Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 8
rminiiíiriiiii Miðvikudagur 27. júlí 1988 FRÉTTASKÝRING Freyr Þormódsson skrifar Mottökudiskum gervi- hnattasendinga fjölgar ört. 50 sjónvarpsstöðvar munu nást eftir nokkur ár. Nú nást með góðu móti útsendingar átta evrópskra sjónvarpsstöðva. Um áramótin mun þeim fjölga i tuttugu og sex. Diskar til móttöku á gervi- hnattasendingum erlendra sjónvarpsstöðva verða æ algengari hér á landi og oft- ast án leyfisveitingu yfirvalda sem skilyrt er í útvarpslög- um. Lætur nærri að tvö hundruð og fimmtiu diskar séu í einkaeign i landinu þó einungis fjörutíu þeirra séu skrásettir hjá samgönguráðu- neytinu. Aukningin undanfar- in ár sýnir að hér er að fara af stað bylting i sjónvarps- menningu íslendinga. Samkvæmt útvarpsréttar- lögum þarf hvereinasti disk- ur til móttöku á gervihnatta- sendingum að vera skráður hjá samgönguráðuneyti og samþykktur af Pósti og síma. Búnaðurinn þarf að vera lög- lega upp settur og einungis ætlaður til einkanota eða á vegum fyrirtækja og félaga- samtaka með sérstöku sam- þykki yfirvalda. Tilkynna þarf iíka hvaða sjónvarpsstöðvar nást á hverjum diski. Leyfi- legt er að nýta sama diskinn fyrir fjölbýlishús, fari íbúðar- fjöldi ekki upp fyrir 35. í þessum tilfelíum má nota kapal til að dreifa sjónvarps- efni. Ef dreifikapall liggur á milli húsa verða útvarpsrétt- arlögin loðnari og fjölmörg dæmi sýna að eigendur disk- anna nýta sér þessa veilu til að dreifa efni og þar með kostnaði. Það vekur athygli hversu sölutölum innflutningsaðila og skráning hins opinbera ber mikið í milli. Samkvæmt þeim eru um 250 diskar í notkun á landinu en einungis 40 þeirra eru löglega skráðir. Hér hafa lög veriö gróflega sniðgengin og ástæðan er augljós. Leyfisveiting sam- gönguráðuneytisins kostar sex þúsund krónurog gildir einungis til tveggja ára. Þá þarf að endurnýja leyfið til jafn langs tíma fyrir sama gjald. Þetta þýðir í raun að ríkið tekur þrjú þúsund krón- ur á ári sem afnotagjald fyrir móttökudiskana. 30 STÖÐVAR NÁST UM ÁRAMÓT En byltingin er ekki ein- ungis í fjölgun notenda á landinu. Sjónvarpsstöðvum sem afnot hafa af gervi- hnattageislum mun fjölga gífurlega á næstunni. Nú nást með góðu móti útsend- ingar átta erlendra sjónvarps- stöðva, sem flestar eru evrópskar. Þetta eru stöðv- arnar Sky Channel, Super Channel, World Net (Film Net), þrjár þýskar sjónvarps- rásir, ein ítölsk og ein frönsk. íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur sem aðgang hafa að mót- tökudiski geta nú þegar valið á milli tíu mismunandi sjón- varpsstöðva. Flestar senda út ódýrt afþreyingarefni: Kvik- myndir, framhaldsóperur, íþróttaþætti og tónlistar- myndbönd. Afkastamestu sjónvarps-gervihnettirnir eru Eutelsat 1, Eutelsat 4 og Intersat. Um áramótin mun hins vegar bætast við nýr og fullkominn gervihnöttur sem dreift getur 18 mismunandi sjónvarpsgeislum. Hnöttur- inn heitir Astra og er alþjóða- eign sjónvarpsstöðva mest- megnis í Evrópu. Geislarnir munu allir ná vel til íslands og því geta íslenskir diska- eigendur valið á milli 28 sjón- varpsrása strax um næstu áramót. Fleiri gervihnettir eru fyrirhugaöir á næstu 2 til 3 árum, þar á meðal samnor- ræni gervihnötturinn Tele-X, sem Svíar eru að þróa. Þar er rætt um norrænt samstarf á sviði fjarskiptaog sjónvarps- sendinga. Því er ekki óvarlegt að áætla, að strax í kringum 1991 verði um 50 sjónvarps- stöðvar móttækilegar á ís- lenskum heimilum með