu, hefðu milljónir manna verið dæmdartil dauða. Dæmið sjálf, hvaða tímar eru runnir upp. Einmitt í þessum hluta skýrslunnar eru umfangs- mestu kaflarnirog auðvitað eru hér mörg mikilvæg mál á ferðinni. — Hvers vegna þörf er á því að endurbæta hið pólitíska kerfi. (Þetta er lýð- ræóislegt, vegna þess að til eru þeir, sem ekki vilja skilja og fallast á nauðsyn hinna róttæku umbreytinga, og svo eru aðrir, sem enn hafa ekki áttað sig á þessu gífurlega og flókna verkefni.) — Perestrojka og mann- réttindi. — Lýðræðisþróun í stjórn- un ríkismála. — Þróun samskipta milli þjóða. — Að koma á sósíalísku réttarríki. — Almenningssamtök í hinu pólitíska kerfi. Og að lokum síðasti kafl- inn, sem bar yfirskriftina: „Lýðræðisþróun í forystu- starfi og innri starfsemi KFS.“ Það er ef til vill réttara aö kalla hann lokakaflann, þar sem hann er i flokks- plaggi jafnnauðsynlegur og lokanótan í tónlistarverki. Eg man eftir því að hollir flokks- menn og aðrir góðir menn hurfu fyrir fullt og allt vegna einhverra falsaðra dóma um „andbyltingu" og stundum án þess að slíkt kæmi til. I þessum kafla eru þrjú dæmi um frjálsa hugsun: — Að endurlífga innra lýð- ræói í flokknum. — Að greina á milli starfsemi flokks- og ríkis- stofnana. — Að hverfa til nýrrar myndar sósíalismans gegn- um byltingarkennda perestrojku. Hér þarf ekki að vera með neinar skýringar. Hér er allt raunhæft og hnitmiðað. Það, sem þörf er á, er að unnið sé vel og þannig stuðlað að framkvæmd háleitra og mik- ilvægra verkefna. Það má ekki fresta hlutun- um. Til aö tryggja að það yrði ekki gert lagði M.S. Gorbatsjov til í lokaávarpi sínu á ráðstefnunni, að gerð yrði viðbótarsamþykkt, en áð- ur voru sex samþykktir komn- ar í höfn: Um framkvæmd samþykkta 27. þings KFS og eflingu perestrojku, um lýð- ræðisþróun í sovésku þjóðfé- lagi og hinu pólitíska kerfi, um baráttu gegn skrifræðis- stefnu, um samskipti milli þjóða og þjóðabrota, um glasnost og um breytingar á réttarkerfinu. Sjöunda samþykktin er fremur stutt. I henni segir að ráðstefnan telji nauðsynlegt í fyrsta lagi að hefja kosninga- herferð í flokkssamtökunum á þessu ári og hafa þar að leiðarljósi samþykkt ráðstefn- unnar um breytingar á hinu pólitíska kerfi og lýðræðis- þróun i flokksstarfinu. Einnig sé nauðsynlegt að Ijúka fyrir árslok endurskipulagningu flokkskerfisins, gera nauðsynlegar breytingar á uppbyggingu þess með tilliti til þeirra samþykkta, sem gerðar hafa verið um skýr mörk milli starfsemi flokks og ráða. í öðru lagi lýsir ráðstefnan sig fylgjandi því, að á næsta þingfundi Æðsta ráðsins séu skoðuð lagafrumvörp um perestrojku í stofnunum ráð- anna, gerðar lagfæringar og bætt við stjórnarskrá Sovét- ríkjanna og einnig skipulagð- ar kosningar og haldinn þing- fundur þingmanna þjóðarinn- ar í apríl 1989, þar sem mynd- aðar verða nýjar stofanir rík- isvaldsins. Lögð var áhersla á ýmis atriði, en sennilega hafa það einmitt verið þessi atriði sem urðu til þess að þing- fulltrúar samþykktu þessa til- lögu einróma. Forysta flokksins sýndi fordæmi í snöggum við- brögðum og málefnalegri umfjöllun. Ráðstefnunni lauk á föstudagskvöldi, en að morgni mánudags var þegar haldinn fundur í framkvæmdanefnd, þar sem gerðar voru ráðstafanir til að hrinda samþykktum flokks- ráðstefnunnar í framkvæmd, þar á meðal að haldinn skyldi í júlílok fundur miðstjórnar KFS um þessi mál, um lögmæt réttindi til upplýs- inga og um að reistur skyldi minnisvarði í minningu þeirra, sem voru fórnarlömb Stalinismans. Það er táknrænt: Ný sköp- un er óaðskiljanlegur hluti af minningunni um hið gamla — bæði því sem gott var og slæmt. Á ráðstefnunni kom fram, að einmitt yrði að draga lærdóm af hinu liðna þannig að hið góða yrði ætið yfir- sterkara hinu illa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.