Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13 júlí 1988 3 Birgir ísleifur svarar háskólaráði OFT VERIÐ BEITTUR ÞRÝSTINGI Núverandi menntamálaráð- herra Birgir ísleifur Gunnars- son hefur orðið fyrir því oftar en einu sinni að kennarar við háskólann hafi reynt að hafa áhrif á ráðherrann og fá hann til að skipa í stöður í and- stöðu við meirihluta við- komandi háskóladeilda. Menn úr þessum hópi eiga nú aðild að ásökunum um að ráðherra gangi geng vilja háskólans. Þetta kemur fram í bréfi sem Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráöherra rit- aöi háskólaráöi í gær, þar sem hann svarar ályktun ráösins frá 8. júlí s.l. um veit- ingu lektorsembættis í stórn- málafræöi viö Háskóla ís- lands. Menntamálaráöuneytiö telur aö sú ályktun einkenn- ist af'rangfærslum, missögn- um og stóryrðum sem ekki séu sæmandi forystumönn- um æöstu menntastofnunar þjóöarinnar. Með þessu bréfi leitast menntamálaráðherra viö aö hrekja gagnrýni háskólaráðs vegna skipunar Hannesar Hólmsteins í lektorsstööuna. Menntamála- ráðuneytið telur að nóg rök séu fyrir veitingu lektors- embættisins í greinargerð þess frá 30. júní s.l., og visar ráöherra eindregiö á bug öll- um staöhæfingum háskóla- ráös um aö ráöning Hannes- ar sé óréttmæt. Félag þjóðfélagsfrœðinga SKIPUN HANNES- AR SIÐLAUS Stjórn Félags þjóðfélags- fræðinga telur skipun Hann- esar Hólmsteins i embætti lektors í stjórnmálafræði við Háskólann vera siðlausa. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi þann 8. júlí s.l. Þar segir aó menntamála- ráóherra grípi inn í stjórn Háskóla Islands til aö koma þar í embætti lektors, pólitískum samherja og flokksbróöur sem ekki hafi stundað formlegt nám í stjórnmálafræöi en skrifað og varið doktorsritgerö á þröngu sviði stjórnmálaheim- speki. Ferðamenn færri en í JÚNÍ í FYRRA Það sem af er árinu hefur heldur meira verið um ferða- menn til landsins en á sama tíma i fyrra. Þó hafa færri ut- lendingar lagt leið sina til ís- lands nú i júnímánuði heldur en i júni 1987. Samkvæmt skýrslu útlend- ingaeftirlitsins hafa 50.459 útlendingar komiö til lands- ins frá áramótum til 30. júni, sem er meira en á sama tímabili árið 1987, en þá komu 50.385 ferðamenn til landsins. í júnlmánuöi 1988 komu 18.431 farþegi til lands- ins en þaö er 490 færra miðað viö júní i fyrra, en þá komu 18.921 ferðamaður hingað. FRÉTTIR Hví ekki að leyfa brúðunum að njóta góða veðursins og mannlifsins á Austurvelli? A-mynd/Róbert Mandela sjötugur STORHATID GEGN APARTHEID Þann 18. júlí næst kom- andi verður Nelson Mandela sjötugur, en hann hefur setið í fangelsi i yfir 26 ár. Af þessu tilefni hefur verið hleypt af stokkunum einni mestu alþjóðlegu herferð sem hreyfingar sem vinna gegn Apartheid hafa staðið fyrir, undir heitinu „Frelsum Mandela sjötugan“. Á sunnu- dag verður haldin mikil úti- hátíð á Miklatúni, þar sem fjöldi íslenskra listamanna leggur sitt af mörkum. Allur ágóði rennur til aðstoðar börnum og unglingum sem hafa sætt fangelsun eða pyntingum af suður-afrískum stjórnvöldum. Það eru Suður-Afrlkusam- tökin — gegn Apartheid sem efnatil hátfðarinnar, en víða um heim hefur veriö efnt til samkoma í herferðinni. Marg- ir fylgdust m.a. meö beinni sjónvarpssendingu frá Wembley i Lundúnum, þar sem nokkrir af fremstu