til- tækum móttökubúnaði. Hug- myndir fyrrverandi mennta- málaráðherra miðuðu að því að allar sjónvarpssendingar sem hingað bærust skyldu textaðar fyrir útsendingu. Það er vandséð hvernig mögulegt verður að halda ut- an um slíkan fjölda útsend- inga, hvað þá að þýða þær yf- ir á íslenska tungu. DRUKKNA ÍSLENSKU STÖÐVARNAR? Stærsti söluaðili móttöku- diska á íslandi er Hljómbær við Hverfisgötu. Frá því þeir hófu sölu á móttökudiskum fyrir um þrem árum síðan hafa þeir selt um 120 diska sem skiptast til helminga á milli einbýlishúsa og fjölbýl- ishúsa. Sé ákvæði útvarps- réttarlaga nýtt til hins ýtrasta lætur nærri að um um 6 þús- und heimili hafi afnot af mót- tökudiskum frá gervihnött- um, eingöngu frá Hljómbæ. Þegar aðrir söluaðilar bætast við hækkar talan í yfir 10 þúsund heimili. Nýting disk- anna er þó varla slík, en þótt hún væri ekki nema helming- ur þess, eða um 5 þúsund heimili, lætur nærri að tólftungur þjóðarinnar hafi nú þegar aðgang að gervi- hnattasendingum. Og aukn- ingin er glfurleg, því sam- kvæmt sölutölum Hljómbæj- ar hafa nærri 40 diskar selst það sem af er þessu ári og ekkert lát er á sölunni. Algengasta gerð Hljóm- bæjardiska, ætlaðir til nota við einbýlishús, kosta um 110 þúsund krónuren fjölbýlis- húsadiskarnir eru eitthvað dýrari vegna dreifingarbúnað- ar. Þeir fjörutíu diskar sem skráðir eru hjá samgöngu- ráðuneytinu dreifast þannig að 24 eru á Reykjavikursvæð- inu, en 16 á landsbyggðinni. Sú spurning hlýtur að vakna hvar islensku sjón- varpsstöðvarnar standi gagn- vart svo gífurlegu magni af erlendu efni. Fólk hefur varla þrek til að horfa jafnmikið á tugi sjónvarpsútsendinga á hverju kvöldi. Á móti kemur að erlendu sjónvarpsstöðv- arnar vinna á allt öðrum markaði auglýsenda og standa því ekki í beinni sam- keppni við fslensku stöðvarn- ar um auglýsingafé. Mikið framboð af erlendu sjónvarpsefni gæti hins veg- ar haft þau jákvæðu áhrif á Islensku stöðvarnar að þær færu I stórauknum mæli út I innlenda dagskrárgerð af ýmsu tagi. Það væri eðlilegur mótleikur íslensku stöövanna að reyna að skera sig úr fjöldanum og höfða til ís- lenskra sjónvarpsáhorfenda sérstaklega með íslensku efni. ÞEGJANDI SAMK0MULAG Einn af fyrstu stööunum til að eignast möttoKudisK var Patreksfjörður. Þar keyptu nokkrir ungir menn disk og I krafti útvarpsréttarlaga dreifðu þeir útsendingarefni til 35 íbúða I nágrenni við diskinn. Svo fór auövitað að fleiri vildu vera með I ævintýrinu og gerðu eigendur disksins því tilraun með að dreifa efn- inu með útsendingarbúnaði loftleiðis. Þannig komust enn fleiri I samband við diskinn og stöðvarnar sem hann tók á móti og ekki leið á löngu þar til búið var að tengja sjúkrahús staðarins útsend- ingargeisla sem gekk eftir endilöngu þorpinu og með því var næstum allt kauptún- ið komið I dreifisamband við móttökudiskinn. Yfirvöld Póst og síma gerðu ekkert I málinu lengi vel og það var ekki fyrr en heilu ári síðar, þegar embættismaður að sunnan gerði athugasemd við búnaðinn, að yfirvöld á staðnum gerðu búnaðinn upptækan. Þess má til gam- ans geta að lögregluþjónn á staðnum var meðeigandi I ævintýrinu. Það ríkti þegjandi samkomulag um þessa stöðu mála, handan við lög, á með- an allir nutu góðs af. Svipaða sögu má segja af þeim 200 móttökudiskum sem nú eru I notkun I landinu, en ekki á skrá I samgönguráðuneytinu. Og miklu fleiri munu bæt- ast við á næstu misserum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.