Alþýðublaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 8. september 1988 MÞYÐUBllÐIÐ Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga. Hefur leiðin til Bessastaða styst? /Etlaöi Þorsteinn Pálsson forsætisráöherra aö grípa tækifæriö og blása af tilraun til niðurfærslu verðlags og launa, þegar Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ haföi náö því fram í miöstjórn ASÍ aö ekki yröi rætt um launalækk- anir í viðræðum við ríkisstjórnina? Það þarf ekki spekinga til aö spá því, segir fjármálaráöherra í viðtali viö Alþýöu- blaöið í gær. Reyndar var eiginleg niðurtalning ekki hafin. Laun höföu verió fryst 1. septemberog bændurog búalið fengu ekki tilskilda umbun í búvöruverði sama dag. Nafn- vextir höföu lækkaö, en raunvextir ekki, sumpart af skilj- anlegum ástæðum, þar sem markaðurinn leit tæplega á verðstöðvunina frá 15. ágúst sem mælikvarða verölækk- unar. Verðbólgunni var með veröstöövuninni haldiö niðri. Hún beið þess að mega rísa að nýju væri ekkert aðhafst. Það vantaði ennþá alla útfærslu á væntanlegri niður- færslu, þegar forsætisráðherra féllst á samþykkt mið- stjórnar ASÍ í fyrradag. A hverju má þjóðin eiga von eftir þessa niðurstöðu? Ætlar ríkisstjórnin enn að setja þjóðina í biðstöðu? Flest bendir til þess. Ef framhaldið verður áframhaldandi fryst- ing launa og verðlags — jafnvel til áramóta — er það auð- vitað ekkert annað en einn biðleikurinn enn til þess að ríkisstjórnin geti hugsað. Það var sjálfsagt erfitt fyrir Þorstein Pálsson að hafa Sjálfstæðisflokkinn hund- óánægðan með að það skyldi gerð tilraun til að rífa verð- lag niður, en hvað ætlar forsætisráðherra til bragðs að taka, ef ASÍ neitar einnig að ræða frystinguna fram að áramótum? Forseti ASÍ segir hana ekki ganga upp. Vand- anum er þá bara ýtt á undan sér, segir Ásmundur Stefáns- son í viðtali við Alþýðublaðið í dag. Ásmundur hefur að nýju unnið sér sess meðal miðstjórnar ASÍ eftir að hann varðað látaundan í byrjun viðræðnannavið ríkisstjórnina. í fyrrakvöld tókst honum að snúa á miðstjórnarmenn, og ASÍ hefur sett þau skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum við ríkisstjórnina, að viðræðurnar „snúist ekki um lækkun launa.“ Um hvað á þá að ræða? Hlýturekki launaumræða að felast í viðræðum um niðurfærslu? Forsætisráðherra virðist hafa sett sig í spennitreyju. Niðurstöður ráðgjafanefndar hans voru þær að niður- færsla skyldi reynd. Á það féllust samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, en Sjálfstæðisflokkur með hálfum huga. Síðar gefur Þorsteinn boltann til ASÍ, sem hefur lokað á niður- færsluna. Undankomuleiðir Þorsteins eru seinfærar, og ekkert bendir til þess á þessari stundu að Sjálfstæðis- flokkur fallist frekar á gamla efnahagsslóð 6. áratugarins sem ákjósanlega braut úr vandanum. Svokölluð milli- færsluleið sem mismunar atvinnugreinum, er tæplega hátt skrifuð hjá flokknum. En tíminn er naumur og strax í dag boðar Þorsteinn að tillögurnar líti dagsins Ijós. Vikurnar þrjár, sem áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum gáfu forsætisráðherra eru orðnar að klukkustundum. Tveimur sólarhringum eftir að ASÍ lokaði á niðurfærsluna eru nýjar tillögur komnar á borðið. Felast afarkostir í tillögum forsætisráðherra? Þing- flokkar ríkisstjórnarflokkanna munu fjalla um þær hér í dag. Þar verður púlsinn tekinn á aðstandendum ríkis- stjórnarinnar. Verði undirtektir ekki forsætisráðherra að skapi, gæti leiðin til Bessastaða hafa styst. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Þrjátiu krónurnar sem nægðu fyrir fjórum flöskum uröu aö 40 aurum á hálfri öld. Jón Gissurar- son haföi ekki erindi sem erfiöi. HANN kveður ísafjörð hann Páll Ásgeir Ásgeirsson með bráðskemmtilegri grein í Vestfirska fréttablaðinu. „Það er frekar hallærislegt að eiga heima úti á landi nútildags. Þeir eru fáir sem bera höfuðið hátt og segjast vera frá Ystunesjum í Útnárasveit. Úti á landi er ekkert uppboð á vinnuafli, engar yfirborganir og grái markaðurinn sem er að gera alla Reykvikinga moldrika er víðsfjarri. Landsbyggðin lætur fara iítið fyrir sér í símatímum frjálsu útvarps- stöðvanna, nema þá helst til þess að senda stelpunum i frystihúsinu kveðjur, og kannski kvarta undan því í meinhornum að of sjaldan sé mokað til Trékyllisvíkur. Þulirnir tala enda við sveita- varginn í svipuðum tón og við ávörpum ókunnug börn með hor. Landsbyggðin er í hugum manna frystihús á hausnum, hús seld á hálf- viröi og álappalegir nef- tóbakslyktandi sveitar- stjórnarmenn í betliferöum fyrir sunnan, í of þröngum jakkafötum sem gljá á rass- inum. Þetta lyktar alltsaman af slori, inngrónum heimótt- arskap og slúðri. Innfæddir Reykvíkingar sjá fyrir sér sveitakurfa með mosaklær í skegginu sem vilja seilast með molduga puttana í gróð- ann af karamelluinnflutningn- um til þess að borga tapið af refabúunum og fiskeldis- stöðvunum.“ Páll Ásgeir vill skapa „nýja ímynd“ af sveitinni: „Flestir þorparar drúpa höfði yfir fiskinum sínum og hugsa Reykvíkingum þegj- andi þörfina. Og versta refs- ing sem þeim dettur í hug er að trjóðra borgarbúa við Ijósaborðin i frystihúsunum eða parraka þá við afgreiðslu- borð í Kaupfélaginu. Það sem sveitamenn og borgar- búar eiga sameiginlegt er nefnilega það að báðir teija sig vera með hinn hópinn á framfæri sinu. Ef „þingmennirnir okkar“ og fjórðungssamböndin fengju nú einhverja smart auglýsingastofu til þess að skapa nýja imynd fyrir sveita- varginn, þá rynni upp betri tið með blóm í haga, fisk á disk og mör í maga. Það mætti gera kröfur um snyrti- legan klæðnað við borgar- „Landsbyggöavæliö" útlægt úr fjölmiðlunum, segir Páll Asgeir Asgeirsson, sem flytur brott, en sendir ísfirðingum kveðjuskeyti. mörkin, gera „landsbyggðar- vælið“ útlægt úr öllum fjöl- miðlum og reyna að sýna sveitir og fiskiþorp landsins sem nýtísku öflugt fyrirtæki þar sem brosandi fjallhressir starfsmenn stæðu blistrandi við vinnu sína daglangt. Það yrði að skylda alla málsvara landsbyggöarinnar til þess að vera hressir, töff og kúl í dagsins önn með dúndurgott dósagos við hendina og réttu merkin á fótunum og i hárinu og hvar sem er.“ En hvar eru framámenn- irnir í kaupstaðnum. Eru þeir að sunnan? „ísfiröingar eru afar stoltir af Isfirðingum. Annálaðir framkvæmdamenn og dugn- aðarforkar, glæstir stjórn- málaforingjar, efnilegir rithöf- undar og dæmdir stórglæpa- menn eiga það sameiginlegt að vera ættaðir frá ísafirði. Og minningu þeirra er haldið á lofti i skálaræðum, á götu- hornum og i afmælisgrein- um. En þessir glæstu full- trúar ísafjarðar, af báðum kynjum eru allir önnum kafnir við að vinna afrek sin annars staöar en á heimavelli. ísa- firöi er stjórnað af aökomu- mönnum hvort sem litið er inn á bæjarstjórnar- eða nefndarfundi eða skyggnst inná skrifstofur forstjóra atvinnulifsins. Hvað veldur? Svari nú hver sem getur.