tón- listarmönnum heims komu fram. Útihátföin á Miklatúni hefst klukkan 13 á sunnudag og veróur blönduö dagskrá fram til kl. 14.30. Þar munu m.a. koma fram Bjartmar Guölaugsson, Laddi, brúðuleikhús mun verða á staðnum, Sveinbjörn Beinteinsson Alsherjargoði mun beita sér gegn stjórn- völdum í Suöur-Afríku, sýnd- ar verða nýjar videó myndir um S-Afríku og einnig verður myndasýning um ævi Nelson Mandela. Kl. 14.30 hefst síðan Rokk gegn Apartheid. Þar munu koma fram: Egill Ólafsson, Síöan skein sól, Langi Seli og Skuggarnir, Bubbi Morthens, Megas, Sykurmol- arnir, Gildran, Frakkarnir og Bjarni Tryggva. Allir þeir listamenn sem fram koma á þessari útihátíð munu gefa vinnuframlag sitt og mun ágóöinn renna til aðstoðar börnum og ungling- um sem íangelsuð hafa veriö og pyntuð af s-afrískum stjórnvöldum eins og áður sagði. Framlögum er hægt að koma til skila á reikning nr. 3030 I Alþýðubankanum. Verð á vegabréfum, en þau munu veita aðgang að svæð- inu verður kr. 500 og verður forsala úti á meðal fólksins. r r Asmundur Stefánsson forseti ASI ÁRSÞING ILO EKKI VETT- VANGUR FYRIR KÆRUNA Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands ís- lands sagði að nýafstaöiö ársþing Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar hafi ekki veriö vettvangur til að fylgja eftir kæru ASÍ vegna bráðabirgöa- laganna. Það hafi verið Ijóst að málið væri þar ekki á dag- skrá og því var ekki eðli málsins samkvæmt hægt að fylgja því eftir þar. Það hefði verið hægt að vekja athygli á kærunni á þinginu með þvi að nefna það ásamt öðru i almennum umræðum, en hans skoðun var sú að það þjónaði engum tilgangi og því mælti hann ekki með því. „Það kemur mér mjög á óvart ef einhver hefur beðið Guðmund að fylgja kærunni eftir á þingi ILÓ sem nú er nýafstaöið, því það hefur leg- ið fyrir allan tímann að það yrði ekki dagskrármál á þing- inu. Þetta kom fram af okkar hálfu er við kynntum málið fyrir fjölmiðlum og gerðum grein fyrir kærunni" sagði Asmundur Stefánsson er Al- þýðublaðið innti hann eftir þeim ummælum Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Verkamannasambandsins, að farið hefði verið á leit við hann að hann fylgdi kæru ASÍ eftir, og birt voru í blað- inu í gær. Ásmundur sagði að verk- gangurinn væri einfaldlega sá að kæra af þessu tagi gengi fyrir skrifstofu Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, sem síðan aflaði gagna hjá viðkomandi ríkisstjórn eða málsaðilum báðum eftir því sem nauðsyn væri talin á. Málið gengi síðan til nefndar um samtakafrelsi sem undir- býr málið fyrir stjórn ILO. Ásmundur sagði að hins veg- ar hefði komið til greina að taka til máls á þinginu og vekja athygli á málinu þar. „Ég hafði þá skoðun að það væri ekki rétt að taka upp þessa umræðu á þing- inu. Ég veit þvi ekki hver þaö er af hálfu ASÍ sem hefur hvatt Guðmund til þess. Ég get sagt það eitt um málið, að í því samtali sem við Guð- mundur áttum daginn áður en hann fór út, lýsti hann yfir eindregnum stuðningi sínum við þá afstöðu sem ASÍ hefði tekið, og taldi að þetta væri mjög gott mál sem fylgja þyrfti mjög vel eftir" sagði Ásmundur. Þó kom aldrei til greina að fylgja kærunni eftir á þinginu, því þetta var ekki dagskrármál þar og gat ekki orðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.