“ Og Páll Ásgeir flytur suður eftir 6 ár fyrir vestan. ÞÓRARINN Magnússon, fyrrverandi kennari en núver- andi húsvörður, ritar grein í Þjóðviljaum í gær. Hann kem- ur vfða við, vill banna „gráa markaðinn“ og telur fráleitt að verslun geti borið sig — nema á kostnað þjóðarinnar meö allt of hárri álagningu. Ríkisstjórnin fær líka sinn skammt: „Eitt af verkum ríkisstjórn- arinnar, einkum Halldórs Ásgrímssonar, er að stór- skaða og stefna í voða þeim ferskfiskmarkaði, sem var orðinn alltraustur í Bretlandi og víðar. Á sama tíma og verðfall er á frystum fiski í Ameríku og sömuleiðis sam- dráttur í sölu, setja íslensk stjórnvöld verulegar hömlur á ferskfiskútflutning, sérstak- lega gámaútflutning, sem lík- lega skilar mestum hagnaði, a.m.k. er þaö hann, sem skapar grundvöllinn fyrir út- gerð fiskibáta. Kröfur hins almenna neytanda í dag eru þær að fá ferskan mat, hvort sem er um kjöt eða fisk að ræða. Kanarnir gera sig ekki lengur ánægða með uppþídd flök af hálfýlduðum fiski, á ég þá einkum við netafisk og misjafnlega vel ísaöan tog- arafisk. Áður en gámaútflutningur- inn hófst dröbbuðust fiski- bátarnir niður, bundnir við bryggju, vegna þess að út- gerðin bar sig ekki og ekki voru peningar til að halda þeim við. Eftir að gámaút- flutningurinn komst á skap- aðist að nýju útgerðargrund- völlur, bátarnir voru skinnaðir upp og meira og minna end- urnýjaðir og skipverjar, út- gerð og þjóðfélagið í heild höfðu hagnað af.“ Verkafólk hefur sett út á gámaflutning, en Þórarinn vill engin höft í þeim málum. KENNARAR fengu fjórar flöskur af Svartadauða fyrir 10 tíma kennslu árið 1936. Jon Á. Gissurarson fyrrver- andi skólastjóri rifjar upp söguna af krónunni sem varð að... engu í verðbólgu: „Prófessor Eirikur Briem sannaði með talnaspeki að allir íslendingar gætu lifað kóngalífi af vöxtum einum, heföi einhver forfeðra þeirra lagt á vöxtu svo sem eina krónu á dögum Krists. Séra Halldór Jónsson á Reynivöll- um tók upp merki Eiriks Briems. Menn skyldu binda sparifé sitt í einn áratug og ættu að honum loknum drjúgan sjóð. Landsbanki íslands greip hugmynd séra Halldórs opn- um örmum og stofnaði deild í þessu skyni. Vextir skyldu nokkuð hærri en af öðru sparifé. Slikt var þá nýlunda. Umsvif jukust og deildar- stjóri var skipaður. Börn lögðu aura sína í bók Hali- dórs en fækkuðu bíóferðum og minnkuðu sælgætiskaup. Vegna áhrifa þessara merku kierka lagði ég árið 1936 þrjátíu krónur inn á slíka bók. í amstri daganna gleymdist hún en kom svo óvænt i leitir eftir rúma hálfa öld. Eg fór að rifja upp kaup- gjald og vöruverð 1936. Þetta mundi ég: Kennarar i mínum launaflokki fengu þrjátíu krónur fyrir tiu stunda kennslu. Flaska af Svarta- dauða kostaði sjö krónur og fimmtiu aura og hefði því dugað fyrir fjórum slíkum.“ Hvað varð af þrjátíu krón- unum hans Jóns sem hann lagði inn í banka 1936? Hann fór í banka til að vitja þeirra (ásamt vöxtum): „Ástúðleg ung bankakona sinnti erindum mínum með bros á vör. UndrafIjótt fann hún plögg mín og tók að reikna til núvirðis inneign mína. Gekk það snarlega, enda tól hennar hraðvirk og nákvæm svo engu skeikaði. Næsti féhriðir galt mér svo að fullu. Sjóður minn reynd- ist fjörutíu aurar.“ Læðan Lóló var komin í vorskap og breimaði á hverri nóttu í bakgarðinum. Eftir nokkrar svefnlausar nætur hringdi Siggi múrari í nágrannann sem átti læðuna. — Ef þú færð læðuna ekki til að halda sér saman, þá skal ég gera það, sagði Siggi múrari. — Og hvernig ætlar þú að þagga niður í breimandi læðu, með leyfi að spyrja, spurði eigandinn i reiðitón. — Set bara blý á bak við vinstra eyrað á henni, svar- aði Siggi múrari. — Og með hverju? spurði eigandinn. — Með haglabyssu! svaraði Siggi múrari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.